Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐHERRAR heilbrigðismála í Bandaríkjunum og á Íslandi, Tommy G. Tompson og Jón Krist- jánsson, undirrituðu í fyrradag viljayfirlýsingu um víðtækt sam- starf þjóðanna á ýmsum sviðum heilbrigðismála. Er ætlunin að auka samstarf vísindamanna landanna. Lýsti bandaríski heilbrigðisráð- herrann yfir sérstökum áhuga á samvinnu um rannsóknir á sykur- sýki þar sem hann kvaðst hafa vitn- eskju um að tíðni hennar væri sér- lega lág hérlendis sem hugsanlega mætti rekja að einhverju leyti til mjólkur. Viljayfirlýsingin kveður á um samstarf þjóðanna á sviði líffræði og læknisfræði, atferlisvísinda og skyldra greina á sviði heilbrigðis- þjónustu. Er hún gerð milli heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins og Tha National Institute of Health, sem er ein undirstofnana bandaríska heilbrigðisráðuneytis- ins. Hafa embættismenn landanna undirbúið málið síðastliðin tvö ár. Áhugi yfirvalda beinist meðal ann- ars að rannsóknum á krabbameini, hjartasjúkdómum, smitsjúkdómum, öldrun, geðsjúkdómum, heilbrigði kvenna, heimsskautarannsóknum og sjúkdómum sem stafa af fíkn. Þá er vilji til að þjóðirnar leggi fram sameiginlega krafta til að draga úr heilsufarslegum ójöfnuði á heims- vísu. Framkvæmd einstakra verkefna ræðst af fjármagni og lögum, stefnu og reglugerðum í báðum ríkjum og sagði Jón Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið að frumkvæðið gæti komið frá hvoru landinu um sig, hvort sem væri frá einstökum heil- brigðis- eða rannsóknarstofnunum eða yfirvöldum. Hann sagðist vona að viljayfirlýsingin yrði fyrsta skref í aukinni samvinnu þjóðanna á þessu sviði. Bandaríkjamenn hafa styrkt rannsóknarstarf hérlendis, m.a. krabbameinsrannsóknir, og nýlega er hafið viðamikið verkefni á sviði öldrunarrannsókna sem Hjartavernd annast. Bandaríski heilbrigðisráðherr- ann, Tommy G. Tompson, kvaðst hafa átt viðræður við íslenskan starfsbróður sinn og nokkra aðila innan heilbrigðisgeirans. Kvaðst hann vona að samvinna landanna yrði til framfara í heilbrigðismálum, ekki aðeins í löndunum tveimur heldur einnig út fyrir þau. Nefndi hann sykursýki sem væri mikið vandamál í Bandaríkjunum og kvað áhugavert að tíðni hennar væri eitt hið lægsta í heiminum hérlendis. Sagði hann samstarf um rannsóknir á því sviði hafa forgang enda ljóst að það myndi koma landsmönnum sínum til góða. Erfðarannsóknir sagði hann líka ofarlega á blaði. Hann kvað heimsókn sína hingað til lands hafa verið sérlega árangurs- ríka og sagðist halda heim til að finna leiðir til að fjármagna einstök verkefni. Tompson er fyrsti banda- ríski fagráðherrann sem kemur hingað til lands fyrir utan utanrík- isráðherra. Framlag Íslands gæti orðið þýðingarmikið Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Tommy G. Tompson sjálfur hafa mikinn áhuga á sykursýki þar sem sjúkdómurinn væri í fjölskyldunni. Hann væri í raun faraldur í Banda- ríkjunum. Um 17 milljónir Banda- ríkjamanna væru haldnir honum og um 16 milljónir til viðbótar í áhættuhópi. Kostaði hann heilbrigð- isþjónustuna milljarða. „Ég komst að því í heimsókninni hingað að á Íslandi er ein lægsta tíðni beggja tegunda sykursýki og mér hefur verið tjáð að það geti að nokkru leyti stafað af mjólkuraf- urðum ykkar, að það sé þeim að þakka að tíðnin helst niðri. Ég sé því mikið tækifæri til að taka upp samvinnu um rannsóknir á þessu sviði og mun beita mér fyrir því að fjármagn verði lagt í þær af hálfu okkar. Ef við getum sýnt fram á það vísindalega að samband sé milli mjólkurafurða hér og lágrar tíðni sykursýki, sérstaklega gerð 1, yrði það mjög mikilvægt fyrir heims- byggðina og fyrir Ísland sem hefði þar með lagt sitt af mörkum til að sigrast á þungbærum sjúkdómi,“ og bætti hann því við að það gæti líka fært hingað fjármuni ef unnt yrði að sýna fram á þetta samband. Þá sagði Tompson samstarf á sviði genarannsókna og genalækn- inga áhugavert. Mætti hugsa sér að hingað til lands yrðu sendir sér- fræðingar frá Bandaríkjunum á þessum sviðum til að kenna íslensk- um starfsbræðrum. Jón Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að enn lægju ekki fyrir ákveðin verkefni og ekki væri búið að ákveða nein fjárframlög, það myndi ráðast af einstökum verkefnum. Hann sagði samninginn ótímabundinn, hann væri almennt orðaður og ætti að vera eins konar brú um samskipti þjóðanna og myndi greiða fyrir auknu samstarfi á sviði vísindarannsókna. Í viljayfirlýsingunni segir að til að ná markmiði sínu ætla þjóðirnar meðal annars að vinna að því að skipuleggja vinnuhópa á sviði ein- stakra viðfangsefna, skilgreina tækifæri til þjálfunar í rannsóknum, hafa skipti á