Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 17 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt. Sokkabuxur með gegnsæjum aðhaldsbuxum og tám ÍÞRÓTTA- OG ólympíusamband Ís- lands hefur fengið minnispening um vestur-íslenska íshokkíliðið Fálkana að gjöf vegna stuðnings sambandsins við alþjóðlegt íshokkí- mót í Kanada, sem var tileinkað Fálkunum. Alþjóðlegt íshokkímót fyrir 17 ára og yngri fór fram í Manitoba um liðin áramót og var það til- einkað fyrstu Ólympíumeisturunum í greininni. Fálkarnir fengu fyrstu gullverðlaunin, en þeir kepptu fyrir hönd Kanada árið 1920. Allir leik- menn liðsins utan einn voru af ann- arri kynslóð Íslendinga í Winnipeg og þegar óskað var eftir stuðningi ÍSÍ við mótið um áramótin sendi sambandið stóran bikar til keppn- innar. Sem þakklætisvott fyrir það gáfu mótshaldarar ÍSÍ innrammaða verðlaunapeninga, gull, silfur og brons, og sérstakan minnispening um Fálkana. Eiður Guðnason sendi- herra, aðalræðismaður í Winnipeg, afhenti Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, gjöfina fyrir hönd mótshaldara. Morgunblaðið/Golli Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðismaður í Winnipeg, afhenti Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, gjöfina í gær. ÍSÍ fær minnispening um Fálkana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.