Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 43
Fullkomnaðu
verkið
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
Söluaðilar um land allt
FYRIR alllöngu kom upp stjórn-
málastefna í Afríku sem kallast
panafríkanismi. Eitt helsta kapps-
málið var að sameina ríki álfunnar í
eina heild. Drifkrafturinn var hug-
myndafræði sem byggðist á ríkri
þjóðkennd, andsvari við apartheid
og gremju blökkumanna í garð iðn-
ríkjanna. Megintilgangurinn var
pólitískur, ekki efnahagslegur.
Stefnan náði þó aldrei flugi. Lík-
lega verður aldrei unnt að meta
hvernig nú væri umhorfs í Afríku,
hefði panafríkanisminn leitt þróun
álfunnar. Það verður heldur ekki
unnt að meta hvort betur væri
komið fyrir Hawaii-búum nú eða
fyrir Alaska ef löndin hefðu ekki
orðið hluti af Bandaríkjunum
(reyndar voru íbúarnir aldrei
spurðir álits) heldur þau þróast
sem sjálfstæð ríki.
Fyrir dyrum stendur frekari um-
ræða um aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu og stutt er til alþing-
iskosninga. Það er erfitt að sitja
hjá í umræðunni og því koma þess-
ar línur hér fram.
Ríkjaheildir eða stórríki og hug-
myndir um slíkt eru ekki nýjar ból-
ur. Evrópusambandið og hugmynd-
ir forsvarsmanna þess eru þó
frábrugðnar dæmunum hér að of-
an. Evrópusambandið er að grunni
til komið vegna hagrænna ástæðna.
Stjórnmálaumgjörðin og -þróunin
er fremur afleiðing hins, þ.e.
rammi um hagstefnu sem evrópsk-
ir fjármagnseigendur hafa orðið að
fylgja til þess að geta eflst. Stjórn-
málin hafa vissulega þróast í víxl-
verkan við efnahagsmálin. Það
gera þau alltaf.
Því var þannig varið 1960-70 að
evrópsk stórfyrirtæki voru stöðnuð
í vexti og umsvifum, bæði heima
fyrir og gagnvart 3. heiminum. Þau
vildu líka styrkja sig í samkeppni
við bandarísk og japönsk stórfyr-
irtæki. Þess vegna varð m.a. EFTA
að raunveruleika og svo Evrópska
efnahagsbandalagið (EEB). Og enn
frekari samþjöppun, aukin sam-
keppni og erfiðari ásókn í 3. heim-
inum kölluðu á frekari breytingu;
þ.e. stofnun Evrópusambandsins.
Það kann að enda sem Evrópurík-
ið. Nú er EB byggt upp eins og
deildaskipt stórfyrirtæki. Og lýð-
ræðið er þannig að sé ríki orðið að-
ili þarf samþykki allra hinna, vilji
þegnar ríkisins segja það úr lögum
við sambandið.
Vilji menn að smáríki eins og Ís-
land sé peð í slag evrópsku stórfyr-
irtækjanna, fyrir mola sem eftir
sitja í slóðinni, æskja þeir inngöngu
í EB. Vissulega er þessi tilhugsun
ekki ástæða svo mikils fylgis við
EB-veru Íslands sem raun ber
vitni. Meðal annars eru margir
fjármálamen, fyrirtækjaeigendur
og sérfræðingar einfaldlega full-
vissir þess að þeim muni ganga
betur í skipulögðu landslagi EB en
utan þess á ólgandi Atlantshafinu.
Andstæðingar inngöngu hafa fjöl-
margar og oft andstæðar ástæður
fyrir sínu nei-i, eins og fjölskrúð-
ugur hópurinn ber vitni um.
