Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nuka Arctica kemur og fer í dag, Apostol Andrey, Cec Fighter og Vík- ingur koma í dag. Vædderen, Örfirisey og Sighvatur Bjarnason fara í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan, kl. 13.30 bingó, kl. 10–16 púttvöll- urinn. Sviðaveisla í dag. Danskennsla byrjar 15. okt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað. Félagsvist kl. 13.30. Haustfagnaður verður fimmtud. 17. okt. Hlaðborð, salurinn opn- aður kl. 16.30. Dag- skráin hefst með borð- haldi kl. 17. Strætókórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Happ- drætti, skráning á skrif- stofu fyrir kl. 12 mið- vikud. 16. okt. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laugard.: Kl. 10–12 bók- band, línudans kl. 11. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar: Svanhildur s. 586 8014 e.h. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtud. 17. okt. leikhúsferð – Veisl- an í Þjóðleikhúsinu kl. 20. Skráning hafin. Nám- skeið í skyndihjálp fyrir eldri borgara í 2 daga, 18. og 21. okt., og seinna námskeiðið 25. og 28. okt. Skráning í s. 820 8571 kl. 14–15 virka daga. Eldri borgarar Garða- bæ og Bessastaða- hreppi, kl. 14–17 föstu- dagssamvera haldin í dag (Harmónikuball) ásamt kirkjunni, í safn- aðarheimilinu Kirkju- hvoli. Dansað, sungið, gamanmál, vöfflukaffi. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, kl. 10 leikfimi. Kl. 14 verða lyfjafræðingur og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um með fræðslu- og kynningarfund. Allir vel- komnir. Kaffi og með- læti eftir fundinn. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir, kl. 14 brids og spilamennska, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Fé- lagar úr Akranesfélag- inu koma í heimsókn í Lionshúsið, Auðbrekku 25–27, laugard. 26. okt. Kvöldverður og skemmtiatriði. Veislu- stjóri sr. Gunnar Sig- urjónsson, Ásgeir Jó- hannesson segir frá, Vinabandið, happdrætti, dans o.fl. Húsið opnað kl. 19. Skráning á þátt- tökulista sem eru í fé- lagsheimilunum. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl 13, brids kl. 13.30, púttað á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Rúta í Borgarleikhúsið á morg- un að sjá Kryddlegin hjörtu, fer kl. 19. Á morgun morgungangan kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Föstud.: Fé- lagsvist kl. 13.30. Sunnud.: Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Leik- húsferð í Borgarleik- húsið 31. okt. að sjá Með vífið í lúkunum. Skrán- ing fyrir 14. okt. Nánar í auglýsingum. Árlegur haustfagnað verður í Glaðheimum, Vogum, laugard. 12. okt kl. 15. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. kortagerð og servéttumyndir, kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 10 boccia, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 bók- band, kl. 14 kóræfing. Veitingar í Kaffi Berg. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 14. bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Kl. 14 kemur Benedikt Davíðsson, for- maður Landsambands eldri borgara, í heim- sókn og ræðir stöðu launamála og hvaða kröfur sambandið gerir til stjórnmálaflokkanna fyrir næstu kosningar. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn. Fótaaðgerð, hársnyrting. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500 Þráinn. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14–15 fé- lagsráðgjafi á staðnum, kl. 14 tískusýning, dömufatnaður, dansað við lagaval Sigvalda, veislukaffi. Kennsla í þrívíddarmyndum á miðvikud. kl. 9.15–12, skráning í s. 562 7077. Kennsla í postulíns- málun byrjar þriðjud. 