Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 76

Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMKVÆMT leiðréttum tölum Hagstofu Íslands um hag fiskveiða á síðasta ári nam hreinn hagnaður fiskveiða um 9,1 milljarði króna sem er um 12% af tekjum, sam- kvæmt árs- greiðsluaðferð og 6% ávöxtun stofnfjár. Í leiðréttu yfir- liti kemur fram að hreinn hagnaður sem hlutfall af tekjum er mestur hjá frystitogurum eða 17,4% af tekjum en tekjur frystitogara námu alls um 23,7 millj- örðum á síðasta ári. Í yfirlitinu sem birtist á föstudag fyrir viku vantaði um 2,8 milljarða króna í launalið fiskiskipaflotans, undir liðn- um önnur laun. Leiðréttingin veldur mestri breytingu á launalið báta undir 10 tonnum, breytist úr 498 milljónum króna í 1.354 millj- ónir króna. Það veldur því að hreinn hagn- aður smábáta sem hlutfall af tekjum breyt- ist úr 23,5% í 13,2%. Frystitog- ararnir hag- kvæmastir  Frystitogarar/14 8 9,  &' 0 9, : &' 0 9, : %'' 0  0,   5 >:   N           ? @  5+ VERKTAKAFYRIRTÆKIN E. Pihl&Søn og Ístak eru í sam- starfi við breska fyrirtækið Balfour Beatty Major Projects um tilboð í aðrennslisgöng Kára- hnjúkavirkjunar. Marjorie Hoop- er, upplýsingafulltrúi Balfour Beatty, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Páll Sig- urjónsson, forstjóri Ístaks, vildi ekkert tjá sig um málið, sagði það skýrast í dag hvaða fyrirtæki skiluðu inn tilboðum hjá Lands- virkjun. Breska fyrirtækið var eitt þeirra sem valin voru til þátttöku í útboði á stíflu virkjunarinnar og aðrennslisgöngum. Í einum verk- takahópanna sem hugðust bjóða í göngin hafa tvö fyrirtæki hætt við, Skanska og nú franska fyr- irtækið Vinci, og eftir stóðu E. Pihl&Søn og Ístak. Tveir verk- takahópar til viðbótar fengu út- boðsgögn, annars vegar ítalska fyrirtækið Impregilo S.p.A. og taki. Upplýsingafulltrúi Skanska, Peter Gimbe, sagði við Morgun- blaðið í gær að útboðsgögn vegna Kárahnjúkavirkjunar hefðu verið vandlega skoðuð og málið metið frá öllum hliðum. Að lokinni þeirri vinnu hefði áhættan verið metin það mikil við verkefnið að ekki hefði verið talin ástæða til að vera með í tilboðsgerðinni. Gimbe vildi ekki fara nánar út í það hvaða áhættuþættir hefðu ráðið mestu þar um. Hann sagði að almennt í útboðum sem þess- um þyrfti fyrirtækið að taka tillit til tæknimála, fjármála, umhverf- ismála og siðferðilegra þátta. Kai Krüger Henriksen, einn forstjóra Veidekke, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki upplýsa um ástæðu þess að fyrirtækið hætti þátttöku í hópnum með Skanska, Pihl&Søn og Ístaki. Það væri í virðingarskyni við þau fyrirtæki sem eftir stæðu í hópn- um. hins vegar Íslenskir aðalverktak- ar og þýska fyrirtækið Hochtief, sem þar til á miðvikudag voru í hópi með NCC International AS. Búist er við að fyrrnefndir verk- takahópar bjóði einnig í stíflu- gerðina en í þeim verkþætti kom AF-Gruppen til liðs við Ístak og E. Pihl&Søn í stað Skanska og Veidekke. Áhættan of mikil að mati Skanska Líkt og hjá NCC International réð áhættan við gerð Kára- hnjúkavirkjunar einnig töluverðu um að sænska verktakafyrirtæk- ið Skanska AS hætti við að gera tilboð í stíflu og aðrennslisgöng virkjunarinnar, en tilboð verða opnuð í dag í stjórnstöð Lands- virkjunar við Bústaðaveg. Tals- maður Veidekke ASA í Noregi vill ekki gefa upp ástæður þess að fyrirtækið hætti við tilboð í stífluna ásamt Pihl&Søn og Ís- Franska fyrirtækið Vinci býður ekki í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar en tilboð verða opnuð í dag Bretar í samstarfi við Ístak og Pihl&Søn BAUGUR ID, dótturfélag Baugs Group hf., hefur keypt 20% hlutafjár í fasteignafélag- inu Stoðum hf. af Kaupþingi banka hf. og á eftir