Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ neytisþurrð og þá sérstaklega að hann hafi brætt úr sér og fest (eng- ine seizure), sem er í mótsögn við niðurstöðu sérfræðinganna, sem rannsökuðu hreyfilinn á vegum RNF. Telja skýrsluhöfundar að þessum möguleika hafi ekki verið gefinn sá gaumur sem skyldi. Þótt tilgáta F&T sé mjög ólíkleg að mati FMS er ástæða til að hún sé könnuð til hlítar. Jafnvel þó að hreyfillinn sé ekki lengur í vörslu RNF er mikið af gögnum fyrirliggjandi um hann og skoðun hans. Auk þess má ræða við þá sérfræðinga sem komu að því að skoða hreyfilinn þegar rannsókn RNF fór fram. Önnur atriði í nið- urstöðum skýrsluhöfunda skipta minna máli og virðast einkum sett fram til að styðja framangreinda meginniðurstöðu eða draga úr trú- verðugleika rannsóknar RNF. Ábending um að ekki hefði átt að gefa út lofthæfiskírteini var af hálfu FMS tekin föstum tökum í ljósi þeirra staðreynda, sem fram komu í ítarlegri rannsókn RNF í kjölfar slyssins. Hins vegar liggur fyrir að öll nauðsynleg gögn voru til staðar, þegar lofthæfiskírteini flugvélarinn- ar var gefið út. FMS var ekki stætt á því að synja slíkri útgáfu nema með því að véfengja þessi gögn með rök- um, þegar þau voru lögð fram. Þessi rök lágu ekki fyrir á þeim tíma enda viðurkenna skýrsluhöfundar í kafla 6 í skýrslu sinni, að auðvelt sé að segja eftir á að ekki hefði átt að gefa út skírteinið. Jafnframt liggur fyrir, að hefði útgáfu lofthæfiskírteinis verið hafnað, hefði útgáfa þess frestast þar til ný gagnaplata hefði fengist frá framleiðanda hreyfilsins. Eins og fram hefur komið voru ekki til staðar þau gögn, sem hefðu átt að liggja fyrir vegna útgáfu lofthæfiskírteinis fyrir TF-GTI. Flugmálastjórn var fyllilega stætt á að synja útgáfu þessa lofthæfiskír- teinis og hefur áður gert slíkt af minna tilefni. Athyglisvert er að í skýrslu F & T er í engu vikið að því hvers vegna flugvélin missti flugið og lenti í spuna með þeim afleiðingum að hún skall af miklu afli í sjónum í stað þess að lenda á haffletinum í stjórnuðu flugi. Þessari orsök þess að slysið hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun ber vitni eru gerð mjög skýr skil í skýrslu RNF. Því verður ekki dregin önnur ályktun af skýrslu F&T en þá, að þeir séu sammála þeirri niðurstöðu, sem RNF hefur komist að um þennan þátt slyssins. Þá er í engu getið þeirrar staðreynd- ar að flugmaðurinn braut flugreglur þegar hann hóf blindflug í farþega- flugi á eins hreyfils flugvél yfir Hellisheiði. Að öðrum kosti hefði hann orðið að lenda á Selfossflug- velli. Vísað er til athugasemda vegna skrifa Rannsóknarnefndar flug- slysa um ofangreint atriði. Rétt er að benda á að flugrekandi TF-GTI hafði áður notað flugvélina til blind- flugs með borgandi farþega. Tillögur Flugmálastjórnar. Í ljósi þess sem að framan greinir leggur Flugmálastjórn Íslands til að tilgáta skýrsluhöfunda, Bernie For- ward og Frank Taylor, um að hreyf- ill flugvélarinnar hafi brætt úr sér og fest, verði könnuð af sérfræðingum í flugslysarannsóknum, sem ekki hafa komið að rannsókn flugslyssins fram til þessa. Sérstök áhersla verði lögð á að í þeim hópi verði sérfræðingar með þekkingu og reynslu af hreyfl- um í þeim flokki, sem umræddur hreyfill tilheyrir. Reykjavík 4. október 2002 Þorgeir Pálsson flugmálastjóri Reykjavík 7. október 2000 Morgunblaðið hefur undanfarið birt meginniðurstöður tveggja breskra sérfræðinga í flugslysarannsóknum vegna flugslyssins í Skerjafirði, at- hugasemdir Rannsóknarnefndar flugslysa og athugasemdir flug- málastjóra við skýrslu Bretanna og nú síðast athugasemdir tveggja feðra pilta sem fórust í umræddu flugslysi, bæði við athugasemdir Rannsóknarnefndar flugslysa og flugmálastjóra. Öll meginsjónarmið ættu því að vera komin fram í mál- inu. Hér eftir mun Morgunblaðið greina frá framvindu málsins í frétt- um en greinargerðir og at- hugasemdir aðila málsins verða birt- ar í heild sinni á fréttavef Morgunblaðsins. JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í gær fyrir tillögu til þings- ályktunar um skattfrelsi lágtekju- fólks. Meðflutningsmenn hennar eru Össur Skarphéðinsson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinn- ar. Tilgangur tillögunnar er að leitað verði leiða til að afnema eða lækka verulega skatta lífeyrisþega og launa- fólks sem hafa tekjur undir lágmarks- launum fyrir fulla dagvinnu. