Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is Mercedes Benz A-160s, f.skr.d. 30.06. 1999, ek. 22 þús., 5 dyra, sjálfskiptur. Verð 1.650.000 Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu ENGIN slys urðu á fólki um helgina þegar ökumaður jeppa festi ökutækið í straumharðri jök- ulsá; Jökulsá á Fjöllum við Dyngjujökul við norðanverðan Vatnajökul. Einn farþegi var í jeppanum og komust hann og ökumaðurinn af sjálfsdáðum í land, eftir að bíllinn festist. Það tók björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar frá Húsa- vík, Mývatni, Aðaldal og Jökuldal um sólarhring að ná jeppanum upp úr ánni. Guðbergur Ægisson, einn björgunarsveitarmannanna frá Húsavík, segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar. Bíllinn hafi verið á kafi í vatni að framan og leir og sandur hafi safnast saman fyrir aftan hann. „Jeppinn var orðinn mjög vel skorðaður þegar hann loksins náðist upp, og það mátti varla tæpara standa,“ sagði Guðbergur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær. Dreginn uppúr með hertrukk Að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsingafulltrúa Slysavarna- félagsins Landsbjargar, barst lög- reglunni á Húsavík tilkynning um að jeppafólk væri í vanda, um níuleytið á laugardagskvöld. Fólkið var á tveimur jeppum, en annar þeirra fór á hliðina og fest- ist í ánni, er það reyndi að keyra hann yfir ána til að stytta sér leið frá Urðarhálsi yfir í Sigurðar- skála í Kverkfjöllum. Björgunar- sveitir sendu þrjá björgunarsveit- arbíla á staðinn til að freista þess að ná jeppanum upp úr ánni. Það tókst hins vegar ekki fyrr en um sólarhring síðar eða eftir að her- trukkur hafði einnig verið feng- inn til að ná jeppanum upp. Sumir stytta sér leið Að sögn Valgeirs var jeppinn talsvert skemmdur eftir veruna í ánni, aðallega vegna þess að leir og drulla hafði borist inn í hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík er jeppum stundum ekið yfir jökulsána, á þeim stað sem jeppafólkið lenti í vandræðum, einkum þó á haustin þegar farið er að minnka í ánni. Með því að fara þá leið sem jeppafólkið valdi sér er hægt að stytta sér leið frá Urðarhálsi að Sigurðarskála. Er þá farið yfir Flæður. Að sögn lögreglunnar er um- rædd leið, gömul leið yfir í Kverkfjöll. Lögreglan ítrekar þó að þessi leið sé sjaldan farin. Ljósmynd/Ómar Jónsson Jeppanum var bjargað upp úr Jökulsá á Fjöllum á sunnudag. Jeppafólk í ógöngum á ferð fyrir norðan Vatnajökul Tók sólarhring að ná jeppa upp úr Jökulsá á Fjöllum ÁTJÁN ára stúlka féll niður af svöl- um þriðju hæðar fjölbýlishúss við Þórufell í Breiðholti í Reykjavík síð- degis á sunnudag. Hún var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og var á gjörgæsludeild um nóttina. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild var stúlkan ekki í lífs- hættu. Stúlkan féll niður á grasflöt fyrir neðan svalirnar. Fallið var nokkuð hátt og þykir mesta mildi að stúlkan skuli hafa sloppið við alvarleg meiðsli. Lögreglan í Reykjavík hefur at- vikið til rannsóknar en útilokar að nokkurt saknæmt athæfi annarra hafi leitt til þess að stúlkan féll niður. Var hún að klifra milli svala á þriðju hæð en missti takið með fyrrgreind- um afleiðingum. Féll niður af 3. hæð FRÆÐSLURÁÐ Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leggja til að bæjarstjórn Hafnarfjarðar yfirtæki nú þegar þann rekstur Áslands- skóla sem Íslensku menntasamtök- in hafa haft með höndum. