Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 31

Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 31 ÞAÐ er rétt að Süssmayr njóti sannmælis, sem meðhöfundur Sálumessunnar eftir Mozart, því kaflarnir nr. 5, Sanct- us, nr. 6, Benedictus, sérlega falleg tónsmíð, sem voru mjög vel sungnir af einsöngvur- unum, og nr. 7, Agnus Dei, eru alfarið eftir Süssmayr, svo og allur seinni hlutinn af hinu ægifagra Lacrimosa, ásamt því aðhafa full- gert alla aðra kafla verksins nema tvo þá fyrstu, Introitus og Kyrie, svo að ekki er nema sanngjarnt að nefna Süssmayr sem meðhöfund þessa sér- stæða verks. Tónleikarnir hófust á sinfóníu nr. 25, K 183 eftir Mozart, en þessa skemmtilegu sinfóníu samdi Mozart sautján ára. Flutningurinn var ekki hnökralaus en líflegur, undir stjórn Bernharðs Wilkinson- ar. Aðalverk tónleikanna var Sálu- messan eftir Mozart og Süssmayr, einstætt verk og ótrúlega sam- stætt að allri gerð. Inngangurinn og tvöfalda fúgan yfir texta Kyrie eleison og Christe eleisons eru meistaraverk, en í fúgunni slær Mozart saman þessum textum, sem í flestum tilfellum eru að- greindir í þrjá kafla; Kyrie- Christe-Kyrie. Einsöngvararnir stóðu sig með- prýði, en Hulda Björk og Sesselja, sem sungu mjög fallega þegar þeim gaf að syngja einum, höfðu ekki í fullu tré við Gunnar og Tóm- as í samsöngsatriðunum. Þar nutu þeir reynslu sinnar og var söngur þeirra glæsilega mótaður, þó stundum í hrjúfara lagi, einkum hjá Tómasi. Kórinn var í heild mjög góður, sérstaklega í tvöföldu fúgunni Kyrie og einnig er hún var aftur sungin í niðurlagi verksins. Eins fyrr segir var Benedictus kaflinn mjög fallega sunginn af einsöngvurunum og í Tuba mirum, sem Tómas opnaði með glæsibrag, áttu þau öll sínar strófur fallega mótaðar og einnig í samsöngskaflanum Recordare var tölu- verð reisn yfir söng þeirra, þó Gunnar og Tómas væru helst til hljómfrekir gagnvart Huldu Björk og Sess- elju. Kórinn átti góða spretti, sérstaklega í hinu áhrifamikla upp- hafi Lacrimosa, sem rís tignarlega upp á tvístrikaða og eru þessir átta taktar sennilega eitt það áhrifaríkasta, sem ritað hefur verið fyrir kór og hljómsveit. Stjórnandinn Bernharður Wilk- inson stýrði sínu liði af myndug- leik og var Sálumessan eftir þá Mozart og Süssmayr í heild mjög vel flutt, tempóin vel valin, heild- arsvipur verksins mjög jafn og auðheyrt, að vel hafði verið æft. Hljómsveitin undir forustu Guð- nýjar Guðmundsdóttur lék mjög vel, þó finna megi að því, að pák- urnar voru allt of hljómfrekar á köflum, en svo virðist sem stjórn- andinn hafi viljað leggja áherslu á dauðavá verksins með þungum gný pákunnar, sem kom sérstak- lega fram í niðurlagstónum verks- ins. TÓNLIST Háskólabíó Flutt var sinfónía nr. 25 K. 183, eftir Moz- art og Sálumessa K. 626 eftir Mozart og Süssmayr. Flytjendur voru Söngsveitin Filharmonía og Selkórinn og einsöngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjáns- dóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Tómas Tóm- asson og Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Fimmtudagurinn 10. október, 2002. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Mozart og Süssmayr Jón Ásgeirsson Bernharður Wilkinson FYRSTA Listaflétta haustsins á vegum list- ráðs Langholtskirkju verður í húsakynnum kirkjunnar á morgun, laugardag, og hefst kl. 17. Listafléttunum var hleypt af stokkunum síðastliðinn vetur og var þessari nýlundu í lista- lífi borgarinnar afar vel tekið, að sögn Ólafs Ragnarssonar, sem á sæti í listráðinu. Sú sem nú fer fram er hin fjórða í röðinni. Eins og á fyrri Listafléttum verður nú ýmsum greinum lista fléttað saman, í þetta sinn af mjög ólíkum toga: orgelbarokki fimm meistara frá fjórum löndum, íslenskum listdansi, austur- lenskri matargerðarlist og íslenskri bjórgerð- arlist. Tónlistin hefur