Morgunblaðið - 27.12.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 27.12.2002, Síða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM tíu milljónir kjósenda ganga að kjörborðinu í Kenýa í dag og velja sér nýjan forseta í fyrsta sinn í 24 ár. Einnig verður kosið til þings og sveitarstjórna. Segja fréttaskýrendur þetta mikilvæg- ustu kosningar er haldnar hafi verið í landinu síðan það hlaut sjálfstæði frá Bretum 1963. Skoðanakannanir benda til að mest fylgi falli í skaut Mwai Kibakis, frambjóðanda Regn- bogabandalagsins (NARC), sem í eru rúmlega tíu stjórnarand- stöðuflokkar, og er honum spáð 68% atkvæða. Næstur kemur Uh- uru Kenyatta, frambjóðandi stjórnarflokksins, Þjóðarsamtaka Afríku (KANU), sem spáð er 21% fylgi. Daniel Arap Moi, sem hefur ver- ið við völd síðan 1978, má ekki, samkvæmt stjórnarskránni, bjóða sig fram nú, en hann valdi Kenyatta, sem hefur enga póli- tíska reynslu en er sonur Jomos Kenyattas, fyrrverandi forseta og stofnanda Kenýa. Kosningabarátt- an mun hafa farið að mestu frið- samlega fram. Bæði Kibaki og Kenyatta, sem og aðrir forsetaframbjóðendur, hafa lagt áherslu á efnahagsum- bætur og hæfni sína til að rjúfa tengslin við fortíðina. Kosið í Kenýa Nairobi. AFP. Reuters Frambjóðandinn Mwai Kibaki ávarpar stuðningsmenn sína í gær. NAPUR vindur lék um kirkjugarð- inn og kjökrandi fylgdust íbúarnir með þegar tvær líkkistur voru látn- ar síga ofan í grafirnar. En þegar kistunum hafði verið komið fyrir tóku þeir skyndilega að klappa. Þetta var greinilega engin venjuleg jarðarför. Í líkkistunum var að finna jarð- neskar leifar níu manna frá þorpinu Valdestillas á Norður-Spáni. Í byrj- un borgarastríðsins á Spáni, sem stóð frá 1936 til 1939, voru þeir dregnir með valdi út af heimilum sínum. Fylgismenn herhöfðingjans Franciscos Franco voru þar að verki. Mennirnir níu voru teknir af lífi. Líkin voru skilin eftir í veg- arkantinum. Þessir níu menn voru í hópi þeirra sem enn er „saknað“ á Spáni. Talið er að það séu alls um 30.000 manns. Þögn hefur ríkt um örlög þessa fólks í meira en 60 ár. Um þau mátti ekki ræða í þá tæpu fjóra ára- tugi sem Franco var við völd á Spáni. Frá því lýðræði var komið á fyrir bráðum 30 árum hafa menn verið uppteknir við annað. Grafir opnaðar Nú hefur orðið breyting þar á. Á Spáni hefur nú skapast hreyfing sem minnir um margt á þá sem svo mjög hefur látið til sín taka í Arg- entínu og krafist hefur uppgjörs við „skítuga stríðið“ þar í landi. Víða um Spán hafa fjölskyldur komið saman til aðgrafa upp jarðneskar leifar ættmenna sem myrt voru í borgarstríðinu. Líkunum var iðu- lega ýmist kastað í nærliggjandi skurði eða komið fyrir í ómerktum fjöldagröfum. „Við eigum þeim skuld að gjalda,“ segir Asuncion Esteban sem býr í Valdestillas. Langafi hennar og tveir aðrir ættingjar voru á meðal þeirra níu sem jarð- settir voru í kirkjugarði þorpsins fyrir skemmstu. Nokkrum dögum áður höfðu bein þeirra fundist í ómerktri gröf. „Nú eru þeir komnir heim, heim til fólksins síns og heim í þorpið. Þetta snýst ekki aðeins um jarð- neskar leifar þeirra heldur einnig um nöfn þeirra og stolt fjölskyld- unnar,“ bætir Asuncion við. Erfitt tímabil Heldur hljómar þessi saga ein- kennilega í landi þar sem lýðræðið stendur föstum fótum enda Spán- verjar eitt af aðildarríkjum Evrópu- sambandsins og Atlantshafs- bandalagsins. En margir Spánverjar eru þeirrar hyggju að þetta uppgjör við borgarastríðið og leitin að fórnarlömbum þess sé nauðsynlegur liður í þeirri end- urreisn lýðræðisins sem hófst eftir að Franco gekk á fund feðra sinna árið 1975. „Þetta