Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 26

Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ. BRESKI Íhaldsflokkurinn verður að horfa til framtíðar, hætta að lifa í for- tíðinni og gera yfirbót vegna þeirra „sárinda og reiði“ sem hann olli þegar hann var í ríkisstjórn. Þetta var með- al þess sem leiðtogi flokksins, Iain Duncan Smith, sagði í ræðu á árs- fundi flokksins í Bournemouth í gær. Íhaldsmenn „verða að öðlast skiln- ing á því hvernig lífið í Bretlandi er nú á dögum, en ekki hvernig það var fyr- ir tuttugu árum“, eigi flokkurinn að ná að komast „hægt og sígandi“ aftur til valda, sagði Duncan Smith enn- fremur. Stuðningur við flokkinn er nú minni en hann hefur verið í mörg ár, og samkvæmt sumum skoðanakönn- unum er fylgi flokksins álíka mikið og fylgi Frjálslynda flokksins, hins hefð- bunda „þriðja flokks“ í breskum stjórnmálum. Íhaldsflokkurinn sat að völdum í Bretlandi mestan hluta síðustu aldar, síðast frá 1979 til 1997, en tapaði stórt fyrir Verkamannaflokknum í kosn- ingum 1997 og 2001. Skoðanakannan- ir benda til að flokkurinn hafi á sér það orð að vera úr tengslum við raun- veruleikann. Einkum er það ungt fólk sem hefur þessa mynd af honum. Formaður flokksins, Theresa May, sagði við upphaf ársfundarins fyrr í vikunni að Íhaldsflokkurinn væri orð- inn „andstyggilegi flokkurinn“. Á fundinum hefur verið lögð áhersla á að flokkurinn einbeiti sér í auknum mæli að félagsmálum; baráttu gegn fátækt, hlutskipti kvenna sem sæta ofbeldi, opinberri þjónustu. Fréttaskýrandi AFP segir, að und- ir slagorðinu „umhyggjusöm íhalds- stefna“, sem hafi nýst George W. Bush Bandaríkjaforseta vel, vilji breskir íhaldsmenn nú sýna fram á að þeir séu líka með hjartað á réttum stað – nokkuð sem Margaret Thatch- er, fyrrverandi leiðtoga þeirra, hafi stundum virst skorta. Þingmaðurinn David Willetts hafi skírskotað til vilja flokksmanna til að losa sig við gamla fordóma þegar hann lýsti yfir á árs- fundinum: „Stríði íhaldsmanna gegn einstæðum foreldrum er lokið.“ „Viljum muna það góða“ Duncan Smith sagði ennfremur í ræðu sinni á ársfundinum: „Afrek okkar á níunda áratugnum fólst í því að færa fólki vald til að láta drauma sína um aukna hagsæld rætast. Fólk hafði það betra í fjárhagslegum skiln- ingi en peningarnir eru ekki allt og að öðru leyti versnuðu lífskjör þess…Við viljum muna það sem [flokkurinn] hefur látið gott af sér leiða, og það var margt. En fyrir utan þennan sal minnist fólk þeirra sárinda sem við ollum og reiðinnar sem það fann ólga í sér. Nú segi ég: Aldrei aftur. Við megum aldrei aftur ganga að bresku þjóðinni sem gefinni.“ „Fólk segir stundum að við stjórn- málamenn séum ekki í tengslum við raunveruleikann. Að við tökumst ekki á við þau vandamál sem [fólkið sjálft] þarf að takast á við dags daglega. Að við eyðum meiri tíma í að halda ræður en hlusta, en þó umfram allt að við gefum loforð sem við vitum að við get- um ekki staðið við.“ „Þetta eru orð fólks sem er orðið þreytt á pólitík og þráir breytingar. Og þetta er það sem við þurfum að takast á við. Þetta er það sem ég þarf að takast á við. Að hlusta á það sem fólkið segir og láta síðan verkin tala. Og þegar ég segi láta verkin tala á ég ekki við að ég muni bara segja: Treystið mér.