Morgunblaðið - 27.12.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 27.12.2002, Síða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 17 KVIKMYNDIN Með fullri reisn (The Full Monty) hefur átt gríðarleg- um vinsældum að fagna frá því að hún var frumsýnd fyrir rúmum fimm ár- um. Þessi einfalda saga um hóp sára- venjulegra, atvinnulausra iðnverka- manna sem öðlast aftur sjálfsvirðingu með því að koma fram sem fatafellur sló í gegn um heim allan og myndin hlaut fjölda verðlauna og gríðarlega aðsókn. Kvikmyndin var t.a.m. árið sem hún var frumsýnd talin mest sótta kvikmynd í Bretlandi frá upp- hafi og var valin besta mynd Evrópu auk þess að hljóta hin eftirsóttu verð- laun bresku kvikmyndaakademíunn- ar ári síðar. Höfundar nýsjálensks leikrits um svipað efni sem skrifað var 1987 hafa haldið fram að kvik- myndin sé byggð á því. Leikrit þeirra hefur verið sýnt hér á landi af áhuga- leikfélögum í Keflavík (1999) og á Ísa- firði (2001). Auk þess samdi Guð- mundur Rúnar Kristjánsson leikrit með söngvum sem byggt var á kvik- myndinni þar sem hann bjó sögunni stað í íslensku sjávarþorpi og sýnt var af Leikfélagi Fjölbrautaskólans í Breiðholti (1999) og af Bull og vit- leysu í Tjarnarbíói (2000). Lokaatriði kvikmyndarinnar hefur jafnvel verið endurskapað sem skemmtiatriði bæði af grunn- og framhaldsskólanemum á árshátíðum. Aðalástæða þessara almennu vin- sælda er að sagan er hjartnæm, sígild saga um venjulegt fólk sem sigrast á aðstæðum sem eru í þann mund að buga það. Að auki er háttsemi þeirra sem hafa atvinnu af að fletta sig klæð- um tekin fyrir og gerð að aðhláturs- efni. Fyrir þá sem finnst það að fækka fötum fyrir framan áhorfendur ógnvekjandi fyrirbæri er sýnd fjöl- skylduvæn hlið á því – hinu kynferð- islega æsandi atferli er breytt í sak- lausa skemmtun. Í raun er lögð sérstök áhersla á þetta inntak verks- ins í þessari sýningu Þjóðleikhússins, mun meira en gert var í frumupp- færslunni á Broadway í New York fyrir tveimur árum. Í hlutverkin hafa verið skipaðir leikarar sem flestir áhorfendur geta séð sjálfa sig í enda vinnur Filippía I. Elísdóttir frábært verk við að skapa hverri persónu bún- ing við hæfi – enda þróast búning- arnir með persónunum. Gervi Bald- urs Trausta og Atla Rafns eru t.d. ótrúlega vel til fundin. Vytautas Narbutas dregur upp andstæður milli hryssingslegs útlits yfirgefinnar skipasmíðastöðvar og ofhlæðis inni á heimilunum. Einföldum málmlituð- um flekum er svo breytt í svið félags- heimilisins með fjölbreyttum, lit- skrúðugum ljósum. Þýðing Karls Ágústs Úlfssonar er hnyttin og þjál en í söngleiknum er litlu bætt við fyrri útgáfur verksins. Hvað dansinn varðar tekst að fara bil beggja milli þess að hafa hann svo viðvaningslegan að veki hlátur áhorf- enda og þess að hann verði ótrúverð- ugur vegna fótafimi leikaranna. Þar leikur leikstjórinn sér með að flóknar staðsetningar þar sem hópurinn er sí- fellt á hreyfingu og persóna hverrar persónu er túlkuð með dansmáta hennar. Framúrskarandi dæmi um þetta er dans Arnars Jónssonar í hlutverki Jóns trölls. Það veltur miklu meira á söngnum í sýningunni en dansinum sem er í aukahlutverki. Fjölbreytt tónlistin er grípandi og flutt af miklum krafti. Kvenkyns söngvararnir skila sínum hlut vel, þá sérstaklega Brynhildur og Edda Heiðrún bæði sitt í hvoru lagi og saman þegar „Þú ert mér allt“ er tekið í seinna skiptið. Söngur karl- anna er stærra