Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 39 Siglingagetraun - CARNIVAL Í tilefni af komu hins glæsilega skips CARNVIVAL LEGEND til Reykjavíkur efnir umboðið Heimsklúbbur Ingólfs-Príma til getraunar, sem þú getur svarað með því að kynna þér það nýjasta í siglingum og unnið til veglegra verðlauna: SIGLING fyrir 2 í KARÍBAHAFI - frítt! Spurningar: 1) Hvað hefur Carnival mörg skip í siglingum? Svar: 2) Frá hvaða höfn sigla flestir farþegar Heimsklúbbsins? Svar: 3) Hvað er innifalið í siglingunni? Svar: 4) Hvar er gist á undan og eftir siglingu? Svar: 5) Hvaða viðkomustaðir eru hjá Carnival Pride á vesturleið um Karíbahaf? Svar: 6) Hvað er lægsta verðið í 12 daga ferðum Heimsklúbbsins til Flórída með siglingu innifalinni? Svar: 7) Hvað hefur Heimsklúbburinn lengi haft umboð Carnival? Svar: ár. 8) Hverjir eru augljósustu kostir þess að velja siglingu í Karíbahafi með Carnival? Svar: Fyllið út: Nafn: Kt. Heimilisfang: Póstfang: Merkt: Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA, GETRAUN, Pósthólf 140, 121 Reykjavík (fyrir 22. sept.) Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is STÓRVINNINGUR Í BOÐI Ókeypis sigling í Karíbahafið á einu nýjasta og glæsilegasta skemmtiskipi heims. Dregið verður úr öllum réttum svörum 30. september. UM þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum fjölbreyttu vetrarstarfi Bessastaðasóknar. Myndaður hefur verið rammi um helgihaldið til vors og er það jafnan auglýst í kirkjustarfsdálki Morg- unblaðsins á laugardögum, auk þess kynningarefnis sem dreift er á hvert heimili. Eins og áður hefur komið fram hófst sunnudagaskólinn sunnudag- inn 15. september en hann verður í vetur kl. 11.00 hvern sunnudag í sal Álftanesskóla. Rúta ekur hringinn fyrir og eftir sunnudagaskólann, en hann verður eins og áður í umsjón okkar ágætu leiðtoga, Kristjönu og Ásgeirs Páls. Foreldramorgnarnir byrjuðu á ný 4. september sl. en þeir eru haldnir í Haukshúsum á hverjum miðvikudagsmorgni frá kl. 10.00– 12.00. Þar koma foreldrar ungra barna saman með börnin og spjalla yfir kaffi- eða kakóbolla og kynnast nýju fólki. Reynt er að hafa fjöl- breytta dagskrá með fræðslu, markaðsdegi, föndri og fleiru, en spil og leikföng eru á staðnum fyrir börnin. Hafa þessar samverur mælst vel fyrir og verið fjölsóttar. Miðvikudagur er sannarlega dagur kirkjunnar í Haukshúsum en frá kl. 13.00–16.00 er þar opið hús fyrir eldri borgara í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Fyrsta opna húsið verður 18. sept- ember. Á opnu húsi er einnig fjöl- breytt dagskrá, sem þegar hefur verið skipulögð til jóla og mun dreift til allra sem málið varðar, þótt öllum sé velkomið að kíkja í heimsókn. Auður og Lindi sjá eins og áður um aksturinn en Gréta Konráðsdóttir sér um miðviku- dagana ásamt Nönnu Guðrúnu djákna. Eldri borgurum í Bessastaðasókn er einnig boðið upp á að taka þátt í föstudagsskemmtunum í Kirkju- hvoli í Garðabæ 11. október og 22. nóvember þar sem dansað verður og sungið. Þriðjudaginn 17. september hefst tíu til tólf ára starf. Fundir þessa hóps verða hvern þriðjudag kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanes- skóla og fundarefnin fjölmörg þar sem skemmtun og sköpunargleði ráða ríkjum. Rúta ekur þátttak- endum heim að loknum samver- unum. Umsjónarmenn TTT- starfsins verða Sveinn Ólafsson og Gréta Konráðsdóttir. Þá er sóknarbörnum Bessa- staðasóknar einnig boðið að taka þátt í „Tólf spora námskeiði“ sem haldið verður í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ undir leið- sögn Margrétar Eggertsdóttur. Tólf spora vinnan hefst með opnum kynningarfundi í Kirkjuhvoli mánudaginn 23. september kl. 19.00, en fundirnir verða á mánu- dögum kl. 19.00–21.00. Í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli er nú einnig hægt að fá ferming- armyndir síðasta vors, en þær kosta kr. 2.500 stykkið. Fermingarstarfið hefst með haustnámskeiði í Vatnaskógi en innritun til fermingar fór fram 5. september. Sóknarbörnin eru hvött til að taka þátt í og efla starf kirkjunnar, en viðtalstíma presta og djákna er að finna í símaskránni undir Bessa- staðakirkja. Prestar Garðaprestakalls. Bænanámskeið í