Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 19 ERLENT NÝVERIÐ var opnuð í Vest- mannaeyjum fyrsta Volare- verslunin í heiminum. Volare sel- ur húð-, hár- og heilsuvörur unnar úr kælipressaðri Aloe vera-plöntu. Þessar vörur eru einungis seldar í heimasölu um land allt, en að sögn Guðmundu Hjörleifsdóttur, sem flytur vörurnar inn, nýtur hún þeirrar sérstöðu að búa í Eyjum og taldi sig því geta kynnt vörurn- ar sérstaklega með þessum hætti. Hún segir að Volare bjóði jafn- framt upp á heimakynningar í Eyjum. Að sögn Guðmundu hafa Vol- are-vörurnar verið notaðar gegn psoriasis, exemi og öðrum húð- vandamálum. Vörurnar hafa verið til sölu á Íslandi í fimm ár. Eig- endur Volare á Íslandi ákváðu í tilefni af opnun verslunarinnar að láta 1% af ársveltu fyrirtækisins renna til Umhyggju, félags lang- veikra barna á Íslandi, í desember en veltan á síðasta ári var um það bil 25 milljónir, að þeirra sögn. Morgunblaðið/Sigurgeir Eigendur og sölukonur á opnunardegi fyrstu Volare-verslunarinnar í heiminum í Vestmannaeyjum. Fyrsta Volare-verslunin í heiminum EFNT hefur verið til keppni meðal danskra skólabarna í 1. til 7. bekk um besta rapplagið. Efni lagsins skal vera ávextir og grænmeti og mega 2 til 10 leggja hönd á plóg við gerð hvers lags. Skilafrestur er 4. nóvem- ber og má telja lagasmíðina með heimavinnu vetrarins, að því er segir á heimasíðu dönsku neytendastofn- unarinnar, www.fi.dk. Sigurvegarar keppninnar fá fram- lag sitt útgefið á geisladiski auk þess sem þekktur dönsk söngkona mætir í bekk vinningshafa. Þá verður fjöldi vinninga úr ávöxtum og grænmeti, segir ennfremur. „Tilgangur keppninnar er að fá börn og unglinga til þess að gæða sér á ávöxtum og grænmeti dagsdaglega. Fjöldi barna borðar of mikið af sæt- og feitmeti, ekki síst seinnipartinn, sem leiðir til sífellt fleiri offituvanda- mála,“ segir neytendastofnunin. Boðað er til samkeppninnar af op- inberu átaki heilbrigðisyfirvalda, stofnana og samtaka, „sex á dag“, sem hefur að markmiði að auka ávaxta- og grænmetisneyslu Dana, helst upp í 600 g á dag. Því má bæta við að Manneldisráð Íslands hvetur Íslendinga til þess að borða „fimm á dag“ af grænmeti, ávöxtum og kartöflum, eins og segir á heimasíðu samtakanna, www.man- neldi.is. Rappkeppni í nafni hollustunnar Söngkonan Mukupa er meðal þeirra sem sæti eiga í dómnefnd vegna keppninnar. FLÍKUR sem verja líkamann gegn rafsegulbylgjum farsíma og hrinda frá sér vætu eru væntanlegar á markað hjá fataframleiðandanum Levi Strauss. Á vefsíðu Lundúna- blaðsins Evening Standard, thisis- london.co.uk, segir að um sé að ræða buxur í Dockers-fatalínu Levi’s og verða þær með farsímavasa fóðruð- um með sérstöku efni, sem ekki hleypir slíkum bylgjum í gegnum sig. Gert er ráð fyrir því að buxurnar verði í verslunum á næsta ári. Geislavarnarbuxurnar eru ætlað- ar táningum og fólki í kringum tví- tugt og er ráð fyrir gert að þær muni kosta tæpar 14.000 krónur, segir netútgáfan ennfremur. Dropar og rennur af Auk geislavarnarvasans munu buxurnar verða úr tilteknu efni sem kennt er við „Clean fabric system“ og hrindir frá sér vætu. Til þessa hafa gallabuxur auðveldlega drukkið í sig vökva og verið mun lengur að þorna en flíkur úr léttari efnum. Talsmaður Dockers-línunnar sem rætt er við segir