Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HREFNA Ólafsdóttir, semhefur meistarapróf íklínískri félagsráðgjöfog sérþjálfun í fjöl- skyldumeðferð, er nú að leggja loka- hönd á rannsókn á umfangi kynferð- islegrar misnotkunar hér á landi, sem hún hefur unnið að frá árinu 1999. Þetta er fyrsta tíðnirannsókn á kynferðislegri misnotkun barna sem gerð hefur verið hér á landi. 1.500 manna slembiúrtaki fólks á aldrinum 18–60 ára úr þjóðskrá var sendur spurningalisti í pósti og svaraði helmingur þeirra eða 746 manns, sem þykir góð þátttaka í könnun um mál af þessu tagi. Hrefna kýs að tala um kynferðislega misnotkun frekar en kynferðislegt ofbeldi, þar sem hún telur að í orð- inu misnotkun felist að gerandi mis- noti valdastöðu gagnvart þolanda, meðan orðið ofbeldi tengist líkam- legu ofbeldi í hugum fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Alls höfðu 17% þeirra sem svöruðu verið misnotuð fyrir 18 ára aldur. 80% þeirra voru konur og 20% karlar. Þegar hlutföllin voru reiknuð út með kyn þolenda í huga kom í ljós að 23% kvenna sem svör- uðu voru misnotuð fyrir 18 ára aldur og 8% karla. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda því til að rúmlega fimmta hver stúlka á Íslandi sé mis- notuð fyrir 18 ára ald- ur og tæplega tíundi hver drengur. Þetta eru mun hærri tölur en hafa mælst í sambæri- legum rannsóknum á hinum Norðurlöndun- um. Í Noregi hefur tíðnin mælst 14%, 11% í Danmörku og 6% í Svíþjóð. Segir Hrefna að hún hafi beitt sömu aðferðafræði og var notuð í dönsku og norsku rannsóknun- um, en Svíar hafi notað aðra aðferð. Hugsan- lega geti það skýrt hvers vegna talan er svo mikið lægri í Svíþjóð en í hinum löndunum. Hún segir að almennt sé talið að kynferðisleg misnotkun barna sé vanskráð, enda komi í ljós að 60% þolenda sögðu ekki frá misnotkun- inni þegar hún átti sér stað, eða strax eftir að henni lauk. Þegar könnunin var gerð höfðu 88% þol- enda sagt frá misnotkuninni en 12% héldu henni enn leyndri. Gróf eða mjög gróf misnotkun í 67% tilfella Hrefna segir niðurstöður rann- sóknarinnar benda til þess að mis- notkunin sé grófari en fólk virðist al- mennt telja. Í 67% tilvika hafi misnotkunin verið gróf eða mjög gróf. „Þar með er ljóst að í kynferð- islegri misnotkun gagnvart börnum felst að þau eru látin taka þátt í full- komnuðu kynlífi fullorðinna, en ekki að þau séu áreitt eða káfað á þeim, eins og menn virðast oft telja að sé um að ræða,“ segir hún. Í rúmum fimmtungi tilfella var um mjög grófa misnotkun að ræða, þ.e. þolandi var látinn snerta ger- anda á kynferðislegan máta eða taka þátt í kynmökum. Tæpur helm- ingur þolenda var snertur á kyn- ferðislegan hátt, án þess að vera lát- inn gera nokkuð sjálfur og er það flokkað sem gróf misnotkun. Hrefna segir að margir telji að þolendur kynferðislegrar misnotk- unar séu einkum börn á unglings- aldri. „Í rannsókninni kemur aftur á móti í ljós að fjórðungur þolenda var sex ára eða yngri þegar misnotkunin hófst og þriðjungur 7–10 ára. Meirihlutinn er því börn tíu ára og yngri, sem gera sér ekki grein fyrir því að þetta sé bannað og eitthvað sem ekki má,“ segir Hrefna. Hún segir að svo virðist sem mis- notkun stúlkna hefjist fyrr en drengja. Stúlkur voru í 28% tilvika 6 ára eða yngri þegar misnotkunin hófst en 8% drengja. Í 21% tilfella voru drengir 11–12 ára gamlir þegar misnotkunin