Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 59
DAGBÓK
SAGNTÆKNI hefur auðvit-
að mikið breyst frá því Kels-
ey skrifaði bók sína Vígreif
vörn (Killing Defence) árið
1966. Á þeim tíma var svo-
kölluð „Sviss convention“
vinsæl í slemmuleit. Hún
felst í því að stökk í fjögur
lauf á móti opnun á hálit er
slemmutilboð með góðum
trompstuðningi, 13–15
punktum og tiltölulega jafnri
skiptingu.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ 94
♥ Á865
♦ KD93
♣KD7
Austur
♠ KG62
♥ K7
♦ 76
♣109643
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 hjarta
Pass 4 lauf * Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Með fjórum laufum er
norður ekki að lofa fyrir-
stöðu í laufi, heldur eingöngu
að sýna sterka hækkun í
fjögur hjörtu og jafna skipt-
ingu. Það dugir suðri til að
skjóta á slemmu.
Vestur spilar út spaða-
þristi, fjórða hæsta. Já, Kels-
ey notar 11-regluna gegn
trompi líka, sem er kannski
helsti galli bókarinnar. Ekki
vegna þess að reglan sé út af
fyrir sig slæm, heldur vegna
þess að Kelsey er svolítill
hentistefnumaður í notkun
hennar.
Stundum – þegar það
passar – dregur hann óhikað
þá ályktun að útspilið sé frá
fjórlit, en þegir þunnu hljóði
í dæmum þar sem komið er
smátt út frá mannspili
ÞRIÐJA. En nóg um það.
Austur treystir því að makk-
er sé ekki að spila undan ás
og lætur gosann í fyrsta
slaginn til að afla upplýsinga
um drottninguna. Suður tek-
ur slaginn með drottning-
unni, spilar hjartadrottningu
og svínar. Nú er austur inni.
Hvað á hann að gera?
Telja, segir Kelsey. Sagn-
hafi á í mesta lagi sexlit í
hjarta (makker fylgdi lit) og
eftir útspilið er „sannað“ að
hann hefur byrjað með ÁDx
í spaða. Hann á því a.m.k.
fjögur spil í láglitunum.
Makker verður að eiga ás til
að spilið tapist. Ef það er tíg-
ulásinn getur sagnhafi aldrei
komist hjá því að gefa þar
slag. Öðru máli gegnir um
laufásinn. Hugsanlega þarf
að taka hann strax:
Norður
♠ 94
♥ Á865
♦ KD93
♣KD7
Vestur Austur
♠ 10873 ♠ KG62
♥ 9 ♥ K7
♦ 10842 ♦ 76
♣ÁG52 ♣109643
Suður
♠ ÁD5
♥ DG10432
♦ ÁG5
♣8
Með þessum einföldu taln-
ingarrökum blasir við að
spila laufi.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. Rf3 g6 2. d4 Bg7 3. e4 d6 4.
Bd3 e5 5. Bg5 Re7 6. c3 0–0
7. 0–0 h6 8. Be3 exd4 9. Bxd4
Rec6 10. Bxg7 Kxg7
11. Rbd2 Rd7 12.
Rb3 b6 13. Rfd4 Bb7
14. He1 Rce5 15. Bf1
Rc5 16. Dc2 Df6 17.
Had1 Hae8 18. Rxc5
bxc5 19. Rb5 He7 20.
b4 Dh4 21. bxc5 dxc5
22. c4 f5 23. exf5
Hxf5 24. Db2 Kh7 25.
He3 Hef7 26. f3
Staðan kom upp í
Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir
skömmu í Grikk-
landi. Mikhail Kras-
enkov (2.662) hafði
hvítt gegn Franz Hoezl
(2.393). 26... Rxf3+! 27. gxf3
Dg5+ og hvítur gafst upp
enda fátt til varnar eftir 28.
Kf2 Bxf3. 4. umferð Mjólk-
urskákmótsins hefst kl.
