Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 37 22 ÖKUMENN voru teknir fyrir hraðakstur um helgina, 6 vegna gruns um ölvunarakst- ur og 11 fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Þá gekk næturlífið í mið- borginni vel fyrir sig þótt anna- samt hafi verið hjá lögreglu. Seinnipart sunnudags var til- kynnt um bifreið sem ekið var gá- leysislega, reykspólaði og skrens- aði þannig að afturendi bílsins fór upp á gangstétt þar sem börn voru á gangi. Því miður sáu sjónarvott- ar ekki númer bifreiðarinnar en lögreglan hefur lýsingu á henni. Nokkuð var um innbrot og þjófnaði um helgina, einkum í bif- reiðar. Um hálfsjöleytið á laug- ardagsmorgun kom öryggisvörður að þar sem maður hafði brotist inn í bifreið í austurborginni. Lenti hann í átökum við manninn og hélt manninum í tökum þar til lögregla kom á staðinn. Engu var stolið í það skiptið. Skömmu síðar var til- kynnt um að brotist hefði verið inn á heimili í miðborginni og íbúarnir vaknað við að maður stóð við rúm- gaflinn hjá þeim. Höfðu þau verið að lofta út og gleymt að loka svala- dyrum. Maðurinn hafði á brott með sér tvö seðlaveski, bankabók og lyklana að bifreið þeirra. Málið er í rannsókn. Það má teljast mildi að ekki fór illa er kviknaði í út frá kerti að- faranótt laugardagsins í húsi í austurborginni. Húsráðendur höfðu farið að sofa um miðnætti og gleymt að slökkva á kerti í stof- unni. Er þau vöknuðu á laugar- dagsmorgun var íbúðin, sem er á tveimur hæðum, öll í sóti, kerta- stjakinn brunninn, veggur sviðinn og mynd skemmd. Farið var með þrjú börn á slysadeild til skoðunar. Miðborgarlífið gekk vel fyrir sig þó annasamt hafi verið hjá lög- reglu, og þá sérstaklega aðfara- nótt laugardags. Áfengi var hellt niður hjá þeim fáu ungmennum sem voru í miðbænum undir 18 ára aldri. 29 útköll vegna hávaða Nokkur útköll voru vegna ölv- unar á almannafæri eða alls 37 þessa helgi og hávaðaútköllin 29. Á laugardag var lögregla beðin að fjarlægja ölvaðan mann við hús í miðborginni. Hann hafði elt konu heim til hennar og reyndi með barefli að komast inn í húsið. Heimilisfólkið kannaðist ekkert við þennan mann sem var færður á lögreglustöð og vistaður. Á sunnudag var tilkynnt um fjóra pilta sem hlupu yfir flug- braut á Reykjavíkurflugvelli. Sem betur fer varð ekki slys og sást til þeirra fara yfir í Skerjafjörð. Mik- ilvægt er að fólk átti sig á að mikil hætta er fólgin í því að fara gang- andi yfir flugbraut og er slíkt al- gjörlega óleyfilegt. Úr dagbók lögreglunnar 13. til 16. september Nokkuð um inn- brot um helgina Sjálfræði barna í leikskóla SESSELJA Hauksdóttir leikskóla- kennari heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næst- komandi miðvikudag, 18. september, kl. 16:15. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla Ís- lands við Stakkahlíð og er öllum op- inn. Fyrirlesturinn byggist á meistara- prófsverkefni Sesselju. Þar er fjallað um hvernig starfsaðferðir, sem örva sjálfræði barna í leikskóla, geta stuðlað að sterkari einstaklingum og um leið gert leikskólastarfið viðráð- anlegra og ánægjulegra. Sesselja skilgreinir hugtakið sjálf- ræði út frá kenningum Piagets og út- færslu Kamii og DeVries í leikskóla- starfi. Fjallað er um rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess að ýta undir sjálfræði í uppeldi barna og hvernig leikskólakennarar geta gert það í starfi sínu. Lýst er eigindlegri rannsókn í tveimur íslenskum leikskólum. Vetrarstarf Lífssýnar kynnt MIÐVIKUDAGINN 18. september kl. 20:30 verður haldinn kynningar- fundur á starfi Lífssýnarskólans í vet- ur. Fundurinn verður haldinn í húsa- kynnum skólans í Bolholti 4, 4. hæð. Allir eru velkomnir. Kennsla hefst miðvikudaginn 2. október kl. 20:30 og kennt verður vikulega. „Lífssýn – samtök til sjálfsþekkingar var stofn- uð um 1980 og reglulegt skólahald hefur farið fram síðan 1982. Starf skólans er að mestu byggt upp á fyr- irlestrum þar sem Erla Stefánsdóttir sjáandi fjallar m.a. um innri gerð mannsins. Auk fyrirlestra fær hver nemandi m.a. teikningar af tilfinn- inga-, hugar- og innsæisbliki sínu. Einnig verða rifjaðar upp myndir úr fyrri lífum,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar eru félagsfundir haldnir þar sem gestafyrirlesarar eru fengnir til að flytja erindi um málefni sem snerta okkur öll. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Strandasýslu verður haldinn sunnudaginn 22. september kl. 20.00 á Vitabraut 3 á Hólmavík. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Að fundi loknum verður haldinn aðalfundur fulltrúaráðsins. Stjórnin. TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð Skúlatún 6 — viðbygging Útboð nr. 13122 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fasteigna ríkissjóðs, óskar eftir tilboðum í að byggja tvær hæðir ofan á húsið í Skúlatúni 6 og byggja yfir hluta svala á 4. hæð á Skúlagötu 57. Nánar um Skúlatún 6: Samhliða því að byggja ofan á skal einnig bæta utan á útveggi Skúlatúns steyptum böndum lárétt og lóðrétt til samræmis við núverandi aðliggjandi fjögurra hæða hús, stækka gluggagöt einnig til samræmingar og setja nýja glugga. Steypa skal plötu yfir 2. og 3. hæðina ásamt útveggjum. Timburþak og álkerfi verður að mestu í útveggj- um og hluta þaks 4. hæðar í Skúlatúni og á Skúlagötu. Múra skal húsið að utan sem nemur breytingum og mála. Rífa þak af Skúlatúni og saga vegg á lóðarmörkum. Helstu magntölur: Rífa þak 150 m² Burðarvirki: Veggjamót 170 m² Plötur 306 m² Stál K 10;12;16 5.800 kg Steypa S250 102 m³ Þakdúkur 185 m² Múrsögun 200 m Vettvangsskoðun verður haldin þriðjudaginn 24. september kl. 13.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.000 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 1. októ- ber kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. TILKYNNINGAR Jóga sem lífsstíll á 21. öldinni 1. Að stunda andlegt líferni — fyrirlestur — 2 tímar í kvöld kl. 20.10 á Grand Hóteli. Hluti af 14 vikna námskeiði. Hægt er að kaupa sig inn á stakan fyrirlestur á kr. 2.200. Jóga hjá Guðjóni Bergmann. Nánari upplýsingar á www.gbergmann.is SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Lára Halla Snæfells miðill hef- ur tekið til starfa á ný. Þeir sem eru á biðlista, vinsamlega hafið samband. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Einnig er hægt að senda fax, s. 561 8130, eða á netfang srfi@isholf.is . Opnunar- tími skrifstofu í Garðastræti 8 er 9—13 mánudaga til fimmtudaga og 9—15 föstudaga. SRFÍ. KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  1839178  F.1. Vilt þú vita eitthvað um sjálfan þig? Hvaðan þú kemur? Hvert þú ferð? Hvar er endirinn? Hvert er hlutverk þitt í lífinu? Á hvaða leið ert þú og hver er leiðbeinandi þinn? Kynningarfundur um Lífssýnar- skólann verður haldinn í Bolholti 4, 4. hæð miðvikudaginn 18. september kl. 20:30. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FASTEIGNIR mbl.is FRÉTTIR mbl.is SAMHJÁLP kvenna, hópur til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, húsi Krabbameinsfélagsins, í dag, þriðju- dag, kl. 20. Svandís Sigurðardóttir, lektor við sjúkraþjálfunarskor læknadeildar Háskóla Íslands, flytur erindi: „Hvaða gildi hefur reglubundin hreyfing fyrir konur?“ Nanna Guðný Sigurðardóttir og Rósa Mjöll Ragnarsdóttir sjúkra- þjálfarar kynna verkefni sitt: „Áhrif endurhæfingar á starfræna göngu- getu og heilsutengd lífsgæði kvenna sem greinst hafa með brjósta- krabbamein.“ Opið hús hjá Samhjálp kvenna NÁMSKEIÐ í sjálfsstyrkingu eru nú að hefjast á vegum Sálfræðistöðv- arinnar, Þórsgötu 24. Markmið nám- skeiðsins er að auka sjálfsstyrk ein- staklinga bæði í einkalífi og starfi og byggist á viðurkenndum sálfræðileg- um aðferðum sem hafa reynst vel til að efla sjálfsstyrk fólks. Meðal efnis sem tekið er fyrir er persónuleg framkoma og greining á eigin jákvæðum og neikvæðum hlið- um, ásamt því hvernig byggja megi upp góð samskipti, minnka ágrein- ing og deilumál. Áhersla er lögð á sjálfsstyrk, sveigjanleika og öryggi í samskiptum þannig að þátttakandi finni að hann ráði vel við samskipti hvort sem álag er lítið eða mikið. Höfundar námskeiðs og leiðbein- endur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Námskeið í sjálfsstyrkingu HAPPDRÆTTI Hjartaverndar, sem haldið er einu sinni á ári, er nú komið á fulla ferð. Í tilkynningu frá Happdrætti Hjartaverndar segir að Rannsóknarstöð Hjartaverndar hafi verið við störf í yfir 30 ár. Eina skipulagða fjáröflunin er árlegt happdrætti. Hjartavernd nýtur góðs af velvilja einstaklinga og fyrirtækja í landinu í happdrættinu. Vinningarnir eru ým- iss konar, t.d. utanlandsferðir, golf- ferðir og skemmtisiglingar, og er heildarverðmæti vinninganna um 15 milljónir. Happdrættismiðarnir eru sendir hvert á land sem er, innheimt er með gíróseðli eða krítarkortum. Hægt er að útvega sér miða með tölvupósti á netfanginu happ- @hjarta.is Happdrætti Hjartaverndar hafið JÓNA Ingibjörg Jónsdóttir hefur opnað eigin stofu í Kjörgarði, Lauga- vegi 59, 3. hæð, fyrir einstaklinga og pör þar sem boðið er upp á kynlífs- ráðgjöf. Jóna Ingibjörg er lærður hjúkrunar- og kynfræðingur frá Há- skóla Íslands og Pennsylvaníu-há- skóla í Bandaríkjunum. Ennfremur hefur hún lokið viðbótarnámi í sál- fræðimeðferð frá Grábræðrastofn- uninni í Danmörku. Veitir kynlífsráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.