Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 17
BANDARÍSKA fjármálaeftirlitið (SEC) rannsakar nú starfslokasamn- ing General Electric við fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Jack Welch. Welch var dáður í starfi sínu hjá GE og fékk rausnar- legan samning við starfslok á síðasta ári sem SEC þyk- ir nú ástæða til að kanna nánar. Talsmaður GE segir að beiðni hafi borist frá SEC sl. föstudag, daginn eftir að stjórn fyrirtækisins ákvað að fríðindi forstjórans fyrrverandi yrðu skert, að hans eigin ósk. Welch hefur nú skrifstofuaðstöðu hjá GE og aðstoð- armann en fær ekki lengur fríar flug- ferðir eða afnot af íbúð á Manhattan. Í Wall Street Journal í gær sagði Welch að hann hefði samþykkt að borga fyrirtækinu á bilinu 2-2,5 millj- ónir bandaríkjadala á ári fyrir afnot af íbúðum og flugvélum GE. Hann sagði jafnframt að hann vildi alls ekki að „stórkostlegt fyrirtæki sem nýtur mikils trausts yrði dregið inn í op- inberar deilur vegna skilnaðarmáls.“ Skilnaðarmál Jane og Jack Welch hefur verið fyrir rétti og voru þá lögð fyrir skjöl sem sýndu fríðindin sem Welch naut eftir starfslok. Starfsloka- samningur Jack Welch kannaður Jack Welch VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 17 SAMKVÆMT nýjum spám er útlit fyrir að flugfélög heimsins muni tapa samanlagt um fimm milljörðum doll- ara, eða 432,5 milljörðum íslenskra króna, á rekstri millilandaflugs síns á þessu ári. Jafnframt er talið að eft- irspurn eftir flugi muni haldast lítil fram á næsta ár. Þetta var á meðal þess sem kom fram á árlegri ráð- stefnu International Air Transport Associatoin (IATA) sem haldin var nýlega. Tapið í greininni er einkum talið verða bundið við flug til og frá Norður-Ameríku, en þar hefur mark- aðurinn beðið mikið tjón vegna nið- ursveiflu í efnahagslífinu og atburð- anna 11. september 2001. Í fyrra var sambærilegt tap á flug- rekstri í heiminum 12 milljarðar Bandaríkjadala, eða rúmir 1.000 milljarðar króna. Talið er að breska flugfélagið Brit- ish Airways verði rekið með 20 millj- óna punda halla á þessu ári eða tæp- um 2,7 milljarða króna halla. Útlitið fyrir önnur flugfélög í Evrópu, eins og Air France, Iberia og Lufthansa, er þó betra, en talið er að þau verði rekin með hagnaði þar sem þau eru ekki eins háð flugi yfir Atlantshafið. Bandarísk flugfélög horfa áfram fram á enn minni viðskipti en tekjur bandarískra félaga hafa dregist sam- an um fjórðung frá síðasta ári. Helstu áhyggjur flugfélaga sem bjóða upp á fulla þjónustu um borð eru að lykilviðskiptavinir þeirra, fyr- irtæki sem senda starfsmenn sína reglulega í viðskiptaferðir, muni vilja fljúga minna eða kaupa ódýrari sæti í framtíðinni, eða einfaldlega fara að skipta við lággjaldaflugfélög. Bestu horfunar eru á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu, en þar er búist við góðri afkomu flugfélaga. IATA býst við almennum bata í heiminum á árinu 2003 um sem nemur 5% vexti í umferð og flutningsgetu og því er spáð að hagnaður verði 2 milljarðar dala á alþjóðlegum leiðum. Þessar tölur eru þó háðar góðum hagvexti og almennum bata í rekstri fyrirtækja. Millilandaflug flugfélaganna Útlit fyrir áfram- haldandi tap Reuters American Airlines er á meðal þeirra sem hafa þurft að takast á við versnandi rekstrarumhverfi. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NEYTENDUR vörðu meira fé til innkaupa á dagvöru og áfengi í júlí en mánuðina þar á undan, eða allt frá því í desember 2001. Dagvörusala hneig síðan örlítið í ágúst, en áfeng- issala hélt áfram að aukast. Litlar sem engar verðbreytingar voru á þessu tímabili, að því er fram kemur í tilkynningu frá SVÞ-Samtökum verslunar og þjónustu. Í júlímánuði varð töluverð veltu- aukning í dagvörum eða um tæp 19%, en þessi veltutoppur lækkaði síðan í ágúst um tæp 6%. Veltuvísi- tala dagvöru fór úr 98,1 stigi í júní í 116,7 stig í júlí. Hún stóð svo í 109,8 stigum í ágúst. Smásöluvísitala SVÞ byggist á upplýsingum frá verslunum sem annast mestan hluta dagvöruversl- unar og frá ÁTVR sem selur allt áfengi í smásölu. Smásöluvísitölunni er ætlað að greina þróun í veltu í þessum vöruflokkum. Smásöluvísitala hækkaði í júlí VIÐSKIPTI með hlutabréf í Kaup- höll Íslands námu 1.766 milljónum króna í gær. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 1,09% og var lokagildi hennar 1.305,72 stig. Mest viðskipti voru með bréf í Ís- landsbanka eða fyrir 1.208 milljónir króna. Lokaverð Íslandsbanka hélst óbreytt frá því fyrir helgi og var 4,95. Í samkomulagi Íslandsbanka við sex hluthafa, FBA Holding SA, Sjöfn hf., Ovalla Trading Ltd, Eign- arhaldsfélagið ISP ehf., Fjárfesting- arfélagið Krossanes ehf. og Oddeyri ehf., um að bankinn sölutryggi alla eignarhluthafanna í Íslandsbanka, kemur fram að umsamið gengi við söluna er 5,175 og nemur umfang viðskiptanna því um 11.271 milljón króna. Fyrirkomulag sölutryggingar er með þeim hætti að 32,5% hluta- fjársins verði selt eigi síðar en 16. september, í gær, og 67,5% verði selt eigi síðar en 15. janúar nk. Því má væntanlega rekja mikil viðskipti með hlutabréf bankans að undan- förnu til samkomulagsins frá því í lok ágúst. Mikil viðskipti með bréf í Íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.