Sú skoðun að Ísland og íslensk
fyrirtæki eigi ekki heima í einok-
unarþróun evrópskra stórfyrir-
tækja á ekkert skylt við heimótt-
arlega einangrunarhyggju eða
andstöðu gegn samvinnu við Evr-
ópuríki eða önnur ríki. Hún er,
a.m.k. í mínu tilviki, til komin
vegna þess að meginreglur EB eru
sniðnar til þess að hinir stóru geti
vaxið á kostnað þeirra smærri. Set-
ur örfárra fulltrúa í bákni EB og
rödd smáríkis hefur ekki umtals-
verð áhrif á gang mála í samband-
inu.
Auðvitað má reyna að fela þessar
staðreyndir með því að benda á já-
kvæða þætti í starfi EB, s.s. minni
stríðshættu (?), aukna vísinda- og
menningarsamvinnu og styrki til
jaðarbyggða en mest af þessu er
auðvitað hægt að njóta með tvíhliða
samningum, hér eftir sem hingað
til. Evrópusambandið vill vissulega
oft koma fram sem blokk gagnvart
Japan, Bandaríkjunum eða 3. heim-
inum en það vill ekki einangra sig
frá Evrópuríkjum sem ekki kjósa
að vera innan sambandsins (eða fá
ekki að vera með?).
Óþarfi er að einblína á sjávar-
útveginn eins og gert er því EB
gæti hvort sem er veitt tímabundn-
ar tilslakanir frá stefnu sinni eða
afnumið veittar undanþágur Ís-
lands hvenær sem er. Það er líka
óþarfi að einblína á fullveldið.
Venjulega taka EB-sinnar sig til og
endurskilgreina hugtakið eða reyna
að sýna fram á, með umdeilanleg-
um rökum, að fullveldið sé „eðli-
lega“ skert og muni skerðast æ
meir með aukinni alþjóðasamvinnu.
Mergurinn málsins er auðvitað sá
að þegar fullveldi telst ofskert í
augum þegnanna er ekki hægt að
snúa við, sé landið innan EB.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
staðhæfing mín þessi: Eðli EB og
geta allra Íslendinga til þess að
hafa ávallt síðasta orðið um eigin
vegferð eru aðalatriði deilunnar um
inngöngu landsins í EB.
Nesti til
vetrarins
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson
Höfundur er jarðeðlisfræðingur og
áhugamaður um alþjóðamál.
„Vilji menn
að smáríki
eins og Ís-
land sé peð í
slag evr-
ópsku stórfyrirtækj-
anna fyrir mola sem eft-
ir sitja í slóðinni, æskja
þeir inngöngu í EB.“
ÞAÐ eru sanngjarnar kröfur að
heilbrigðisþjónusta sé vel rekin og
farið sé vel með fé skattborgaranna.
Grundvöllur þess að hérlendis sé vel
rekin heilbrigðisþjónusta og há-
marksárangur náist er vel menntað
og ánægt starfsfólk. Árangur má
mæla á ýmsa vegu, t.d. með ánægju
þeirra sem þjónustu njóta, en ekki
síður með því að bera okkur saman
við aðrar þjóðir t.d. um kostnað,
tíðni sjúkdóma, dánartíðni, ung-
barnadauða, líðan verðandi mæðra,
lyfjanotkun og fjölda rannsókna. Í
mörgu tilliti má segja að íslenzk
heilbrigðisþjónusta standi vel, þótt
tímabært sé að stokka upp spilin
hvað skipulag hennar varðar og
koma áherzlum Sjálfstæðisflokksins
að. Um nauðsyn þess hefur ítrekað
verið ályktað á landsfundum hans.
Auka þarf ábyrgð
á eigin starfi
Ég er þeirrar skoðunar að brýnt
sé að auka ábyrgð fagfólks á eigin
starfi, ekki sízt í heilsugæzlunni.
Grunnþjónustan á að sinna því sem
hún er faglega fær um að sinna, en
það getur verið megnið, sumir segja
70-80-90% af þeim heilsuvanda sem
upp kemur hjá fólki í landinu. Þetta
er staðreynd sem hefur margoft
verið sýnt fram á í rannsóknum víða
um heim. Hagkvæmnin felst ekki
sízt í því að heimilislæknar leysa
gjarnan úr mörgum vandamálum í
sömu komu sjúklings á stofu og því
að svokallaður afleiddur kostnaður
er í lágmarki þegar veikindum er
sinnt á fyrstu stigum þeirra. Ein-
ungis með því að nýta grunnþjón-
ustuna að fullu og stuðla að því að
hún sé vel starfhæf má reka hag-
kvæma og góða heilbrigðisþjónustu.
