Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STÓRMEISTARINN Helgi Ólafs- son er efstur Íslendinganna á Mjólk- urskákmótinu eftir tvær umferðir. Hann sigraði tékkneska stór- meistarann Tom- as Oral (2.546) í annarri umferð með hvítu. Eins og í fyrstu um- ferð sýndi Helgi mikið öryggi og aukin tafl- mennska að und- anförnu virðist hafa haft mjög góð áhrif á hann. Oral hefur teflt mikið hér á landi að undanförnu. Hann sigr- aði m.a. á minningarmótinu um Dan Hansson og lagði Stefán Kristjánsson í einvígi þeirra. Hinn íslenski stór- meistarinn á mótinu, Hannes Hlífar Stefánsson, lét tapið í fyrstu umferð engin áhrif á sig hafa og sigraði Stef- án Kristjánsson sem hafði unnið Hra- cek eftirminnilega í fyrstu umferð. Bragi Þorfinnsson lenti hins vegar í erfiðleikum gegn Sokolov og tapaði. Úrslit annarrar umferðar: Hannes Hlífar - Stefán Kristjánss. 1-0 McShane - Hracek ½-½ Sokolov - Bragi Þorfinnss. 1-0 Helgi Ólafsson - Oral 1-0 Nikolic - Tregubov 1-0 Þeir Nikolic og Sokolov eru efstir á mótinu með 2 vinninga en Helgi Ólafsson og McShane eru í 3.-4. sæti með 1½ vinning. Í áskorendaflokki urðu úrslit þessi: Guðmundur Kjartanss. - Flovin Naes 0-1 Ágúst S. Karlss. - Þorsteinn Þorsteinss. ½-½ Sigurður P. Steindórss. - Votava 0-1 Lenka Ptacnikova - Jón V. Gunnarss. 0-1 Páll Þórarinss. - Pedersen ½-½ Frammistaða Sigurðar Páls Stein- dórssonar gegn tékkneska stórmeist- aranum Jan Votova (2.518) vakti verðskuldaða athygli. Stórmeistarinn hafði svart og Sigurður Páll hélt jöfnu tafli lengi vel. Hann virtist ætla að innsigla jafnteflið þegar honum tókst að skipta upp í endatafl með mislitum biskupum, en málið reyndist ekki al- veg eins einfalt og ætla mátti í fyrstu. Votova gat skapað sér frípeð sitt á hvorum vængnum og of langt var á milli þeirra til þess að Sigurður Páll næði að stöðva þau bæði. Fyrsta konan í fyrstu deild Íslandsmótsins? Nýlega hafði Morgunblaðið eftir einum heimildarmanni sínum þau tíð- indi að kona hefði í fyrsta skipti nú í ár teflt í fyrstu deild Íslandsmóts skák- félaga. Ekki hafði heimildarmaðurinn alls kostar rétt fyrir sér hvað þetta varðaði. En hver var þá fyrsta konan sem tefldi meðal karlmannanna í efstu deild Íslandsmótsins? Í fyrra tefldu þær Lenka Ptacnikova og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir fyrir Tafl- félagið Helli og Cathy Rogers hafði áður teflt með Taflfélagi Garðabæjar. Hún var fyrsta erlenda konan til að tefla í keppninni. Hins vegar tefldi Guðlaug Þorsteinsdóttir löngu áður en þessar konur í deildinni. Þetta rifj- aði skákmaður nýlega upp á Skák- horninu. Sá hafði tapað skák fyrir Guðlaugu í fyrstu deild 1986. Guðlaug tefldi þá fyrir Taflfélag Kópavogs. Regina Pokorna, sem tefldi með karlameisturunum sjö í liði Hróksins í ár er svo velkomin viðbót við þennan lista. Áttunda mótið í Bikarsyrpu Halló! á sunnudag Taflfélagið Hellir, Halló! og ICC standa sameiginlega af 10 móta röð á skákþjóninum ICC sem kallast Bik- arsyrpa Halló! á ICC. Áttunda mótið fer fram sunnudagskvöldið 13. októ- ber, en það síðasta verður haldið 24. nóvember og verður það jafnframt Ís- landsmótið í netskák. Vegleg verð- laun eru í boði. Þeir sem hafa teflt í einhverju af sjö fyrstu mótunum þurfa ekki að skrá sig, heldur er nægilegt að mæta fyrir kl. 20 á ICC. Aðrir þurfa að skrá sig á www.hellir.is. Tefldar verða níu umferðir. Um- hugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við fyrir hvern leik. Atkvöld Hellis á mánudagskvöld Taflfélagið Hellir heldur atkvöld mánudaginn 14. október og hefst mótið kl. 20. Fyrst verða tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dom- inos pizzum. Þá verður annar kepp- andi dreginn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dom- inos pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomnir. Helgi sigraði Tomas Oral SKÁK Selfoss MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ 8.