hófst og var sama hlut- fall í aldurshópnum 13–14 ára hjá drengjum. Misnotkunin hófst í 19% tilfella hjá stúlkunum þegar þær voru á aldrinum 11–12 ára og í 9% tilfella þegar þær voru 13–14 ára. Í rannsókninni kemur einnig í ljós að misnotkunin stóð yfirleitt yfir í langan tíma, en 54% tilvika voru börn misnotuð oftar en einu sinni og sagði rúmur helming- ur að misnotkunin hefði staðið lengur en eitt ár. „Yfirleitt nær misnotkunin yfir ákveðið tímabil og er hluti af samskiptum milli einstaklings og geranda, frekar en að það séu atvik sem ger- ast í einhverju fáti eða eru vanhugsuð,“ segir Hrefna. Sögðust 12% hafa verið misnotuð oftar en 10 sinnum, en 11% vissu ekki hversu oft. Rúmlega þriðj- ungur sagðist hafa verið misnotaður í eitt skipti og jafnstór hóp- ur tvisvar til fimm sinnum. Ef mis- notkunin á sér stað innan fjölskyld- unnar er algengara að hún sé endurtekin. Flestir gerenda tengjast fjölskyldu barnsins Hrefna segir að gerendur, þ.e. þeir sem fremja kynferðisafbrot gegn börnum tengist yfirleitt fjöl- skyldu barnsins sem þeir misnota. Í 66% tilfella hafi gerandi verið karl í fjölskyldu barnsins eða sem tengd- ist henni. Í helmingi atvika tengdist gerandi fjölskyldunni, var t.d. afi, frændi, bróðir, nágranni eða fjöl- skylduvinur. 13% voru misnotuð af föður sínum eða öðrum í föðurhlut- verki, það er fósturföður, kjörföður eða kærasta móður. 27% gerenda voru karlar ókunnir fjölskyldu barnsins. Hjá 3% var gerandi kona sem tengist fjölskyldunni, amma, frænka eða nágrannakona og kona ókunnug fjölskyldunni einnig í 3% tilfella. Kona í foreldrahlutverki reyndist gerandi í 2% tilvika. Karl- arnir sögðu í 36% tilfella að karl ókunnur fjölskyldu þeirra hefði mis- notað þá en konurnar sögðu það í 26% tilvika. Rúmlega helmingur kvennanna sagði að karl tengdur fjölskyldunni hefði verið gerandi en 32% karla sögðu það sína reynslu. „Stúlkum stendur því mest ógn af körlum tengdum fjölskyldunni og drengjum af körlum utan fjölskyld- unnar,“ segir Hrefna. Flestir eru gerendurnir yfir fimmtugu þegar ofbeldið hefst, eða rúmur fimmtungur. Álíka margir þeirra eru á aldrinum 15–20 ára. Þeir sem misnota drengi eru nokkuð yngri að meðaltali en þeir sem misnota stúlkur. 22% þeirra sem misnotuðu drengi voru á aldrinum 15–20 ára og 30% 21–30 ára. Flestir þeirra sem misnota stúlkur eru aft- ur á móti yfir fimmtugu, eða 24%. Hrefna segir að kynferðisafbrota- menn sé að finna í öllum stéttum þjóðfélagsins. Hún spurði þolendur um fjárhagslega stöðu fjölskyldu þeirra í uppvextinum. „Hlutfallslega færri þolendur reyndust þó tilheyra hópi þeirra sem höfðu m frekar góðar aðstæður í u um og fleiri hópi þeirra sem við mjög eða frekar slæm hagslegar aðstæður.“ Hre að einnig komi fram að b eldra með mikla menntun gegni góðum stöðum ve misnotuð, en börn foreldra menntun. Munurinn sé þó m og vart marktækur. Gerendur misnota vald sína gagnvart barn Hrefna segir að í 68% ti gerendur ekki beitt fórnar neinu beinu líkamlegu ofb ná vilja sínum fram. Í 29 hafi barninu verið ýtt eð niðri og í 2% tilvika slegið e 1% mátti þola barsmíðar ingar. Hrefna segir að flestir hafi lýst viðmóti gerand vinalegu eða glaðlegu, e Drengir upplifi þetta þó fre þeirra hafi lýst viðmóti g þann hátt, en 51% stúlk stúlknanna hafi sagt ge ógnandi, pirraðan eða re 11% drengja. Þannig virð minna til að stúlkur upplif ógnandi. Gerendur séu í valdastöðu gagnvart st annars vegar vegna aldursm hins vegar vegna kynferðis Athygli vekur að 26% sögðu ekkert til að fá bör samþykkja verknaðinn. 