kaupin samanlagt 44,25% hlutafjár Stoða. Þá hefur fyrirtækið gert samning til tveggja ára við Kaupþing um kauprétt á 21,4% hlutabréfa í Stoðum sem eru í eigu Kaupþings. Áform Baugs eru að selja þau bréf sem kaupréttur er á til innlendra eða erlendra fjárfesta. Stoðir eiga atvinnuhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu. Í árshlutauppgjöri félagsins frá miðju ári kemur fram að bókfært verð fast- eigna félagsins sé tæpir 20 milljarðar króna. Húsnæðið er samtals um 160 þúsund fer- metrar að flatarmáli í 51 húseign. Baugur er stærsti einstaki leigutakinn hjá Stoðum en félagið leigir samtals um 27% af heildarhús- eignum Stoða, mælt í flatarmáli. Næst þar á eftir koma Flugleiðahótel ehf., sem leigja um 19% af húseignum Stoða. Baugur kaupir 20% hlut í Stoðum hf. Bókfært verð fasteigna tæpir 20 milljarðar  Baugur kaupir/16 MARÍA Á. Einarsdóttir bókhaldari á alls 1.220 fingurbjargir úr öllum heimshornum. Hún byrjaði að safna fing- urbjörgum fyrir 16 ár- um og skráir þær allar vandlega en engar tvær eru eins. Í safni Maríu er m.a. hekluð fing- urbjörg, fingurbjörg úr marsipani og fingurbjargir sem hún hefur sjálf búið til. Söfnunargleði Maríu eru annars lítil tak- mörk sett því hún safnar líka þjóðbún- ingadúkkum, á frímerkjasafn og einnig vísi að kveikjarasafni. María Á. Einarsdóttir Á 1.220 fingurbjargir  Safnar/B6 „ÉG þekkti Kristin nú ekkert, þannig lagað,“ segir Bubbi Morthens inntur eftir kynnum sínum af Kristni Sig- mundssyni í Voga- hverfinu, en þeir koma fram á Lista- fléttu í Langholts- kirkju á morgun. Fléttan ber yfir- skriftina Krakkarnir í hverf- inu. Þar koma fram fjölmargir listamenn sem eiga það sam- eiginlegt að hafa alist upp í Vogahverfinu þegar það var nýjasta hverfið í borginni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnir dag- skrána. Ekki er ljóst hvort þeir Kristinn og Bubbi taka lagið saman, en af því gæti þó orðið. MINNSTU munaði að blikkklæðning á þaki Vest- urbæjarlaugarinnar fyki út í buskann í heilu lagi í rokinu sem setti mikið mark sitt á borgarlífið í gær. Fyrir snarræði björgunarsveitamanna tókst að fergja það í tæka tíð, en það stóð tæpt því klæðn- ingin hafði þá þegar rúllast upp eins og lok á sard- ínudós og hékk á bláþræði þegar tókst að festa hana. Töluvert tjón varð á þakinu og verður kvennaklefinn lokaður í dag, föstudag, vegna við- gerða. Verður konum boðið upp á aðstöðu í gufu- klefa og útiskýli fram yfir helgi. Þrátt fyrir skemmdir raskast starfsemi laugarinnar lítið en þó verður ekki unnt að hafa skólasund í dag. Búist er við að allt verði komið í eðlilegt horf á mánudaginn. Veðrið hafði sín áhrif á flug og lá mestallt innan- landsflug niðri og röskun varð á millilandaflugi. Tvær Flugleiðavélar, frá Frankfurt og Glasgow, gátu ekki lent á Keflavíkurvelli vegna veðurs og var snúið frá þangað til veður lægði. Björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast og þá var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út fimm sinnum vegna vatnsleka. 15 stiga hiti á Sauðanesvita Vindstyrkurinn í Reykjavík var dottinn niður í 13 m/sek í gærkvöldi kl. 21 með 10 stiga hita, en þó var veðrið á Akureyri enn betra; 13 stiga hiti og 10 m/sek. Líklega hefur þó hvergi verið hlýrra en á Skjaldþingsstöðum og Sauðanesvita, en þar var 15 stiga hiti á báðum stöðum kl. 21. Morgunblaðið/Júlíus Smiðir og björgunarsveitarmenn unnu hörðum höndum að því að festa niður þakplötur á Sundlaug Vesturbæjar. Sundlaugarþakinu bjargað á síðustu stundu  Þakplötur losnuðu/6 Bubbi, Krist- inn og hinir krakkarnir úr hverfinu  Það voru bara svo/32 Kristinn Sigmunds- son með vænan fisk. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.