-16. október 2002 Daði Örn Jónsson Helgi Ólafsson Elsku Benadikt minn. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast þér og vera hluti af lífi þínu. Þrátt fyrir erfið veikindi þín varstu svo duglegur. Þú bræddir hjörtu okkar allra. Ég hlakkaði til á hverju kvöldi að koma og hitta þig á spít- alanum. Við eyddum kvöldunum í að hlusta saman á Stubbana og að leika okkur með uppáhalds dótið þitt, hringluna og boltann þinn. Og það sem fékk mig til að gleyma öllu voru BENADIKT ÞÓR HELGASON ✝ Benadikt ÞórHelgason fædd- ist á Landspítalan- um við Hringbraut 12. maí 2000. Hann lést á barnadeild Landspítalans 3. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 10. október. brosin þín, þau voru yndisleg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég mun aldrei gleyma þér. Engl- arnir gæta þín núna. Elsku Debbie, Helgi, Steven og Nicholas og aðrir aðstandendur. Megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Sigríður (Sigga). Það verður tómlegt á spítalanum án þín, kæri Benadikt, þú varst eins- konar litli bróðir minn en nú ertu far- inn. Þegar mamma og pabbi sögðu mér að nú værirðu orðinn svo veikur að þú værir alveg að fara að deyja, þá þurfti ég að hugsa mig aðeins um, og sagði þeim svo að ég ætlaði að finna upp lyf handa þér svo að þú myndir ekki deyja, því að börn eiga ekki að deyja, en ég er farinn að skilja þetta núna. Það var alltaf fyrsta hugsun mín þegar ég lagðist inn á barnadeildina að fá að vita hvernig þér liði, sama hversu veikur ég var, ef ég komst ekki til þín sjálfur þá urðu mamma og pabbi bara að spyrja fyrir mig, og ég var aldrei rólegur fyrr en ég var bú- inn að sjá þig fyrst á morgnana, helst áður en ég byrjaði á morgunmatnum en ég skildi aldrei af hverju þú fékkst ekki alvöru mat, þó að þú værir kom- inn með tennur, mig langaði nefni- lega svo að borða með þér frammi í borðkrók. Ég á eftir að sakna þess að hjálpa þér við allt mögulegt, sérstaklega að baða þig, það fannst mér „frábært“. En eins og ég sagði, þá verður tómlegt án þín og við munum öll sakna þín, en ég veit að núna loksins líður þér vel, án þess að vera með nál- ar og slöngur út um allt og endalaus- ar aðgerðir. Við hugsum til þín, litli vinur minn. Torfi Lárus. Erfiðri göngu er lokið fyrir litla angann hann Benadikt Þór. Vissu- lega var tilvera hans bundin sjúkra- húsinu þar sem hann var í stöðugu eftirliti og endalausum uppskurðum en enga að síður átti hann sína góðu daga þar sem allt virtist ætla að fara á besta veg. Og litlu sigrarnir voru sannanlega stórir. Margoft þegar ég kom í heimsókn leið honum vel og brosti Benadikt þá glaður og sprikl- aði fótunum sem mest hann mátti. Hann lék sér líka við spegilinn í rúm- inu þar sem hann sá sjálfan sig eða hringlaði marglita leikfanginu sem ákafast þar til hann varð þreyttur og fékk sér lúr. Allt sem í mannlegu valdi stóð var gert til að létta honum lífið og gera honum mögulegt að lifa við fötlun