Morgunblaðið - 27.12.2002, Side 6

Morgunblaðið - 27.12.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TALNINGA- VOGIR Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is  Léttu þér vinnuna í talningunni!  Auðveld í notkun  Vog á fínu verði Hafðu samband eða skoðaðu www.eltak.is TILRAUNABORANIR hafa yfir- leitt farið fram í samráði við Orku- stofnun og með aðstoð Jarðborana, þar sem tilgangurinn hefur verið að auka raforku- eða vatnsframleiðslu viðkomandi orkuveitna. Árangurinn hefur oftast lofað góðu og eru uppi áform um áframhaldandi boranir á næsta ári. Fundist hafa nýjar og óvæntar orkulindir og t.d. hefur heitt vatn komið víða í ljós á svonefndum „köldum svæðum“. Orkuveita Reykjavíkur, OR, stóð fyrir tilraunaborunum í þremur hol- um á Hellisheiði á árinu vegna áforma um nýja gufuaflsvirkjun á því svæði. Að sögn Guðmundar Þórodds- sonar, forstjóra OR, gaf hver hola fyrir sig um 5–10 MW í rafmagni. „Við höfum aðallega verið að stað- setja okkur á svæðinu til að finna út hvar bestu holurnar eru fyrir raf- magn og hvar þær eru bestar fyrir vatn. Árangurinn á árinu styrkir okkur í þeirri trú að þarna geti risið góð virkjun. Þetta er innlegg í um- hverfismat sem hefur verið í vinnslu hjá okkur vegna virkjunarinnar, sem áætlað er að verði um 120 MW að stærð í rafmagni og um 400 MW í heitavatnsframleiðslu,“ segir Guð- mundur. Frekari boranir á Hellisheiði Orkuveitan áformar að hefja raf- orkuframleiðslu árið 2006 á 40 MW og ári síðar er stefnt að fyrsta áfanga í heitavatnsframleiðslu upp á 50–100 MW. Síðustu áföngum í hitaveitunni á að vera lokið árið 2016. Að hluta til er þessi virkjun til komin vegna fyr- irhugaðra stóriðjuframkvæmda og að hluta vegna aukinnar orkunotk- unar á höfuðborgarsvæðinu, sem ár- lega eykst um 5–10 MW. Að sögn Guðmundar verður ein til- raunahola til viðbótar boruð á Hellis- heiði næsta sumar, nánar tiltekið við Kolviðarhól. Að lokinni vinnu við skýrslu á mati á umhverfisáhrifum og leyfisferli stjórnsýslunnar ættu framkvæmdir við virkjunina að geta hafist árið 2004 eða 2005. Þá ætlar OR að bora eina eða tvær holur á Nesjavöllum næsta sumar vegna stækkunar Nesjavallavirkjun- ar úr 90 í 120 MW, sem stefnt er að árið 2005. Óvissa á Suðurnesjum Hitaveita Suðurnesja, HS, boraði eina tilraunaholu í Trölladyngju á árinu og tvær holur á Reykjanesi, að- allega vegna fyrirhugaðrar iðnaðar- starfsemi á Suðurnesjum. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS, stóðst holan í Trölladyngju ekki fyr- irfram gefnar væntingar, eða 4–5 MW í rafmagni. Holurnar á Reykja- nesi gefa mikla orku en vandasamt getur orðið að reka þær, að sögn Júl- íusar, m.a. vegna sjóseltu, en holurn- ar eru út við strönd. Þær gefa á bilinu 15–20 MW en ólíklegt að þær verði nýttar til orkuframleiðslu. „Við bindum vonir við að nýjar hol- ur geti framleitt raforku fyrir þá stóriðju sem áformuð hefur verið á Suðurnesjum. Innanlandsmarkaður- inn er ekki til að virkja mikið fyrir, með þörf upp á 30 MW á fjögurra ára fresti,“ segir Júlíus. Hitaveita Suð- urnesja áformar að bora eina til- raunaholu til viðbótar í Trölladyngju á komandi ári. Fyrirtækið er einnig í samstarfi við OR um að skoða jarð- hitasvæði í Brennisteinsfjöllum en ólíklegt er að þar verði borað á næst- unni. Væn hola við Þeistareyki Félagið Þeistareykir ehf., sem er í aðaleigu Orkuveitu Húsavíkur og Norðurorku á Akureyri, hefur staðið fyrir tilraunaborunum að Þeista- reykjum í S-Þingeyjarsýslu. Mikill hiti hefur fundist þar í iðrum jarðar en tilgangur borana hefur verið að kanna hvort gufuaflsvirkjun á svæð- inu geti sinnt orkuþörf súrálsverk- smiðju á Húsavík sem fyrirtæki í eigu íslenskra og rússneskra aðila, Atlantsál, hefur verið að skoða. Að sögn Hreins Hjartarsonar, for- stjóra Orkuveitu Húsavíkur, var ein tilraunahola