Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 41 MEISTARINN.IS Haustið í Prag frá kr. 25.450 með Heimsferðum Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 11. nóvember, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 14. október, með 8.000 kr. afslætti. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg- hundruðára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heims- ferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnis- ferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstak- lega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum farar- stjórum Heimsferða. Flug fimmtud. og mánud. í okt. og nóv. Bókaðu meðan enn er laust 11 flug uppseld. Tryggðu þér sæti meðan enn er laust. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags fyrir 23. sept, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Nýtt Nýtt MAC gallabuxur Gallabuxur frá MAC fást í 5 litum og 4 lengdum. HREYFILSEINVÍGIÐ 2002 milli tékkneska stórmeistarans Tomas Oral og Stefáns Kristjánssonar hófst í Þjóðarbókhlöðunni á laugardaginn. Oral hafði hvítt í fyrstu skákinni og að venju svaraði Stefán með frönsku vörninni. Það er skemmst frá því að segja, að Stefán sá aldrei til sólar í skákinni, fékk fljótlega verra tafl og eftir 20 leiki var staða hans gjörtöpuð. Hann gaf síðan skákina eftir 26 leiki þegar stutt var í mátið. Önnur skákin var aftur á móti mjög spennandi. Upp kom Sikileyjarvörn, en fljótlega fór spekingunum á skák- stað að lítast illa á hvítu stöðuna og óttuðust að allt færi á sama veg og í fyrstu skákinni. Þeim tókst að kokka upp hverja stórsóknina á fætur ann- arri fyrir Oral, en Stefán hafði séð lengra og fljótlega varð ljóst að hann yrði ekki mátaður svo auðveldlega. Engu að síður voru áberandi skiptar skoðanir á stöðunni, bæði á ICC, skákstað og víðar þar sem fylgst var með skákinni. Eftir 27 leiki var Oral greinilega kominn á þá skoðun að Stefán stæði síst verr og bauð jafn- tefli. Stefán sá ekki ástæðu til að taka því, enda ekki yfir neinu að kvarta í stöðunni og Oral var með verri tíma. Hann hefði þó betur tekið jafnteflinu, því framhaldið tefldi hann ekki ná- kvæmt og nokkrum leikjum eftir tímamörkin við 30. leik fór að halla töluvert á hann. Hann gafst síðan upp í 41. leik. Eftir skákina kom í ljós að Oral taldi sig hafa verið með mun betri stöðu í miðtaflinu, en ekki voru allir áhorfendur sammála því mati. Fjórða skák einvígisins verður tefld í dag og hefst viðureignin klukk- an 16. Tefldar verða sex skákir. Hellir fékk silfrið á NM taflfélaga Norðurlandamót taflfélaga var hald- ið í þriðja sinn á laugardaginn. Eins og áður var Netið nýtt til hins ýtrasta og teflt á ICC. Sænski klúbburinn Sol- lentuna sigraði og hlýtur því titilinn Norðurlandameistari taflfélaga. Tafl- félagið Hellir tók þátt í mótinu fyrir Ís- lands hönd og hafnaði í öðru sæti líkt og í fyrra, en félagið sigraði í fyrstu keppninni sem fram fór árið 2000. Það var slæm útreið Hellis gegn Svíum í þriðju umferð sem réð úrslitum á mótinu, en Svíarnir sigruðu, 5-1. Í þriðja sæti varð Asker skákklúbburinn frá Noregi sem sigraði á mótinu í fyrra. Lokastaðan á mótinu: 1. Svíþjóð 20½ v. 2. Hellir 18½ v. 3. Noregur 18 v. 4. Danmörk 15 v. 5. Finnland 12½ v. 6. Færeyjar 5½ v. Lið Hellis var þannig skipað: 1. SM Hannes H. Stefánss. 2. SM Helgi Ólafsson 3. FM Sigurbjörn Björnss. 4. FM Ágúst S. Karlss. 5. FM Ingvar Ásmundss. 6. FM Andri Á. Grétarss. 1. vm. FM Davíð Ólafsson 2. vm. FM Snorri G. Bergss. Tefldar voru atskákir með 20 mín- útna umhugsunartíma, en 5 sekúndur bættust við eftir hvern leik. Hvert land tefldi í sínu landi undir eftirliti skákdómara. Haraldur Baldursson gætti þess að allt færi eftir settum reglum hér á landi. Íslandsmeisturum Hróksins var boðið að taka þátt í keppninni, en þeir sáu sér ekki fært að vera með. Það var Taflfélagið Hell- ir sem átti hugmyndina að Norður- landamóti taflfélaga og hefur jafn- framt séð um skipulagningu og framkvæmd hennar frá upphafi. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur Fjórða umferð á Haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur var tefld sunnu- daginn 15. september. Staða efstu manna í A-riðli er þessi: 1.–2. Torfi Leósson, Sigurður Daði Sigfússon 3½ v. 3.–5. Magnús Örn Úlfarsson, Krist- ján Eðvarðsson, Guðmundur Hall- dórsson 2½ v. Í B-flokki er Stefán Bergsson efst- ur með 4 v. og í C-flokki eru þeir Árni Þorvaldsson og Sturla Þórðarson efstir með 3 v. og frestaða skák. Tomas Oral – Stefán 2:0 SKÁK Þjóðarbókhlaðan HREYFILSEINVÍGIÐ 2002 14.–19. ágúst 2002 Daði Örn Jónsson Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 Skógrækt rædd í opnu húsi FYRSTA „Opna hús“ vetrarins verð- ur 17. september í Mörkinni 6 – húsi Ferðafélags Íslands – og hefst kl. 20. Húsið er öllum opið og er ókeypis að- gangur. Skógræktarfélag Kópavogs hefur umsjón. Fram koma Helgi Þórsson um- hverfisfræðingur og Aðalsteinn Svan- ur Sigfússon myndlistarmaður. Þeir eru búsettir í Eyjafirði og hafa komið að skógrækt með ýmsum hætti um árabil. Þeir verða með myndasýningu og óformlegar umræður um allt sem nöfnum tjáir að nefna í ræktun trjáa, runna, skjólbelta og skóga í stórum eða smáum stíl. VG vill fund með Ríkisendurskoðun ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs hefur óskað eftir fundi með Ríkisendurskoðun um beiðni þingflokksins frá því í janúar um úttekt á störfum einkavæðingar- nefndar. Nýlega fór forsætisráðu- neytið fram á athugun á störfum nefndarinnar og kom fram í fjölmiðl- um að þeirri athugun yrði hraðað. Í ljósi þessa þykir þingflokknum tilefni til að óska eftir fundi þar sem gerð verði grein fyrir því hvernig embættið hafi tekið á beiðni þing- flokksins um rannsókn á störfum einkavæðingarenfndar. „Alþingi sendi Ríkisendurskoðun beiðni þingflokks Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs í byrjun árs og var sérstaklega óskað eftir því að hliðsjón yrði höfð af einkavæðingu Landssímans hf. Beiðnin sneri þó einnig að öðrum þáttum í starfi einka- væðingarnefndar. Í erindinu sem Ríkisendurskoðun fékk sent sagði m.a.: „Athuguð verði vinnubrögð, verklag og stjórnskipuleg staða einkavæðingarnefndar, kostnaður við störf hennar bæði vegna eigin verk- efna og aðkeyptrar vinnu, hvort út- gjöld nefndarinnar hafi verið í sam- ræmi við fjárheimildir, hvernig staðið er að ákvarðanatöku af hálfu nefnd- arinnar og annað sem efni standa til,“ segir í frétt frá þingflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.