Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 49

Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 49 ✝ Ásdís Þóra Kol-beinsdóttir fædd- ist á Akureyri 23. september 1938. Hún lést 29. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kol- beinn Ögmundsson trésmiður, f. 6.7. 1908, d. 14.10. 1991, og kona hans Guð- finna Sigurgeirsdótt- ir, f. 26.2. 1912. Systkini Ásdísar eru Gísli Geir Kolbeins- son og Kolbrún Kol- beinsdóttir. Ásdís Þóra giftist árið 1963 Guðmundi K. Jónmundssyni barnalækni. Börn þeirra eru 1) Kolbeinn, f. 19.11. 1963, kona hans er G. Birna Guðmundsdóttir, og eiga þau þrjú börn, Ástmund, Unu G. og Andreu. 2) Aðalheiður Dröfn, f. 1.11. 1965, sambýlismað- ur hennar er Hákon Åkerlund og eiga þau soninn Arnar H. Frá fyrri sambúð á Aðalheiður Ásdísi A. Lee og Guðmund K. Lee. 3) Jónmundur Gunnar, f. 12.6. 1970, d. 14.6. 1970. 4) Jónmundur Krist- inn, f. 16.6. 1971. Sonur hans með Írisi Th. Georgsdóttur er Róbert. 5) Guð- mundur Geir, f. 2.10. 1977, í sambúð með Önnu B. Marteins- dóttur og eiga þau börnin Egil B. og Emilíu D. Ásdís Þóra ólst upp á Akureyri. Eft- ir gagnfræðapróf vann hún um tíma í vefnaðarvörudeild KEA en fór síðan í Húsmæðraskólann á Laugalandi og þaðan í Hjúkrun- arskóla Íslands. Lauk hún námi sem hjúkrunarkona í mars 1963 og hóf störf á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Starfaði síðan um hríð á Landspítalanum en eft- ir það var hennar aðalstarf að sjá um uppeldi barna og barnabarna og að sinna stóru heimili bæði í Svíþjóð og hér heima. Útför Ásdísar Þóru verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er Ásdís Kolbeinsdóttir vin- kona mín til 40 ára. Kynni okkar hóf- ust í Hjúkrunarskóla Íslands í jan- úar 1960. Báðar vorum við að hefja hjúkrunarnám. Ásdís kom frá Akur- eyri og hafði lokið hússtjórnarskóla- námi. Eftir forskólapróf var fyrsti vinnustaður hennar á Hvítabandinu. Eftir kvöldvaktir var oft skipst á skoðunum um starfið og starfsað- stöðu. Ásdís hafði til að bera hárfín- an húmor og minnist ég þess þegar hún lýsti því yfir að aðgerðarsjúk- linga yrði starfsfólk að bera á milli hæða. Skapgerð hennar var ætíð létt og bros hennar glettið. Hún bar mikla virðingu fyrir sjúklingum sín- um og var stundum spurt hvenær hjúkrunarneminn með ljósa hárið kæmi á vakt. Heimsóknir hennar il foreldra minna urðu nokkrar meðan við vorum í námi og minnist faðir minn háaldraður þess hversu viðmót hennar allt var elskulegt. Að loknu námi giftist hún Guðmundi Jón- mundssyni sem þá var í læknanámi. Þegar þau hjón fluttu á Bugðulæk- inn var stutt að ganga Laugarásveg- inn og þar hittumst við á miðri leið með börnin okkar. Hún var mikil móðir og þarfir barna hennar höfðu alltaf forgang í hennar lífi. 1968 fara þau hjón síðan til Vopnafjarðar og Guðmundur verður héraðslæknir þar. Við hjón komum síðan til Vopnafjarðar og eiginmaður minn tekur við af Guðmundi. Við Ásdís áttum þar saman nokkra daga. Hún þurfti að sýna mér Kaupfélagið og þorpið. Hún tók fólk tali spurði um líðan þess og barna þess. Svíþjóð var næsti viðkomustaður í lífi vinkonu minnar. Hún var heilluð af Svíþjóð og árin þar liðu við húsmóðurstörf og barnauppeldi. Sendibréfin frá henni voru krydd- uð glensi og