boruð á árinu sem kom- ið hefur í ljós að gefur 12 kg af gufu á sekúndu, sem samsvarar 6 MW í raf- magni, en aðeins 2 lítra af heitu vatni á sekúndu. Hreinn segir að til sam- anburðar gefi meðalhola 8–10 kg af gufu. Holan við Þeistareyki sé talin henta mjög vel til iðnaðarnotkunar og raforkuframleiðslu. Í raun hafi fundist eitt besta háhitasvæði lands- ins. Óvíst er hvort frekari borun fer fram við Þeistareykjabungu á næst- unni. Hreinn segir að það fari svolítið eftir gangi samningaviðræðna við Atlantsál, óskir hafi komið frá fyr- irtækinu um frekari rannsóknir. Til- raunaborunin hafi til þessa kostað 170 milljónir króna. Heit hola á „kaldri“ Hjalteyri Norðurorka á Akureyri hefur sem fyrr segir tekið þátt í borunum við Þeistareyki. Fyrirtækið hefur einnig borað eftir heitu vatni á Hjalteyri við Eyjafjörð á þessu ári, og með góðum og óvæntum árangri, að sögn Franz Árnasonar, forstjóra Norðurorku. Um hefur verið að ræða sambland af tilraunaborun og vinnsluborun fyrir hitaveitu Norðurorku. Til þessa hefur Hjalteyri tilheyrt svonefndum köldum svæðum á landinu en að fenginni undirbúningsvinnu Arnar- neshrepps ákvað Norðurorka að ráð- ast í frekari tilraunaboranir er vís- bendingar um heitt vatn komu í ljós þegar borað var eftir volgum sjó fyr- ir Fiskeldi Eyjafjarðar. Franz segir tilraunaholu á Hjalt- eyri hafa komið mjög vel út. Borað var um 1.450 metra niður en áætlanir Norðurorku gera ráð fyrir að svæðið geti gefið af sér 80 sekúndulítra af 87 stiga heitu vatni, miðað við hóflega svartsýni, en 200 lítra með hóflegri bjartsýni, eins og Franz orðar það. Auk þess að nýtast íbúum Arnarnes- hrepps gæti vatnið nýst Akureyring- um og öðrum Eyfirðingum í framtíð- inni. Jarðhitaleit í Fjarðabyggð Sveitarfélagið Fjarðabyggð stóð fyrir borunum við Eskifjörð á árinu og jarðhitaleit við Neskaupstað og Reyðarfjörð, með það að markmiði að auka heitavatnsframleiðsluna. Ein 1.200 metra djúp hola var boruð skammt frá Eskifirði og upp úr henni fékkst 74 gráða heitt vatn með góðu rennsli. Guðmundur Bjarnason bæj- arstjóri segir að eftir áramót hefjist prufudæling upp úr holunni. Jarðhitaleit var einnig haldið áfram á árinu í Norðfirði og á Reyð- arfirði. Guðmundur segir vísbend- ingar hafa komið fram um að heitt vatn sé þar að finna, einkum á Reyð- arfirði, og sótt hefur verið um fjár- magn til tilraunaborana úr orkusjóði sem verkefni í jarðhitaleit á köldum svæðum. „Ef allt gengur að óskum ættu framkvæmdir við hitaveitu á Eski- firði að geta hafist fljótlega. Á þessu ári höfum við varið allt að 100 millj- ónum króna til allra þessara verk- efna. Þetta hefur verið merkilegt fyr- ir þá ástæðu helsta að við höfum tilheyrt köldu svæðum landsins og fáir eflaust átt von á miklum ár- angri,“ segir Guðmundur. Auk þess sem hér hefur verið nefnt hafa fleiri aðilar á þessu ári staðið í jarðhitaleit og -borunum á landinu. Má þar nefna Snæfellsnes og sveitarfélagið Skagafjörð, sem ný- lega hóf leit og boranir eftir heitu vatni í Viðvíkursveit og í nágrenni Hofsóss. Óvæntar orkulindir hafa fundist við tilraunaboranir Nokkur helstu orkufyrirtæki landsins hafa verið iðin við jarðhitaleit og boranir á árinu. Björn Jó- hann Björnsson kannaði málið og komst að því að árangur borana hefur víðast hvar verið mjög góður og orkurík svæði komið í ljós. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Holur hafa víða verið boraðar á árinu með það að markmiði að auka orkuframleiðslu í landinu, m.a. á Reykjanesi á vegum Hitaveitu Suð- urnesja. bjb@mbl.is FJÓRIR voru fluttir með sjúkrabílum á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílveltu á Suð- urlandsvegi um klukkan ellefu í gærmorgun. Konan, sem ók bílnum, var í fyrstu talin alvar- lega slösuð en að sögn vakthaf- andi læknis á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi hlaut hún höfuðhögg og nokkurn áverka á olnboga og stóð til að hún færi í aðgerð vegna þeirra meiðsla en hún reyndist þó ekki alvarlega slösuð. Slysið varð með þeim hætti að jeppi rann til í hálku í langri aflíðandi beygju neðst í Bratta- stíg, austan Þjórsár. Hann lenti síðan út af veginum og ofan í skurð sem var hálffullur af vatni. Hjón og tvö ung börn þeirra voru í bílnum. Þau voru öll í bílbeltum og bílstólum og hlutu ekki meiriháttar áverka. Bílvelta í hálku á Suður- landsvegi MAÐUR var fluttur á slysa- deild til skoðunar eftir að bíll hans valt á Eyrarbakkavegi um kl. tvö aðfaranótt annars jóla- dags. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var maðurinn, sem var einn í bíln- um, ekki talinn alvarlega slas- aður en miklar skemmdir urðu á bílnum. Þá var fernt flutt á sjúkra- húsið á Ísafirði eftir að bíll valt út af veginum á Gemlufallsheiði laust fyrir miðnætti á jóladags- kvöld. Fólkið reyndist þó ekki alvarlega slasað og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Bíll valt á Eyrar- bakkavegi VILHELM Þorsteinsson EA var með mest aflaverðmæti allra ís- lenskra fiskiskipa á árinu, alls um 1.400 milljónir króna. Skipstjór- arnir eru tveir, Arngrímur Brynj- ólfsson og Guðmundur Þ. Jónsson, og skipta þeir árinu bróðurlega á milli sín. Þeir sögðu í samtali við Morg- unblaðið að árið hefði verið gott, en kvótinn á skipinu er alls um 60 þús- und tonn í ýmsum tegundum, held- ur meira en var árið á undan þegar þeir veiddu um 54 þúsund tonn. „Skipið er mjög gott og það sama má segja um áhöfnina, þannig að við höfum alla burði til að bera að landi mikinn og góðan afla,“ sögðu þeir Arngrímur og Guðmundur þegar blaðamenn hittu þá að máli um borð í Baldvini Þorsteinssyni EA á Þorláksmessu, en Vilhelm liggur við bryggju á Neskaupstað. Þá segja þeir einnig skipta máli að vel takist til með sölu aflans. Þeir sögðust hafa byrjað árið á síldveiðum og þá tók loðnuvertíð við og gekk hún vel. Þar á eftir var það grálúðan og svo karfinn og hvort tveggja gekk afbragðsvel. Í sumar var skipið svo við veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þá var tekið til við kolmunna og náðust um 11 þúsund tonn, 25 dagar fóru í veiðar og annað eins í siglingar með aflann að landi, sem er heldur mikið að mati skipstjóranna. Árið endaði svo á síld- og loðnuveiðum. „Skipið er mjög gott, því fylgir mikill kvóti, mannskapurinn er góður sem og veiðarfærin, þannig að þá gildir bara að vera á réttum stað á réttum tíma, þá gengur allt upp – en þetta síðasttalda getur nú vafist svolítið fyrir mönnum,“ segja þeir félagar um galdurinn á bak við það að færa svo mikil verðmæti að landi. Þeir segja að skipið sé keyrt mjög stíft og á því sé nánast tvö- faldur mannskapur. Áhöfnin sér sjálf um löndun, sem tekur þetta frá 9 og upp í 11 tíma. „Þannig að það þarf ekki að stoppa lengi í landi. Það má eiginlega segja að skipið fái aldrei frí,“ segja þeir ennfremur. „Við erum svo sem ekkert svart- sýnir,“ segja þeir um horfur fyrir komandi ár, en eru þó afar óhressir með að í sífellt meira mæli sé verið að loka hólfum fyrir botnfiskveiði og þeir séu bundnir af því að fara ekki inn í þessi hólf. „Það er alls staðar verið að loka á mann, um- ræðan um þessi mál er orðin dálítið vitlaus, einkennist af áróðri frá öðr- um í greininni. Maður bara spyr: Hvað verður næst, hvar endar þetta?“ segja þeir Arngrímur og Guðmundur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skipstjórarnir á Vilhelm Þorsteinssyni EA, sem kom með mest aflaverð- mæti allra íslenskra skipa að landi á árinu. Guðmundur Þ. Jónsson, til vinstri, og Arngrímur Brynjólfsson. Vilhelm Þorsteinsson EA með 1.400 milljóna aflaverðmæti á árinu Gott skip, mikill kvóti og góður mannskapur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.