Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagaskólinn Kenna börn- unum að gefa BARNASTARFkirkjunnar er núhafið að nýju í flestum kirkjum landsins. Bæði er um að ræða sunnudagaskóla eða kirkjuskóla, sem yfirleitt eru haldnir á sunnudags- morgnum og opnir börnum á öllum aldri, eða barna- starf í miðri viku fyrir til- tekna aldurshópa. Elín El- ísabet Jóhannsdóttir er ritstjóri og einn af höfund- um kennsluefnis sem notað er í sunnudagaskólum þjóðkirkjunnar. Einnig starfar hún sem æslulýðs- fulltrúi í Fella- og Hóla- kirkju í Breiðholti. Elín segir að barnastarf kirkj- unnar sé vel sótt, síðast þegar fjöldi barnanna var kannaður komu um 11 þúsund börn í sunnudagaskóla þjóðkirkj- unnar. Hverjir sinna barnastarfi í kirkjunni? „Það er alls konar fólk, prestar, kennarar, leikskólakennarar, upp- eldismenntaðir æskulýðsfulltrúar, djáknar og leikmenn úr öllum stéttum. Fólkið sinnir þessu ýmist sem sjálfboðaliðar eða í launuðu starfi. Þessi hópur er mjög breið- ur og fjölbreyttur. Þess vegna höf- um við haldið helgarnámskeið í hverjum landsfjórðungi árlega fyrir sunnudagaskólakennara. Námskeiðin verða æ ítarlegri og metnaðarfyllri. Fyrst þegar ég hóf afskifti af námskeiðshaldinu þvældumst við séra Guðný Hall- grímsdóttir um allt land og reynd- um að kenna fólki það sem við kunnum. Nú koma mun fleiri að þessu, fólk sem er sérfrótt um ým- is svið. Þar má nefna leikara, kennara úr Háskóla Íslands í framsögn og marga fleiri. Kirkjan býður auk þess upp á fleiri nám- skeið fyrir fólk í barna- og ung- lingastarfi.“ Hvað um námsefnið? „Námsefnið í vetur verður að ýmsu leyti frábrugðið því sem not- að hefur verið undanfarin ár. Bæði eru fleiri höfundar en áður og eins erum við komin í samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar um tveggja ára kennsluáætlun. Kennsluefnið heitir: Réttum hjálparhönd og þar er börnunum kennt að gefa. Það voru hannaðir söfnunarbaukar sem hefur þegar verið dreift til sunnudagaskól- anna. Börnin verða hvött til að gefa í söfnun til Hjálparstarfs kirkjunnar í vetur.“ Eru börnin aflögufær? „Það er misjafnt hve aflögufært fólk er og það á líka við um börn. Okkur er ljóst að íslensk börn eru orðnir miklir neytendur og neysluhyggjan nálæg. Þau eru jafnvel í áskrift að sælgætispoka á laugardögum. Í sunnudagaskól- unum er ætlunin að kenna þeim að við berum ábyrgð hvert á öðru, allt mannkyn á jörð, og það hafa ekki allir jarðarbúar það jafngott og við hér á Íslandi.“ Og fyrir hverju á að safna? „Við erum að safna til að geta hjálpað fá- tækum börnum, hvar sem er í heiminum. Líka á Íslandi. Peningarnir verða afhentir Hjálparstarfi kirkjunnar sem ráðstafar þeim eftir þörfum. Foreldrar eru farnir að koma í rík- ari mæli en áður með börnunum sínum í sunnudagsskólann. Þetta verður því kjörið tækifæri fyrir foreldra, sem hafa áhyggjur af áhrifum lífsgæðakapphlaupsins og neysluhyggjunnar á börn sín, að beina sjónum þeirra að þörfum annarra. Sunnudagaskólarnir um allt land taka þátt í þessari söfnun og í vor er stefnt að allsherjar uppskeruhátíð þar sem tilkynnt verður hve mikið safnaðist á landsvísu.“ Hvernig er að ná til barna á dögum tölvuleikja og myndbanda? „Kirkjurnar eru fullar af börn- um, þrátt fyrir tölvuleiki og mynd- bönd. Þau koma bæði í sunnu- dagaskólana og í barnastarfið í miðri viku. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta starf kirkjunn- ar, því börnin eru grunnurinn að kirkju framtíðarinnar.“ Það er oft talað um að börn séu mötuð of mikið. Tekst ykkur að virkja þau í starfinu? „Það er misjafnt eftir kirkjum hve mikið þau eru virkjuð. Í 200 barna sunndagaskóla er erfitt að virkja þau til annars en að taka þátt í söng og leik. Svo þarf að fá þau til að hlusta, því sunnudaga- skólinn er öðrum þræði svolítil sýning eða uppákoma. Í miðri viku er reynt að fá þau til aðstoðar eða beinnar þátttöku í starfinu. Það hefur verið búið til sérstakt kennsluefni fyrir 8–12 ára börn. Þau ætla líka að safna og það verða haldnir kökubasarar, tom- bólur eða dótasölur. Þá eru seld gömul leikföng sem börnin eru hætt að nota. Var ekki barnastarf kirkjunnar að fá styrk frá UNESCO? „Kirkjan og Hjálparstarf kirkj- unnar sóttu sameigin- lega um þennan styrk og verður hann notaður á næsta ári. Þar er UNESCO í rauninni að veita þennan styrk til þess að fá fólk hingað frá Afríku sem mun fara um land- ið og heimsækja kirkjurnar. Það mun segja frá lífi sínu og lífskjör- um, sem eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Það mun einnig segja frá trú sinni, en lífskjörin hafa áhrif á trúarviðhorfin. Þetta verður því hluti af þessu hjálpar- starfsátaki og söfnun sunnudaga- skólanna fyrir fátæk börn.