Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir augun Öflugt bætiefni Ath.: 24 mg í hverjum belg SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Til sölu eða leigu Njarðarnes 14 Nýtt verslunar/iðnaðarhúsnæði. Stærð um 900 m². (Góð staðsetning í nýju hverfi.) Dalsbraut 1 Verslunar/iðnaðarhúsnæði. Grunnflötur 750 m² + kjallari 170 m² (Mjög góð staðsetning við hliðina á Glerártorgi) Upplýsingar í símum 461 1188 og 861 2823 SUÐURNES NEMENDUR hafa aldrei verið fleiri við Menntaskólann á Akureyri og nú í vetur, en alls er 641 nemandi skráður í skólann. Skólinn var settur í 123. sinn í gær. Flestir eru nem- endur í fyrsta bekk, 186 talsins, í öðr- um bekk eru 168, 159 í þriðja bekk og 128 í fjórða bekk. Stúlkur í skól- anum er 370 eða 58% og piltar eru 271, eða 42%. Piltum hefur fækkað um eitt prósent frá fyrra ári, en hafði nokkuð fjölgað meðal nemenda skól- ans tvö síðustu ár. Um tveggja ára- tuga skeið hefur skiptingin milli pilta og stúlkna í skólanum verið á þann veg að stúlkur hafa verið um 60% nemenda og piltar um 40%. Tryggvi Gíslason skólameistari greindi frá áformum sínum varðandi sparnað í rekstri, en enn hefur „þurft að leita leiða til að spara í rekstri skólans vegna þess að ekki fæst nægilegt rekstrarfé á fjárlögum til þess að reka skólann í samræmi við lög um framhaldsskóla og gild- andi ákvæði námskrár“, eins og skólameistari komst að orði í setn- ingarræðu sinni. Meðal þess sem gripið verður til í því skyni að spara fé má nefna að breytingar verða gerðar á fyrir- komulagi ræstingar, þá verða hús skólans, nema heimavist, lokuð um helgar nema þegar sérstaklega stendur á í félagslífi nemenda. Fá- mennum bekkjum hefur verið slegið saman, þannig að fleiri nemendur eru nú í bekkjum en áður, að með- altali um 25 nemendur í bekk. Tryggvi sagði þessa ráðstöfun ef- laust geta haft áhrif á árangur og vellíðan nemenda og kennara, „en ég tel rétt að gera þessa tilraun“, sagði hann og benti á að fleira hefði áhrif á námsárangur og vellíðan en fjöldi í bekk. Nemendur hvattir til að ganga í skólann Bygging nýrra nemendagarða stendur nú yfir á lóð skólans en þeir verða teknir í notkun fullbúnir að ári. Margs konar óhagræði fylgir hinum miklu framkvæmdum og munu nem- endur fyrst um sinn feta sig eftir trébrú milli heimavistar og skóla- húsa. Vegna framkvæmdanna verða færri bílastæði við skólann nú fyrsta kastið, þeim fækkar um 50 alls. Beindi Tryggvi því þeim tilmælum til nemenda og kennara að koma ekki á bíl í skólann nema brýna nauð- syn beri til. Hollt væri að ganga og sjálfur myndi hann sýna gott for- dæmi og ganga í skólann. Um ára- mót fjölgar bílastæðum að nýju og verða þá um 200 stæði fyrir nem- endur. Aldrei fleiri nemendur en nú í MA Sparað í rekstri með því að fjölga í bekkjum VEÐURKLÚBBURINN á Dalbæ í Dalvík fékk afhenta í gær full- komna tölvu að gjöf frá Bún- aðarbanka Íslands og OLÍS. Edda Svavarsdóttir, markaðsstjóri Bún- aðarbankans, afhenti hana við stutta athöfn á Dalbæ. Tölvan er í beinu sambandi við veðurstöð sem staðsett er á þaki Dalbæjar. Veðurstöðin mælir t.d. vind, loftþrýsting og hita og safnar þessum upplýsingum saman og heldur utan um þær. Þá verður mikið hagræði að geta nýtt hana við heimasíðu klúbbsins. Veðurklúbburinn var stofnaður árið 1995 og á þessum tíma hefur orðspor hans vaxið. Klúbbfélagar eru heimilismenn á Dalbæ. Þeir koma reglulega saman og ræða málin og glugga í ýmis gögn. Víst er að þessi tölva mun koma að góðum notum fyrir klúbbfélaga og auðvelda þeim samskipti við þá fjölmörgu sem reglulega fylgj- ast með veðurspá þeirra. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Edda Svavarsdóttir, markaðsstjóri Búnaðarbankans, afhenti tölvuna. Veðurklúbburinn fékk tölvu Dalvíkurbyggð ÚTSKRIFTARNEMAR Fjöl- brautaskóla Suðurnesja gróð- ursettu tré á skógræktarsvæðinu við Rósaselsvötn í Keflavík á dög- unum. Er þetta táknræn athöfn sem orðin er að hefð í skólastarf- inu. Gróðursett er eitt tré fyrir hvern nemanda sem á að útskrif- ast. Með tímanum verður þarna góður skógur sem minnir nem- endur á þennan áfanga í lífi þeirra. Ljósmynd/Hilmar Bragi Útskriftarnemar gróðursetja Keflavík NÝ sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar á Njarðvíkurfitjum selur bensín og dísilolíu á sérstöku opnunartilboði. Bensínið er líklega það ódýrasta sem hægt er að fá á landinu um þessar mundir. Sjálfsafgreiðslustöð ÓB í Njarðvík jafnaði verðið í gær en þá lækkaði Orkan sig um tíu aura lítr- ann til viðbótar. Bensínstöð Skeljungs á Fitjum í Njarðvík, við hliðina Hagkaupum, hefur verið breytt í sjálfsafgreiðslu- stöð undir merkjum Bensínorkunn- ar ehf. Nýja stöðin, sem er áttunda bensínstöð Orkunnar og sú fyrsta á Suðurnesjum, var opnuð formlega síðastliðinn laugardag. Bensínið hefur verið selt á 89,90 krónur lítrinn á sérstöku opnunartil- boði og dísilolía á 39,90. Til saman- burðar má geta þess að almennt verð á öðrum stöðvum Orkunnar er nú 93,30 kr. lítrinn og 42,80 á dísilolíu. Í gær jafnaði hin sjálfsafgreiðslustöð- in á staðnum, ÓB í Njarðvík, verðið á bensíninu og í framhaldi af því lækk- aði Orkan lítrann um tíu aura síðdeg- is. Bensínverðið var þá komið niður 89,80 kr. lítrinn. Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Bensínorkunnar, sagði að fyrirtækið myndi standa við slagorð sitt um ódýrasta bensínið hvað sem á gengi. Hann sagði að fyr- irhugað væri að hafa þetta opnunar- tilboð eitthvað fram eftir vikunni en þróun þess réðist þó af markaðnum. Mikið að gera Guðmundur Ingvarsson rekur áfram söluskála tengdan bensínstöð- inni. Hann vekur athygli á að áfram sé boðið þar upp á olíur og rúðu- vökva og hægt að komst á þvottaplan og í ryksugu. Þjónustan við bíleig- endur sé því meiri þarna en á flest- um öðrum sjálfsafgreiðslustöðvum Orkunnar. Segir Guðmundur að mikið hafi verið að gera í bensíninu um helgina, langar biðraðir þegar mest var um að vera. Það hafi verið farið að hægj- ast um í gær. Ný sjálfsafgreiðslustöð á Fitjum Ódýrasta bens- ínið á landinu Njarðvík BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur ákveðið að óska eftir við- ræðum við heilbrigðisráðuneytið um heilbrigðismál í sveitarfé- laginu. Kannaðir verði möguleikar á að Grindavík verði tilraunasveit- arfélag í rekstri heilsugæslunnar. Í samstarfssamningi núverandi meirihluta Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks í bæjarstjórn Grinda- víkur er fjallað sérstaklega um heilbrigðismálin. Á þeim grund- velli fluttu og samþykktu bæjar- fulltrúar meirihlutaflokkanna til- lögu um að óskað yrði eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneyt- ið um núverandi ástand og fram- tíðarfyrirkomulag heilbrigðismála á staðnum. Í samþykktinni felst einnig að kannaðir verði mögu- leikar á því að Grindavíkurbær gerist tilraunasveitarfélag í rekstri heilsugæslunnar. Fulltrúi Framsóknarflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni í bæjarráði en bæjarfulltrúar flokksins sátu hjá þegar hún var samþykkt í bæjarstjórn. Vilja ræða heilbrigð- ismál við ráðuneyti Grindavík BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hef- ur samþykkt að óska eftir því við fé- lagsmálaraðherra að aflétt verði kaupskyldu og forkaupsrétti bæjar- ins á félagslegum eignaríbúðum. Tillagan var samþykkt af fulltrú- um meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í kjölfar tillögu þessa efnis sem samþykkt var í hús- næðisnefnd Grindavíkurbæjar. Fulltrúar Framsóknarflokks greiddu atkvæði á móti tillögunni enda felldu fulltrúar meirihlutans til- lögu þeirra um að fresta afgreiðslu málsins og nota tímann til að láta meta kostnað af framkvæmd hennar. Aflétta kaupskyldu Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.