Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 1
RANNSÓKNARLÖGREGLUMENN
ganga skipulega til verks við leit að
verksummerkjum við benzínstöð
um 50 km vestur af Washington-
borg, þar sem maður var skotinn til
bana í fyrrakvöld. Lögregla greindi
frá því í gærkvöld, að allt benti til
þess að maðurinn hefði verið sjö-
unda fórnarlamb raðmorðingja sem
á síðustu dögum hefur valdið mikl-
um óhug á svæðinu.
Reuters
Sjöunda
morðið
Valdagráðugur/26
238. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 11. OKTÓBER 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti fagnaði því í gær að fulltrúadeild
Bandaríkjaþings skyldi ákveða að
veita honum heimild til að fara með
hernaði gegn Írak. Sagði forsetinn að
„dagar Íraks sem útlagaríkis“, sem
setur sig upp á móti vilja alþjóðasam-
félagsins, „séu brátt taldir“.
„Fulltrúadeild þingsins hefur talað
skýru máli til heimsins og til örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna: Mæta
verður hinni vaxandi hættu sem staf-
ar af Írak að fullu og öllu,“ sagði
Bush í stuttu ávarpi í Hvíta húsinu í
gærkvöld.
Skömmu áður hafði fulltrúadeild
þingsins samþykkt með 296 atkvæð-
um gegn 133 ályktun sem veitir for-
setanum heimild til að beita hervaldi
til að uppræta meintar gereyðingar-
vopnabirgðir Íraka. Flestir þeirra
sem greiddu atkvæði á móti eru úr
flokki demókrata. Áður hafði öld-
ungadeild Bandaríkjaþings, þar sem
sambærileg ályktun liggur fyrir til
afgreiðslu, ákveðið með 75 atkvæð-
um gegn 25 að takmarka umræðuna
um hana við 30 tíma. Reiknað er með
því að a.m.k. 60 þingmenn af 100, sem
sæti eiga í öldungadeildinni, muni
greiða ályktuninni atkvæði sitt. Þess
er vænzt að lokaafgreiðsla hennar
fari fram í dag.
Bush hefur heitið því að grípa til
sinna ráða til að svipta Saddam
Hussein Íraksforseta aðgangi að
gereyðingarvopnum, ef öryggisráð
SÞ samþykkir ekki harðorða ályktun
um framkvæmd vopnaeftirlits í Írak,
þar sem skýrt yrði kveðið á um við-
urlög hlíti stjórnvöld í Bagdad ekki
skilyrðunum.
„Atkvæðagreiðslan í dag sendir
Íraksstjórn líka skýr skilaboð,“ sagði
Bush. „Hún verður að afvopnast og
hlíta öllum viðeigandi ályktunum SÞ,
ellegar verður hún þvinguð til að
hlíta þeim. Íraska stjórnin á einskis
annars úrkosti. Það verða engar
samningaviðræður. Dagar Íraks
hagandi sér sem útlagaríki eru senn
taldir,“ lýsti forsetinn yfir.
„Ég hlakka til lokaatkvæða-
greiðslunnar, sem brátt mun fara
fram [í öldungadeildinni],“ tjáði Bush
fréttamönnum í Roosevelt-herbergi
Hvíta hússins. Fyrir atkvæðagreiðsl-
una höfðu liðsmenn Bush sagzt von-
ast til að samþykki beggja þingdeilda
myndi hleypa auknum styrk í bar-
áttu forsetans fyrir því að fá örygg-
isráðið til að samþykkja nýja, harð-
orða ályktun um Írak, en bæði
Frakkar og Rússar, sem ásamt
Bandaríkjamönnum, Bretum og Kín-
verjum hafa neitunarvald í ráðinu,
hafa verið tregir til að fallast á rök-
semdir Bush.
Ráðamenn í Írak ítrekuðu í gær að
þeir væru ekki að vígbúast og sögðu
að jafnvel án háþróaðra vopna gætu
þeir kennt Bandaríkjunum ógleym-
anlega lexíu vogi þau sér að gera árás
á Írak.
Árásir á flugvöllinn í Basra
Bandarískar og brezkar herþotur
gerðu árás á alþjóðaflugvöllinn í
Basra í Suður-Írak í gær og er þetta
þriðja slíka árásin á hálfum mánuði.