vísindamönnum, miðla gögnum, efni og tækjabúnaði, stunda sameiginlegar rannsóknir og hafa samvinnu á öðrum sviðum vís- inda, þar með talið að styðja vís- indamenn frá þróunarlöndum í samstarfi Bandaríkjanna og Ís- lands. Bandarísk og íslensk heilbrigðisyfirvöld undirrita yfirlýsingu um samstarf Rannsóknir á sykursýki meðal fyrstu verkefna Morgunblaðið/Golli Heilbrigðisráðherrarnir, Tommy G. Tompson (t.h.), og Jón Kristjánsson, skrifuðu undir viljayfirlýsinguna. Viljayfirlýsing heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum og Íslandi hefur í för með sér ætlan um samvinnu á sviði líffræði og læknisfræði. RORY O’Hanlon, forseti neðri deild- ar írska þingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, næstu daga. Dagskráin heimsóknarinnar hófst í gær og munu Rory O’Hanlon og sendinefnd írska þingsins í fyrstu ferðast um Norðausturland. Mið- vikudaginn 18. september mun írski þingforsetinn þiggja hádegisverð á Þingvöllum í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þá mun sendi- nefndin halda í skoðunarferð um írskar söguslóðir á Akranesi og Kjal- arnesi. Fimmtudaginn 19. septem- ber mun Rory O’Hanlon heimsækja Alþingishúsið og eiga fundi með fulltrúum þingflokkanna. Opinberri heimsókn forseta írska þingsins lýk- ur föstudaginn 20. september. Með írska þingforsetanum í för verður varaforseti neðri deildar írska þingsins, Séamus Pattison, og þingmennirnir Seán Power, Noel Grealish, John Deasy, Paudge Conn- olly, John Dardis og Frank Feighan, auk Cáit Hayes, starfsmanns írska þingsins. Opinber heimsókn forseta neðri deildar írska þingsins RÍKISENDURSKOÐUN hyggst auka umsvif sín m.a. á sviði fjár- hagsendurskoðunar með því að fjölga áritunum ársreikninga rík- isstofnana úr rúmlega 200 í 400. Auglýst hefur verið eftir sérmennt- uðu fólki vegna aukinna og breyttra umsvifa stofnunarinnar. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að ljúka þurfi verk- efnum ríkisendurskoðunar á skemmri tíma en áður vegna beiðna um úttektir af ýmsu tagi og í því tilliti hafi stofnunin metnað til að auka afköstin. Ríkisendurskoðun hefur auglýst eftir sérfræðingi á sviði umhverf- isendurskoðunar, sem er nýr mála- flokkur hjá stofnuninni. Lög um Ríkisendurskoðun gera ráð fyrir að stofnunin geti kannað og gert grein fyrir hvernig stjórnvöld framfylgja áætlunum, lagafyrirmælum og skuldbindingum á sviði umhverfis- mála. Segir Sigurður að stofnunin hafi ekki getað sinnt þessum mála- flokki sem skyldi og því sé tími til kominn að byggja hann upp með því að fá einn sérfræðing á sviði umhverfisendurskoðunar til starfa. Aukin og breytt umsvif hjá Ríkisendurskoðun FJÓRIR stórmeistarar, alþjóðlegur meistari og FIDE-meistari eru í ís- lenska karlalandsliðinu í skák og einn alþjóðlegur kvennameistari í kvennaliðinu, sem taka þátt í Ólymp- íuskákmótinu í Bled í Slóveníu í vet- ur. Hrannar B. Arnarsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að þetta sé eitt sterkasta skáklandslið, sem Ísland hafi sent á stórmót í nokkur ár, og bendir á í því sam- bandi að aðeins tveir íslenskir stór- meistarar hafi verið með á síðustu tveimur ólympíumótum. Ólympíuskákmótið fer fram dag- ana 25. október til 11. nóvember og verður haldið í 35. sinn. Í íslenska karlaliðið hafa verið valdir Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari, Helgi Ólafsson, stórmeistari, Þröst- ur Þórhallsson, stórmeistari, Stefán Kristjánsson, alþjóðlegur meistari, og Jón G. Viðarsson, FIDE-meistari. Í kvennaliðinu eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþjóðlegur kvenna- meistari, Harpa Ingólfsdóttir, Aldís Rún Lárusdóttir og Anna Björg Þor- grímsdóttir, en þess má geta að Stef- án, Harpa og Aldís Rún voru í sveit Menntaskólans við Hamrahlíð sem varð Norðurlandameistari fram- haldsskóla fyrir skömmu. Fararstjóri og liðsstjóri karlaliðs- ins verður Bragi Kristjánsson en liðsstjóri kvennaliðsins Helgi Ólafs- son stórmeistari. Gunnar Eyjólfsson leikari verður með í för til að sjá um andlega þjálfun skákfólksins og hef- ur verið með það í Qi Gong-æfingum. Sterkt lið frá Íslandi Ólympíuskákmótið í Slóveníu ÁREKSTUR varð á Ölfusárbrú á Selfossi snemma á sunnudagsmorg- un þegar ökumaður bifreiðar varð að stansa skyndilega vegna ljósaseríu sem strengd hafði verið á milli hand- riða brúarinnar. Við það var annarri bifreið ekið aftan á bifreiðina. Lögreglan á Selfossi segir að ekki sé vitað hver eða hverjir frömdu þennan hættulega gjörning en tölu- vert eignatjón varð á ökutækjunum. Lýsir lögreglan eftir vitnum sem gætu vitað hver setti upp ljósaser- íuna. Árekstur vegna prakkarastriks ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.