Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 35

Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 35 ÞÓTT undarlegt megi virð-ast snýst seinni umferðforsetakosninganna íSerbíu, sem fram fer á sunnudag, ekki fyrst og fremst um það hvor ber sigur úr býtum, þjóð- ernissinninn Vojislav Kostunica eða umbótamaðurinn Miroljub Labus. Mestu máli þykir nú skipta að tryggja að meira en helmingur kjós- enda skili sér á kjörstað því ella verða forsetakosningarnar sjálf- krafa dæmdar ógildar og pólitískt óvissuástand tekur við. Kostunica, sem er núverandi for- seti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, fékk 31% atkvæða í fyrri umferð kosninganna og Labus, sem er varaforsætisráð- herra Júgóslavíu, fékk 27%. Það sem vakti hins vegar mesta athygli var það mikla fylgi sem öfgaþjóðernis- sinninn Vojislav Seselj fékk, eða 23%. Hefur það útspil Seseljs að hvetja kjósendur sína, þ.e. næstum fjórð- ung þeirra sem mættu á kjörstað, til að hunsa uppgjör Kostunicas og Ses- eljs hleypt öllu í uppnám enda var kjörsókn ekki nema 55,6% í fyrri umferðinni. Þykir lítil kjörsókn og mikið fylgi Seseljs benda til að kjós- endur séu allt annað en ánægðir með landslagið í serbneskum stjórnmál- um, sem og kjör sín, en þau eru væg- ast sagt slæm. Kostunica og Labus mættust í sjónvarpskappræðum á miðvikudag – þeim fyrstu sinnar tegundar í Serbíu – og þar lögðu frambjóðend- urnir hart að fólki að neyta atkvæð- isréttar síns. „Komið og kjósið, hafn- ið okkur báðum ef þið viljið. En ef þið mætið ekki á kjörstað mun þetta hafa verið dýrt spaug, valda stjórn- leysi og kosta okkur dýrmætan tíma,“ sagði Kostunica. Labus tók í sama streng og bað Serba um að sýna og sanna að þeir létu sig framtíðina, fjölskyldu sína og þjóð einhverju máli skipta. Voru áður samherjar Kostunica var kjörinn forseti Júgóslavíu í sögulegum kosningum haustið 2000. Þar bar hann sigurorð af Slobodan Milosevic, sem nú gistir fangaklefa í Hollandi í boði stríðs- glæpadómstólsins í Haag. Embætti forseta Júgóslavíu fylgja hins vegar lítil bein völd og auk þess er harla líklegt að það verði einfald- lega lagt af innan fárra mánaða, enda hafa Serbar og Svartfellingar samþykkt að gera breytingar á sam- bandi sínu. Júgóslavía heyrir senn sögunni til en í staðinn verður til lauslega tengt sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands. Varð allt þetta til þess að Kost- unica ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Serbíu, en því hef- ur Milan Milutinovic, sem ákærður hefur verið fyrir stríðsglæpi rétt eins og Milosevic, gegnt undanfarin ár. Öruggt er þó líka að Kostunica vildi koma í veg fyrir að helsti keppi- nautur hans um völdin í serbneskum stjórnmálum, forsætisráðherrann Zoran Djindjic, styrkti stöðu sína á hans kostnað. Hagfræðingurinn Labus, sem et- ur kappi við Kostunica í forsetakosn- ingunum, er skjólstæðingur Djindj- ics. Sem fyrr segir hafa þeir Djindjic og Kostunica eldað grátt silfur um nokkurt skeið og því líta menn á kosningarnar nú sem pólitískt valda- tafl er skipta muni sköpum um þró- un mála í Serbíu. Þeir Kostunica og Djindjic voru að vísu samherjar á sínum tíma en það kom ekki til af góðu; einungis með því að sameina krafta flokka sinna gátu þeir tryggt DOS-kosninga- bandalaginu sigur yfir öflum Milos- evics í kosningum haustið 2000. Upp úr þessu samstarfi er hins vegar löngu slitnað og standa fylkingarnar því andspænis hvor annarri á