Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi jafnaðarmanna, verður að líkindum áfram í forystu minnihlutastjórnar með stuðningi Vinstriflokksins og Umhverfisflokks- ins, Græningja, eftir sigur jafnaðar- manna í þingkosningum á sunnudag. Jafnaðarmenn fengu að þessu sinni um 40% atkvæða en er síðast var kos- ið 1998 var hlutfall þeirra 36,4%. Sig- urinn var óvæntur þar sem spáð hafði verið að borgaraflokkarnir fjórir myndu saman fá mjög svipað fylgi og vinstriflokkarnir og því gæti brugðið til beggja vona hjá Persson. Hann var að sjálfsögðu kampakátur á sunnu- dagskvöld. „Þetta er ótrúleg aukn- ing,“ hrópaði hann á fundi með flokks- félögum sínum og brosti breitt. Bent er á að með sigrinum á sunnu- dag hafi sænskir jafnaðarmenn ef til vill snúið við þróun síðustu ára í Evr- ópu þar sem vinstriflokkar hafa beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum. Sé ljóst að Gerhard Schröder Þýska- landskanslari og jafnaðarmenn hans voni að þýskir kjósendur feti í fótspor sænskra um næstu helgi. En sænskir jafnaðarmenn geta státað af góðum efnahag þrátt fyrir nokkurn aftur- kipp síðustu mánuði og litlu atvinnu- leysi; annað er uppi á teningnum í Þýskalandi. Athyglisvert er að sænskir jafnaðarmenn fengu að þessu sinni í könnunum rétt fyrir kosningar stuðning rúmlega 30% þeirra sem voru að kjósa í fyrsta sinn en hlutfallið var aðeins 22,4% fyrir fjórum árum. Unga fólkið er því ekki lengur fráhverft þeim. Samanlagt fengu jafnaðarmenn í Svíþjóð og hinir vinstriflokkarnir tveir 191 þingsæti en höfðu 190. Vinstriflokkurinn tapaði verulega en Græningjar bættu örlitlu við sig. Öfl- ugasti borgaraflokkurinn, hægri- mennirnir í Moderata Samlingspar- tiet, galt afhroð og fékk aðeins um 15% atkvæða, hafði áður 22,9%. Há- værar raddir voru í gær um að leið- togi flokksins, Bo Lundgren, segði af sér. Sögðu sumir frammámenn flokksins að úrslitin væru „skelfilegt áfall“. Lundgren þótti ekki takast vel upp í baráttunni og er sagður vera stífur og allt of fjarlægur venjulegum kjósendum. Sigurvegari kosninganna var Þjóðarflokkurinn sem er miðju- flokkur en hann fór úr tæpum 5% í 13%. Kjörsókn var aðeins um 79% og hefur ekki verið lélegri um áratuga skeið. Persson langminnugur Stuðningsflokkar jafnaðarmanna gerðu fyrir kosningar kröfur um auk- in áhrif og jafnvel ráðherraembætti. Hótuðu Græningjar í kosningabarátt- unni að bera upp tillögu um vantraust á stjórnina ef þeir fengju ekki ráð- herraembætti en jafnaðarmenn vís- uðu þeim kröfum afdráttarlaust á bug. Þrátt fyrir þessi átök virtist Persson sáttfús og vísaði á bug þeirri hugmynd að hann reyndi að fá Þjóð- arflokkinn og Miðflokkinn til sam- starfs eins og lagt var til í leiðara Dagens Nyheter í gær. Persson hefur að jafnaði leitað til borgaraflokkanna um stuðning á þingi í utanríkismálum vegna andstöðu vinstriflokkanna tveggja við marga þætti vestræns samstarfs. Blaðið bendir á að stjórn Persons muni þurfa að taka á flókn- um alþjóðamálum eins og stækkun Evrópusambandsins og breytingum á skipulagi öryggismála í álfunni. En Persson er efins. „Af hverju ætti ég að ögra Græn- ingjum og Vinstriflokknum með því að ræða um samstarf við Þjóðarflokk- inn og Miðflokkinn? Þeir [litlu vinstri- flokkarnir] studdu okkur þegar á móti blés. Ég ætla ekki að láta eins og sé búinn að gleyma því,“ sagði for- sætisráðherrann. Kjósendur vilja áfram „sænska módelið“ Ljóst er að sænskir kjósendur hafa vísað eindregið á bug hugmyndum hægrimanna Lundgrens um miklar skattalækkanir og niðurskurð ríkisút- gjalda. Velferðarkerfið, „sænska módelið“, sem jafnaðarmenn lögðu grunninn að á sjötta áratugnum, verður áfram kjölfestan í sænsku samfélagi. „Enginn trúir lengur á sósíalisma,“ sagði stjórnmálaskýr- andinn Mats Svegfors í Expressen í gær. „En næstum alllir vilja halda í velferðarkerfið.