alltaf verið grunnstef hverrar Listafléttu og verður áfram. Í fléttunni á morg- un leikur Hörður Áskelsson verk eftir ýmis tónskáld barokk tímans, hinn franska Lois Couperin (1671-1703), Nicolas d’Grigny (1671- 1703) sem einnig var franskur, Spánverjann Jo- hannis Cabanilles (1644-1712), Dominico Zipoli (1688-1726) sem var ítalskur og loks barokkris- ann sjálfan, hinn þýska Johann Sebastian Bach. Verkin eru valin með tilliti til þess að Íslenski dansflokkurinn tekur þátt í fléttunni, en þrjú verkanna eru í dansformi, ein Chaconna og tvær Passacagliur, en þetta voru hátíðlegir dansar á barokktímanum. Frumfluttur dans Verk d’Grigny er samið um hinn forna, lat- neska „hymna“ eða sálm Veni, creator Spiritus, Kom skapari heilagi andi, og munu þeir nafnar Jón Stefánsson organisti og séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Langholtskirkju, syngja nokkur vers „hymnans“ forna milli kafla í verkinu. Hápunktur tónleikanna verður samspil org- els og listdansara, en Peter Andersen, dansari, hefur samið ballett við Passacagliu Bachs sem frumfluttur verður á Listafléttunni. Verkið nefnir hann Steeple eða klukknaturn og vísar það til þess að þetta er kirkjulegt verk. Fjórir dansarar úr Íslenska dansflokknum dansa í verkinu, Katrín Ágústa Johnson, Katrín Ingva- dóttir, Guðmundur Helgason og Guðmundur Elías Knudsen. „Eftir tónleika og ballett í kirkjunni verður gengið í safnaðarheimilið þar sem Oddsteinn Gíslason matreiðslumeistari mun, ásamt fylgd- arliði frá Nings sælkeraveitingahúsinu, kynna sushi matargerðarlistina frá Japan. Einnig gefst gestum kostur á að smakka á nokkrum sushi réttum og kynnast bjórgerðarlist ís- lenskra víkinga í boði Vífilfells,“ segir Ólafur. Í listráði Langholtskirkju eiga sæti Björn Th. Árnason, Einar Már Guðmundsson, Hafliði Arngrímsson, Sr. Jón Helgi Þórarinsson, Jón Stefánsson, Katrín Hall, Ólafur Ragnarsson, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragnar Davíðsson og Þorlákur Kristinsson. Kunnir krakkar úr hverfinu á næstu Listafléttu Ólafur minnir á að Langholtskirkja hafi um árabil verið öflug miðstöð tónlistarflutnings undir stjórn Jóns Stefánssonar og hlutverk list- ráðsins sé fyrst og fremst að auka fjölbreytnina og tengja kirkjuna fleiri greinum menningar og lista. „Áður hefur myndlistinni verið gert hátt undir höfði með sýningu á verkum listamann- anna Kristjáns Davíðssonar og Ásgerðar Búa- dóttur. Þá má nefna sýningu íslenskra leirlist- armanna á handunnum kaffibollum sem tengdist flutningi á Kaffikantötu Bachs og kynningu á margvíslegum tegundum kaffis. Ennfremur var á liðnum vetri boðið upp á svo- nefnda Miðjarðarhafsfléttu en þá var kynnt ljóðlist, danslist og matargerðarlist frá löndum við Miðjarðarhaf. Þá höfum við ekki gleymt orðsins list og meðal rithöfunda sem tekið hafa þátt í Listafléttunni má nefna Thor Vilhjálms- son og Einar Má Guðmundsson,“ segir Ólafur. Næsta Listaflétta verður 7. desember en hún er jafnframt sú fimmta sem haldin er á fimm- tugasta afmælisári Langholtssafnaðar, árinu 2002. Í það sinn er yfirskriftin: Krakkarnir úr hverfinu. „Það hefur ræst vel úr þeim krökkum úr Langholtshverfi sem koma þá fram, en það eru söngvararnir Bubbi Morthens og Kristinn Sigmundsson og rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Steinunn Sigurðardóttir,“ segir Ólafur. Aðgangseyrir á Listafléttuna á morgun er 1.500 krónur, en kr. 1.000 fyrir eldri borgara og skólafólk. Morgunblaðið/Jim Smart Íslenski dansflokkurinn tekur þátt í Listafléttunni að þessu sinni. Fjölbreytt og fjölþjóðleg flétta EFNT verður til af- mælishátíðar Páls Ís- ólfssonar í Hólmaröst á Stokkseyri á morg- un en Páll var fædd- ur 12. október 1893. Verður hans minnst í máli, myndum og auðvitað tónum. Liður í dagskránni er erindi Bjarka Sveinbjörnssonar