Heimilislæknar vilja sjálfir bera
ábyrgð á þeirri þjónustu sem þeir
veita og eru ósáttir við að geta ein-
ungis unnið hjá ríkinu. Heilsugæzl-
unni má líkja við húsgrunn. Komi í
hann sprungur dugar lítt að gera við
þakið.
Burt með girðinguna
Langflestir heimilislæknar á Ís-
landi hafa sérmenntað sig í grein
sinni og krefjast þess nú að hafa
sömu launakjör og starfsskilyrði og
aðrir sérfræðimenntaðir læknar.
Þeim finnst sérmenntun sín vanvirt
og þótt ég sé þess fullviss að heil-
brigðisyfirvöld skilji mikilvægi
starfs þeirra vantar nokkuð á að það
sé sýnt í verki. Um það er gerð skýr
krafa nú og verður ekki hjá því
komizt að heilbrigðisyfirvöld taki
ákvörðun sem kemur til móts við
hana. Fella þarf þá girðingu sem
sett hefur verið utan um starfsemi
heimilislækna. Því fyrr sem það er
gert, þeim mun færri læknar munu
leita út úr heilsugæzlunni.
Mælirinn er fullur af ósætti milli
heilbrigðisyfirvalda og heimilis-
lækna og engin ástæða til annars en
að að leysa varanlega úr því. Það
hvílir nú á hæstvirtum heilbrigðis-
ráðherra að sjá til þess og ég veit að
hann skorast ekki undan því. Þar
með mun hann marka sér verðugan
sess. Afleiðing af því að ganga ekki
til verka nú blasir við. Hrun heilsu-
gæzlunnar vill ekkert okkar sjá en
það verður óhjákvæmilegt sé ekki
gripið í taumana nú þegar. Úr því að
skilin milli þjónustu heimilislækna
og sérfræðinga í öðrum greinum
læknisfræði eru ekki lengur fyrir
hendi í reynd, umræðu um tilvís-
anaskyldu er lokið og fólk hefur val-
frelsi um það hvort það fær grunn-
þjónustu hjá heimilislækni eða
sérfræðingi verður ekki undan því
komizt að semja við heimilislækna
um sama frelsi til starfa og býðst
öðrum læknum. Mismunun í starfs-
kjörum gengur ekki lengur.
Ungir læknar hafa áhuga
Heimilislækna vantar val um að
geta unnið sjálfstætt, bæði innan og
utan heilsugæzlustöðva, en það er
ein af forsendum þess að heimilis-
læknar haldist í starfi hér á landi og
að næg nýliðun verði í heimilislækn-
ingum, því áhugi ungra lækna er
svo sannarlega fyrir hendi. Heilsu-
gæzlan á að vera hornsteinn heil-
brigðisþjónustunnar en ekki horn-
reka. Vettvangur ánægðra
starfsmanna en ekki gróðrarstía
óánægju.
Ég er þess fullviss að einungis
með vel starfhæfri heilsugæzlu geti
heilbrigðisþjónustan nýtzt þannig
að almenningur og stjórnvöld megi
vel við una. Minna dugar ekki.
Hornsteinn en
ekki hornreka
Eftir Katrínu
Fjeldsted
„Fella þarf
þá girðingu
sem sett
hefur verið
utan um
starfsemi heimilis-
lækna. Því fyrr sem það
er gert þeim mun færri
læknar munu leita út úr
heilsugæzlunni.“
Höfundur er læknir og 14. þingmað-
ur Reykjavíkur.
Fyrir litla krílið
WELEDA nuddolía,
rakakrem, bossakrem
Þumalína, Lyf&heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
Bjarg - Akranesi