Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                             ! " #$        % ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÖLDUM saman þegar þessi þjóð átti varla neitt, engan mat eða húsaskjól, enga framtíð, ekkert sjálfstæði, eilífa kúgun og smán, handritin uppét- in, sögurnar farn- ar að endurtaka sig og sálmagaul- ið hana lifandi að drepa, – þá átti þessi þjóð eitt og aðeins eitt – hún átti land, ljósið sem læddist upp- yfir fjallsbrúnina, slæðuna í fossinum, faldinn á öld- unni, skuggann í hamraveggnum, fíf- una í mýrinni, mosató í grænum skóg, hvíslið í golunni og dálitla lautu (jafnvel til að deyja í) og þegar eymdin og bágindin höfðu svæft okk- ur var landið það eina sem var nógu sterkt til að vekja okkur aftur og aft- ur, – og þess vegna á þetta land heima í blóði okkar, beinum, frumum og innyflum og ef það á að eyðileggja það er verið að svæfa okkur svefni svo löngum að það er alveg á huldu hvort við vöknum aftur. Og svo gæti farið að þá ættum við ekki neitt með neinum og fyndist við einhvernveg- inn alltaf sofandi þótt við vissum ekki betur en við værum vakandi. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR, rithöfundur. Aðeins eitt land Frá Elísabetu Jökulsdóttur: Elísabet Jökulsdóttir FYRIR síðustu sveitarstjórnar- kosningar var töluverð umræða um framboð eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík lét gera skoðana- könnun fyrir þær kosningar og var um það bil helmingur þeirra, sem spurðir voru, meðmæltur sér- framboði. Þrátt fyrir þessa nið- urstöðu var ákveðið að hugsa ekki um framboð í sveitarstjórnarkosningum, því að- albaráttumál eldri borgara snúa að ríkisstjórn og Alþingi og því eðli- legra að fara í sérframboð í næstu Alþingiskosningum, sem verða í vor. Nú hefur Aþingi verðið sett og nýtt fjárlagafrumvarp lagt fram og verður fróðlegt að sjá og heyra hvað stjórnarherrarnir bjóða okk- ur þar. Eins og menn muna lagði heilbrigðismálaráherra fram tillög- ur sl. vor um úrbætur í hjúkrunar- og heilsugæslumálum aldraðra á næstu fimm árum, en strax á eftir kom frá fjármálaráðneyti að ekki væri búið að tryggja peninga í þetta verkefni og væri það því marklaust plagg. Verður fróðlegt að sjá í fjárlagafrumvarpinu hvort lagt verður fé í þetta verkefni og mörg önnur sem talað er um að lagfæra. Eftir fyrstu fréttum markar fjárlagafrumvarpið engin tímamót fyrir aldraða, þar sem allt er óbreytt nema hækkanir á því sem sagt er fylgja verðlagsþróun. Þó svo að forystumenn eldri borgara séu þolinmóðir eru nú þegar byrjaðar þreifingar fyrir sérframboði í vor og má geta þess að á félagsfundi, sem haldinn var 21. sept. í Félagi eldri borgara í Kópavogi, var gerð könnun um sérframboð og varð niðurstaðan sú að 55% fundarmanna vildu standa að sérframboði. Einnig hafa borist fréttir af því að á fimmta hundrað eldri sjómanna í Reykjavík hvetji til sérframboðs eldri borgara. Hvers vegna er þessi hreyfing að fara af stað? Því er auðsvarað: Eldri borgarar eru orðnir þreyttir, nánast uppgefnir, á að hlusta á lof- orð, sem eru svikin jafnóðum. Við erum þreytt á að horfa upp á stanslausa lengingu biðlista eftir hjúkrunar- og sjúkrarými og ekk- ert nema svikin loforð eins og til- lögurnar frá í sumar, engir pen- ingar til. Við erum þreytt á að þurfa að búa við hækkanir á læknis- og lyfjakostnaði. Við erum þreytt á að þurfa að búa við þessar miklu skerðingar á greiðslum Almannatrygginga, en með þessu kerfi er alltaf verið að fjölga fátæklingum í hópi aldraðra og öryrkja. Við erum þreytt á að þurfa að búa við að skattleysismörk fylgja ekki launa- eða verðlagsþróun og þannig er alltaf seilst lengra og lengra niður í vasa eldri borgara og öryrkja í skattheimtunni. Við erum þreytt á að þurfa að búa við óréttláta skattheimtu af líf- eyrissjóðslaunum. Við erum þreytt á að horfa upp á stórfelldar skattalækkanir hjá fyr- irtækjum, sem sýna milljóna og milljarða króna hagnað í dag, en engar lagfæringar okkur til handa. Við erum þreytt á að horfa upp á bruðl stjórnvalda og ráðamanna í gælu- og snobbverkefni sín. Við erum þreytt á að hlusta á fagurgala í landsfundasamþykktum stjórnmálaflokkanna, sem enginn þingmaður eða ráðherra hefur síð- an kjark til að flytja inn á Alþingi. Þessi atriði og mörg önnur eru ástæða þess að eldri borgarar eru að íhuga sérframboð og skyldi eng- an undra. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, form. Félags eldri borgara í Kópavogi. Framboð eldri borgara Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: Karl Gústaf Ásgrímsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.