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæð- um samfylkingarmanna gegn tveim- ur atkvæðum sjálfstæðismanna en bæjarstjórn mun greiða atkvæði um tillöguna í dag. Í tillögunni kemur fram að heimild til yfirtökunnar sé byggð á 9. kafla samningsins við Ís- lensku menntasamtökin um kennslu í Áslandsskóla og almennum neyð- arréttarsjónarmiðum íslensks rétt- ar. Með samþykktinni eigi að tryggja órofna og ótruflaða kennslu í grunnskólanum vegna þess upp- náms sem starfsemi hans sé í. Íslensku menntasamtökin mót- mæla tillögunni harðlega og segja hana ekki eiga við nokkur rök að styðjast. Verði hún samþykkt sé um að ræða freklegt samningsbrot af hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Í athuga- semdum samtakanna við tillöguna segir að í samningnum við Hafn- arfjarðarbæ sé ekki heimild til fyr- irvaralausrar riftunar og allt tal um neyðarástand í skólanum sé fráleitt og eigi sér enga lagalega stoð. Áskilja samtökin sér rétt til að bera slíka málsmeðferð undir æðri stjórnvöld og til bóta vegna tjóns sem samþykkt tillögunnar hefði í för með sér. Samkvæmt samningnum sé Hafnarfjarðarbæ heimilt að segja honum upp með sex mánaða fyr- irvara hafi samtökin á stórfelldan og ítrekaðan hátt vanefnt skyldur sínar en ljóst sé að Hafnarfjarð- arbær geti ekki byggt á því. „Er harmað að slík tillaga sé borin upp í fræðsluráði, án þess að hún eigi sér nokkra stoð í samningi aðila, sem báðum aðilum ber að virða að lög- um,“ segir í athugasemdunum. Þá verði ekki séð hvernig staðið verði að yfirtöku skólans og er bent á að núverandi skólastjórnendur hafi alla aðstöðu sína í skólanum auk þess sem allur búnaður skólans, þ.e. áhöld, tæki og kennsluefni sé vist- aður þar. Ekki verði séð að yfirtaka skólans geti átt sér stað nema fyrir liggi samkomulag milli aðila eða leitað verði einhvers konar aðfara- heimildar, innsetningar eða eftir at- vikum útburðar hjá héraðsdómi. Telja Íslensku menntasam- tökin hafa brotið samning Í bókun sem fulltrúar Samfylk- ingarinnar lögðu fram segir m.a. að fræðsluyfirvöld telji að Íslensku menntasamtökin hafi í verulegum atriðum brotið gegn fyrrnefndum samningi þar sem m.a. sé kveðið á um að reksturinn skuli vera í sam- ræmi við lög um grunnskóla. Enn hafi ekki verið gerð skólanámskrá og fræðsluyfirvöld telji ljóst að „samstarfsörðugleikar stjórnanda við kennara og leiðbeinendur í skól- anum“ stefni í tvísýnu að markmiði laga um grunnskóla verði náð með óbreyttum rekstri skólans og við það verði ekki unað. Í athugasemd- um Íslensku menntasamtakanna komi ennfremur fram algjört skiln- ingsleysi á þeim alvarlega vanda sem við sé að etja og eru samtökin gagnrýnd fyrir að mæta ekki til fundar við bæjarstjórnina á föstu- dag þrátt fyrir „háalvarlega“ stöðu í málefnum skólans. Eins og fyrr segir greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði atkvæði gegn tillögunni og í bókun lýsa þeir undrun og furðu á yfirlýsingum Lúðvíks Geirs- sonar bæjarstjóra og vinnubrögð- um. Óvíst um lagalegan grundvöll riftunar „Nú, þegar yfirlýsingar hafa ver- ið gefnar um að samningi um grunnskólann í Áslandi verði rift án nokkurs fyrirvara vakna upp fjöl- margar spurningar. Hafnarfjarðar- bær stendur að samningi við Ís- lensku menntasamtökin og alls er óvíst að lagalegur grundvöllur til riftunar samnings með þeim hætti sem er boðaður standist. Hafnar- fjarðarbær er stjórnvald sem verð- ur að viðhafa fagleg vinnubrögð þar sem