Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 21 EDMUND Stoiber, kanslaraefni kristilegu flokkanna í Þýskalandi, þarf á næstu sex dögum að endur- heimta frumkvæðið frá andstæðingi sínum, Gerhard Schröder kanslara, ætli hann að sigra í kosningunum, sem fram fara í Þýskalandi á sunnu- dag. Á kosningafundi í Bonn í gær mátti greina áherslurnar, sem hann hyggst nota á endasprettinum. Megn- ið af ræðunni snerist um utanríkismál og bar þar hæst harða gagnrýni á málflutning Schröders varðandi Írak. Um leið sagði hann að bregðast þyrfti við innflytjendavandanum. „Ég vil ekki lengur láta mér nægja að þjálfa félagslið,“ sagði Stoiber, sem í níu ár hefur verið forsætisráðherra Bæjara- lands. „Ég vil þjálfa landsliðið.“ Stoiber kom fram á Markaðstorgi fyrir framan ráðhúsið í Bonn. Nokkur þúsund stuðningsmenn stóðu fremst- ir og héldu á lofti spjöldum með áletr- unum á borð við „Stoiber fyrir kansl- ara“ og „Schröder =Münchhausen“. Yfir mitt torgið hafði verið komið fyr- ir girðingu og fyrir aftan hana stóðu andstæðingar kanslaraefnis hægri- manna. Á spjöldum þeirra og borðum fékk kanslarinn kaldar kveðjur. Víða mátti sjá áletranir eins og „Stöðvið Stoiber“ og „Ekkert stríð í Írak“. Þegar Stoiber steig á sviðið gerðu andstæðingar hans hróp að honum og þær sjötíu mínútur, sem hann talaði, reyndu þeir að drekkja orðum hans með því að blístra og baula. Stoiber hóf ræðu sína á því að rifja upp að hér í Bonn hefði Konrad Ade- nauer, kanslari eftirstríðsáranna, unnið það afrek að koma Þýskalandi í hóp ríkja á borð við Frakkland, Bret- land, Benelux-löndin og Norðurlönd og þessu hefði verið fylgt eftir á næstu áratugum þegar Þýskaland hefði skapað sér sess í samfélagi þjóð- anna þvert ofan í það, sem búast hefði mátt við í stríðslok. Nú væri áratuga- vinnu hins vegar stefnt í hættu með málflutningi Gerhards Schröders kanslara í málefnum Íraks. „Kanslarinn rekur sína pólitík á markaðstorgunum og er að einangra þýsku þjóðina,“ sagði hann. „Það má ekki gerast. Áratugavinna er í húfi. Sá sem segir að stríð sé fyrir höndum og aðeins hann geti komið í veg fyrir stríð lýgur að fólkinu.“ Schröder hefur lagst gegn innrás í Írak og verið mjög afdráttarlaus í af- stöðu sinni. Þessi stefna á greinilega hljómgrunn meðal Þjóðverja og virð- ist málflutningur hans eiga þátt í fylg- isaukningu flokksins í þessum mán- uði. Stoiber sagði að Þjóðverjar hefðu ekki verið jafneinangraðir og nú frá árinu 1949 og kenndi einleik kansl- arans á alþjóðlegum vettvangi um. Allir vissu að þýski herinn væri ekki innrásarher og væri ekki fær um að vera það, en hann gæti aðstoðað við að koma á pólitískum friði. Málefni innflytjenda til umræðu Kristilegir demókratar hafa til þessa forðast að ræða innflytjenda- mál, meðal annars vegna þess að þeir hafa viljað koma í veg fyrir að and- stæðingar Stoibers kenni hann við öfgar, en fyrir helgi sneru þeir við blaðinu þegar þeir sögðu að herða þyrfti innflytjendalöggjöfina og voru þegar gagnrýndir af sósíaldemókröt- um. Í viðtali við vikuritið Der Spiegel í gærmorgun sagði Schröder að þessi málflutningur bæri örvæntingu vitni og gæti stefnt innra friði landsins í hættu. Stoiber vísaði slíkri gagnrýni á bug á fundinum í gær og sagði að Þýska- land ætti nóg með fjórar milljónir at- vinnulausra samkvæmt opinberum tölum og tvær milljónir til viðbótar, sem ekki væru skráðar. Hann talaði um að nú stæði yfir stækkunarferli Evrópusambandsins og við myndu bætast 100 milljónir manna úr austri. Hann benti á að nú væri staðan sú að 600 