Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 16
LISTIR
16 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓNAS Guðmundsson tenór og
Magnús Ragnarsson organisti efna
til tónleika í Langholtskirkju kl. 12
á morgun, laugardag. Flutt verður
blanda af orgelverkum og söng-
lögum eftir Gunnar Reyni Sveins-
son, Sigvalda Kaldalóns, Stradella,
Setchell, Tegnér, Bach, Gounod og
César Franck.
Þeir Jónas og Magnús eru báðir
við framhaldsnám á sínu sviði og
þekkjast vel. Á tónleikunum munu
þeir leika jólatónlist auk þess að
gefa sýnishorn af því sem þeir eru
að glíma við í náminu. „Jónas er
hörkutenór og mun hann syngja
sína háu tóna í nokkrum verkanna.
Ég ætla að flytja nokkur viðamikil
orgelverk. Þannig ætlum við að
reyna að „monta“ okkur dálítið,“
segir Magnús og hlær ásamt Jón-
asi.
Efnisskráin samanstendur af
orgelverkum og sönglögum á víxl.
Magnús segist leitast við að sýna
ákveðna breidd í orgelflutn-
ingnum, þó svo að barokktónlistin
henti best fyrir orgelið í Lang-
holtskirkjunni. „Við munum byrja
á að flytja íslensk verk. Ég mun
flytja Jesú mín morgunstjarna á
orgelið og Jónas mun syngja Ave
Maríu Kaldalóns. Við höldum okk-
ur við jólastemmninguna framan
af en færum við okkur yfir í stærri
og viðameiri verk eftir því sem á
líður á tónleikana.“
Magnús stundar framhaldsnám
við kirkjutónlistardeild Tónlistar-
háskólans í Gautaborg og hefur
tekið að sér ýmis verkefni sam-
hliða náminu. Hann stýrði m.a.
flutningi á Messu fyrir einsöngv-
ara og kór eftir Jakob Jan Ryba,
en verkið hafði ekki verið flutt í
Svíþjóð fyrr og vakti mikla athylgi.
„Námið er mjög fjölbreytt og þarf
maður að öðlast kunnáttu á nokk-
uð mörgum sviðum. Ég hef þó að-
allega lagt áherslu á orgeleinleik,
kór- og hljómsveitarstjórn.“
Jónas leggur stund á söngnám
hjá Wagnersöngvaranum Reiner
Goldberg við Hanns Eisler-
tónlistarháskólann í Berlín. Hann
hefur komið fram sem einsöngvari
á fjölmörgum tónleikum, bæði er-
lendis og hér á landi. Í sumar söng
hann t.a.m. atriði úr Rigoletto á
Open Air-tónleikum í Berlín og var
veitt viðurkenning Berliner Salon
sem einn af efnilegri söngnem-
endum borgarinnar. Nú fyrir jólin
söng hann svo íslensk jólalög á
jólatónleikum á vegum Berliner
Salon í Berliner Dom.
Tónleikarnir á morgun verða
þeir fyrstu sem þeir Magnús og
Jónas halda saman opinberlega.
„Við höfum reyndar oftsinnis
sungið saman í kór, og einhverju
sinni bjargaði Magnús mér fyrir
horn með því að leika undir hjá
mér á masterclass-námskeiði eftir
að ég hringdi í hann með dags fyr-
irvara,“ segir Jónas og bætir því
við að hugmyndin um að halda
saman tónleika hafi komið upp hjá
þeim Magnúsi í gegnum þau sam-
skipti og önnur sem þeir hafa átt á
námstímanum. „Þetta verður
skemmtileg blanda af klassískum
kirkjutónsmíðum og jólalögum.
Við ákváðum að halda tónleikana
milli jóla og nýárs og gefa fólki
kosti á að bregða sér á klukkutíma
langa hádegistónleika milli jóla-
boðanna,“ segir Jónas að lokum.
Háir og djúpir
tónar í Lang-
holtskirkju
Morgunblaðið/Golli
Magnús Ragnarsson og Jónas Guðmundsson.
SÝNINGAR í Þjóðmenningar-
húsi eru opnar um hátíðarnar
frá 11–17 dagana 27., 28., 29.
og 30. desember. Ókeypis er á
sýningar á sunnudögum.
Sýningar í húsinu er: Hand-
ritin – sýning Árnastofnunar,
Íslandsmynd í mótun – áfang-
ar í kortagerð, Skáld mánaðar-
ins í Bókasal er sr. Einar Sig-
urðsson í Eydölum, sá sem
samdi m.a. Nóttin var sú ágæt
ein.
Landnám og Vínlandsferðir,
Þjóðfundarbókin frá 1851,
Sýningar í fundarstofum um
Jón Sigurðsson, Hannes Haf-
stein ráðherra, tónlist og leik-
list eru opnar á sunnudögum.
Opnunar-
tími Þjóð-
menningar-
hússins
Sólarljóð og vitr-
anir annarlegra
heima er fræðirit
eftir Hermann
Pálsson, fyrrver-
andi prófessor í
Edinborg. Her-
mann hafði búið
bók þessa til út-
gáfu þegar hann
lést í ágúst síðast-
liðnum.
Í bók sinni fjallar Hermann um Sól-
arljóð í ljósi annarra fornrita, bæði rita
í bundnu máli og lausu, frumsaminna
og þýddra, veraldlegra og kristinna.
Sólarljóð eru kveðskapur sem ortur
var á Íslandi í kaþólskum sið.
Útgefandi er Hof og Bókaforlagið
Bjartur annast dreifingu.
Fræðirit
Hermann
Pálsson