Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ings er þar verið að styrkja grjót- garð á grandanum. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í desember á þessu ári. Alls verður bætt í um 160 metra langan kafla í þessum áfanga en FRAMKVÆMDIR standa yfir á Kotagranda á Seltjarnarnesi þessa dagana en að sögn Hauks Kristjánssonar bæjartæknifræð- að sögn Hauks er möguleiki á að haldið verði áfram á næsta ári fá- ist til þess fjárveitingar. Vinnuslóði, sem er í fjörunni, verður síðan fjarlægður að lokn- um framkvæmdunum. Bætt í sjóvörn á Kotagranda Seltjarnarnes Morgunblaðið/Árni Sæberg ODDVITI minnihlutans í Bessa- staðahreppi gagnrýnir tillögu meirihlutans um gatnagerðargjöld og segir þau allt of há miðað við það sem gengur og gerist í sveitar- félögunum í kring. Hann segir að verði tillagan að veruleika muni það hamla því að ungt fólk flytjist í hreppinn. Sigurður Magnússon, oddviti Álftaneshreyfingarinnar, segir að snörp umræða hafi verið um tillög- una á fundi hreppsnefndar í gær en hún gerir ráð fyrir að gatnagerð- argjöld fyrir íbúð í fjölbýlishúsi verði rúmlega 920 þúsund krónur. „Þá vantar landverð inn í þetta og það getur losað hálfa til eina millj- ón króna.“ Hann bendir á til samanburðar að gatnagerðargjöld í Vatnsenda- landi, sem sé næsta uppbygging- arland Kópavogsbæjar, séu mun lægri. „Þar er gatnagerðargjaldið 337 þúsund krónur og yfirtökuverð vegna lóðarinnar er um 431 þús- und. Þarna getur munað næstum því milljón á því hvað ungt fólk þarf að greiða til að koma sér af stað.“ Tillögu meirihlutans um gjöldin var, að sögn Sigurðar, frestað á fundinum í gær þar sem hann kom fram með bókun um þá skoðun sína að samræma ætti gjaldskrána því sem gerist í nágrannasveitar- félögunum. „Nú var ég ekki að leggja til að við greiðum niður landverðið en munurinn á gatna- gerðargjöldunum er of mikill,“ segir hann. Í greinargerð með bókun Sig- urðar segir að tillögurnar séu „gjörsamlega úr takt við yfirlýsta stefnu meirihlutans að byggja ódýrar íbúðir í fjölbýlishúsum fyrir ungt fólk í hreppnum“. Þá lýsir hann sig ennfremur mótfallinn því að greitt verði sérstakt gatnagerð- argjald vegna einbýlishúsa með tvíbýlisaðstöðu á meðan skortur sé á smáum íbúðum í Bessastaða- hreppi. Gatnagerðargjöld gagnrýnd Hamlar því að ungt fólk flytjist í hreppinn Bessastaðahreppur JÓHANN Kristinsson er upptek- inn maður um þessar mundir. Það eru fáir aðrir sem jafnmikið mæð- ir á í sambandi við landsleik Ís- lands og Skotlands í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag enda er hann þar vallarstjóri og hefur í mörg horn að líta fyrir leikinn. „Þetta eru tuttugu tímar á sól- arhring þessa dagana,“ segir hann þegar hann gefur sér stund- arkorn frá undirbúningnum til að spjalla við blaðamann. „En það er alltaf mikill léttir þegar miðasala er búin því það auðveldar okkur störfin. Nú er bara að hleypa fólki inn.