er eitt erfiðasta tímabil í nútímasögu Spánar,“ segir Emilio Silva en hann stofnaði sam- tök ættingja fórnarlamba stríðsins eftir að hafa komist að því að afi hans var grafinn í skurði rétt fyrir utan þorpið þar sem hann bjó. „Það hvílir skömm yfir þjóðinni vegna þess að þetta fólk fórnaði lífi sínu við að verja lýðveldið sem Franco réðst gegn,“ bætir hann við. Franco fór fyrir uppreisn hersins gegn löglegri stjórn vinstri manna á Spáni. Sveitir Francos voru kall- aðar „þjóðernissinnar“ en vinstri- menn gengu undir heitinu „lýðveld- issinnar“. Margir útlendingar gengu til liðs við lýðveldissinna en Franco naut m.a. stuðnings þýskra nasista. Margir stuðningsmanna Francos féllu í bardögum í borgarastríðinu á Spáni. Minningu þeirra hefur löngum verið haldið á lofti. Minna fór fyrir þeim lýðveldissinnum sem týndu lífi í þessum átökum. Þeir nánast gleymdust enda var komið á „óskrifuðu bandalagi þagnarinnar“, að sögn Pauls Prestons, sem er sér- fróður um sögu Spánar á Franco- skeiðinu og starfar við London School of Economics. Preston segir að loks þegar 40 ára einræði Franc- os var á enda runnið hafi Spánverj- ar talið að heppilegast væri að hrófla ekki við fortíðinni til að tryggja framgang lýðræðisins. Árið 1977 samþykktu spænskir stjórn- málaflokkar uppgjöf saka vegna allra þeirra glæpa sem framdir voru í borgarastríðinu og á einræð- isárunum sem fylgdu í kjölfarið. Emilio Silva segir það hins vegar með öllu óþolandi að minningu lýð- veldssinna sé enginn sómi sýndur á sama tíma og grafhýsi Francos sé upplýst í Valle de los Caidos („Dal hinna föllnu“) skammt frá Madríd. Grafhýsið er vinsæll ferðamanna- staður en hundruð pólitískra fanga týndu lífi við gerð þess. Legstaður Francos er grafinn inn í fjall og lítt var hugað að öryggisráðstöfunum fyrir fangana sem þvingaðir voru til að vinna við grafhýsið. Deilt um fjölda fórnarlambanna Samtök Silva áætla að Franco hafi látið myrða um 30.000 manns. Sumir sagnfræðingar segja að þessi tala sé ýkt en þeir eru líka til sem segja fórnarlömbin hafa verið fleiri. Silva segir gögn liggja fyrir sem sanni að aftökur á stjórnarandstæð- ingum hafi farið fram allt til ársins 1959. Þá liggi fyrir að sumar fjölda- grafir geymi lík allt að 4.000 stjórn- arandstæðinga. Trúlega er skáldið Federico Garcia Lorca þekktasta fórnarlamb Francos. Hann var tekinn af lífi skammt frá Granada en jarðneskar leifar hans hafa aldrei fundist. Nú hafa 17 ómerktar grafir verið opnaðar. Rúmlega 50 lík hafa fund- ist í þeim. Í mörgum tilfellum hefur tekist að bera kennsl á beinin vegna klæðnaðar eða persónulegra muna sem fórnarlömbin báru á sér. Aðrar líkamsleifar munu fara í DNA- greiningu. „Í þorpunum hefur fólkið alla tíð vitað hvar ættingjar þess voru jarð- settir eftir að hafa verið myrtir. Þess vegna er svo mikilvægt að þetta fólk komi nú fram og segi frá vitnreskju sinni. Þessi kynslóð er að hverfa,“ segir Emilio Silva. Íhaldssamir fjölmiðlar hafa sumir hverjir fjallað um samtök Silva með heldur neikvæðum hætti og vænt hann og aðra um að opna gömul sár. „Við höfum engin sár opnað. Þess- um sárum var aldrei lokað. Úr þeim blæðir enn og við viljum græða þau,“ segir hann. Leitin að fórnarlömbum Francos Valdestillas. Associated Press. Þögn hefur ríkt um örlög þeirra þúsunda manna sem féllu í borgarastríðinu á Spáni við að verja lýð- veldið. Nú hefur risið upp hreyfing sem krefst þess að minn- ingu þessa fólks sé sómi sýndur. AP Francisco Franco ekur sigri hrósandi inn í Barcelona í mars 1939. ’ Þessum sárum var aldrei lokað. ‘ LIKUD-flokkur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, nýtur mun meira fylgis en Verka- mannaflokkurinn fyrir þing- kosningar sem fara fram í Ísrael 28. janúar. Virðist svo sem hneykslismál, sem tengist Lik- ud-flokknum, hafi litlu breytt um fylgi stærstu flokkanna. Samkvæmt fylgiskönnun sem birtist í gær í dagblaðinu Haar- etz myndi flokkur Sharons fá 35 menn kjörna á þing en þar sitja 120 fulltrúar. Er það sama fylgi og mældist í könnun í liðinni viku. Þá dró úr stuðningi við flokkinn eftir að upplýst var að fólk, sem vildi komast í framboð fyrir Likud, hefði greitt félögum í miðstjórn hans peninga fyrir sæti á framboðslistunum. Samkvæmt könnun Haaretz myndi Verkamannaflokkur Amram Mitzna aðeins fá 22 menn kjörna. Hins vegar myndi Shinui-flokkurinn, sem er ver- aldlegur miðjuflokkur, stórauka fylgi sitt og fá 15 menn kjörna en hann á nú 6 fulltrúa á þingi. Shas-flokkurinn, sem er flokkur hreintrúaðra gyðinga og hefur oftar en ekki verið í lyk- ilstöðu í ísraelskum stjórnmál- um, myndi hins vegar tapa miklu fylgi og aðeins fá 8 full- trúa en flokkurinn hefur nú 17 menn á þingi. Mikið for- skot Likud Jerúsalem. AFP. JÓHANNES Páll páfi leiddi í gær bænir fyrir kristnum písl- arvottum sem dáið hafa fyrir trú sína hvarvetna í heiminum. Gærdagurinn var dagur heilags Stefáns, sem talinn er hafa verið fyrsti kristni píslarvottur- inn, en hann var grýttur til bana árið 36. Sagði páfi að enn þann dag í dag mætti fjöldi trúaðra þola þjáningar fyrir trú sína. Á jóladag sagði páfi í hefð- bundnu ávarpi sínu að allt trúað fólk í heiminum yrði að taka höndum saman og stuðla að friði og þótt páfi nefndi ekki Írak sér- staklega var hann talinn skír- skota til hugsanlegrar herfarar Bandaríkjamanna til Íraks. Bað páfi þess að mannkynið tæki á móti friðarboðskap jólanna. Illviðri í Bandaríkj- unum ÞÚSUNDIR manna voru án rafmagns í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær, fjölda flugferða var aflýst og færð á vegum var slæm sökum mikillar snjókomu. Að sögn fjölmiðla er talið að 18 manns hafi látist af völdum veðursins síðan á mánu- daginn, í flestum tilvikum í bíl- slysum. Snjókoman í Boston á jóladag var sú mesta sem mælst hefur, og í Massachusetts-ríki voru um 40 þúsund manns án rafmagns. Svipaða sögu var að segja frá New York-ríki og í New York-borg voru jólin hvít í fyrsta sinn síðan 1969. Sakaður um tilræði FORSETI Túrkmenistan, Sap- armurat Niyazov, greindi frá því í gær að háttsettur leiðtogi túrkmensku stjórnarandstöð- unnar, Boris Shikhmuradov, hefði verið handtekinn, sakaður um að hafa lagt á ráðin um til- ræði við Niyazov í síðasta mán- uði. Niyazov heitir öðru nafni Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena. Shikhmuradov er fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra landsins og hafði verið í útlegð síðan árið 2000, er stjórnvöld neyddu hann til að yf- irgefa landið. Er hann sagður hafa laumast inn í landið 23. nóvember til þess að stjórna banatilræðinu. Grunsamlegt listaverk FRANSKUR listamaður á leið til London var handtekinn skömmu fyrir jól þegar örygg- isvörður á flugvelli við París taldi að listaverk, sem listamað- urinn var með, væri dínamít. Listamaðurinn, sem er skúlpt- úrkennari, sagði verkið innblás- ið af hryðjuverkum er framin hafa verið undanfarið og væri ætlað að heiðra minningu þeirra er farist hefðu, en ekki til að fremja fleiri hryðjuverk. Lista- manninum var sleppt eftir sól- arhrings varðhald, en lögreglan hélt listaverkinu eftir. STUTT Páfi biður fyrir písl- arvottum Jóhannes Páll páfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.