tón- listarfræðings þar sem hann mun kynna hugmyndir um tón- minjasafn á Stokks- eyri. Þingsályktun- artillaga liggur nú fyrir Alþingi um stofnun safnsins og kveðst Bjarki vongóður um að hún verði að lög- um fyrir vorið. Að málinu koma hraðfrystihúsið Hólmaröst, félag- ið Músík og saga, atvinnuþróun- arsjóður Suðurlands og menning- artengdir aðilar á svæðinu en hugmyndin snýst um að koma safninu á fót í 1.200 fermetra húsnæði sem er í eigu Hólm- arastar. „Þetta er kjörið húsnæði fyrir safn af þessu tagi. Við getum fengið þessa stóru sali á þrjátíu milljónir króna, sem er bara brot af byggingarkostnaði nýs húss á Stokkseyri, að ekki sé talað um Reykjavík,“ segir Bjarki. En hvað á að vera í Tón- minjasafni Íslands? „Það eru hugmyndir um að setja þar upp sýningu, þar sem ferðast er um íslenska tónlist- arsögu frá upphafi. Þarna yrði líka aðstaða til kennslu, fyr- irlestra og kynninga af ýmsu tagi og væntanlega tvær fræðimanna- íbúðir. Safnið myndi einnig rúma gott bókasafn og hlustunar- aðstöðu, svo fátt eitt sé nefnt. Í stuttu máli sagt eiga lærðir og leikir að geta sótt þangað allan fróðleik um íslenska tónlist, í for- tíð og nútíð. Fá svör við öllum sínum spurningum,“ segir Bjarki og leggur áherslu á að netið eigi að vera snar þáttur í starfsem- inni. Líka fyrir dægurtónlist Hann tekur einnig skýrt fram að safnið eigi ekki að vera hér- aðssafn, heldur safn allra lands- manna. „Þarna verður hægt að finna upplýsingar um tónlistarlíf í öllum héruðum landsins og von- umst við til að eiga gott samstarf við sveitarfélögin þar um.“ Ekki er bara verið að tala um klassíska tónlist, því „dæg- urtónlistin verður þarna líka. Enda er hún ekki síður hluti af menningunni“. Það er ekki tilviljun að Tón- minjasafnið er kynnt á afmæl- isdegi Páls Ísólfssonar en fjöl- skylda hans hefur þegar gefið safninu fjölda muna úr eigu Páls, sem búið er að setja upp og verða frá og með morgundeginum að- gengilegir almenningi í Stofu Páls Ísólfssonar í Hólmaröst. Ber Bjarki lof á framtakið og vonar að fleiri komi í kjölfarið. Að sögn Bjarka er það ekki að- eins húsnæðið sem laðar safnið að Stokkseyri því margir ást- sælir menn sem tengdust tónlist- inni traustum böndum á liðinni öld áttu rætur í þessu umhverfi, Stokkseyri og Eyrarbakka. Nefn- ir hann, auk Páls, Sigfús Ein- arsson, Ragnar í Smára, Friðrik Bjarnason og Hallgrím Helgason í því samhengi. „Það fer því vel á því að strandverðirnir, eins og íbúar þessa svæðis eru oft kall- aðir, stingi sér til sunds og bjargi tónlistargyðjunum frá háska á hafsbotni.“ Dagskrá hátíðarinnar Dagskráin á morgun hefst kl. 9 árdegis þegar fánar verða dregn- ir að húni við Hundaþúfuna og fleiri staði á Stokkseyri. Kl. 14 verður Stofa Páls Ísólfs- sonar opnuð í Hólmaröst. Þar verða einnig opnaðar mál- verkasýningar Elfars Guðna Þórðarsonar og Gunnars Gests- sonar, auk þess sem leirlistakon- urnar Katrín Ósk Þorgeirsdóttir og Þórdís Þórðardóttir opna vinnustofu. Þá verður Myndlist- arfélag Árnessýslu með opið hús. Sýningarnar verða einnig opn- ar á sunnudag milli kl. 14 og 18. Kl. 16 hefjast tónleikar í Hólm- aröst. Fram koma Karlakórinn Þrestir undir stjórn Jóns Kristins Cortez og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Að tónleikunum loknum mun Bjarki flytja erindi sitt en dag- skránni lýkur svo með því að Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra afhjúpar listaverk- ið, Brennið þið vitar, eftir Elfar Guðna Þórðarson. Verkið er mál- að á vegg og ljós tákna vita við strandlengjuna, alls ríflega eitt hundrað talsins. Verður kveikt á þeim einum af öðrum undir lagi Páls Ísólfssonar, Brennið þið vit- ar. Afmælishátíð Páls Ísólfssonar haldin á Stokkseyri Bjarki Sveinbjörnsson Páll Ísólfsson Hugmyndir um tónminjasafn kynntar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.