Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 43 DAGBÓK Mörkinni 6, sími 588 5518 Stórútsala Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-15 Regnkápur - Stuttkápur - Vindjakkar - Úlpur - Hattar - Húfur Kanínuskinn kr. 2.900 Allt á 50% afslætti Síðustu dagar Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Nýjar vörur daglega Innifalið1 stækkun, 30x40 cm í ramma, aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að 50% afslætti Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Barnamyndatökur - Tilboð í september kr. 6.000. Buxur með röndum frá 2.490 Velúrbuxur frá 3.490 Bómullarpeysur frá 2.990 Velúrpeysur frá 3.490 Laugavegi 54, sími 552 5201 Smart í ræktina Margir litir mörg snið Kristinn P. Benediktsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum og þvagfæraskurðlækningum Hef opnað stofu hjá Lækningu í Lágmúla 5 Sérgrein: Almennar skurðlækningar og þvagfæraskurðlækningar, sérsvið brjóstaskurðlækningar. Hef áralanga reynslu í hvers konar skurðlækningum og þvagfæra- skurðlækningum og býð alla velkomna til viðtals og aðgerða. Viðtalspantanir í síma 533 3131 eða 894 0569 Hlutavelta LJÓÐABROT MARÍUTÁSA Hægum baðast himinþey hauðrið morgunvakið. Loftið hefur Máría mey mjúkri vorull þakið. Hægt og létt sú helga snót hreina lagða greiðir; árdagsgeislum mildum mót mjallhvítt skýþel breiðir. Öllu spilla aftur þó andar loftsins hljóðir. Örðugt starf þér bóndinn bjó blíðlynd himnamóðir. Hulda MIKE Becker var með spil suðurs í tvímenningskeppni í Bandaríkjunum og átti tvo möguleika á tólfta slagnum í þremur gröndum. Vandinn var að velja: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 975 ♥ Á105 ♦ Á32 ♣K542 Vestur Austur ♠ G3 ♠ D ♥ KG964 ♥ 872 ♦ G109 ♦ K8765 ♣Á97 ♣G863 Suður ♠ ÁK108642 ♥ D3 ♦ D4 ♣D10 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 spaði Pass 2 lauf * Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Svar norðurs á tveimur laufum sýndi þrílit í spaða og 9-11 punkta (Drury). Þrátt fyrir sjölit í spaða, átti Becker Dx í þremur litum, sem oft er drjúgt í grand- samningi. Hann stakk því upp á grandgeimi og makk- er hans hafði ekkert við það að athuga. Vestur kom út með smátt hjarta og Becker fékk fyrsta slaginn á drottninguna. Hann tók spaðaás til að kanna leguna, en spilaði síð- an laufdrottningu. Vestur drap og sótti hjartað áfram með kóngnum. Becker tók á ásinn og velti vöngum. Ef vestur var með tígulkónginn mætti þvinga hann í rauðu litunum með því að taka laufkóng og alla spaðana. En ef tígulkóngurinn var í austur yrði að beita annars konar þvingun, taka tígulás og spila síðan spöðunum. Hvar var tígulkóngurinn? Becker ákvað að „spyrja“ mótherjana. Hann tók spaðakónginn og viti menn – austur kallaði í tígli. Þá var stefnan sett. Becker lagði niður tígulásinn og spilaði spöðunum: Norður ♠ -- ♥ 10 ♦ -- ♣K5 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ G ♥ -- ♦ -- ♦ K ♣97 ♣G8 Suður ♠ 2 ♥ -- ♦ D ♣10 Vestur þurfti að halda í hjartagosa og austur í tíg- ulkóng, svo hvorugur gat valdað laufið. Becker fékk því tólfta slaginn á lauf- fimmuna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f4 exf4 9. Bxf4 Rc6 10. De2 Be7 11. h3 0–0 12. 0–0–0 Dc7 13. g4 Hfe8 14. g5 Rd7 15. Dg2 Rce5 16. Kb1 Hac8 17. Rd5 Bxd5 18. exd5 Bf8 19. h4 g6 20. h5 Bg7 21. hxg6 hxg6 22. c3 Rb6 23. Dh2 Ra4 24. Hc1 Db6 25. Be2 a5 26. Bxe5 Hxe5 27. Hcf1 Hc7 28. Bd3 De3 Síðustu daga hefur sterk- um íslenskum skákmönnum staðið til boða að hlýða á fyr- irlestra lettneska stórmeist- arans Zigurds Lanka. Sam- tals taka fyrirlestrarnir átta tíma á dag, frá kl. 9.00–13.00 og frá kl. 15.00–19.00. Fyrirlestrarnir hófust 7. sept- ember og er það án efa mikil nýlunda fyrir marga íslenska skákmenn að stúdera átta klukkutíma á dag. Þótt svo sé þá er það bara venjulegur vinnudagur hjá bestu skák- mönnum heims. Fyrir utan að þjálfa teflir Zigurds einnig mikið og í vikunni verða sumar af fléttum hans birtar. Staðan kom upp ný- lega á móti í Rostock og hafði Lettinn snjalli hvítt gegn Marcin Szelag. 29. Bxg6! Hee7 svartur yrði mát eftir 29... fxg6 30. Dh7#. Í framhaldinu verður svartur einnig mát. 30. Rd4! Rxc3+ 31. bxc3 Dxc3 32. Bxf7+ Hxf7 svartur yrði mát eftir 32... Kf8 33. Dh8+ Bxh8 34. Hxh8+ Kg7 35. Hg8+ Kh7 36. Hh1+. Lokin urðu þessi: 33. Dh7+ Kf8 34. Re6+ Ke8 35. Dg8+ Bf8 36. Dxf8+! og svartur gafst upp enda mát eftir 36... Hxf8 37. Hxf8+ Ke7 38. Hh7+. 