að með hinni nýju tækni skilji vökvi sem hellist á efnið sig í litla dropa sem renni umsvifa- laust af flíkinni, hvort sem um er að ræða þunnfljótandi vökva eða þykk- ar sósur. Auk þess sem heitir drykk- ir sem hellast kunni á flíkina brenni ekki hörund viðkomandi. Vonast er til að þessi nýbreytni auki fatasölu í Bretlandi og segir blaðið að síðustu að eldri uppfinn- ingar í sama tilgangi séu fatnaður með innbyggðu útvarpi, örgjörvum fyrir birgðatalningu, rakakremi og tískuföt með lyktarefnum. Föt með símavasa sem ekki blotna Buxur með vasa gegn rafsegul- bylgjum sem hrinda frá sér. NÝR Panduro- föndurlisti er kominn sam- kvæmt tilkynn- ingu frá B. Magn- ússyni í Garðabæ. „Í listanum má finna allt til fönd- urgerðar, nýjar hugmyndir og efni til þess að útbúa skemmtilega hluti, hvort sem er fyrir sælgætis- eða skartgripagerð, málningu, postulín, tau, tré, jóla- eða páska- skraut.“ Panduro- föndurlistinn kominn NÝTT „Árangur“ fyrir konur B. Magnússon vekur athygli á nýrri vörulínu frá framleiðand- anum EAS sem heitir „Results“, eða árangur, og er ætluð konum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir að um sé að ræða fyrstu bætiefnalínuna sem þróuð er af konum, fyrir konur og með þeirra sérþarfir í huga. „Re- sults-vörurnar eru í handhægum pakkningum og ríkar af trefjum, kalki og sojaprótíni og sameina næringu og hentugleika,“ segir ennfremur. Dagur vatnsins í Svartsengi DAGUR vatnsins verður haldinn í Svartsengi hinn 7. október, sam- kvæmt frétt á heimasíðu Holl- ustuverndar ríkisins, hollver.is. Meðal annars verður fjallað um- umhverfismerkið bláfánann, kaf- ara sem hreinsa hafnir, vatna- tilskipun ESB, flokkun og vöktun vatna á höfuðborgarsvæðinu, náttúrulega mengun og verndun vatnsbóla, gerlafræðilegt ástand neysluvatns, tæringu og ryðmynd- un neysluvatnslögnum, útflutning á vatni í fortíð og framtíð og nátt- úrulegt baðvatn á Íslandi. Sjá dagskrá og tímasetningu á heimasíðu Hollustuverndar. AÐEINS eitt breskt fyrirtæki af hverjum fimm vill að Bretar taki upp evruna á þessu kjörtímabili. Kemur það fram í skoðanakönnun, sem evru- andstæðingar í Bretlandi létu gera, og birt var í gær. Þá voru 10 ár liðin frá því breska stjórnin neyddist til að hætta þátttöku í gengissamstarfi Evrópusambandsríkjanna, ERM. Niðurstöður könnunarinnar eru þær, að 66% stjórnenda vilja halda sterlingspundinu en 31% vill taka upp evruna. Ef könnunin er skoðuð nánar kemur í ljós, að 20% vilja taka upp evruna á þessu kjörtímabili, 12% síð- ar og 39% hallast að því að hafa pund- ið áfram en halda þó öllum möguleik- um opnum. 29% vilja ekki evruna, hvorki fyrr né síðar. Evruandstæðingar segja, að upp- taka hennar myndi gera Breta ber- skjaldaða fyrir „martröðinni frá 1992“ eða „Svarta miðvikudeginum“. Þá var ástandið í breskum efnahags- málum slæmt, atvinnuleysið mjög mikið, og ljóst, að þörf var á vaxta- lækkun til að örva efnahagslífið. Það stangaðist hins vegar á við hagsmuni Þjóðverja á þessum tíma. Þeir voru þá að njóta ávaxtanna af sameiningu þýsku ríkjanna og þurftu á aðhaldi í peningamálum að halda til að draga úr verðbólgu. Í þessari stöðu gerðu spákaup- menn atlögu að pundinu með þeim af- leiðingum, að stjórnin hækkaði vexti hvað eftir annað og þeir voru komnir í 15% 16. september 