“ Hann segir sérstaklega gaman að vera vallarstjóri þegar margt fólk er væntanlegt á völlinn. „Það er að mörgu að hyggja en það er alltaf gaman að takast á við vandamálin og leysa úr þeim,“ segir Jóhann keikur. Girðingin girt af með gámum Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hafa aldrei fyrr komið jafnmargir útlendingar til landsins vegna knattspyrnuleiks og er ljóst að ekki fá allir miða á leikinn sem vilja. „Við erum að byrja á því að klæða af suðurend- ann á vellinum með gámum þann- ig að það sé ekki hægt að hanga á girðingunni,“ segir Jóhann og útskýrir að þannig verði gámur við gám við girðinguna til að girða hana af. Þá er mikill viðbúnaður vegna þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem verður um leikinn. „Það er hér 60 manna hópur frá þýsku sjón- varpsstöðinni ARD sem ætlar að sjónvarpa leiknum til Þýskalands og það er heilmikil vinna í kring- um það, sérstaklega við að gera öryggisráðstafanir út af raf- magni. Þjóðverjarnir koma með mikinn tækjabúnað og þurfa aukarafmagn umfram það sem er hjá okkur í venjulegri útsend- ingu.“ Þannig þurfa tækniatriðin að vera vel yfirfarin. „Þjóðverj- arnir eru mjög nákvæmir og vilja hafa allt sitt á hreinu,“ segir hann. Að auki er von á 70 manns frá öðrum erlendum fjölmiðlum fyrir utan þá íslensku en von er á fleiri íslenskum fjölmiðlamönnum en venjulega vegna mikilvægis leiks- ins. „Við erum með blaða- mannaaðstöðu fyrir 60 manns og þurfum að tvöfalda það þannig að stór hluti fær aðstöðu í almennum sætum.“ Láta ekki pilsin slá sig út af laginu Stuðningsmönnum skoska liðs- ins verður síðan ætlaður sér- stakur staður á áhorfendabekkj- unum eða þrjú til fjögur hólf í norðurenda nýju stúkunnar. Og Jóhann segist hafa frétt af því að karlmenn í stuttum, köflóttum pilsum hafi sést hér og þar um borgina síðustu daga. „Við tökum ekki upp þennan sið en hann er skemmtilegur. Og það verður leit- að á Skotunum þótt þeir verði í pilsum upp á að þeir séu ekki með vín. Við verðum með miklar öryggisráðstafanir vegna áfengis en meðferð þess er alveg bönnuð á vellinum. Þannig að það er mik- il leit og tilstand í kringum það.“ Hann segir þannig að starfs- menn vallarins muni ekki láta pilsin slá sig út af laginu. Og hver veit nema hulunni verði svipt af einu best varðveitta þjóðarleynd- armáli Skotanna í leiðinni. Allt að verða klárt fyrir leik Íslendinga og Skota í undankeppni EM á laugardag „Leitað á Skot- unum þótt þeir verði í pilsum“ Laugardalur Morgunblaðið/Kristinn Jóhann Kristinsson og fólk hans undirbúa sig af kappi fyrir leikinn á laugardag. Völlurinn verður troðfullur. TENNISFÉLAG Kópavogs (TFK) hefur sent inn fyrirspurn til bæjaryf- irvalda um hvort heimilað verði að byggja nýja þriggja valla tennishöll í grennd við Sporthúsið. Bæjarráð hef- ur ekki tekið afstöðu til málsins. Í greinargerð frá Tennissambandi Íslands, sem fylgdi erindinu, segir að öll tennisfélög landsins hafi haft að- stöðu í Tennishöllinni í Kópavogi frá árinu 1995 en hún hafi verið eina tennishúsið á Íslandi. Nýlega hafi nafni hallarinnar verið breytt í Sport- húsið og við það hafi starfsemin breyst verulega og framboð af tenn- isvöllum minnkað um 75–80 prósent. Segir að mikil þörf sé fyrir aukna inniaðstöðu vegna þessa og að rekstr- argrundvöllur sé fyrir slíkri starf- semi, sé tennisíþróttin styrkt af sveit- arfélögum á sama hátt og aðrar íþróttagreinar. Stjórn sambandsins óttist að ef ekkert verði gert fljótlega í húsnæðismálum geti það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir tennisíþrótt- ina og iðkendum gæti fækkað. Vilja reisa nýja tenn- ishöll Kópavogur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.