Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 31 ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að Bandaríkjamenn og taglhnýtinga þeirra í Bretlandi klæjar í lóf- ana að ráðast á Írak. Helsti vandi þeirra er að áþreifanleg tilefni skortir og hvað þá áþreifanlegar sannanir fyrir því að slíkt sé rétt- lætanlegt. Jafnvel hinir gikkglöðu Bandaríkja- menn átta sig á því að það kann að reynast þeim dýrkeypt að fara einhliða og án nokkurra sannana í allsherjar árás á Írak og án und- angengis samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Vel að merkja yrði erfitt að afla slíks samþykkis án þessara sannana. Erfitt er að rétt- læta mannfórnir og hörmungar sem í slíkri styrjöld yrðu ef hið pólitíska andrúmsloft og stuðningur við slíkar árásir er af skornum skammti. Ástæða er til að rifja upp að Banda- ríkjamenn og Bretar hafa haldið uppi loftárásum á Írak með reglulegu millibili samfellt í meira en 10 ár. Það hefur verið gert undir því yfirskini að verið sé að verja „flugbannssvæði“ yfir sunnanverðu og norðanverðu landinu. Hörmungar viðskiptabanns Í meira en áratug hefur hið ill- ræmda viðskiptabann verið í gildi og valdið miklum hörmungum í Írak. Yf- ir hálf milljón barna og líklega ein og hálf milljón manna samtals hafa látið lífið. Harðstjórn Saddam Hussein er kennt um og hann talinn bera ein- hliða ábyrgð á ástandinu en manns- lífin eru væntanlega jafn verðmæt fyrir því og jafn augljóst að saklausir þolendur þessa ástands er almenn- ingur í Írak. Viðskiptabannið sem var til þess hugsað að snúa þjóðinni gegn Saddam og hrekja hann frá völdum hefur reynst gagnslaust tæki í því sambandi og líklega verra en það. Þess vegna hefur mjög kvarnast úr stuðningi við áframhaldandi við- skiptabann á alþjóðavettvangi. Í reynd er það enn við lýði og fyrst og fremst vegna hörku Bandaríkja- manna sem hafa hótað að beita neit- unarvaldi í Öryggisráðinu til þess að aftra því að viðskipta- bannið verði endur- skoðað. Í þessu sam- bandi má minna á að Alþingi Íslendinga sam- þykkti loksins sl. vetur tillögu til þingsályktun- ar, sem undirritaður hafði áður flutt margoft ásamt fleirum, um að Ísland beitti sér fyrir endurskoðun þessa við- skiptabanns. Í þeim texta sem samkomulag tókst um var að vísu farið afar vægt í sakirn- ar og fyrst og fremst vitnað til frumkvæðis Norðmanna í Öryggis- ráðinu og lýst yfir stuðningi við það. Eftir sem áður hafa þó efasemd- araddir og andstaða við þetta við- skiptabann hér sem annars staðar haft sín áhrif og Bandaríkin einangr- ast jafnt og þétt í afstöðu sinni á al- þjóðavettvangi. Afstaða til árása á Írak nú Ljóst er að það er fyrst og fremst eitt ríki í heiminum, Bandaríki Norð- ur-Ameríku, sem hefur þá stefnu gagnvart Írak að réttlætanlegt sé að ráðast inn í landið til að skipta þar um ríkisstjórn. Tony nokkur Blair hefur að vísu valið sér það hlutskipti að fylgja Bandaríkjastjórn að málum, nánast í einu og öllu. Hann hefur jafnvel á köflum gengist svo upp í því hlutverki að hann hefur virst meiri stríðsæsingamaður en sjálfur Bush. Það kemur því ekki á óvart að hann haldi sig við þessa línu þrátt fyrir megna andstöðu heima fyrir. Að öðru leyti er nánast öll heimsbyggðin efins eða beinlínis andvíg áformum Banda- ríkjamanna í þessum efnum. Jafnvel traustir bandamenn þeirra á alþjóða- vettvangi eru í þeim hópi. Þannig hafa nær allar ríkisstjórnir Evrópu, aðrar en sú breska, lýst yfir andstöðu sinni við fyrirhugaða árás nema að undangengnu samþykki í Öryggis- ráðinu. Þá vilja flestir að tilraun verði gerð til að koma vopnaeftirlitsmönn- um inn í Írak eða að fram verði reidd- ar sannanir fyrir því að Írakar eigi gereyðingarvopn sem þeir hafi komið sér upp með ólögmætum hætti. Í þennan hóp ríkisstjórna í Evrópu vantar þó eina rödd ennþá þar sem skýr afstaða yrði tekin og það er frá ríkisstjórn Íslands. Því er óhjá- kvæmilegt að fá hjá henni skýr svör. Hver er afstaða ríkisstjórnar Íslands til áforma Bandaríkjamanna um ein- hliða árás á Írak á grundvelli upplýs- inga um ógn sem af Írak kunni að stafa sem engir hafa séð nema þeir sjálfir? Er hægt að fá skýr svör um það hvort ríkisstjórn Íslands muni hafa sömu afstöðu til þessara mála og Evrópulönd eins og Þýskaland, Frakkland og hin Norðurlöndin, sem án undantekninga hafa skýrt tekið þá afstöðu að Bandaríkjamenn hafi ekki rétt til einleikja í þessu efni? Ríkisstjórn Íslands og árás á Írak Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og sit- ur í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkismál Er hægt að fá skýr svör um það, spyr Stein- grímur J. Sigfússon, hvort ríkisstjórn Ís- lands muni hafa sömu afstöðu til þessara mála og t.d. Þýskaland, Frakkland og hin Norðurlöndin? PASTAVÉL PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 Verð 5.500 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.