17.00 í dag á Hótel Selfossi.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert afslappaður, lífs-
glaður og félagslyndur
og nýtur þín best innan
um annað fólk.
Á komandi ári muntu þó
leita meira inn á við.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Farðu varlega í allri samn-
ingagerð í dag. Reyndu að
ganga frá lausum endum áð-
ur en þú byrjar á einhverju
nýju.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sýndu þolinmæði í atvinnu-
málum næstu mánuði. Farðu
með gát og reyndu að ljúka
öllum þeim verkefnum sem
þú hefur tekið að þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft að huga að þínum
nánustu samböndum. Hlust-
aðu á innsæi þitt og ræddu
efasemdir þínar við þá sem
hlut eiga að máli.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Mál, sem þú hélst að væru
frágengin, koma upp á yfir-
borðið að nýju. Það er óþægi-
legt þegar hlutirnir koma aft-
an að okkur en þú munt hafa
þitt fram að þessu sinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gamall vinur þarf á þér að
halda. Þú hefur alltaf lagt
áherslu á tryggð við vini þína
og nú færðu tækifæri til að
sýna það í verki.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gamall vinnuveitandi gæti
gert einhvers konar kröfu á
þig. Ef þú heldur vel á spil-
unum geturðu snúið aðstæð-
um þér í hag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að takast á við lög-
fræðileg mál sem hafa lengi
legið í loftinu. Mundu að það
getur borgað sig að gefa eftir
strax í upphafi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Næstu mánuðir henta vel til
að ganga frá málum sem
tengjast erfðum, trygging-
um, skuldum og sköttum.
Taktu þessi mál föstum tök-
um þótt þau séu leiðinleg.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það ríkir ennþá nokkur
óvissa vegna nýlegra breyt-
inga í einkalífi þínu. Nú er
rétti tíminn til að ganga frá
lausum endum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú getur fundið lausnir á
þeim vandamálum sem upp
koma í vinnunni. Líttu á þau
sem tækifæri til að koma
hlutunum í betra horf.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur fengið aukna ábyrgð
og þarft því að endurmeta
stöðuna. Gerðu sjálfum þér
og öðrum grein fyrir því hvað
þú ert tilbúinn til að taka á
þig mikla ábyrgð.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður tími til breyt-
inga í einkalífinu og á heim-
ilinu. Íhugaðu hvernig þú get-
ur aukið stöðugleika í lífi
þínu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. októ-
ber, er níræð Halldóra Her-
mannsdóttir frá Siglufirði.
Hún tekur á móti gestum á
afmælisdaginn frá kl. 16–19
í Hlégarði, Mosfellsbæ.
90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. októ-
ber, er níræður Sigurður
Vincenzo Demetz Franz-
son, tenórsöngvari og söng-
kennari, Fossagötu 8,
Reykjavík. Sigurður er með
móttöku fyrir vini sína, og
samstarfsmenn um árin, í
Tónlistarhúsinu Ými kl. 17–
19 á afmælisdaginn.
LJÓÐABROT
KONUNGSTIGN JESÚ
Víst ertu, Jesú, kóngur klár,
kóngur dýrðar um eilíf ár,
kóngur englanna, kóngur vor,
kóngur almættis tignarstór.
Kóng minn, Jesú, ég kalla þig,
kalla þú þræl þinn aftur mig.
Herratign enga að heimsins sið
held ég þar mega jafnast við.
Jesú, þín kristni kýs þig nú,
kóngur hennar einn heitir þú.
Stjórn þín henni svo haldi við,
að himneskum nái dýrðar frið.
Hallgrímur Pétursson
Hlutavelta
Morgunblaðið/Kristinn
Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 6.525 til styrktar
Rauða krossi Íslands. Þau eru Elínborg Kolbeinsdóttir,
Kristófer Kolbeinsson og Íris Teresa Emilsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Samþykki
afmælisbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Með morgunkaffinu
Út með það,
Karen. Eitt-
hvað hef ég
sagt sem þér
líkar ekki.