gríni. Henni fannst hins vegar ekki mikið til þess koma þegar við fluttum til Noregs, við áttum auð- vitað að koma til Svíþjóðar. Eftir heimkomu til Íslands styrktust vin- áttuböndin enn sterkar og margar urðu heimsóknir í Garðabæinn. Ás- dís var afar gestrisin og þaðan fór enginn án þess að þriggja góðgerðir. Hún var listamanneskja í allri mat- argerð og æði oft þurfti ég að taka upp símann til að fá ráð. Síðastliðin ár hefur vinkona mín orðið að ganga í gegnum sjúkdómsraunir sem margan hefðu bugað. Þegar ég kom til hennar var alltaf allt í lagi og hún hlyti að fara að hressast. Við heyrð- um hvor í annarri nær daglega. Nú er hljómþýða röddin hennar þögnuð. Það er komið haust og laufblöðin falla af trjánum. Í hugskoti mínu geymi ég minningarnar um vinkonu mína sem var mikill mannvinur og átti hreina sál. Elskulegi vinur Guðmundur og börn, tengdabörn og barnabörn, elskulega Guðfinna, við Einar og börnin okkar vottum ykkur samúð og biðjum ykkur guðs blessunar. Blessuð sé minning Ásdísar Kol- beinsdóttur. Björk Sigurðardóttir. Kæra Ásdís, mágkona mín. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við vorum samferða. Mér finnst nú að ég hafi verið áhorfandi að lífi þínu. Minningar koma upp þegar Guð- mundur bróðir var kominn með kær- ustu að norðan. Það var spennandi fyrir mig sem ungling að fylgjast með ykkur. Þú með „túberað“ hár og dökkar plokkaðar augabrúnir í hjúkrunarnámi og hann í læknis- fræði. Giftingardagurinn ykkar er mér líka mjög minnisstæður. Svo koma minningar af þér með börnin þín í fanginu, Kolla og Öddu og svo seinna með Nonna og Guðmund Geir og svo enn seinna með ömmubörnin þín. Þú varst góð móðir, það sést best á yndislegu börnunum þínum og barnabörnum. Þakka þér fyrir þau. Þú kaust að vera heimavinnandi hús- móðir. Áhugi þinn á matargerð var mikill og þú hafðir yndi af að baka og búa til góðan mat og fínasta hlaup úr reyniberjum og rifsberjum. Ég fékk hjá þér uppskrift úr sænsku blöðun- um þínum sem þú safnaðir alltaf. Þetta var piparkökuhús og einu kök- urnar sem mér hefur tekist að baka. Þú hafðir ákveðnar skoðanir og lést þær óspart í ljós. Oftast með þinni einstöku kímnigáfu og komst okkur ósjaldan til að veltast um af hlátri. Þú hjálpaðir mér þegar ég átti erfitt, því gleymi ég ekki og fyrir það vil ég þakka þér. Elsku bróðir minn, börnin þín, Kolbeinn, Aðalheiður, Jónmundur og Guðmundur Geir, makar ykkar og börnin ykkar öll, megi Guð styrkja ykkur nú. Guðfinnu móður Ásdísar og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Biðjum fyrir Ásdísi Þóru með þessari bæn: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Megir þú hvíla í friði Ásdís mín, þín mágkona, Fanný Jónmundsdóttir. Það er komið að kveðjustund, Ás- dís mágkona og ekki síst vinkona hefur kvatt langt um aldur fram. Ás- dís var lærður hjúkrunarfræðingur en hafði áður gengið í húsmæðra- skóla, og kom það vel í ljós þegar komið var inn á heimili hennar sem ávallt var svo fallegt. Það var oft margt um manninn, fjölskyldan stór því oft var ansi gestkvæmt, og þegar með þurfti laðaði hún fram veislumat að því að virtist án nokkurrar fyr- irhafnar. Hún lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og þá sem hún taldi vera sína. Ég og Kolbrún systir hennar og dætur okkar tvær vorum svo lánsöm að vera í þeim hópi. Þeg- ar Guðfinna eldri dóttir okkar þurfti á spítala, var hringt í Ásdísi en við bjuggum þá fyrir norðan en maður Ásdísar, Guðmundur Jónmundsson barnalæknir á Landspítalanum tók málið strax í sínar hendur, og má þakka þeim samhentu hjónum hve góðan bata hún fékk, enda fylgdist Ásdís vel með og lét sér annt um þær báðar, og reyndar okkur öll. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Ég bið guð að styrkja Guðmund sem misst hefur svo mikið og börnin hennar, tengdabörn og barnabörn, svo og aldraða móður og aðra ástvini. Reynir Eðvarð Guðbjörnsson. Vinskapur frá æsku, tíu ára aldri, með þeim sem maður er stoltur af að eiga sem vin, er mikil gæfa. Þegar þessi góði vinur velur sér eiginkonu, sem er á sama verksviði og hann og þau mynda eina heild í lífi og starfi, þá getur það vart verið betra. Ásdís Þóra Kolbeinsdóttir, sem hér er kvödd, var eiginkona vinar míns Guðmundar Kr. Jónmundssonar barnalæknis. Guðmundur er sú manngerð að hann tekur nokkuð oft áhyggjurnar heim með sér. Ásdís var sérstaklega ljúf manneskja og tók þátt í erfiðu starfi Guðmundar. Þeim fannst sem þau ættu eitthvað í þeim börnum sem Guðmundur var að stunda. Það var gott að koma á þeirra heimili, þar sem Ásdís stjórnaði af röggsemi og hlýju, en gamansemin var henni einnig í blóð borin. Gest- risnin var einstök og ef eitthvað var þá var heimilið ekki hollt sælkerum. Þannig var það lengst af. Hamingja og góð heilsa. Í nokkur ár hafði Ásdís þjáðst af exemi, sem ágerðist og varð til þess að hún þurfti að taka inn lyf, sem höfðu aukaverkanir. Það leiddi eitt af öðru og oft var hún sárþjáð en kvartaði aldrei. Þegar hún var spurð um líðan sína taldi hún sig vera skárri og þetta væri allt að koma. Sennilega hefur enginn gert sér grein fyrir hvað hún þjáðist. Ásdís var þeirrar gerðar að manni þótti vænt um hana og í blóma lífsins geislaði af henni. Hún var björt yf- irlitum og góðvild hennar var ein- stök. Hún vildi börnum sínum og barnabörnum allt hið besta og lét sína hagsmuni víkja fyrir þeirra. Heimilið var fjölskyldunni sannkall- aður griðastaður. Haustið minnir á hverfulleika lífs- ins. Ásdísi er þökkuð samfylgdin, en hún hefur nú lagt í þá ferð sem bíður okkar allra. Guðmundi og hans fjöl- skyldu eru sendar innilegar samúð- arkveðjur og beðið Guðs blessunar. Hafsteinn Hafsteinsson. Við kynntumst Ásdísi og Guð- mundi haustið 1968, þegar þau hjón- in voru nýkomin til Svíþjóðar ásamt börnum sínum. Guðmundur stundaði sérfræðinám í barnalækningum og Ásdís sá um heimilið og börnin. Ásdís var afar heilsteypt kona, hreinskilin og vinrækin. Hún hafði fallegt og einlægt bros; það fylgdi henni sönn glaðværð og við hlökk- uðum alltaf til að verða gestir þeirra hjóna, þau voru svo samtaka í gest- risni sinni og viðmóti. Ásdísi þótti gaman að börnum og hafði sérstak- lega gott lag á þeim. Börnum sínum var hún mikil móðir. Hún naut tónlistar og myndlistar og hlustaði gjarna á klassíska músík. Að vera gestir á heimili Ásdísar og Guðmundar þegar ættingjar þeirra komu í heimsókn til Svíþjóðar var mikil upplifun. Það var alltaf sér- staklega gaman að heimsækja þau hjónin á þeirra fallega og góða