sína. Benadikt var dugleg- ur drengur sem gerði allt sem hann gat, þrátt fyrir mikil veikindi, til að tjá sig og upplifa heiminn. Hann var einstakt barn og hetja í orðsins fyllstu merkingu. En lífið er erfitt og jafnvel hetjurnar gráta. Vorsins barn, þú verður kvatt með tárum og vinahendur hlúa að þínum beð. Ég veit að margir sitja nú í sárum og sakna þess að geta ei fylgst þér með. Við biðjum Guð að blessa minning þína og breyta sorgarmyrkri í ljósan dag og láta kærleiksröðul skæran skína og skreyta jörð við lífs þíns sólarlag. (Guðm. Guðm.) Blessuð sé minning Benadikts Þórs. Hellen Linda Drake. Elsku Benadikt. Okkur systurnar langar að minn- ast þín með nokkrum línum, elsku litli frændi. Við munum svo vel eftir fyrst þeg- ar við komum í heimsókn til þín og fengum að halda á þér. Okkur fannst þú svo brothættur, og það var eins og þú fyndir það, því að þú tókst í fing- urna á okkur og kreistir þá. Því gleymum við aldrei. Styrkur þinn kom alltaf betur og betur í ljós. Það leikur enginn vafi á að þú varst sterkur strákur, Bena- dikt. Eins og til dæmis á eins árs af- mælisdaginn þinn varstu með lungnabólgu, en ekki varstu að kvarta. Það geislaði svo af þér, og brosið þitt fallega og innilega bræddi alla. Án orða kenndirðu svo mörgum margt. Við munum segja Benjamín litla bróðir okkar mikið um þig. Hann talar oft um þig og minnir okkur á að núna sé Benadikt frændi okkar eng- ill. Við trúum því að núna gerir þú allt það sem þú gast ekki gert hérna í þessu lífi. Við sjáum þig fyrir okkur hlaupandi um, hlæjandi og brosandi þínu breiða brosi. Benadikt hefði ekki getað verið heppnari með fjöskyldu, ást þeirra og umhyggja er ólýsanleg. Litli strákurinn ykkar mun lifa í hjörtum okkar allra. Elsku Debbie, Helgi, Steven, Nicholas, Gulla og Doreen amma. Við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Sigrún Fjeldsted og Linda Guðrún. Elsku Benadikt, núna ertu kominn með vængi og getur flogið um allt og ert orðinn lítill engill í guðsríki, það er svo gott að þú þarft ekki lengur að finna til, mér fannst þú alltaf svo dug- legur, einhvern tímann þegar ég fer til guðs og fæ vængi þá getum við hist og flogið saman um allt. Mamma mín og pabbi vilja senda mömmu þinni og pabba, bræðrum og ömmu innilegar samúðarkveðjur. Kveðja, þinn vinur, Björn Húni. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 30. sept. var spilað fyrsta kvöld af þremur í þriggja kvölda barómeter hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Mjög góð mæting var en 19 pör spiluðu á 10 borðum. Meðalskor 270. Friðþjófur Einarss. – Guðbrandur Sig. 333 Guðlaugur Bessas. – Björn Friðriksss. 308 Kristinn M. Stefánss. – Friðrik Steingr.304 Jón P. Sigurjónsson – Trausti Valsson 302 Mánudaginn 7. okt var spilað annað kvöldið í þriggja kvölda barómeter-tvímenningi hjá Bridge- félagi Hafnarfjarðar. Meðalskor 315 Sigfús Þórðarson – Erla Sigurjónsd. 367 Guðlaugur Bessas. – Björn Friðrikss. 363 Jón P. Sigurjónss. – Sigurður Sigurj. 357 Hafþór Kristjánss. – Hulda Hjálmarsd. 356 Staðan eftir 2. kvöld: Guðlaugur Bessas. – Björn Friðrikss. 635 Sigfús Þórðarson – Erla Sigurjónsd. 616 Jón Páll Sigurjónsson – Trausti Valss 612 Kristinn M. Stefánss. – Friðrik Steingr.600 Næsta mánudagskvöld verður spilað þriðja kvöldið í þriggja kvölda barómeter. Spilað er á nýj- um spilastað á mánudögum kl. 19.30, í Flatahrauni 3. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.