þess- ari stundu í baráttu um völdin. Djindjic vinsæll á Vestur- löndum en ekki heima við Djindjic nýtur virðingar á Vestur- löndunum og áhugamenn þar telja hann réttan aðila til að vinna að um- bótum í serbnesku þjóðlífi, mann sem hægt er að eiga viðskipti við og sem snúa muni baki við þjóðernis- hyggju undanfarinna áratuga. Akki- lesarhæll hans er hins vegar hversu óvinsæll hann er í Serbíu – en þar finnst mönnum engan veginn sem hagur þeirra hafi batnað, þó að sam- skiptin við Vesturlönd séu blómleg. Raunar hafi hagur þeirra versnað til muna, og benda menn t.d. á að raf- orkuverð hefur hækkað um 150% á tveggja ára valdatíma Djindjics. Kostunica er fyrir sitt leyti jafnan skilgreindur sem hófsamur þjóðern- issinni – hann nýtur ekki gífurlegra vinsælda meðal Serba, en þó snöggt- um meiri en Djindjic. Seselj vill nýjar kosningar Sem fyrr segir hefur Vojislav Ses- elj hvatt stuðningsmenn sína til að hunsa uppgjör þeirra Kostunicas og Labus. Hann heldur því fram að fyrri umferð forsetakosninganna hafi einkennst af kosningasvindli sem tryggði Labus nokk- ur prósentustig í fylgi til viðbótar, sem gerði það að verkum að hann náði öðru sætinu en ekki Seselj sjálfur. „Við getum ekki stutt Labus af því að hann er njósnari, mafíósi, glæpamað- ur, svikari og síðast en ekki síst fram- bjóðandi Zorans Djindjics,“ sagði Seselj, sem aldrei verður sakaður um að krydda ekki mál sitt. „Og við getum ekki stutt Kost- unica því hann ber ábyrgð á því að DOS [kosningabandalagið] komst til valda á sínum tíma,“ bætti hann við. Sakar Seselj Kostunica um að ætla að svíkja loforð um að efna þeg- ar til þingkosninga, vinni hann sigur, en slíkar kosningar ættu sér það markmið að bola Djindjic frá völdum í forsætisráðuneytinu. Sagði Seselj að yrðu forsetakosningarnar ógildar myndi það hins vegar opna þann möguleika að fram fari innan skamms kosningar á öllum vígstöðv- um; boða þyrfti nýjar forsetakosn- ingar innan tveggja mánaða, haldn- ar yrðu þingkosningar og einnig sveitar- og héraðsstjórnarkosning- ar. Samsæriskenningar Athyglisvert er að geta þess að tímaritið The Economist spáði því einmitt fyrir viku að Seselj myndi hvetja sína stuðningsmenn til að hunsa seinni umferð forsetakosning- anna. Hélt blaðið því fram að slík ákvörðun myndi vera til marks um að hann hefði náð leynilegu sam- komulagi við Labus og Djindjic. Sagði The Economist að skýringin á því hvers vegna þeim Labus og Djindjic skyldi hugnast, að kosning- arnar yrðu ógildar, væri sú að þann- ig yrði komið í veg fyrir að Kostunica yrði forseti – en sem fyrr segir hefur hann heitið því að boða þingkosning- ar og ryðja Djindjic þar úr vegi. Sakaði Kostunica Djindjic einmitt um það í gær að gera allt sem hann getur – á bak við tjöldin (sem þá ætti að skýra hvers vegna Labus hefur opinberlega hvatt fólk til að mæta á kjörstað) – til að tryggja að kosning- arnar um helgina verði ógildar. Seselj yrði fyrir sitt leyti gert kleift að reyna aftur við forsetaemb- ættið, verði kjörsókn ekki nægilega mikil nú um helgina. Í því sambandi má hins vegar nefna þá kenningu fréttaskýranda BBC að hugsanlega myndu kjósendur velja í nýjum kosningum að refsa Labus og Djind- jic fyrir refskákina; í staðinn fyrir að uppgjör færi fram milli Kostunica og Labus myndi Seselj etja kappi við Kostunica. Niðurstaðan yrði semsé svipuð og í Frakklandi í vor, þar sem öfgaþjóðernissinninn Jean-Marie Le Pen komst óvænt í aðra