“ „Þurfum að öðlast skiln- ing á lífi nútímafólks“ Formaður breska Íhaldsflokksins gagnrýnir flokkinn fyrir að hafa valdið sárindum og reiði Bournemouth. AP, AFP. Washington og nágrenni eftir hryðjuverkin 11. september í fyrra. Flestir raðmorðingjar ráðast á ákveðna tegund fórnarlamba – t.a.m. konur, homma eða vændis- konur – á ákveðnum stöðum, svo sem hraðbrautum, börum eða stöð- um þar sem ungir elskendur eiga ástarfundi. Leyniskyttan á Wash- ington-svæðinu velur hins vegar fórnarlömb sín af handahófi. Hann hefur skotið á blökkumann, hvítan mann, Indverja og mann frá Róm- önsku Ameríku, og fórnarlömbin eru á aldrinum 13–72 ára. Hann hef- ur ekki neitt persónulegt samband við fórnarlömbin, virðist ekki þekkja þau, og skýtur þau úr fjar- lægð. Morðinginn skaut aldraðan mann á götu í Washington að kvöldlagi en hin morðin voru öll framin að degi til og hann hefur aðeins unnið illvirkin á virkum dögum. Hann framdi morð á miðvikudegi, fimmtudegi og föstu- degi, gerði hlé á drápunum yfir helgina og beitti síðan byssunni aft- ur laust eftir klukkan átta á mánu- dagsmorgni. Þjálfaður í hernum? Skotfimi mannsins og færni hans í að flýja á svipstundu án þess að til hans sjáist hefur vakið grunsemdir um að hann hafi verið þjálfaður í hernum eða lögreglunni. Hann not- ar .223 kalíbera byssu sem er sögð hraðvirk og mjög nákvæm þegar skotið er af 500 metra færi. „Vopnið sem hann valdi bendir til valdþorsta,“ sagði Robert Ressler, afbrotafræðingur og fyrrverandi persónuleikagreinir hjá FBI. „Þetta er borgaraleg gerð af M-16-herriffli. Hún er eftirsótt meðal manna sem eru með byssudellu og líklegir til að sækjast eftir herþjálfun, með henni fá þeir útrás fyrir löngunina í valdið sem þeir sækjast eftir.“ Leyniskyttan virðist líta á drápin sem íþrótt. „Hann hegðar sér eins ER leyniskyttan veiðimaður sem hefur gengið af göflunum? Geð- klofasjúklingur sem telur sig vera í beinu sambandi við Guð? Skytta úr hernum sem hefur hafið skæru- hernað í bandarískum borgum gegn samlöndum sínum? Hryðjuverka- maður? Og er leyniskyttan ein að verki? Þótt bandarískir lögreglumenn og afbrotafræðingar hafi ærna reynslu af rannsóknum á raðmorð- um virðast þeir standa ráðþrota frammi fyrir drápum leyniskytt- unnar í Washington-borg og ná- grenni hennar síðustu daga. Hefur hann orðið sex manns að bana, sært tvo lífshættulega og valdið miklum óhug meðal íbúanna. Fáar vísbendingar hafa komið fram í málinu. Morðinginn skildi þó eftir handskrifuð skilaboð til lög- reglunnar á Tarot-spili um 150 metra frá inngangi skóla í Maryland þar sem hann særði þrettán ára dreng lífshættulega á mánudag. „Ég greini persónuleika glæpa- manna, en ég er enginn spámaður,“ sagði Clint Van Zandt, afbrotasál- fræðingur og fyrrverandi embætt- ismaður bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI. „Hann er viljafastur, einbeittur, tiltölulega greindur mið- að við grimma morðingja. Hann er siðblindur og kærir sig kollóttan um þjáninguna og skelfinguna sem hann veldur.“ Notar aðeins eina byssukúlu Lögreglan hefur fengið um 1.600 „trúverðugar“ ábendingar en mjög fáar áþreifanlegar vísbendingar í málinu. Sérfræðingar hafa reynt að draga upp mynd af persónuleika morðingjans, sem hefur aðeins not- að eina byssukúlu á hvert fórnar- lamb og alltaf getað flúið sporlaust án þess að nokkur hafi séð til hans, þótt morðin hafi verið framin á þétt- býlum svæðum og yfirvöld hafi ver- ið með mikinn öryggisviðbúnað í og veiðimaður,“ sagði Reid Meloy, réttarsálfræðingur sem greindi per- sónuleika Timothy J. McVeigh, sem myrti 168 manns í sprengjutilræði í Oklahoma-borg árið 1995. „Þess vegna er þetta svo skelfilegt.