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að skipa nefnd sem hafi það verkefni að kanna hvaða leiðir eru færar til að af- nema eða lækka verulega tekjuskatt lágtekjufólks og lífeyrisþega sem hafa tekjur undir lágmarkslaunum. Í því sambandi verði m.a. skoðaðir möguleikar á endurgreiðslu skattsins eða sérstökum frádrætti frá tekjum. Í nefndinni verði m.a. fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og samtaka aldr- aðra og öryrkja.“ Laun dugi fyrir nauðþurftum Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að í nýjum upplýsingum frá rík- isskattstjóra komi fram að sam- kvæmt skattframtölum ársins 2002 séu tæplega 11 þúsund einstaklingar og samskattaðir með tekjur á bilinu 781.579 kr. til 1.100.000 kr. í árstekjur á árinu 2001, þ.e. frá skattleysismörk- um að 92 þúsund kr. á mánuði. „Ljóst er að langur vegur er frá því að þess- ar tekjur dugi fyrir allra brýnustu nauðþurftum, enda þarf fólkið með lægstu launa- og lífeyristekjurnar iðulega að leita sér fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögum eða matargjafa hjá hjálparstofnunum.“ Í lok greinargerðarinnar segir að öll rök mæli með því að þingsályktun- artillagan verði samþykkt og reynt verði að ná þjóðarsátt um leiðir sem tryggi að ekki séu skattlögð laun sem ekki dugi fyrir brýnustu nauðþurft- um. Skattar á lágtekju- fólk verði afnumdir LÚÐVÍK Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og harmaði ummæli Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, um Guðmund Sigurðsson, for- stöðumann samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, í fyrra- dag. Þá sagði Halldór úr ræðu- stól að Guðmundur hefði farið með rangt mál í fjölmiðlum og þannig brugðist embættis- skyldum sínum. Lúðvík sagði, að það væri mjög alvarlegt mál í öllum þjóð- þingum þegar forsetar þjóð- þinga létu frá sér fara ummæli af slíkum toga. „Ég harma það mjög að forseti þingsins skuli – úr þessum ræðustól og sérstak- lega þar sem hann er forseti fyrir okkur öll – að hann skuli láta slíkt frá sér fara,“ sagði hann. Lúðvík sagði að ummæli Halldórs hefðu einungis dregið fram vanþekkingu hans sjálfs á þessum málum, þ.e. þeim mál- um sem hann hefði verið að tjá sig um. „Ég harma það líka ef það er þannig að hæstvirtur forseti þingsins er að gera í skjóli emb- ættisins einhverja aðför að til- teknum fyrirtækjum í þessu landi og tilteknum stofnunum.“ Halldór Blöndal svaraði ekki gagnrýni Lúðvíks, en grein eft- ir Halldór um málið birtist í blaðinu í dag á bls. 40. Harmar ummæli forseta Alþingis Lúðvík Bergvinsson JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra upplýsti á Alþingi í gær að til skoðunar hefðu verið í ráðuneytinu hugmyndir um frekari uppbyggingu barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans (BUGL) við Dalbraut í Reykjavík. Auk þess sem hugmynd- ir væru um að efla göngudeildarúr- ræði, fyrir börn og unglinga, fram- haldsmeðferð og eftirfylgni. „Þá vil ég einnig vinna að eflingu slíkrar þjónustu á landsbyggðinni,“ sagði Jón Kristjánsson. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, vakti máls á geðheilbrigðismálum í upphafi þing- fundar í gær, en þá var alþjóðageð- heilbrigðisdagurinn, sem haldinn var undir kjörorðunum: „Áhrif áfalla og ofbeldis á börn og unglinga“. Ásta sagði að víða væri unnið mjög gott starf á sviði geðheilbrigð- ismála. Þrátt fyrir það mætti ým- islegt betur fara. „Til dæmis bíða 60 til 70 börn eftir þjónustu á barna- og unglingageðdeild og alvarlegar upp- lýsingar undanfarna daga um sálar- angist og geðheilsu fjölda barna sem þola einelti kalla á stóraukna geð- heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu fyr- ir börn.“ Ásta benti á að geðsjúk- dómur væri meðal algengustu sjúkdóma á Íslandi og að nærri mætti geta að fjórði hver Íslending- ur greindist með geðraskanir ein- hvern tíma á lífsleiðinni. „Löng bið er eftir meðferð og endurhæfingu geðsjúkra og nokkurra mánaða bið er eftir tíma hjá geðlæknum sam- kvæmt upplýsingum frá Geðhjálp. Heimilislausir alvarlegir geðsjúkir á höfuðborgarsvæðinu fylla nokkra tugi og þá vantar tilfinnanlega þjón- ustu.“ Ásta sagði ennfremur að lítil tengsl heilbrigðisþjónustunnar við fangelsin væru áhyggjuefni. „Fang- ar með geðræn vandamál og fíkni- efnavanda fá ekki þjónustu og dæmi eru um að geðsjúkir séu settir í fangelsi fyri að stela mat fyrir smá- peninga.