Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNGIR og aldnir skemmtu sér sam- an á hausthátíð Vesturbæjar sem var haldin á laugardag með pomp og prakt. Var hátíðin fyrst og fremst haldin til að kynna tóm- stunda-, félags- og íþróttastarf í hverfinu. Íbúum í hverfinu var meðal ann- ars boðið upp á sundferð í Vest- urbæjarlaugina, grillmat við íþróttahús Hagaskóla, leiktæki í umsjá skátafélagsins Ægisbúa, kynningu á starfi Neskirkju auk innanfélagsmóts í fjölda íþrótta á vegum KR. Þá var kynning á fé- lagsmiðstöðinni Frostaskjóli og vetrarstarfinu þar framundan. Á sunnudaginn var svo hin ár- lega KR-messa í Neskirkju. Glaumur og gleði á hausthátíð Vesturbær Morgunblaðið/Sverrir Það vantaði ekki kraftinn í krakkana sem ærsluðust í leiktækjum sem sett voru upp við skátaheimili Ægisbúa. Morgunblaðið/Sverrir Grillaðar pulsur runnu greiðlega niður kverkar hátíðargesta og ekki var verra að hafa Svala til að skola kræsingunum niður með. ÞAÐ er óhætt að segja að Graf- arvogurinn hafi iðað af lífi síðast- liðinn laugardag þegar íbúar þar héldu sína árlegu hverfishátið í fimmta sinn. Hefur dagskrá hátíð- arinnar aldrei verið umfangs- meiri. Í ár var sérstök áhersla lögð á sögu borgarhlutans en þótt hverf- ið sjálft hafi risið á skömmum tíma má rekja sögu svæðisins allt aftur til landnámsmannsins Ketils gufu. Dagskráin var sneisafull af við- burðum, bæði hefðbundnum og svo öðrum sem voru nýir af nál- inni. Má nefna sögugöngu og helgistund sem hafa verið árvissir viðburðir, opið hús í Borgarholts- skóla þar sem listamenn, félög og fyrirtæki kynntu sig, afhendingu hvatningarverðlaunanna Mátt- arstólpans, upplestur Grafarvogs- skáldanna, gleði- og glaumgöngu þar sem eldgleypar og ýmsar kynjaverur úr Agon brugðu á leik og svo mætti lengi telja. Það var Gufunesbær og Mið- garður – fjölskylduþjónustan í Grafarvogi sem sáu um fram- kvæmd Grafarvogsdagsins og að sögn Ásu Briem, verkefnisstjóra hjá Miðgarði, kom fjöldi sjálf- boðaliða að starfinu að auki. Hún segir daginn hafa heppnast mjög vel og allt bendi til þess að fleiri Grafarvogsbúar hafi sótt sér skemmtun og fróðleik af einhverju tagi á þessum degi í ár en áður en þátttaka hefur farið vaxandi ár frá ári undanfarin ár. „Veðrið lék við okkur, það var mjög hlýtt og lygnt og þetta gekk í alla staði rosalega vel,“ segir hún. Hátíðar- stemn- ing á hverfis- hátíð Grafarvogur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bifreiðar með gallabuxnaútliti eru ekki hversdagsleg sjón en slíkt bar þó fyrir augu á Grafarvogshátíðinni því í bíliðnadeildinni í Borgarholts- skóla var búið að mála frambretti af bíl í gallabuxnastíl. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skrautleg andlitsmálning þykir oft ómissandi hluti af hátíðarstemning- unni og hér er það Sóley Ósk Óttarsdóttir sem farðar Önnu Kolbrúnu Kristmundsdóttur í Borgarholtsskóla á laugardag. HEILBRIGÐISEFTIRLIT Hafn- arfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur mælt með því við bæjaryfirvöld í Kópavogi að þau bregðist við fjölda gáma á lóðum fyrirtækja. Segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- litsins stóran hluta gáma á lóðum fyrirtækja í Kópavogi vera hrörleg- an og til lítillar prýði. Í vor sendi iðnrekandi í bænum erindi til bæjaryfirvalda þar sem kvartað er undan því sem hann kallar gámamenningu fyrirtækja í Kópavogi. Er á það bent að við fyr- irtæki við Skemmuveginn, þar sem viðkomandi er með rekstur, séu víða gámar, bílhræ og annars konar úrgangur. Margir gámanna séu búnir að vera í hverfinu í fjölda ára og þetta ástand letji aðra til að halda snyrtilegu í kring um sig. Engin fasteignagjöld borguð af geymslugámum Þá er á það bent að engin fast- eignagjöld eru borguð af gámum sem notaðir eru sem geymslur inni á lóðum fyrirtækjanna en hins