Eyðilagðist radarkerfi vallarins í
árásinni, eftir því sem bæði íraski og
bandaríski herinn greindu frá. Í til-
kynningu frá Bandaríkjaher voru
árásirnar gerðar „sem svar við fjand-
samlegum aðgerðum af hálfu Íraka
gegn flugvélum bandamanna á flug-
bannssvæðinu“.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings veitir Bandaríkjaforseta heimild til hernaðar
Bush segir daga Íraks sem
„útlagaríkis“ senn talda
Washington, Bagdad. AFP, AP.
KRÖFTUG sprenging varð í um-
dæmisstjórnarbyggingu í tsjetsj-
nesku héraðshöfuðborginni Grosní í
gærkvöld, er fjöldi lögreglumanna
var þar saman kominn á fundi. Að
minnsta kosti 13 menn létu lífið í
sprengingunni og 12 særðust, en ótt-
azt var að fleiri lægju látnir í rúst-
unum. Rússnesk fréttastofa fullyrti
að 25 lögreglumenn að minnsta kosti
hefðu farizt.
Ruslan Avtayev, almannavarna-
málaráðherra í Rússlandshollri
stjórn Tsjetsjníu, sagði að líklegast
hefði þetta verið sprengjutilræði, en
yfirvöld vildu þó enn ekki útiloka að
gasleki hefði valdið sprengingunni.
Rússneska fréttastofan ITAR-
Tass hafði eftir ónafngreindum
heimildarmönnum í höfuðstöðvum
rússneska hersins í Grosní að dauðs-
föllin í sprengingunni hefðu verið að
minnsta kosti 25 og eftir því sem
vettvangur væri betur kannaður
kæmu æ fleiri lík í ljós.
Sprenging
banar lög-
reglumönn-
um í Grosní
Rostov við Don-fljót. AP.
VLADÍMÍR Kramník, heimsmeistari í skák, fór
með glæsilegan sigur af hólmi á þriðjudag í
þriðju skákinni við Deep Fritz, öflugustu skák-
tölvu í heimi. Virðist svo sem hann hafi fundið
veikan blett á Fritz með því að hafa snemma upp-
skipti á drottningum. Fór hann einnig þannig að í
fyrstu tveimur skákunum en þeir Fritz skildu
jafnir í fyrstu skákinni en Kramník vann aðra
skákina. Í gær var síðan fjórða skákin tefld og
þótt þar hefði einnig tiltölulega snemma komið til
drottningarskipta lyktaði henni með jafntefli eft-
ir 41 leik. Staðan er því 3-1 Kramnik í vil.
Kramník, sem var með svart í þriðju skákinni,
sigraði hinn þýskættaða Fritz í 51. leik en alls
verða skákirnar átta. Kramník þarf nú einn vinn-
ing til að ná jafntefli og vinna sér inn andvirði um
70 milljóna króna og sigri hann í þessu einvígi
manns og vélar fær hann 87 milljónir að launum.
Tapi hann fyrir tölvunni fær hann rúmlega 52
millj. kr. í sárabætur. Einvígið fer fram í Bahrain.
Fritz er ekkert lamb að leika sér við, getur velt
fyrir sér 3,5 milljónum leikja á sekúndu og tekur
langt fram ofurtölvunni Deep Blue, sem Garrí
Kasparov tefldi við í New York 1997. Þá sigraði
tölvan.
Fritz náði góðri stöðu strax í upphafi þriðju
skákarinnar þótt hann beitti hinni hvössu skosku
byrjun en sérfræðingar segja, að tölvurnar eigi
fremur erfitt með skilja byrjanir af því tagi.
Kramník endurtók þá leikinn úr fyrstu tveimur
skákunum og ruglaði Fritz í ríminu með því að
skipta upp á drottningum. Í framhaldinu yfirspil-
aði hann Fritz með glæsilegri taflmennsku. Í
drottningalausu miðtaflinu kom upp mjög nið-
urnjörvuð peðastaða, sem Kramník átti ekki í
neinum vandræðum með að leysa upp í rólegheit-
um. Samkvæmt nýjum reglum um einvígi manns
og tölvu fékk Kramník að kynna sér taflmennsku
tölvunnar, styrk hennar og veikleika, í tvær vik-
ur fyrir viðureignina. Hefur hann augljóslega
áttað sig á því, að uppskipti á drottningum
snemma í taflinu koma henni illa enda segja sér-
fræðingar, að það dragi úr möguleikunum á
mjög flóknum stöðum en sérfræðingar segja, að
þær séu eftirlæti góðrar skáktölvu.
Manama. AP.
Vladímír Kramník leikur fyrsta leikinn í
fjórðu skákinni við „Deep Fritz“ í gær.
Fritz frýs við uppskipti á drottningum