“ Elín Elísabet Jóhannsdóttir  Elín Elísabet Jóhannsdóttir fæddist árið 1964. Hún lauk kennaraprófi frá Kennarahá- skólanum 1990 og bætti síðan við sig námi í hagnýtri fjölmiðlun. Elín ritstýrði unglingablaðinu Smelli og barnablaðinu Æskunni um skeið, en hefur auk þess unn- ið að gerð námsefnis fyrir barna- starf kirkjunnar í mörg ár. Elín starfar sem æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju. Sambýlis- maður hennar er Kristmundur Kristmundsson vélfræðingur og eiga þau samtals fjögur börn. Réttum fátækum börnum hjálparhönd AFHJÚPAÐ hefur verið í Vík í Mýrdal minnismerki til að heiðra minningu þýskra togarasjómanna sem létu lífið á íslandsmiðum og að votta þeim Íslendingum þakkir sem lögðu líf sitt í hættu við að bjarga Þjóðverjum úr sjávarháska. Minnismerkið er úr stórum gran- ítsteini, 6,5 tonn að þyngd, sem var fluttur frá Þýskalandi og 10 ís- lenskum stuðlabergssteinum sem standa í hálfhring umhverfis hann. Stóri innflutti steinninn á að tákna aðkomusjómennina og stuðl- arnir Íslendingana sem reyndu að bjarga og hjálpa aðkomumönn- unum. Hópur þýskra áhugamanna í tengslum við fiskveiðisögudeild þýska sjóminjasafnsins og Menn- ingarfélagið um Brydebúð í Vík höfðu veg og vanda af uppsetn- ingu og staðsetningu steinanna. Standa þeir á sjávarkambinum vestast í Víkurþorpi með Reyn- isdranga í baksýn. Fjárframlög frá einstaklingum og fyrirtækjum og stuðningur frá stofnun Roberts Bosch gerðu gerð minnisvarðans mögulegan. Við afhjúpun minnisvarðans var mættur fjöldi gesta bæði erlendra og innlendra, 24 Þjóðverjar komu sérstaklega til að vera við athöfn- ina. Einnig var fjöldi heimamanna mættur. Haldnar voru nokkrar ræður. Halldór Blöndal, forseti al- þingis, dr. Hendrik, Dane sendi- herra Þýskalands á Íslandi, Hilda Peters sem kom frá áhugahópnum þýska og Sveinn Pálsson, sveit- arstjóri í Vík, röktu sögu málsins Einnig blessaði sr. Haraldur M. Kristjánsson prófastur minn- isvarðann. Nokkrar stúlkur sungu undir stjórn Önnu Björnsdóttur. Eftir athöfnina var öllum við- stöddum boðið til kaffidrykkju í Halldórskaffi í Vík. Minnisvarði um þýska sjómenn afhjúpaður í Vík Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagradal. Morgunblaðið. „ÞAÐ ÆTTI ekki að vera heimilt og er allsendis óviðeigandi, að samtök, sem eru ekki hluti af Alþingi, skuli nýta sér nafn þess með þessum hætti til að koma fram áróðri sem fáir mundu veita athygli nema vegna þess að nafn Alþingis er notað sem skálka- skjól,“ sagði Árni Ragnar Árnason, alþingismaður, um opnun vefsins www.althing.org. Á vefnum er starf- semi Friðar 2000 kynnt og árásir á Írak m.a. fordæmdar. Þar stendur m.a. að fundur, líkur Alþingi Íslend- inga fyrir þúsund árum, gæti átt sér stað í Jerúsalem, þar sem kæmu sam- an fulltrúar bæði Palestínu og Ísraels. „Nafn Alþingis er notað til framdrátt- ar málstað sem Alþingi hefur enga af- stöðu tekið til,“ segir Árni. Hann seg- ir í raun aukatriði hver málstaðurinn er. „Það er öllum frjálst að setja fram sjónarmið sín, en ekki að nýta sér til þess stofnanir sem þjóðin telur þjóð- arstofnanir eins og Alþingi.“ Árni tel- ur að nafn síðunnar sé vísvitandi valið til að gefa í skyn að þar sem þar stendur komi frá Alþingi Íslendinga. – Hvernig má koma í veg fyrir að nafn Alþingis sé notað á þennan hátt? „Ég tel að það gæti verið hægt að setja reglur af hálfu Alþingis, líkar því sem gilda um þjóðfánann og notkun hans,“ sagði Árni. „En raunar tel ég þetta varða siðferði þeirra sem gera svona lagað. Það er ekki siðlegt að draga nafn stofnana með þessum hætti að einhverjum málstað, eins og klárlega er verið að gera í þessu til- viki.“ Telur óviðeigandi að nota nafn Alþingis í áróðursskyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.