4. skák Hreyfilseinvígisins fer fram kl. 16.00 í dag í Þjóðarbók- hlöðunni. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 4.375 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hildur Valdís Gísladóttir og Edda Falak Yamak. Morgunblaðið/Þorkell Þessar duglegu stúlkur söfnuðu flöskum að andvirði 6.500 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Guðlaug Sunna Karvelsdóttir og Sigrún Viðarsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert þekkt/ur fyrir að gef- ast aldrei upp enda virðist fátt geta dregið úr kjarki þínum. Einbeittur vilji þinn er lykillinn að þeim árangri sem þú hefur náð í lífinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú rekst óvænt á fyrrver- andi vinnufélaga þinn. Láttu hann ekki koma þér úr jafn- vægi, reyndu að halda reisn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kemst ekki hjá því að gera upp ákveðin mál innan veggja heimilisins. Taktu á þig rögg og ljúktu verkefn- inu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kemst ekki hjá því að rek- ast á gamlan elskhuga. Vertu kurteis en einnig kuldalegur, burt séð frá því hvers konar tilfinningar þú berð í brjósti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er kjörið tækifæri til þess að ljúka við ákveðin verkefni sem hafa setið á hakanum um tíma. Þú skalt hefjast handa með bros á vör. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til þess að halda áfram á svo mörgum sviðum en ófrágengin mál bíða úr- lausnar. Sýndu göfuglyndi, þú munt ekki iðrast þess síð- ar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fjármál sem tengjast vinnu eða jafnvel málefni sem tengjast þínum gamla vinnu- stað ásækja þig. Þú getur ekki látið eins og ekkert hafi í skorist. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú getur átt von á því að fólk sem þú þekktir á árum áður, eða jafnvel ófrágengin mál, skjóti upp kollinum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki eyða tíma í áhyggjur vegna máls sem hefur legið í láginni um tíma. Ótti þinn er ástæðulaus. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Náin kynni með gömlum vini koma þér í opna skjöldu. Reyndu samt sem áður að njóta þessara samveru- stunda og líttu á þær sem skemmtilegt tækifæri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að ljúka þeim verk- um sem eru ófrágengin áður en þú hefst handa og byrjar á nýjum verkefnum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ferðalag er framundan. Reyndu að heimsækja staði sem þú hefur aldrei áður komist í kynni við. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hafðu samband við þá sem skulda þér peninga eða hafa enn ekki skilað hlutum sem eru í þinni eigu. Nú er rétta tækifærið til þess að fá greidda skuld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Bridsfélag Fjarðabyggðar Mótaskráin til áramóta hefir verið ákveðin og verður sem hér segir: 17. september. Tvímenningur, upphitun fyrir átök vetrarins. 24. sept., 1. og 8. okt. Þriggja kvölda tvímenningur 15. okt. til 19. nóvember. Sex kvölda aðaltvímenningur vetrarins. Til að öðlast rétt til verð- launa í aðaltvímenningi þarf að spila við sama spilafélaga minnst þrisvar 26. nóvember og 3. desember. Hraðsveitakeppni. 10. desember Eins kvölds tvímenningur. 17. desember. Konfekttvímenningur. 29. desember. Jólatvímenningur (ath þetta er sunnudagskvöld). Spilað verður að venju á þriðju- dögum. Þar sem gamlársdag ber upp á þriðjudag verður fyrsta spilakvöld á nýju ári 7. jan. Ef þið, félagar góð- ir, eruð hrædd við að mæta á spila- kvöld vegna þess að þið gætuð hugs- anlega verið pínd til starfa fyrir félagið er rétt að upplýsa að stjórn síðasta vetrar hyggst sitja í vetur, en allar hendur sem fúsar eru til að hjálpa okkur eru vel þegnar. Fyrirhugað er að hafa forgefin spil í aðaltvímenningi, kannski oftar. Gott væri að fá ábendingar um keppnisform í tvímenningi, ef fólk er orðið leitt á hefbundnum howell-tví- menningi. Spilað verður í Valhöll áEskifirði og hefst spilamennska kl. 19.45. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.