umferð. Milosevic hinn raunverulegi sigurvegari? Hvað sem líður öllum samsæris- kenningum verður að telja líklegt að Kostunica beri á endanum sigur úr býtum, hvort sem það verður um helgina eða í nýjum kosningum. Margir fréttaskýrenda segja Slob- odan Milosevic hins vegar hinn raun- verulega sigurvegara þessa „póli- tíska farsa“. Mikill stuðningur við Seselj hafi í reynd sýnt að kjósendur sakni gömlu stjórnarháttanna – hvað sem líður öllum styrjöldum. Í öllu falli sýni niðurstaðan hversu óánægt fólk er með árangur hinna hófsömu afla og endalausar innbyrð- is illdeilur þeirra. Benda sömu fréttaskýrendur á að beinar sjónvarpsútsendingar frá réttarhöldunum yfir Milosevic í Haag hafi haft þau áhrif að margir Serbar telji forsetann fyrrverandi hina mestu hetju; mann sem nú verji málstað og orðstír serbnesku þjóð- arinnar sem mest hann megi fyrir stöðugum árásum erlendra afla, sem skirrist einskis við að niðurlægja Serba. Segir í frétt The Economist í síðustu viku að slík afstaða gefi því miður ekki tilefni til að ætla, að íbúar Serbíu hafi í reynd ákveðið að snúa baki við þeirri stefnu sem einkenndi stjórnartíð Milosevics. Þvert á móti bendi það til að áfram muni draugar þjóðernishyggjunnar svífa þar yfir vötnum, með tilheyr- andi afleiðingum fyrir stöðugleika á Balkanskaganum öllum. Hugsanlegt að kosning- arnar dæmist ógildar AP Liðsmenn stúdentahreyfingarinnar Andspyrnu (Otpor) halda á spjaldi sem á stendur: „Þú lærir af mistök- unum“ en þess var minnst um sl. helgi að tvö ár voru frá því Slobodan Milosevic var hrakinn frá völdum. Á sunnudag fer fram seinni umferð forseta- kosninga í Serbíu en þar etja kappi þeir Voj- islav Kostunica og Mir- oljub Labus. Davíð Logi Sigurðsson segir frá þeim átökum, sem nú eiga sér stað á bak við tjöldin í serbnesk- um stjórnmálum. ’ Komið og kjósið,hafnið okkur báðum ef þið viljið. En ef þið mætið ekki á kjörstað mun þetta hafa verið dýrt spaug. ‘ david@mbl.is Vojislav Kostunica (t.v.) og Miroljub Labus keppa um forsetaembættið. æn eyðu- veg fyrir í m yrirtækja, Agora á ingarbás. efur að arvél sem d að geta amtímis. aðarfyrir- ölvubank- 81. Á bás tir m.a. símaeftir- fnar upp- n hjá fyr- gerir kka sím- eita full- nina. r sýning- nski hug- ýherji en þau fyrirtæki eru í hópi svokall- aðra gullsamstarfsaðila. Í silfur- hópi eru svo Aflvaki og EJS/Dell. Bronssamstarfsaðili Agora 2002 er samgönguráðuneytið. Aðstandandi sýningarinnar er fyrirtækið RSN (Ráðstefnur, sýningar og nám- skeið) en það fyrirtæki hélt einnig sýninguna árið 2000. Verðlaun í tengslum við Agora- sýninguna verða veitt í fjórum flokkum og tilkynnt um sigurveg- ara á hátíðarkvöldverði Agora í kvöld. Fyrirtæki ársins verður verðlaunað, best hannaði bás sýn- ingarinnar fær sérstök verðlaun og einnig verða veitt sprotaverð- laun Agora. Á www.mbl.is fer svo fram netkosning um það fyrirtæki sem talið er að fremst standi meðal jafningja. Til Agora-verðlaunanna eru þrjú fyrirtæki tilnefnd: Marel, Medcare – Flaga, og Össur. Til Sprotaverðlauna AGORA eru CCP, Domestic Software, Framtíðartækni, Handtölvur og Pattern Vision tilnefnd. Morgunblaðið/Júlíus ar Norðfjörð, framkvæmdastjóra Agora. Morgunblaðið/Sverrir ar í boði á básunum. Hjá Form.is er hollustan mi því sýningargestum var boðið upp á epli. Morgunblaðið/Sverrir sar prýða Höllina á meðan Agora-sýningin naði bás sýningarinnar verður verðlaunaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.