17 Sláandi niðurstöður í fyrstu tíðnirannsókn á kynferði Fimmta hve misnotuð o hver dre 17% íslenskra barna eða um fimmta drengur verða fyrir kynferðislegri m ur, samkvæmt nýrri rannsókn Href gjafa. Hrefna sagði Nínu Björk Jóns meiri áherslu á þjónustu og meðfer bæði fyrir þolendur og Hrefna Ólafsdóttir   !  " % " #'& ( # $ ' * +,- )              ! "# $  %   &  '     ' %'    , *$&! ' * +../ .0  , ,- (), )))+ )*)2 ).)1  33 33 Meirihluti þolenda 10 ára og yngri VATN ER NAUÐSYN Ísland er ferskvatnsauðugasta landveraldar, með alls 666.667 rúm-metra af vatni á mann á ári, en þurrasta land heims er Djíbútí með að- eins 23 rúmmetra af vatni á mann á ári. Í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um þings- ályktunartillögu Katrínar Fjeldsted, alþingismanns Sjálfstæðisflokks, um að skilgreina beri vatn sem auðlind sem ganga eigi vel um og sömuleiðis þurfi að koma skipulagi á rannsóknir, söfnun upplýsinga og neyslu vatns hér á landi. Loks er lagt til að möguleikar á útflutn- ingi vatns til annarra landa verði kann- aðir gaumgæfilega. Í greinargerð sem fylgdi þingsálykt- unartillögunni, sem Katrín Fjeldsted flutti á vorþingi, kemur fram að sú merka auðlind, sem felst í fersku lind- arvatni, er ekki öllum ljós. Þó er vitað að við Íslendingar eigum yfir að ráða mun meira vatni en við þurfum sjálfir á að halda þótt vatnsskorts geti gætt á einstaka stað á landinu. Samt sé það svo að auðlindin er munaðarlaus og hvergi vistuð í stjórnsýslunni þar sem engin ein stofnun fer með markvissa ráðgjöf eða heldur utan um málefni hennar. Ennfremur segir að mikilvægt sé að umgangast þessa auðlind þannig að komandi kynslóðir eigi aðgang að fersku neysluvatni í framtíðinni. Ferskt vatn á Íslandi er ekki tak- mörkuð auðlind enn sem komið er. Aft- ur á móti er ferskvatn einungis 2,5% af öllu vatni á jörðinni og neysluhæft vatn er eingöngu 0,27%. Vatn er því tak- mörkuð auðlind, sérstaklega þegar þess er gætt að aðgangur að neyslu- hæfu vatni er mjög misjafn eftir land- svæðum á jörðinni. Að sögn Katrínar Fjeldsted nota Reykvíkingar um 150-160 lítra á mann á sólarhring af köldu vatni og um 50 lítra af heitu vatni að auki, en Danir mun minna, eða um 105-110 lítra á mann af köldu og upphituðu vatni á dag. Þetta er sláandi munur þegar litið er til þess að aðstæður þessara tveggja þjóða eru svipaðar. Þá sérstaklega í ljósi þess að stór hluti heimsins býr við vatnsskort og sumir halda því fram að vatn muni á þessari öld taka við af olíu sem mikilvægasta auðlind jarðar. Hvort íslenskt vatn sé okkar fram- tíðar útflutningsvara og hvaða aðferð- um verði beitt til þess að koma vatninu á framfæri við erlenda neytendur er erfitt að spá fyrir um. Engin ástæða er hins vegar til að efast um mikilvægi vatnsins fyrir Íslendinga, sem og aðrar þjóðir heims, enda er vatnið uppspretta lífsins. Það má því aldrei gleyma því að bera virðingu fyrir þessari auðlind okk- ar Íslendinga og að náttúruauðlindir geta horfið ef ekki er að gætt. Einn þáttur í því að vernda þessa auðlind okkar er að koma málefnum vatns fyrir á einum stað í stjórnsýsl- unni eins og réttilega er bent á í þings- ályktunartillögunni. Málefni mikil- vægrar auðlindar