Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það fer ekkert á milli mála að hún hefur orðið ó, og það framhjá hr. Davíð. Þú átt ekkert í þessu skoffíni. Samtök um kvennaathvarf 20 ára Öruggt skjól, ráðgjöf og við- töl í boði SAMTÖK umkvennaathvarf erututtugu ára um þessar mundir og þar hef- ur mikið og gott starf ver- ið innt af hendi af ósér- hlífnum einstaklingum. Nánar tiltekið; Samtökin urðu tuttugu ára fyrr á árinu, eða í júní, en í dag eru nákvæmlega tuttugu ár síðan Kvennaathvarfið sjálft var opnað. Formaður Samtaka um kvennaathvarf er Elín Sigurðardóttir og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins í tilefni þessa afmælisdags. – Að hvers frumkvæði voru Samtök um kvenna- athvarf stofnuð og hver var aðdragandi þess? „Frumkvæðið áttu konur úr ýmsum kvennahreyfingum, svo og konur sem höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi sjálfar eða kynnst áhrifum þess í gegnum störf sín. Þetta var árið 1982 og um það leyti var umræðan um heimilis- ofbeldi að opnast. Kvennaathvörf höfðu verið opnuð á Norðurlönd- unum og þetta var einn liður í því að bæta stöðu kvenna. Markmiðið var, og er, að reka annars vegar athvarf fyrir konur sem verða fyrir andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi og hins vegar fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Samtök um kvennaat- hvarf voru stofnuð 2. júní 1982 og hinn 6. desember sama ár var fyrsta kvennaathvarfið opnað á Íslandi. Norðlenskar konur opn- uðu síðan kvennaathvarf á Akur- eyri 1984 en það var aðeins starf- rækt í eitt ár enda kom í ljós að konur utan af landi kjósa frekar að leita sér hjálpar utan eigin heimabyggðar. Hins vegar að- stoðum við konur utan af landi við að koma til okkar, ef þörf er á.“ – Hverju hefur Kvennaathvarf- ið og Samtök um kvennaathvarf breytt á tuttugu árum? „Tilkoma Kvennaathvarfsins hefur þýtt að nú eiga konur alltaf kost á öruggu skjóli ef þær þurfa að flýja heimilisofbeldi. Óbein áhrif eru þó kannski ekki minni, því umræðan opnaðist og nú ger- um við okkur betur grein fyrir því að ofbeldi þarf ekki að vera lík- amlegt til þess að vera óbærilegt, hið andlega ofbeldi er ekki síður erfitt og það er líka miklu lúmsk- ara. Starfsfólk Kvennaathvarfs- ins er í auknum mæli að aðstoða konur við að takast á við andlegt ofbeldi og gera þeim grein fyrir ýmsum birtingarmyndum þess.“ – Er ástandið betra í dag, tutt- ugu árum seinna, en þegar Sam- tök um kvennaathvarf settu á stofn Kvennaathvarfið? „Ástandið er öðru vísi í dag. Það fléttast fleiri þættir inn í mál- ið og aukin vímuefna- neysla hefur haft mikil áhrif. Það góða er hins vegar að ef konur vilja losna úr viðjum heim- ilisofbeldis er miklu meiri og fjölbreyttari aðstoð og stuðning að fá en áður var og við sjáum mjög mörg dæmi þess að konum hefur tekist að breyta lífi sínu og barna sinna til hins betra.“ – Í hverju er þjónusta Kvenna- athvarfsins helst fólgin? „Auk þess að reka athvarf fyrir konur þegar þær þurfa að yfir- gefa heimili sín, er rekin viðtals- þjónusta sem gefur konum kost á að vinna sig út út heimilisofbeld- inu án þess að fara burt af heim- ilinu. Við erum líka með neyðar- síma sem svarað er í allan sólarhringinn. Kvennaathvarfið stendur líka fyrir ýmiss konar fræðslu um heimilisofbeldi og tekur þátt í forvarnarstarfi eftir því sem hægt er. Einnig erum við með Opið hús fyrir konur sem hafa leitað til okkar. Við höfum safnað saman miklum upplýsing- um alveg frá opnun athvarfsins sem við gerum skil í ársskýrsl- unum okkar. Það má taka fram að ársskýrslurnar, auk alls konar upplýsinga og fróðleiks, er að finna á heimasíðunni okkar sem er www.kvennaathvarf.is.“ – Fjölgar þeim konum stöðugt sem leita til ykkar vegna ofbeldis af ýmsum toga? „Konum sem koma til dvalar fjölgar ekki en mjög mikil aukn- ing er í viðtölum og það er eina breytingin sem við sjáum í starf- seminni.“ – Hvers vegna heldurðu að það sé? „Því er erfitt að svara en kann að stafa af auknum úrræðum fyr- ir konur. Hins vegar er ekki minna af líkamlegu ofbeldi nú en verið hefur, en andlegt ofbeldi hefur orðið sýnilegra og auðveld- ara er fyrir konur að vinna gegn því án þess að fara af heimilinu. Við leggjum einmitt mikla áherslu á það í allri okkar fræðslu og umfjöllun að andlegt ofbeldi er ekki síður ofbeldi en líkamlegt of- beldi.“ – Er virkilega ekkert hægt að gera … situr þjóðfélagið uppi með stöðugt heimilisofbeldi? „Því miður virðist það vera. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að miðla fræðslu og halda úti umfjöllun. Hjálpa kon- um að opna sig og þekkja teiknin snemma í sam- bandinu.“ – Á hvaða hátt ætlið þið að halda upp á tuttugu árin? „Við munum fyrst og fremst minnast tímamótanna með veg- legri ársskýrslu sem kemur út eftir áramótin og næsti aðalfund- ur verður nokkurs konar hátíð- arfundur.“ Elín Sigurðardóttir  Elín Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 31. ágúst 1967. Hún starfar sem prentsmiður hér í borg og er einnig formaður Sam- taka um kvennaathvarf. Hún á tvö börn, Hávarr 9 ára og Berg- ljótu 7 ára. … nú eiga konur alltaf kost á öruggu skjóli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.