“ Umræðan opnari en áður Jón Kristjánsson sagði m.a. að því bæri að fagna að umræður um geð- heilbrigðismál væru nú miklu opnari en áður. „Og það er almennt ekki talin skömm að því að leita sér með- ferðar ef veikindi ber að höndum,“ sagði hann. Ráðherra ítrekaði að hann hefði í starfi sínu lagt áherslu á að efla þjónustu við geðsjúka, ekki hvað síst börn og unglinga í þeim hópi. „Öflugasta þjónustan við þann hóp er á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þar komu 1.704 ein- staklingar á göngudeild frá janúar til ágúst 2001 en á sama tímabili á þessu ári hafa 1.746 börn og ung- lingar fengið þjónustu á göndudeild- inni. Sömu sögu er að segja af dag- deildarþjónustunni. Þar fjölgaði þjónustuþegum úr 789 í janúar til ágúst 2001 í 1.143 á sama tímabili í ár. Þessi árangur hefur náðst með endurskipulagningu starfseminnar.“ Ráðherra bætti því þó við að þótt margt hefði áunnist í málefnum barna og unglinga á þessu sviði væru verkefnin enn næg. Þjónusta í fangelsum efld Fleiri þingmenn kvöddu sér hljóðs í þessari umræðu, sem fram fór undir liðnum: athugasemdir um störf þingsins. Rannveig Guðmunds- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, sagði m.a. að búa þyrfti geðfötl- uðum sem bestan aðbúnað í þjóðfélaginu og Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, vakti athygli á því að sífellt fleiri börn greindust með ofvirkni. Á þeim málum þyrfti að taka innan heilbrigðiskerfisins. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagði að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu bitnaði oft mjög illa á þeim sem þjáðust af langvinnum geðrænum sjúkdómum og Ásta Möller, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að ríkisstjórnin hefði á undanförnum árum lagt áherslu á að bæta aðbún- að geðfatlaðra en margt væri enn ógert. Þá minnti Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, m.a. á að öflug fræðsla um geðsjúkdóma stuðlaði að minni for- dómum. Ásta R. Jóhannesdóttir, sagði svo m.a. að síðustu að aðstand- endur geðsjúkra væru mjög oft af- skiptir, því þyrfti að sinna betur fé- lagslega þættinum í þessu máli. Jón Kristjánsson, tók að lokum aftur til máls í þessari umræðu og sagði m.a. að það þyrfti að efla þjón- ustu í fangelsum fyrir geðsjúka og koma á sérstakri lokaðri meðferð- ardeild. „Ég hef undanfarið, varð- andi þau alvarlegu mál sem upp hafa komið, rætt við fjölda sérfræðinga og leikmanna um stöðu mála og þær leiðir sem færar eru til að auka þjón- ustu við alvarlega geðsjúka einstak- linga. Það þyrfti að efla þjónustu í fangelsum og koma upp sérstakri lokaðri meðferðardeild og síðan að efla þjónustu við þá sem eru úti í samfélaginu með sérhæfðum starfs- kröftum til að sinna þeim málum.“ Alþjóðageðheilbrigðisdagsins var minnst á Alþingi í gær Hugmyndir um eflingu BUGL eru til skoðunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþingismennirnir Jóhann Ársælsson, Drífa Hjartardóttir, Árni Steinar Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir fylgjast með umræðum í þingsal. FJÓRIR þingmenn, með Guðjón A. Kristjánsson, þingmann Frjálslynda flokksins, í broddi fylkingar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breyt- inga á áfengislögum sem miðar að því að heimila framleiðslu á léttu víni úr innlendum berjum, ávöxtum eða jurtum til eigin neyslu. „Tilgangur frumvarpsins er að gera þeim sem vilja og getu hafa til kleift að framleiða létt vín úr inn- lendum ávöxtum og jurtum og að þeir megi bera það fram án þess að slíkur heimilisiðnaður teljist lög- brot,“ segir í greinargerð með frum- varpinu. Þar segir að flutningsmenn telji að rétt sé að lagfæra áfengislög- in þannig að framleiðsla léttvíns með tilgreindum hráefnum verði leyfð. „Með því aukna frelsi sem hér er lagt til gæti innan fárra ára orðið til þekking við gerð matarvína sem kynni síðar að verða séríslensk fram- leiðslu- og verslunarvara, t.d. vín úr hreinni náttúruafurð eins og íslensk- um berjum.“ Meðflutningsmenn Guðjóns eru Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þuríður Back- man, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar–græns framboðs, og Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Framleiðsla léttra vína úr inn- lendum berjum verði leyfð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.