Laugarneskirkju HVERT þriðjudagskvöld yfir vetr- armánuðina kemur hópur fólks saman kl. 20:00 innum dyr á aust- urgafli Laugarneskirkju, sest í kringum stórt borð í litlum gömlum sal undir kirkjuskipinu og spjallar um tilgang lífsins og trúna á Jesú Krist. Við köllum það fullorð- insfræðsluna. Aðgangseyrir er eng- inn, þátttökuskilyrði eru heldur engin og hver kemur á sínum for- sendum. Sum okkar trúa stíft önnur eru allsendis óviss, en við eigum það sameiginlegt að okkur langar öll að læra betur á lífið og grunar í það minnsta að sitthvað megi læra af Biblíunni og bæninni. Oftast er það sóknarpresturinn Bjarni Karlsson sem flytur tölu og stýrir umræðum, stundum einhver úr hópnum eða þá utanaðkomandi fræðimaður. Flest okkar taka til máls í umræðum en það eru líka mörg sem bara hlusta og njóta. Núna erum við að skoða bænina. Það er gaman og allt fólk er velkomið með okkur. Að stundinni lokinni, kl. 21:00, tekur við samvera uppi í kirkjunni sem heitir upp á grín Þriðjudagur með Þorvaldi af því að þar leiðir hann Þorvaldur Halldórsson söng- inn, þar er líka beðið saman og lesið úr Guðs orði, en eftir á er boðið fram til fyrirbæna í umsjá bæna- hóps kirkjunnar. Margt fólk kemur annaðhvort í fullorðinsfræðsluna eða Þriðjudag með Þorvaldi, en önnur eru með allan tímann. Kíktu við í Laugarneskirkju. Sérþjónusta kirkj- unnar í forgrunni „GESTUR var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fang- elsi var ég og þér komuð til mín.“ Þjónusta kirkjunnar stendur öll- um til boða burt séð frá aðstæðum og ásigkomulagi. Til að mæta þörf- um þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki notið þjónustu sóknarkirkjunnar, sinna prestar í svokallaðri sérþjónustu ein- staklingum sem vegna tímabund- inna eða varanlegra aðstæðna eiga ekki aðgang að hefðbundinni kirkjulegri þjónustu. Í þeim hópi eru m.a. aldraðir á stofnunum, fatl- aðir, innflytjendur, heyrnarlausir og fólk í fangelsi eða á sjúkrahúsi. Á þessu ári eru 20 ár síðan prest- ar í sérþjónustu stofnuðu með sér félagsskap sem nefnist Samverjinn eftir hinum nafnlausa góðgerð- armanni sem líknaði náunga sínum í neyð hans. Af þessu tilefni heldur Samverj- inn – félag sérþjónustupresta opinn fund í safnaðarheimili Grens- áskirkju miðvikudaginn 18. sept- ember kl. 17.15–19. Þar munu ýms- ir sérþjónustuprestar segja frá starfsvettvangi sínum. Sjúkra- húsprestur talar um ábyrgð sam- félagsins á hinum sjúku og prestur innflytjenda segir frá því hvernig er að ná fótfestu í nýju landi. Þá verður sagt frá þjónustu kirkj- unnar við aldraða og fatlaða. Allir eru velkomnir. Vetrarstarf Bessastaða- sóknar Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Byrjað á kaffi- sopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmti- göngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Fólk sem býr eða starfar í sókninni er hvatt til að koma og eiga kyrrðarstund í önnum dagsins. Fyrirbænum má koma til starfsfólks kirkjunnar. Að lokinni bæna- stund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Opinn 12-spora-fundur í kvöld kl. 19. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Bænanámskeið kl. 20. Þriðja samvera fullorðinsfræðslu Laugar- neskirkju á nýju starfsári. Næstu þriðju- daga mun sr. Bjarni Karlsson ræða um bænina. Ókeypis þátttaka, gott samfélag. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörð- arstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunn- arssonar en sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Fermingarfræðsla kl. 15. Upp- haf vetrarnámskeiðs. Skráning í síma 511-1560. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 10-12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. KFUM&KFUK í Digranes- kirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17– 18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki frá 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17– 19. Kynningarkvöld fyrir Alfa–námskeið í kirkjunni kl. 20. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund í safn- aðarheimili á þriðjudagsmorgunn kl. 10– 12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Kaffi og notalegheit þar sem heimavinnandi foreldrar hittast í góðu um- hverfi kirkjunnar. Grafarvogskirkja. Starf eldri borgara hefst í dag með haustferð á Stokkseyri og Eyr- arbakka. Lagt verður af stað frá Grafar- vogskirkju kl. 11. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8. bekk Rimaskóla kl. 20–22. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Æsku- lýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (ferming- arbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfsins einu sinni í mánuði í sumar. Allir velkomnir. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkja kl. 20–22. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Fyrirlestur um stríðshættu MIÐVIKUDAGINN 18. september kl. 17 heldur Elías Davíðsson fyrir- lestur í Norræna húsinu sem nefnist: Lögmæti yfirvofandi stríðs gegn Írak í ljósi þjóðaréttar og sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Aðgangur er ókeyp- is. Eftir fyrirlesturinn verður tími til almennra umræðna og fyrirspurna. „Í fyrirlestrinum mun Elías gera grein fyrir þeim meginreglum þjóða- réttar sem fjalla um beitingu hervalds gegn fullveldi ríkja. Farið verður yfir eðli, hlutverk, skipan, skyldur og störf Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna varðandi varðveislu heimsfriðar, þ.m.t. valdsvið ráðsins til að heimila aðgerðir gegn aðildarríkjum. Rök- semdir sem notaðar eru til að réttlæta stríð gegn Írak verða þá skoðaðar í ljósi þessara réttarreglna,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Morgunverðar- fundur um húsleit VERSLUNARRÁÐ Íslands boðar til fundar miðvikudaginn 18. septem- ber, kl. 8–9 á Grand hóteli Reykjavík um húsleit hjá fyrirtækjum. Frummælendur á fundinum eru Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknar- stjóri og Gunnar Sturluson hæsta- réttarlögmaður. Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að menn skrái sig fyrirfram á skrifstofu ráðsins. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 19. september. Kennsludagar verða fjórir og það telst vera 16 kennslu- stundir. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Að námskeiði loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Önnur námskeið sem eru haldin hjá Reykjavíkur- deildinni eru um sálræna skyndi- hjálp, slys á börnum og það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Námskeið í hugleiðslu ÓKEYPIS kynningarnámskeið í hugleiðslu og indverskri heimspeki verður haldið á vegum heilsubúðar- innar Góð heilsa gulli betri, Njáls- götu 1, og í Tónskóla Sigursveins við Gerðuberg. Námskeiðin verða haldin fimmtu- daginn 19. september kl. 20–22, föstudaginn 20. september kl. 20–22, laugardaginn 21. september kl. 15– 17 og sunnudaginn 22. september kl. 19–21. FRÉTTIR Reiðubúin til forystu BRYNDÍS Hlöðversdóttir, alþingis- maður og formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar, hefur opnað heima- síðu á slóðinni http://www.bryndis.is. Í fyrsta pistli sínum lýsir Bryndís sig reiðubúna til að leiða annað Reykjavíkurkjördæmanna og segir m.a.: „Það líður senn að því að Samfylk- ingin í Reykjavík velji frambjóðend- ur á lista fyrir kosningarnar í vor. Ég mun bjóða fram mína krafta til að leiða lista Samfylkingarinnar í öðru tveggja kjördæmanna í Reykjavík. Ég hef setið á Alþingi í sjö ár og síð- asta rúma árið hef ég verið þing- flokksformaður Samfylkingarinnar. Ég er reiðubúin til að axla þá ábyrgð sem leiðtogahlutverki í kjördæmi fylgir og hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.“ LEIÐRÉTT Þrír selja ferðir með Carnival Legend Í grein um skemmtiferðaskipið Carnival Legend, sem birtist í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugardag, láðist að geta þess að söluaðilar Carnival Cruise Line hér á landi eru þrír. Auk Príma – Heimsklúbbs Ing- ólfs selja ferðaskrifstofurnar Terra Nova-Sól og Úrval-Útsýn ferðir með skipinu. Aðalfundur VG í Reykjavík AÐALFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykja- vík verður haldinn miðvikudaginn 18. september nk. Fundurinn verð- ur í Norræna húsinu og hefst kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf, m.a. lagabreytingar og stjórnarkjör. Nýir félagar eru vel- komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.