festa og sanngirni verða að leiða aðila að skynsamlegum nið- urstöðum. Þar á fremur að fara fyr- ir vilji til að leita leiða til að sætta sjónarmið fremur en að bregða sverði á loft. Þau vinnubrögð sem stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar kjósa að hafa að leiðarljósi í þessum ferli virðast því ekki lýsa öðru en þeim ásetningi einum sem boðaður var fyrir síðustu sveitarstjónar- kosningar af hálfu Samfylkingar- innar, það er að rifta hið fyrsta samningi við Íslensku menntasam- tökin,“ segir í bókun sjálfstæðis- manna. Á fundi fræðsluráðs í gær var jafnframt samþykkt tillaga um að bæjarstjórn auglýsi nú þegar stöðu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Áslandsskóla. Báðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við at- kvæðagreiðslu um seinni tillöguna. Fræðsluráð Hafnarfjarðar beinir því til bæjarstjórnar að hún yfirtaki rekstur Íslensku menntasamtakanna á Áslandsskóla Íslensku menntasamtökin segja riftun samningsbrot TVEIR ellefu ára drengir voru skotnir á færi með loft- byssu við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði á laugardag. Þrír 14–15 ára drengir voru með byssuna og skaut einn þeirra viljandi á yngri drengina. Annar þeirra var skotinn í fótlegg en hinn í handlegg og mörðust þeir undan skotun- um. Vitni varð að skotárás- inni og tilkynnti hana til lög- reglunnar. Lögreglan náði til byssudrengjanna og játuðu þeir sakargiftir. Vopnið var tekið af þeim og verða dreng- irnir teknir fyrir hjá lögregl- unni í framhaldinu og mál þeirra tilkynnt til félagsmála- yfirvalda bæjarins. Lögreglan segir mál af þessu tagi koma upp af og til og beinir því til foreldra að athuga vel hvað börn þeirra hafi undir höndum. Segir lög- reglan að foreldrar afhendi bókstaflega börnum sínum loftbyssur og sé slíkt jafnvel að færast í aukana. „Foreldr- um finnst þetta vera í lagi og láta börnin hafa byssur,“ seg- ir rannsóknarlögreglumaður hjá Hafnarfjarðarlögreglunni og segir foreldrana ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Tveir drengir skotnir með loft- byssu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra flytur í dag ræðu í al- mennri umræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Ræðan hefst klukkan 15 að ís- lenskum tíma og er hægt að fylgj- ast með beinni útsendingu á Net- inu á slóðinni: www.un.org/webcast og velja þar tengilinn „Live Web- cast“. Á laugardag sat Halldór fund ut- anríkisráðherra Norðurlandanna sem var haldinn í New York. Í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að málefni Íraks, alþjóðlega sakamáladómstólsins og ástandið í Mið-Austurlöndum hafi verið efst á baugi. Hann átti um helgina fund með Elisabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem fer með málefni Evr- ópuríkja. Þá átti hann ennfremur með utanríkisráðherrum Króatíu, Búlgaríu og El Salvador. Flytur ræðu á allsherj- arþingi SÞ TEKIST hefur að frjóvga hlýra- hrogn hjá Hlýra ehf. í Neskaupstað og er búið að kreista og frjóvga um fjóra lítra af hrognum. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar, sem á hlut í Hlýra ehf., segir að þetta sé mikilvægur áfangi í tilraunaeldi en eitt vandamála í hlýraeldi sé sá hluti sem snúi að hrygningu og klaki. Hlýri ehf. er í eigu Síldarvinnsl- unnar, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, Hönnunar og Eignarhaldsfélags Austurlands. Frjóvguðu hlýrahrogn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.