Garðatorgi, sími 565 6550
Nýkomið
Gallajakkar, gallabuxur
og bolir
Nýjar vörur
Peysur, blússur, buxur og bolir
Meyjarnar, Austurveri,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
FRÉTTIR
NÝLEGA flutti verslunin Í hús-
inu í Kringluna og er hún á neðri
hæð hússins gegnt kaffihúsinu
Kaffitári. Eigandi verslunarinnar
er Helga Lísa Þórðardóttir.
Verslunin er með m.a.: postulín
frá Kahla í Þýskalandi, glervöru
frá Leonardo, kubbaljós og
blómavasa frá Frakklandi og
hnífapör frá Þýskalandi og Bret-
landi. Þá er í versluninni hægt að
fá leigða ýmsa hluti sem notaðir
eru til að skreyta þegar halda á
veislu, m.a. stóra kertastjaka,
vasa og kökudiska, segir í frétta-
tilkynningu.
Verslunin Í húsinu flytur
Í LOK ársins munu farþegar
strætisvagna Strætó bs. geta
fengið nákvæmar upplýsingar
um ferðir vagnanna og hvaða
leið heppilegast sé að fara til
þess að ná á áfangastað á sem
skemmstum tíma.
Strætó og TrackWell Soft-
ware skrifuðu nýverið undir
samning er miðar að því að þróa
upplýsingakerfi Strætó sem mun
hafa í för með sér umtalsverðar
nýjungar fyrir farþega vagn-
anna. Nýja upplýsingakerfið er
hluti af framtíðarsýn Strætó og
til þess að tryggja sem flestum
greiðan aðgang að kerfinu verð-
ur stuðst við nýjustu hugbún-
aðar- og fjarskiptatækni. Þetta
þýðir að til að byrja með verða
upplýsingarnar aðgengilegar á
Netinu en þegar fram líða
stundir verða þær einnig að-
gengilegar með fjarskiptabúnaði
á borð við farsíma og í rauntíma,
segir í fráttatilkynningu. Ís-
lenska vefstofan mun hanna nýtt
útlit á heimasíðu Strætó og ann-
ast uppsetningu á vefumsjónar-
tæki fyrirtækisins. Fyrirtækið
Sjá ehf. hefur séð um undirbún-
ing, greiningu og útboð verkefn-
isins og mun hafa yfirumsjón
með verkefninu.
Nýtt upplýsingakerfi
fyrir farþega Strætó
HÓLAMANNAFÉLAGIÐ var
stofnað 1904 og hefur starfað með
mislöngum hléum síðan. Félagið
var endurvakið 7. september sl. í
tengslum við setningu Hólaskóla og
var eitt af verkefnum á 120 ára af-
mæli hans. Í undirbúningsnefnd
sátu Guðrún Helgadóttir, Bjarni
Maronsson og Erla Bil Bjarnar-
dóttir. Í nýjum samþykktum félags-
ins segir að félagið skuli „efla
tengsl skólans og velunnara hans,
tengsl hollvina innbyrðis og vera
farvegur fyrir velvilja og stuðning
hollvina við uppbyggingu Hóla-
skóla, skólastarfið og markmið
þess.“
Á endurvakningarfundinum var
Pétur Bjarnason Akureyri kosinn
formaður og Erla Bil Bjarnardóttir
Garðabæ og Helga Thoroddsen A-
Húnavatnssýslu í stjórn. Varamenn
voru kosnir Álfhildur Ólafsdóttir
Reykjavík og Brynjar Skúlason
Eyjafjarðarsveit.
Hólamannafélagið hefur komið
sér upp heimasíðu, http://www.hol-
ar.is/holamannafelag, og þar geta
áhugasamir skráð sig sem hollvini
Hólaskóla með því að hafa samband
við Pétur Bjarnason eða Sólrúnu
Harðardóttur. Jafnframt er hægt
að ganga í félagið með því að
hringja í síma Hólaskóla.
Hólamannafélag-
ið endurvakið