heim- ili í Garðabæ. Við kveðjum Ásdísi með söknuði og sendum góðvini okkar Guðmundi og börnum þeirra samúðarkveðjur. Arnar og Guðríður, Helsingborg. Í fáum orðum langar okkur að minnast Ásdísar, móður Öddu vin- konu okkar. Við kynntumst Ásdísi fyrir um 20 árum þegar leiðir okkar vinkvenn- anna lágu saman í menntaskóla. Við urðum fljótlega tíðir gestir í Dals- byggðinni, en þar hafði Ásdís búið börnum sínum yndislegt heimili og fyrr en varði vorum við orðin ein af „börnunum“ hennar. Þangað var alltaf jafn gott að koma, en Ásdís tók á móti okkur með opnum örmum og stjanaði við okkur. Við vorum ekki fyrr sestar niður en byrjað var að bera á borð gómsætar veitingar, heita snúða, kökur, kleinur og rjúk- andi vöfflur með heimalagaðri sultu, enda var Ásdís listakokkur. Á seinni árum þegar við fórum að búa var gott að hringja til hennar og fá góð ráð varðandi matargerð og upp- skriftir sem virtust búa yfir þeim eiginleika að geta ekki brugðist. Ásdís var einstaklega hlý, glaðvær og gefandi kona, og mest gaf hún kannski eiginmanni sínum og börn- unum sínum enda aldeilis ósérhlífin þegar kom að fjölskyldunni. Alltaf gaf hún sér tíma til að setjast niður með okkur og spjalla, áhugasöm um allt það sem við vorum að gera hverju sinni og fylgdist vel með okk- ur öllum á lífsins braut eftir að áhyggjulausum skólaárum sleppti. Síðustu árin settu veikindi mark sitt á hana en þrátt fyrir það hélt hún sína hlýja viðmóti, einlæga áhuga og umhyggju fyrir öðrum og aldrei heyrði maður hana kvarta. Þó Ásdís sé nú farin mun minningin um góða konu lifa áfram. Elsku Adda okkar og fjölskyldan öll, megi Guð veita ykkur styrk. Við kveðjum Ásdísi með þakklæti. Anna Bryndís, Randí og Guðrún. Stutt er dvöl í stundar heimi líður líf fyrr en lýði varir, sem hvirfilbylur um haf strjúki, ljómi leiftur um loftboga. (Jón Ólafsson.) Elskuleg vinkona og skólasystir, Ásdís Kolbeinsdóttir hjúkrunar- fræðingur, er látin, óvænt og langt fyrir aldur fram. Við munum varðveita minninguna um hana, hjartahlýja, fallega og glaðværa, í hjarta okkar, ásamt þakklæti fyrir að hafa átt með henni samleið. Veri hún Guði falin og ástvinir hennar allir. Bekkjarsystur úr Hjúkr- unarskóla Íslands. ÁSDÍS ÞÓRA KOLBEINSDÓTTIR Bróðir minn, VIGFÚS HELGASON, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 5. október. Sigríður Helgadóttir. Konan mín, ÞÓRNÝ ELÍN ÁSMUNDSDÓTTIR, Starrahólum 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 9. októ- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Júlíusson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA BALAMENTE, lést á heimili sínu í Phonex, Arizona, þriðju- daginn 8. október. Útför hennar fer fram í dag í Arizona. Philip Balamente, Kristján Balamente, Lisa Balamente, Gina Foster og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi, bróðir og tengdasonur, PÁLL KJARTANSSON, frá Haukatungu, Skúlagötu 9, Borgarnesi, lést á Landspítalanum að kvöldi mánudagsins 7. október. Ragnheiður Oddsdóttir, Einar Oddur Pálsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ásta Guðrún Pálsdóttir, Halldór Kristmundsson, Arnór Orri, Birna Karen, Ólafur Páll, Jóhann Kjartansson, Soffía Ingveldur Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.