veg- ar þurfi að borga geymslugjöld af þeim annars staðar. Í umsögn framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna erindis- ins kemur fram að í sumar, þegar gerð var könnun á fjölda gáma í bænum, hafi þeir verið um 190 tals- ins. Sú tala geti þó verið breytileg. Langstærsti hluti þeirra eða 82 pró- sent séu flokkaðir sem geymslu- gámar, þ.e. nýttir undir starfsemi viðkomandi fyrirtækis á staðnum. Geta valdið slysahættu Oft séu geymdir í þeim hlutir sem eru nauðsynlegir fyrirtækjun- um og hugsanlega væru til veru- legra lýta á lóð. „Því er hins vegar ekki að leyna að stór hluti þeirra er hrörlegur og til lítillar prýði fyrir umhverfið, slysahætta getur stafað frá þeim ef þeir eru illa staðsettir varðandi umferð og/eða þegar lausamunum hefur verið hlaðið upp á þá. Hluti þeirra getur einnig vald- ið nágrönnum óþægindum vegna hávaða frá kælikerfum, þeir teppa oft bílastæði og í sumum tilvikum torvelda þeir aðkomu að öðrum fyr- irtækjum.“ Segir hann því sjónar- mið bréfritara um að „gámavæðing“ vinni gegn markmiðum um snyrti- legt umhverfi „eiga fyllilega rétt á sér“. Er því mælt með að bæjaryf- irvöld bregðist við þessari þróun. Í því sambandi er vísað til bygginga- reglugerðar og bent á að hægt væri að fylgja því eftir að gámar væru leyfisskyldir og setja reglur um staðsetningu og ásýnd þeirra. Brugðist verði við „gáma- menningu“ Kópavogur Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um lóðir fyrirtækja SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt nýtt deiliskipulag Sigtúns 38 þar sem gert er ráð fyrir stækkun Grand hótels. Formaður nefndarinnar bók- aði andstöðu sína við skipulagið á fundi hennar í síðustu viku. Deiliskipulaginu var vísað til af- greiðslu borgarráðs en tillagan gerir ráð fyrir tveimur 12 til 13 hæða turnum sem komi ofan á hótelið. Í bókun Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur, formanns skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur, segir að afstaða hennar hafi ekki breyst frá því 22. maí síðastliðinn en þá lýsti hún yfir andstöðu sinni við breytingarnar. „Breytingin er í hróplegu ósamræmi við byggða- mynstur við Sigtún og Teigahverf- isins í heild og stingur í stúf við sitt nánasta umhverfi,“ sagði þá í bókun hennar. Hægt að þétta byggð með öðrum hætti Fulltrúar Sjálfstæðisflokks létu bóka á fundinum að það vekti at- hygli „að formaður skipulags- og byggingarnefndar, sem t.d. hefur verið helsti talsmaður þéttingar byggðar í Norðlingaholti, sem alls ekki þolir slíka þéttingu, skuli leggj- ast gegn þéttingu á svæði sem aug- ljóslega þolir aukna þéttingu“. Lét þá Steinunn bóka að árið 1996 hafi hún samþykkt stækkun á Grand hóteli sem meðal annars fól í sér þéttingu og aukið byggingarmagn. „Sýnt hefur verið fram á að hægt er að þétta byggð og auka bygging- armagn í kringum hótelið með öðr- um hætti en byggingu tveggja 13 hæða turna. Afstaða mín helgast af því að ég tel turnbyggingar í hróp- legu ósamræmi við byggðarmynstur en það lýsir á engan hátt andstöðu við þéttingu byggðar.“ Skipulag Grand hótels samþykkt í skipulagsnefnd Tún Formaður nefndarinnar mótfallinn breytingunum BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur samþykkt að leggja til við landbún- aðarráðuneytið að Mosfellsbær verði á sama búfjáreftirlitssvæði og Reykjavík. Í erindi ráðuneytisins til sveitar- stjórna á landinu varðandi nýja reglugerð um búfjáreftirlitssvæði kemur fram að Mosfellsbær og Kjós- arhreppur verði eitt búfjáreftirlits- svæði en Reykjavík og Seltjarnar- neskaupstaður annað. Á fundi bæjarráðs var óskað eftir því að vegna landfræðilegrar stöðu bæjar- ins væri æskilegast að tilheyra sama búfjáreftirlitssvæði og Reykjavík. Verði á sama búfjáreftir- litssvæði og Reykjavík Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.