“ Persson er að mörgu leyti miðju- maður eins og Tony Blair í Bretlandi og hefur boðað að gera verði umbæt- ur á kerfinu en ekki umbylta því. Dag- blaðið The International Herald Trib- une segir að niðurstöðurnar í Svíþjóð hafi verið allt aðrar en í kosningum í nokkrum Evrópulöndum að undan- förnu þar sem hægri- og miðjuflokkar hafa unnið verulega á og sumir tekið við stjórnarforystu af flokkum vinstrimanna, t.d. í Frakklandi, Dan- mörku og á Ítalíu. Innflytjendamál hafa einnig verið ofarlega á baugi í mörgum löndum og voru það í fyrsta sinn í Svíþjóð en urðu samt ekki jafnmikill áhrifavald- ur og víða annars staðar. Þjóðarflokk- urinn hefur lengi barist ákaft fyrir áherslu á mannréttindi og viljað gera hlut innflytjenda og pólitískra flótta- manna í Svíþjóð sem bestan og mælir með því að fleira fólki sé leyft að setj- ast að í landinu, það sé efnahagslega nauðsynlegt. Leiðtogi flokksins, Lars Leijonborg, lagði á hinn bóginn til fyrir skömmu að innflytjendum yrði gert að sanna sænskukunnáttu sína áður en þeir fengju ríkisborgararétt. Virðast margir kjósendur hafa metið mikils að þjóðarflokksmenn vildu þannig ræða af hreinskilni um vanda- mál sem fylgja því að innflytjendur samlagist illa þjóðfélaginu. Jafnaðar- menn létu hjá líða að taka á þessum málum í sinni baráttu og gáfu jafnvel í skyn að Þjóðarflokkurinn væri að ýta undir fordóma. Gæti flýtt kosningum um evruna Kosningaúrslitin munu að líkindum hafa mikil áhrif á mál sem flokkarnir voru nokkuð sammála um að ræða lít- ið vegna þess að flestir eru þeir klofn- ir í afstöðu sinni til þess. Innganga í efnahags- og myntbandalagið og upp- taka evru í stað krónunnar er erfitt viðfangsefni fyrir Persson vegna and- stöðu margra verkalýðsleiðtoga og óbreyttra flokksmanna við að fleygja krónunni. Hann er nú sagður líklegri en ella til að efna til þjóðaratkvæðis um þetta mál, jafnvel þegar næsta ár. Vonast hann til þess að ef tillagan verði samþykkt muni Svíar geta tekið upp evruna árið 2006. Talsmenn flestra stórfyrirtækja eru eindregnir evru-sinnar og hægri- menn Lundgrens eru einnig stuðn- ingsmenn Perssons í þessu máli. Aðr- ir borgaralegir flokkar eru beggja blands, Miðflokkurinn er beinlínis andvígur. Græningjar og Vinstri- flokkurinn berjast af hörku gegn nýja gjaldmiðlinum. Jafnaðarmenn unnu óvæntan sigur í Svíþjóð Talið líklegt að Göran Persson efni til þjóðaratkvæðis um evruaðild Svía á næsta ári Reuters Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi jafnaðarmanna, les dagblaðið Expressen í gær eftir sigur stjórnarflokksins á sunnudag. Aðalfyrirsögnin á forsíðunni er „Sigurnótt“.        !" ##!#$ % & "  '()*+ ##, -./(*01*023+* 4 % $ %&       5% % % '& ( ) ! " # $ % $ &  ' #  67 ( )* % ,%* &' 6 +, 7 7 &' 77 ( % 99%* )* 6, +, 66 ÍTALSKA innanríkisráðuneyt- ið hóf í gær rannsókn á sjóslysi er varð við Sikiley á laugardag- inn og kostaði 15 ólöglega inn- flytjendur lífið. Rúmlega 90 manns var bjargað af ítölsku strandgæslunni eftir að bátun- um sem fólkið var á hvolfdi um 200 metra úti fyrir bænum Porto Empedocle. Fimmtánda líkið fannst í gær, en leit var haldið áfram. Þeir sem komust af báru við yfirheyrslur að allt að 300 manns hafi verið á skipi, er látið hafi úr höfn í Líberíu í byrjun mánaðarins, og hafi för- inn verið heitið til Ítalíu. Við strönd Sikileyjar var fólkið um borð sett í þrjá minni báta, er taldir eru hafa verið frá Líbýu. Tveir þeirra komu 187 manns á land á eynni Lampedusa. Ítölsk yfirvöld telja að allt að 150 hafi verið um borð í bátnum sem hvolfdi. Umdeild orð Blunketts RÁÐLEGGINGAR bresks ráðherra um að fjölskyldur