Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 21

Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 21 Nafnsamkeppni fyrir nýja sorpbrennslu við Helguvík. Vegna fyrirhugaðrar byggingar á fullkomnstu sorp- brennslu landsins, ásamt endurvinnslustöð, vill SS efna til samkeppni um nafn á hinni nýju sorpbrennslu. Nafnið skal vera laggott og þjált í munni. Æskilegt er að það hafi skírskotun til umhverfisins eða starfseminnar. Besta tillagan að mati dómnefndar mun hljóta 50.000 kr. í verðlaun. Dregið verður um vinningshafa, ef tveir eða fleiri þátttakendur eru með sömu tillögu. Síðasti skilafrestur tillagna er 1. nóvember 2002. Til- lögurnar skulu berast í lokuðum umslögum með fullu nafni, heimilisfangi og síma og sendast til: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf., 260 Fitjum, Njarðvík. „Nafnsamkeppni“ fleiri sögur í bókinni. Eric Snadecki, aðstoðaryfirmaður sveitarinnar, tók við bókinni en viðstaddir voru meðal annarra Jón Ársæll Þórðarson þáttagerð- armaður og Steingrímur Jón Þórð- arson kvikmyndatökumaður en þeir eru að gera þátt um Ármann sem sýndur verður á Stöð 2 um helgina í þáttaröðinni Sjálfstætt fólk. BJÖRGUNARAFREK þyrlusveitar varnarliðsins á Snæfellsnesi síðast- liðinn vetur er eitt af yrkisefnum Ármanns Reynissonar í nýrri vinj- ettubók sem er að koma út. Af því tilefni afhenti hann björgunarsveit- inni áritað eintak af bókinni við at- höfn á Keflavíkurflugvelli. Um- rædd vinjetta er á ensku eins og Ljósmynd/Páll Ketilsson Afhendir björg- unarsveitinni bók Keflavíkurflugvöllur SIGRÍÐUR Jóna Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hefur verið kjörin formaður Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja. Ný stjórn fé- lagsins tók til starfa á dögunum. Óskar Gunnarsson, forseti bæjar- stjórnar Sandgerðis, er varaformað- ur og Kristinn Þór Guðbjartsson, hreppsnefndarmaður í Vogum, er ritari. Með þeim í stjórninni eru Al- bert Hjálmarsson og Jón Ólafur Jónsson úr Reykjanesbæ, Hörður Guðbrandsson úr Grindavík og Ein- ar Jón Pálsson úr Garði. Nýr formaður sorpstöðvar Suðurnes FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Reykjanesbæjar felldu í gær tillögu fjölskyldu- og félagsmála- ráðs bæjarins um að sótt verði um lán til Íbúðarlánasjóðs til að byggja 25 fé- lagslegar leiguíbúðir á næsta ári. Í bókun meirihlutans sem lögð var fram af þessu tilefni kemur fram að 247 félagslegar leiguíbúðir bjóðast nú í Reykjanesbæ. Auk þess hefur ný- lega verið samþykkt lán fyrir 18 íbúð- um. Tvö byggingafélög, auk Búseta, hafa nýlega sótt um lán til bygingar leiguíbúða eða íbúða með búseturétti. Á það er bent að æskilegt sé að fylgj- ast með þróun leiguverðs með tilliti til þessa, áður en sótt er um sérstök lán á vegum Reykjanesbæjar til frekari byggingar leiguíbúða. Minnihlutinn greiddi ekki atkvæði. Hafna tillögu um byggingu félagslegra leiguíbúða Reykjanesbær alltaf á föstudögum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.