22.okt. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Haustfagnaður kl. 18. Matur, gleði, glens og gaman, allir velkomnir. Félagsmiðstöðin opin fyrir alla aldurshópa. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardögum. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kristniboðsfélag karla, kaffisala verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, 3. hæð, sunnudaginn 13. okt. kl. 14–18. Í dag er föstudagur 11. október, 284. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í trúnni, ver- ið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (Kor. 16, 13–14. 23.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hvetja, 4 sívalnings, 7 guð, 8 rör, 9 fæði, 11 skrifa, 13 vendi, 14 undr- ast, 15 ári, 17 gagnsær, 20 málmur, 22 hakan, 23 ósætti, 24 valdi tjóni, 25 hjarar. LÓÐRÉTT: 1 stendur við, 2 skrölt, 3 tóma, 4 hörfi, 5 vesöldin, 6 harma, 10 nam, 12 skyldmenni, 13 duft, 15 rými, 16 matbúa, 18 heit- ir, 19 tölur, 20 á höfði, 21 vítt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 tækifærið, 8 kolin, 9 launa, 10 aka, 11 lagað, 13 rænir, 15 hross, 18 sagan, 21 kát, 22 síðla, 23 afurð, 24 hroðalegt. Lóðrétt: 2 ærleg, 3 iðnað, 4 ætlar, 5 Iðunn, 6 skál, 7 maur, 12 als, 14 æpa, 15 hæsi, 16 orður, 17 skarð, 18 stall, 19 grugg, 20 næði. Víkverji skrifar... VÍKVERJI ætlaði ekki að trúasínum eigin augum þegar hann sá í Nóatúni fjölbreytt úrval af er- lendum kjötvörum. Dádýr, lynghæn- ur, fasanar – Víkverja er til efs að kjöt af þessum skepnum hafi áður sézt í íslenzkum verzlunum. Kórón- an á kjötúrvalinu í Nóatúni er þó al- vöru ítölsk Parmaskinka og ítölsk hrápylsa, sem líka fæst í kjötborðinu þar á bæ þessa dagana. Hingað til hefur innflutningur á slíkum vörum verið bannaður af „dýraheilbrigðisástæðum“ en ein- hverra hluta vegna hefur nú komið gat í reglugerðarmúrinn sem vernd- ar að sögn íslenzkan búfénað fyrir lasleika og eigendur hans í raun fyrir erlendri samkeppni. Víkverji þarf því í bili ekki að sætta sig við ís- lenzku eftirlíkinguna af Parma- skinku, sem er sennilega fremur ættuð frá Borgarnesi eða Selfossi en frá Parma. Ítalska skinkan er reynd- ar mjög dýr, en það er sú íslenzka líka. Aukinheldur býður Nóatún nú upp á ferskan túnfisk og sverðfisk, sem er skemmtileg tilbreyting frá hvunndagslegri fiskum. Því miður er erfitt að hrópa ferfalt húrra fyrir Nóatúni á prenti en það myndi Vík- verji gera ef hann gæti. Vonandi verður framhald á innflutningnum. x x x KVENSKÓR með oddmjóum(eða kannski öllu heldur odd- hvössum) tám eru aftur komnir í tízku. Þegar Víkverji var táningur fyrir margt löngu urðu skór með svipuðu lagi móðins (eftir langt „fót- laga“ tímabil) og vinkonur Víkverja tróðu sér í þá af beztu getu. Aldrei var gripið til þess ráðs að höggva af hæla og tær eins og stjúpsystur Öskubusku gerðu til að reyna að komast í glerskóinn, en ekki var þetta þægilegt skótau. Víkverji man að læknar og sjúkra- þjálfarar skrifuðu lærðar blaða- greinar gegn þessum skófatnaði og bentu á að fyrir óharðnaðar og ekki fullvaxnar unglingsstúlkur gæti það að ganga í támjóum skóm haft í för með sér að tærnar afmynduðust og beygluðust. Þannig fengi fólk skólaga fætur af því að ganga ekki í fótlaga skóm. Víkverji er ekki frá því að merki þessa megi enn sjá á tám sumra þeirra, sem fylgdu tízkunni hvað fastast á þessum árum. x x x NÚ BER hins vegar ekkert ágagnrýni heilbrigðisstéttanna