inn- flytjenda í Bretlandi ættu að tala ensku á heimilum sínum hafa vakið deilur, og sagði þingmaður Verkamannaflokks- ins í gær að orð ráðherrans, Davids Blunketts innanríkis- ráðherra, eigi sér „enga stoð í veruleikanum“. Þingmaðurinn, Keith Vaz, bauð Blunkett að dvelja hjá asískri fjölskyldu til þess að fá að heyra hversu vel enska væri töluð þar. Enska er ekki töluð á um 30% heimila innflytjenda frá Pakistan, Ind- landi og öðrum löndum í Suður- Asíu, sagði Blunkett í ritgerð í nýútgefinni bók, „Endurheimt breskunnar“. Vaz er þingmað- ur kjördæmis í Leicester, þar sem margir innflytjendur búa. „Engin asísk fjölskylda í Leic- ester talar ekki ensku heima hjá sér. Í mörgum tilfellum tala þau hana betur en Blunkett sjálfur,“ sagði Vaz. Morð kvik- myndað LÖGREGLA í Rússlandi hefur lagt hald á myndband sem rússneskir snoðhausar tóku er þeir börðu til bana azerbaídsj- ískan vatnsmelónusala í Sankti Pétursborg, að því er talsmað- ur lögreglunnar greindi frá í gær. Um 30 snoðhausar réðust á vatnsmelónusalann, Mago- med Magomedov, sem var 53 ára. Hann var látinn áður en sjúkrabílar komu á staðinn. Lögregla bar kennsl á suma snoðhausana á myndbandinu, en sumir þeirra höfðu þá þegar verið handteknir fyrir aðra glæpi er sprottnir voru af kyn- þáttahatri. Grunur um tréspíraeitrun GRUNUR leikur á, að þrír menn hafi látist af völdum tré- spíraneyslu í Noregi. Krufning á líki manns er lést fyrr í mán- uðinum mun hafa leitt í ljós tré- spíraeitrun, að því er Aften- posten greindi frá í gær. Þá hafi fundist brúsar með eitruð- um spíra á heimili tveggja manna er létust í Moss. Hefur lögreglan upplýsingar um að alls hafi verið smyglað 6.400 lítrum af spíra til Noregs frá Svíþjóð. STUTT 15 fórust við Sikiley RANNSÓKN á starfsemi nokkurra Bandaríkjamanna, sem grunaðir eru um að vera félagar í al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, var hafin nokkrum vikum fyrir hryðjuverkin 11. september fyrir ári. Hafa nú alls sex menn ver- ið leiddir fyrir rétt. Fyrir meira en ári komust yf- irvöld að því, að mennirnir, sem eru allir Bandaríkjamenn af jemenskum ættum, hefðu ferðast til Afganistans í fyrravor og fyrrasumar og verið í þjálfunarbúðum skammt frá borg- inni Kandahar. Hófst síðan formleg rannsókn á þeim er þeir sneru aftur heim nokkrum vikum fyrir árásirn- ar á Bandaríkin. Yfirvöld segja, að mennirnir, sem búa allir í bænum Lackawanna skammt frá Buffalo, séu félagar í „hryðjuverkasellu“ og hafi verið þjálfaðir í meðferð vopna í al-Far- ooq-búðunum við Kandahar en þar fékk einnig bandaríski talibaninn John Walker Lindh sína þjálfun. Var þeim kennt að beita rússnesk- um AK-47-rifflum, skammbyssum, fallbyssum og loftvarnabyssum og þjálfaðir í fjallaferðum og kletta- klifri. Uppfræddir af bin Laden „Á þessum tíma kom bin Laden í búðirnar og ávarpaði mennina, um 200 talsins. Gekk ræða hans út á hatur á Bandaríkjamönnum og Gyð- ingum ásamt uppfræðslu í kenning- um al-Qaeda,“ sagði Larry Thomp- son aðstoðarsaksóknari á blaða- mannafundi í Washington sl. laugardag. Þegar mennirnir sneru aftur til Bandaríkjanna voru þeir, sem kall- að er „sofandi sella“, og biðu frekari fyrirskipana. Þeir fimm, sem fyrst voru hand- teknir, Faysal Galab, Dahim Alwan, Yahya Goba, Shafel Mosed og Yas- ein Taher, voru leiddir fyrir dómara í Buffalo sl. laugardag en haft er eftir ættingjum sjötta mannsins, Mukhtar al-Bakris, sem var leiddur fyrir rétt í gær, að hann hafi verið handtekinn í Bahrain þar sem hann var í þann veginn að ganga í hjóna- band. Bjó hann líka í Lackawanna. Sex bandarískir al-Qaeda-liðar af jemenskum ættum leiddir fyrir rétt Voru í þjálfunar- búðum í Afganistan New York. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.