1992 þegar hún ákvað að segja skilið við ERM. Ólík sögutúlkun Norman Lamont, fyrrverandi fjár- málaráðherra Íhaldsflokksins, segir, að þetta sýni nauðsyn þess að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil en flokks- bróðir hans, fyrrverandi fjármálaráð- herra og Evrópusinninn Kenneth Clarke, segir, að þessu sé öfugt farið. „Með því að taka upp evruna kæm- um við alveg í veg fyrir nýjan „Svart- an miðvikudag“. Megintilgangur hennar er einmitt að binda enda á gjaldeyrisviðskipti milli Evrópuríkj- anna.“ Skoðanakönnun í Bretlandi Aðeins 20% fyrirtækja vilja evru London, AFP. FULLYRT er, að rottueitur hafi valdið mikilli matareitrun í Kína, en hún hefur valdið dauða tuga manna. Meira en 300 manns veikt- ust og sumir alvarlega. Verið er að kanna hvort eitrað var fyrir fólkinu vitandi vits. „Við getum ekki útilokað, að eitrinu hafi verið blandað saman við matinn af ráðnum hug,“ sagði Zhou Qing, talsmaður héraðs- stjórnarinnar í Jiangsu, en eitrunin kom upp í bænum Tangshan síðast- liðinn laugardag. Í fréttablaði kín- verskra heilbrigðisyfirvalda sagði, að rottueitrið í matnum hefði verið óvenjulega öflugt. Skýrt hefur ver- ið frá því, að 41 maður hafi látist af völdum eitursins, en dagblaðið Ming Pao í Hong Kong sagði, að meira 100 menn hefðu látið lífið. Allt fólkið hafði fengið sér árbít á skyndibitastað í Tangshan, djúp- steiktar sesamkökur og hrísgrjóna- bollur, og sumir höfðu ekki borðað nema nokkra bita þegar þeir fóru að kasta upp blóði og hnigu niður. Var einkum um að ræða námsmenn og verkamenn á leið til vinnu. Keppinautur að verki? Eigandi skyndibitastaðarins er í yfirheyrslum hjá lögreglu og hefur staðnum hans og fimm eða sex öðr- um slíkum stöðum verið lokað. Geta íbúar í Tangshan sér til, að hugsanlega hafi einhver keppinaut- ur skyndibitastaðarins verið að verki. Matareitranir eru ekki óalgeng- ar í Kína og ósjaldan hefur verið um hreina eiturbyrlun að ræða. Grunur um eiturbyrlun Peking. AP, AFP. Rottueitur í mat kostaði tugi lífið í Kína FULLTRÚI kínverskra stjórnvalda í Tíbet hefur átt fund með talsmanni Dalai Lama, hins útlæga leiðtoga Tíb- eta. Var skýrt frá því í gær. Leg Qog, forseti tíbesku héraðs- stjórnarinnar, sagði á fundi með fréttamönnum í Tíbet, að hann hefði rætt við Lodi Gyaltsen Gyari, sér- stakan sendimann Dalai Lama í Bandaríkjunum, í klukkustund á sunnudag. Kvaðst hann hafa upplýst Gyari um ástand mála í Tíbet, meðal annars um efnahagsþróunina, og hefði Gyari, sem ekki hefur komið landsins í hálfa öld, fundist mikið til koma. Breska útvarpið, BBC, greindi frá því að hermt væri að möguleg heimsókn Dalai Lama til Tíbets hefði og verið rædd á fundinum en sú fregn fékkst ekki staðfest. Hefur þessi fundur glætt vonir um, að kínversk stjórnvöld taki upp við- ræður við Dalai Lama en þær hafa engar verið frá 1993. Hafa þau sakað hann um að reyna að „kljúfa Kína“ og hafa sérstaklega amast við honum eftir að hann fékk friðarverðlaun Nóbels 1989. Gyari er í fjögurra manna tíbeskri sendinefnd, sem hefur verið falið að reyna að koma á viðræðum við kín- versk stjórnvöld. Var hún skipuð í kjölfar ýmissa teikna um nokkra stefnubreytingu í Peking. Stefnubreyting í Kína Rætt við fulltrúa Dalai Lama Peking. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.