á támjóu skóna. Víkverji veltir því fyrir sér hvernig standi á því, en grunar að skýringin sé sú að í þetta sinn hafi skóframleiðendur áttað sig á vandanum og að mjóa táin á tízku- skónum sé innantóm – skórnir séu hafðir umtalsvert lengri en fótlaga skór í sama númeri væru, til þess að beygla ekki tærnar á eigandanum. Sá galli er reyndar á gjöf Njarðar að kvenfólk, sem gengur í oddhvössu skónum, getur virzt harla stórfætt þegar t.d. skór nr. 38 eru á lengd við nr. 43, en ýmsu er nú fórnandi fyrir að tolla í tízkunni. Það er a.m.k. skárra að sýnast stórfættur en að vera sífellt sárfættur og sitja kannski þar að auki uppi með beygl- aðar tær. Ekki hefur Víkverji haft orð á þessu að fyrrabragði við sér ná- komna eigendur skófatnaðar af áð- urnefndu tagi, enda er áreiðanlega ekkert gott að láta sparka í sig með oddhvössu tízkuskónum. Að græða á annarra eymd MAKALAUST er hversu fólk getur verið siðlaust og gerir lítið með boð og bönn ef peningar eru annars veg- ar. Á forsíðu Fréttablaðs- ins fyrir stuttu var litmynd af forsætisráðherra efst til hægri og áberandi bjóraug- lýsing, einnig í lit, neðst til hægri, svohljóðandi: Beck’s – lykillinn að góðu kvöldi. Með ólæsilegum stöfum stóð efst 0,3% alc. Hvaða heilvita manni dettur annað í hug en að hér sé verið að auglýsa bjór – áfengan bjór, þ.e. áfengi? Veit ritstjóri blaðsins ekki að bannað er með lög- um að auglýsa áfengi á Ís- landi? Eða hvernig stendur á að blaðið skipar sér á bekk með óprúttnum lögbrjótum sem er nokk sama um allt nema peninga? Hafa aðstandendur blaðsins hugleitt að auglýs- ingar af þessu tagi hitta verst ómálga fólk, börn, unglinga og þá sem eiga við drykkjuvanda að stríða? Allir vita hversu áfengis- bölið er útbreitt og mikil mæða. Allir vita að bjór er áfengi, að bjór kveikir neista sem getur orðið að óslökkvandi báli, mörgum til mikillar bölvunar. Auglýsendur eins og Fréttablaðið og margir fleiri, eins og sjónvarps- stöðvarnar, gefa greinilega ekki hætishót fyrir það. Sala og gróði ganga fyrir öllu. Selja skal sem flestum, sem mest, lokka sem flesta til fylgilags, kosta hvað það vill. Að fara gegn lögum er mörgum augljóslega ekk- ert tiltökumál ef peningar fást í aðra hönd. Það var ótrúleg ósvífni að þessi aulýsing var á svo áberandi stað í föstudags- blaðinu. Mér finnst blaðið hafa sett niður og lít það ekki sömu augum og fyrr. Aðstandendum auglýsinga af þessu tagi, þeim sem hagnast á eymd annarra, er sennilega alveg sama um það. E.G.Ó. Góð þjónusta ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu fyrir góða þjónustu hjá Bíll.is uppi á Höfða. Þar er veitt alveg sérstaklega góð þjónusta og þurfti ég ekki að hugsa fyrir neinu, þar var gengið frá öllu fyrir mig. Vil ég sérstaklega þakka Hilmari fyrir. Matthildur. Tapað/fundið Hlaupahjól í óskilum HLAUPAHJÓL fannst ná- lægt Áskirkju seinnipart- inn í september. Upplýs- ingar í síma 896-9315. Hálsmen í óskilum HÁLSMEN úr silfri fannst fyrir utan Hreyfingu í Faxafeni fimmtudaginn 3. okt. Upplýsingar í síma 567-2154 eða 897-6419. Dýrahald Draumur er týndur DRAUMUR týndist frá Eyrarholti 2 í Hafnarfirði. Hann er fimm mánaða fress, gulhvítur, með bláa ól og gult spjald. Hann er blíður og kelinn. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 555-3742. Fundarlaun. Kettlingur óskast ÓSKA eftir læðu gefins, helst svartri eða einlitri. Eldri en þriggja mánaða kemur ekki til greina. Upp- lýsingar í síma 868-3105 og 587-2474. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.