“ Morðin virðast hafa verið þaul- skipulögð og ummerki á grasi við skólann í Maryland, þar sem dreng- urinn var skotinn í brjóstið á mánu- dag, benda til þess að morðinginn hafi lagst þar niður og beðið eftir fórnarlambinu. Sú staðreynd að honum hefur alltaf tekist að flýja, án þess að til hans sjáist, þykir benda til þess að einhver hafi aðstoðað hann, til að mynda beðið eftir hon- um í bíl og hjálpað honum að flýja. Afbrotafræðingarnir eru á einu máli um að morðinginn sé geðsjúk- ur, og skilaboðin á Tarot-spilinu, sem hann skildi eftir, renna stoðum undir það. „Kæri lögreglumaður, ég er Guð,“ stóð á Tarot-spilinu, sem var svokallað dauðaspil. Sérfræðingar telja að skilaboðin bendi til þess að morðinginn sækist eftir virðingu. „Morðingjar sem skilja eftir slík skilaboð eru yfirleitt ónytjungar sem sækjast eftir at- hygli,“ sagði Robert Ressler, af- brotafræðingur og fyrrverandi per- sónuleikarýnir hjá FBI. „Þetta er nokkurs konar einkennismerki sem á að veita þeim viðurkenningu, þeir eru að segja: Ég er maðurinn sem þið leitið að.“ Finnst hann vera mikilvægur Sérfræðingarnir segja skilaboð morðingjans benda til þess að hann sé að sækjast eftir valdi með því að ákveða hverjir lifi eða deyi og og vilji sýna mátt sinn. „Þau gefa okk- ur mikla innsýn í atferli morðingj- ans, hugarástand hans,“ sagði Alan Fox, prófessor í afbrotafræði við Northeastern University. „Þessum manni finnst hann vera mjög mik- ilvægur. Drápin færa honum þá til- finningu að hann sé guðleg vera, að það sé hann sem ráði. Þetta er lík- lega venjulegur maður sem telur sig ekki fá þá virðingu sem hann verð- skuldi. Hann fær hana með byss- unni.“ Fox telur að sú staðreynd að morðinginn notaði orðið „lögreglu- maður“ („policeman“) fremur en eitthvert slanguryrði í ávarpinu renna frekari stoðum undir það að hann sækist fyrst og fremst eftir virðingu. „Hann sýnir lögreglunni virðingu vegna þess að hann þráir hana sjálfur.“ Réttarsálfræðingurinn Brent Turvey segir að sú staðreynd að morðinginn skildi eftir skilaboð bendi til þess að hann sé ekki skytta úr hernum. „Aðal góðrar skyttu í hernum er þolinmæði,“ sagði hann. „Hann bíður eftir góðu tækifæri til að skjóta og fer í burtu. Hann hefur enga þörf fyrir að skilja eftir um- merki.“ Turvey telur að skilaboðin á Tar- ot-spilinu séu svar morðingjans við ummælum embættismanna sem hafa talað um hann með fyrirlitn- ingu. „Sérfræðingar lögreglunnar segja allir: Hann telur sig vera Guð, en hann er það ekki – hann er öm- urlegur ónytjungur og heigull. Hann skilur þess vegna eftir spil með áletruninni: Ég er Guð.“ Algengt er að raðmorðingjar finni hjá sér æ meiri hvöt til að hafa sam- band við lögregluna með einhverj- um hætti og afbrotafræðingarnir telja líklegt að sú hvöt verði að lok- um til þess að hann finnist. Valdagráðugur og sækist eftir virðingu AP Lögreglumenn að störfum við bensínstöð í Manassas í Virginíu þar sem leyniskytta varð manni að bana í fyrradag. Afbrotafræðingar reyna að átta sig á persónuleika leyniskyttunnar í Washington Washington. Los Angeles Times, The Washington Post. ’ Hann er siðblindur og kærir sig kollóttan um þjáninguna og skelfinguna sem hann veldur. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.