þúsund innflytjendur kæmu ár- lega til landsins, en það jafnaðist á við borg á stærð við Dortmund og sagði að þau vandamál, sem Þýskaland þyrfti nú að glíma við, væru landinu nánast ofviða. „Ég mun aldrei sætta mig við að þýskur vinnumarkaður verði opnaður fyrir allan heiminn,“ sagði hann. Mikið hefur verið rætt um það að Schröder hafi haft betur en Stoiber í seinni sjónvarpskappræðunum, sem þeir háðu fyrir rúmri viku. Stoiber telur greinilega að hann sé borinn saman við Schröder á yfirborðslegum forsendum og í ræðu sinni í gær hafði hann á orði að í símatíma hefði kona ein hringt og sagst ekki ætla að kjósa hann vegna þess hvað hann hefði ver- ið með ljótt bindi. „Það er endalaust hægt að tala um það hvor sé í glæsilegri jakkafötum eða hvor sé betur klipptur eða hvor sé betri leikari,“ sagði hann. „En kosn- ingarnar snúast ekki um það heldur hvor geti tekið til hendinni.“ Meðbyr stjórnarandstöðunnar virðist horfinn. Kristilegu flokkarnir, CDU og CSU, hafa samkvæmt skoð- anakönnunum haft forskot á sósíal- demókrata síðan í upphafi árs, en nú virðist dæmið hafa snúist við og sósí- aldemókratar hafa siglt fram úr þeim. Samkvæmt skoðanakönnun Infrat- est, sem birtist í vikuritinu Der Spieg- el í gærmorgun og tekin var dagana 9. til 12. september njóta sósíaldemó- kratar nú 38,5% fylgis, en CDU/CSU 36% fylgis. Græningjar, sem eru í stjórn með sósíaldemókrötum, eru með 8% fylgi, en frjálsir demókratar, sem yrðu samstarfsaðilar kristilegu flokkanna í stjórn, eru með 8,5% fylgi. PDS, flokkur sósíalista, sem nýtur mests fylgis í austurhluta Þýska- lands, fengi 4,7%, sem myndi ekki duga flokknum til að ná á þing, en til þess þarf minnst 5% fylgi. Gangi þessi spá eftir myndi stjórn sósíaldemó- krata og græningja halda velli. Hins vegar eru sex dagar til kosninga og á þeim tíma getur ýmislegt gerst, eins og fylgissveiflur undanfarinna vikna hér í Þýskalandi hafa sýnt. Þýskur vinnumark- aður ekki opnaður fyrir allan heiminn Edmund Stoiber setur innflytjendamál á odd- inn á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar í Þýskalandi. Karl Blön- dal fylgdist með kosn- ingafundi hans í gær. Bonn. Morgunblaðið. AP Edmund Stoiber talar á kosningafundi Kristilegra demókrata í Bonn. ’ Ég vil ekki lengurláta mér nægja að þjálfa félagslið. ‘ STJÓRNARANDSTAÐAN í Make- dóníu vann stórsigur í þingkosning- um sem haldnar voru í landinu á sunnudag. Fullyrti Branko Crven- kovski, leiðtogi jafnaðarmanna, í gær að flokkur hans hefði unnið hreinan meirihluta, en þá var búið að telja um 98% atkvæðanna. Crven- kovski er þó skylt að bjóða fulltrúum albanska minnihlutans í landinu að- ild að stjórn þess. Crvenkovski, sem var forsætis- ráðherra í Makedóníu á árunum 1992–1998, sagði í gær að flokkur hans, SDSM, hefði fengið 61 þing- mann kjörinn en 120 fulltrúar eiga sæti á þjóðþinginu. Hafði Ljubco Georgievski, leiðtogi slavneskra þjóðernissinna (DPMNE), þegar viðurkennt ósigur sinn en hann hef- ur verið forsætisráðherra undanfar- in ár. DPMNE hafði 43 þingmenn fyrir en SDSM ekki nema 27. Kosn- ingarnar fóru tiltölulega vel fram og fögnuðu vestrænir erindrekar því, en bardagar brutust út í apríl í fyrra milli albanskra skæruliða, sem kröfðust aukinna réttinda albanska minnihlutans, og stjórnarhers lands- ins. Átökin stóðu í um sjö mánuði og kostuðu um 140 manns lífið en brot- hættur friður komst á fyrir tilstilli vestrænna stjórnarerindreka. Stjórnarandstaðan vann stórsigur í Makedóníu Skopje. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.