Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ         !  " #!   $  % & " ' " ($ ) (*  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR rúmum þremur árum dó gamla góða Phillips-sjónvarpið mitt. Fjölskyldan var harmi slegin þar sem þessi gamli meðlimur hennar var allur. Hófst þá nýr kafli í sögu fjölskyldunnar, hún fór nú af stað að leita að nýju tæki. Leitað var ráða hjá ýmsum fræðingum á þessu sviði og ekki stóð á ráðleggingunum. Þetta tæki er betra en hitt og þetta tæki er með svona hátölurum sem hin eru ekki með. Nú var úr vöndu að ráða fyrir leikmenn eins og mig og mína fjölskyldu. Hægt og örugglega sigldum við í gegnum þennan frum- skóg af sjónvarpstækjum eftir mikið ráp á milli verslana. Einhver sölu- maðurinn sagði nefnilega að Sony væri langbest, eða a.m.k. mjög vand- að, með svona hátölurum sem hin væru ekki með og síðast en ekki síst ábyrgð á myndlampa í þrjú ár. „Vá.“ Fjölskyldan steinlá fyrir þessu, þarna var kominn verðugur arftaki gamla góða philipssins sem hafði þjónað fjölskyldunni svo vel og svo lengi, þó svo að hann hefði ekki haft svona eða hinsegin hátalara. Fjölskyldan tók ákvörðun, reiddi fram þó nokkuð háa upphæð og fjár- festi í Sony-sjónvarpi. Þvílík ham- ingja með svona líka flotta hátalara en ekki eins lélega og í hinum tækj- unum. Síðast en ekki síst mjög vand- aðan myndlampa, þriggja ára ábyrgð og allt. Allt gekk eins og í sögu og fjöl- skyldan átti margar skemmtilegar stundir fyrir framan nýja Sony-tæk- ið sitt. En ekki nógu margar. Á öðru ári bilaði Sony-tækið. Þetta fannst fjölskyldunni skrítið, tæp tvö ár og tækið bilað. Farið var með það á verkstæðið Són, toppverkstæði og góð þjónusta. Þeir löguðu tækið en sögðu jafnframt að það gæti verið galli á myndlampa, en ég ætti að fara með það heim og prufa það. Allt gekk vel í rúma ellefu mánuði en þá kom reiðarslagið; Sony bilaði aftur og aftur var farið niður í Són í viðgerð en í þetta sinn dæmdu þeir tækið úr leik. Þrátt fyrir svona hátal- ara og svona myndlampa en ekki hinsegin eins og í gamla phillips var það dáið, sorglegt en satt. Strákarnir í Són bentu mér á að tala við Hallgrím verslunarstjóra í Japis, nú ACO-Tæknivali, sem ég gerði. Hallgrímur tók vel á móti mér. Hann kynnti sér mitt mál og bað mig að hafa samband síðar sem ég og gerði. Þá byrjaði hann á því að gera mér tilboð, þar sem tækninni hafði fleygt svo mikið fram og öll sjónvörp í dag væru með svona hátalara en ekki hinsegin, og líka svona mynd- lampa en ekki hinsegin, þar af leið- andi meiri „gæði“. Gæði, hugsaði ég. En eins og hann sagði eru „gæði“ af- stætt hugtak í þessum efnum, alveg rétt hjá honum. Þegar Hallgrímur var búinn að telja upp kosti nýju Sony-tækjanna bauð hann mér 30% afslátt af nýju Sony-tæki sem kostar nálægt 100 þúsund krónum að mig minnir. Ég sætti mig ekki við það og hafði samband við framkvæmdastjórann hjá ACO-Tæknivali, Magnús Norð- dal. Hann kynnti sér málið og vísaði síðan aftur á Hallgrím verslunar- stjóra. Þar stendur fyrra tilboð enn, 30% afsláttur af nýju tæki. Þetta er sjálfsagt mög gott tilboð, því tískan breytist hratt og hver vill ekki fylgj- ast með tískunni, en að borga 70–100 þús. krónur á þriggja ára fresti, bara fyrir sjónvarp, er svolítið mikið, að minnsta kosti ef það heitir Sony. ÞORSTEINN I. KRISTJÁNSSON, Hringbraut 29, Hafnarfirði. Vill einhver kaupa Sony-sjónvarp? Frá Þorsteini I. Kristjánssyni: FÁIR höfðu trú á því uppátæki fyrir aldarfjórðungi að efna til ferjusigl- inga milli Íslands og Norðurlanda um Færeyjar. En svo vel hefur gengið að næsta vor hefjast siglingar á þessari leið á farkosti sem sumir myndu kalla risastórt lúxusfley. Vonandi verður árangur í samræmi við áræðið. Stórhugur er smitandi og nú hefur einhverjum dottið í hug að svipað mætti gera vestur yfir Atlantshafið. Leiðin er lengri og gæti orðið torsótt- ari á ísárum, en Veðurstofan er sem óðast að afskrifa þau. Talað er um að hafa viðkomu á Grænlandi á leiðinni til St. Johńs á Nýfundnalandi. Nefnt hefur verið að ferðin fram og til baka frá Íslandi gæti tekið 10-12 daga. Ef hraði skipsins leyfði, og við- komuhöfnin hér yrði Þorlákshöfn, mætti hugsa sér að einnig yrði siglt til Ullapool á norðvesturströnd Skot- lands, en þar er einn fegursti fjörður landsins og er þá mikið sagt. Hver ferð fram og til baka tæki þá hálfan mánuð. Leiðin milli þessara áfangastaða er vissulega lengri en í venjulegum ferjusiglingum, en bent hefur verið á að um sérstakar aðstæður sé að ræða. Reglulegir flutningar með far- þega yfir Atlantshafið munu varla þekkjast lengur, en margir vilja helst ekki fljúga og sumir alls ekki. Þá gæti mörgum þótt norðurleiðin forvitnileg og ævintýri að sigla í kjölfar víking- anna. Ekki myndi þetta henta öðrum en þeim sem hefðu rúman tíma til ferða- laga og væru tilbúnir til að aka langar vegalengdir, en af þeim 300 milljón- um sem búa í Norður-Ameríku þyrftu ekki margir að hafa áhuga til þess að fylla rúmgóðan farkost ár eft- ir ár. Í öllu falli er ómaksins vert að skoða málið, en framkvæmd hlyti að byggjast á ríflegri þátttöku aðila beggja vegna Atlantshafsins. Án tiltrúar þeirra væri ekkert vit í að fara af stað. En hvað ætti að gera við skipið á veturna? Nörröna mun þá sigla með vörugáma og einhverja farþega milli Þórshafnar og Danmerkur, en óvíst hvort eitthvað samsvarandi hentaði vesturfaraskipinu. Þó mun nú vera áhugi á farþegaflutningum sjóleiðis milli Íslands og Evrópu allt árið. VALDIMAR KRISTINSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Önnur farþegaferja Frá Valdimari Kristinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.