eins og vatnsins eiga ekki að sitja á hakanum og nauðsynlegt að við búum vel að þessari auðlind sem öðrum, sem við Íslendingar státum okkur af. KOSTIR PERSSONS Úrslit sænsku kosninganna breyttulitlu um meginlínur sænskra stjórnmála. Helst virðist sem kjósend- ur, jafnt til hægri og vinstri, hafi fært sig í auknum mæli inn á miðju stjórn- málanna ef miðað er við úrslit síðustu kosninga. Stjórn Jafnaðarmannaflokksins, undir forystu Görans Perssons, heldur velli og jafnaðarmenn bættu við sig 3,4 prósentustigum. Flokkurinn fékk um 39,9% atkvæða en fékk 36,4% í kosn- ingunum árið 1998. Þau úrslit voru mesta afhroð sem flokkurinn hafði nokkru sinni beðið í kosningum. Missti flokkurinn töluvert fylgi til Vinstri- flokksins, fyrrum Kommúnistaflokks- ins, sem stutt hefur stjórn Perssons undanfarin fjögur ár. Þeir kjósendur virðast nú aftur hafa skilað sér til jafn- aðarmanna. Umhverfisflokkurinn, þriðji flokkurinn er styður stjórn Pers- sons, stendur nánast í stað á milli kosn- inga og á heildina litið hefur lítil breyt- ing orðið á þingstyrk ríkisstjórnar- innar. Fylgi borgaralegu flokkanna fjög- urra er einnig svipað á milli kosninga en veruleg breyting verður á innbyrðis fylgi þeirra. Hægriflokkurinn beið sinn mesta ósigur frá árinu 1973, tapaði 7,6 prósentustigum og hlaut 15,1% at- kvæða. Þjóðarflokkurinn, sem hefur tapað fylgi í fjórum kosningum í röð bætti hins vegar við sig 8,7 prósentu- stigum og hlaut 13,3% atkvæða. Það er nánast þreföldun á fylgi flokksins árið 1998 en þá hlaut Þjóðarflokkurinn 4,6% atkvæða og var nær dottinn út af þingi. Spáðu margir því í kjölfarið að flokk- urinn væri að gefa upp öndina. Sú er greinilega ekki raunin. Göran Persson hefur veitt minni- hlutastjórnum forystu undanfarin tvö kjörtímabil. Fyrst í samstarfi við Mið- flokkinn (sem nú bætti við sig pró- sentustigi) og síðan í samvinnu við Vinstriflokkinn og Umhverfisflokkinn. Hann þarf nú að gera upp við sig hvort hann hefur hug á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi eða reyna að mynda bandalag með öðrum flokkum. Á vinstrivængnum kemur ekki annað samstarf til greina en við bæði Vinstri- flokkinn og Umhverfisflokkinn. Á miðjunni gæti hins vegar Persson náð saman við Þjóðarflokkinn og myndað starfhæfa ríkisstjórn. Þriðji kostur hans er að minnihlutastjórn hans myndi bandalög við aðra flokka eftir því sem við á hverju sinni. Persson sagði í gær að hann hefði hug á að halda áfram samstarfi við vinstriflokkana tvo og virtist lítinn áhuga hafa á því að færa stjórnina inn á miðjuna. Enn er þó óvíst hvort flokk- arnir muni í þetta skipti gera kröfu um að fá ráðherraembætti og vissulega styrkir það stöðu Perssons í samninga- viðræðum að hann á aðra kosti. Sænska stjórnin stendur frammi fyr- ir mikilvægum ákvörðunum á komandi kjörtímabili, ekki síst á sviði Evrópu- mála. Svíar eru ein þeirra þriggja Evr- ópusambandsþjóða er enn hefur ekki tekið afstöðu til þess, hvort taka beri upp hinn sameiginlega gjaldmiðil, evr- una. Fyrir kosningarnar var talið að héldi stjórn Perssons velli væru auknar líkur á því að þegar á næsta ári yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um upp- töku evrunnar. Hins vegar má búast við því, í ljósi úrslita kosninganna, að Persson fari varlega í málin, líkt og hann hefur gert til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.