vandamál. Hann hvílir að mestu leyti á traustum herðum Rúnars Freys sem tókst best upp í „Goluna frá ánni“ en Ólafur Darri og sérstaklega Atli Rafn koma skemmti- lega á óvart. Fágaðri söngur myndi vart falla inn í þann grófa stíl sem sýningunni er valinn en það verður að segjast að stundum var söngur karl- anna alveg á mörkunum að vera boð- legur og hann var aldrei hnökralaus. Annars má leiða líkur að því að sumt sem miður fór í söngnum megi skrifa á reikning frumsýningar- skjálftans margumtalaða. Hann jókst mjög eftir því sem leið á sýninguna, hljóðstjórnin brást illa oftar en einu sinni, einstaka tilsvör brengluðust eða gleymdust alveg á meðan megna steikingarlykt úr Leikhúskjallaran- um lagði fram í salinn. Burðarásar leiksins í þessari sýn- ingu eru Rúnar Freyr Gíslason og Halldóra Björnsdóttir sem hin frá- skildu Gunni og Ragga og Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Darri Ólafs- son sem hjónin Gogga og Debbi. Samskipti þeirra eru dramatískasti þáttur sýningarinnar enda trúverðug á allan máta. Hjónin Haraldur og Vigga eru leikin af Baldri Trausta Hreinssyni og Eddu Heiðrúnu Back- man. Samband þeirra er meira séð í spéspegli en bæði Baldur og Edda ná að túlka þau meistaralega jafnt í gríni sem alvöru. Atli Rafn var frábær sem hinn aulalegi Magnús en það vantar sárlega einhvern botn í hvað dregur Ívar í meðförum Kjartans Guðjóns- sonar að honum. Guðmundur Ingi Þorvaldsson var aftur á móti ákaflega trúverðugur sem samkynhneigða fatafellan, Baddi Lottó. Aðrir minn- isstæðir af þeim tuttugu leikurum sem tóku þátt í sýningunni eru Alex- ander Briem sem brá upp sannfær- andi mynd af skilnaðarbarninu Nonna, sem reynir að gera gott úr öllu, Arnar Jónsson sem gaf sig allan í hlutverk Jóns trölls, Sigurður Skúla- son sem presturinn og Edda Arn- ljótsdóttir sem var mjög lífleg í litlu hlutverki Súsönnu. Hópatriðin voru undantekningarlaust vel unnin bæði hvað skipulag snertir og hve leikar- arnir voru vel með á nótunum. Skipt- ingar gengu fljótt og örugglega sem er mikill kostur á svo flókinni og mannmargri sýningu. Söngleikur þessi telst seint til tíma- mótaverks en hefur allt til að bera til að hljóta almenningshylli enda um- fram allt aðgengilegur. Sýningin hef- ur tekist mætavel enda endurspeglar stíll hennar hina grófu, einföldu sögu sem hér er sögð. Kenn Oldfield hefur bætt enn einni fjöður í hatt sinn í söngleikjastjórn hér á landi. „Striplast með strákunum“ LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur tónlistar og söngtexta: David Yazbek. Höfundur leiktexta: Terrence McNally. Leiktexti byggður á samnefndri kvikmynd, handritshöfundur Simon Beaufoy og leikstjóri Peter Cattaneo. Kvikmyndin er sennilega byggt á leikrit- inu Stæltu stóðhestarnir eftir Anthony McCarten og Stephen Sinclair. Útsetn- ingar: Harold Wheeler. Þýðing og stað- færsla: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri og danshöfundur: Kenn Oldfield. Aðstoð- arleikstjóri: Tinna Gunnlaugsdóttir. Hönnuður leikmyndar: Vytautas Narbu- tas. Búningahönnuður: Filippía I. El- ísdóttir. Hönnun lýsingar: Björn B. Guð- mundsson og Páll Ragnarsson. Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Hljóðstjórn: Sigurður Bjóla. Hljóðfæra- leikarar: Eiríkur Örn Pálsson/ Sveinn Birgisson, Erik Qvick, Eyþór Gunn- arsson/ Agnar Már Magnússon, Guð- mundur Pétursson, Jóhann Ásmunds- son/ Birgir Bragason, Jóhann G. Jóhannsson, Pétur Grétarsson, Sigurður Flosason, og Sigurður Þorbergsson/ Edward Frederiksen. Leikarar: Alexander Briem, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurð- arson, Baldur Trausti Hreinsson, Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldóra Björnsdóttir, Kjart- an Guðjónsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Randver Þorláks- son, Rúnar Freyr Gíslason, Sigríður Þor- valdsdóttir, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Valdimar Örn Flygenring, Vigdís Gunnarsdóttir og Vigdís Hrefna Páls- dóttir. Fimmtudagur 26. desember, annar dagur jóla. MEÐ FULLRI REISN Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þreyttir en ánægðir leikarar koma fram að lokinni frumsýningu í gærkvöld: „Sýningin hefur tekist mæta vel enda endurspeglar stíll hennar hina grófu, einföldu sögu sem hér er sögð,“ að dómi Sveins Haraldssonar. Sveinn Haraldsson ÞEGAR farið er í bíó ástysta degi ársins er réttað skoða eitthvað var-anlegt sem bætir og kæt- ir. Ég valdi Mon Oncle, Frænda minn, meistaraverk Jacques Tati frá 1958. Myndirnar hans eru nú að- gengilegar í Le Champo á rue des Écoles, rétt við Boulevard Saint Michel. Nú var skundað í bíó síðdeg- is, í íslenskri vorblíðu og hæfilegri jólaös. Jacques Tati sem bjó aðeins til örfáar bíómyndir með löngu milli- bili, þar á meðal Playtime og Traffic, hlýtur að vera einn af frumlegustu snillingum kvikmyndasögunnar. Lagði allt í sölur fyrir listina, bláfá- tækur, já, var það ekki hann sem bjó stundum í pappakassa. Sjónarhorn hans á lífið og til- veruna er allt í senn: fyndið, skýrt og ljúft, og áhorfandinn verður fyrir áhrifum sem ylja og kveikja hugsun í allar áttir. Í miðdepli myndarinnar eru lítill skólastrákur sem býr í „nútíman- um“, ferköntuðu og óþægilegu ein- býlishúsi sem er ofurtæknivætt og sérvitur frændi hans, Hulot, sem býr efst uppi í húsi með sál, við lítið torg þar sem grænmetissalar ráða ríkjum og hundalíf kaffihúsalíf og nágrannalíf blómstrar. Það er ein- mitt eitt af kraftaverkunum við Frænda minn hvað mörgum lífum eru gerð skil á tveimur klukkutím- um. Fyrir utan þau sem ég hef þeg- ar talið er skólastrákalíf, verk- smiðjulíf, einbýlishúsalíf, umferðar- líf. Og úr öllum þessum lífum verður heild, sem er komið til skila með ýmsum aðferðum. Að sumu leyti er teiknimynda- svipur á Frænda mínum. Talað mál er aukaatriði og stílfært það sem það er. Látbragðið segir allt, hárná- kvæmt, stundum hófstillt, stundum dásamlega ýkt. Það má líka skoða myndina eins og eitt samfellt dans- númer, og Tati/Hulot aðaldans- arinn. Myndin byrjar á hundadansi. Bílar marséra eftir götunum, hús- móðir tiplar á glymjandi gólfum, all- ir vinda sig og sín skref á hellunum í „garði“ einbýlishússins, einkarit- arinn brokkar upptrekkt um verk- smiðjuna sem framleiðir garð- slöngur. Og danslistin nær hámarki í slöngudansinum þegar Hulot stillir maskínuna óvart á ýmsar tegundir af yfirsnúningi og lengjan öðlast sjálfstætt dansandi líf út um víðan völl. Fyndnin í myndinni er marg- slungin, kannski fyrst og fremst ljúf og prakkaraleg. Um leið tekst að sýna fram á margan fáránleikann í daglega lífinu, hvernig tæknin flæk- ist fyrir, hvernig hún mengar, ekki síst í hávaðanum. Það sem mér finnst þó mest varið í eru spreng- hlægileg atriði úr prakkaralífi skóla- strákanna, og það hvernig frændinn með barnshjartað er nálægur og tekur þátt án þess að vera uppá- þrengjandi. Það er líka gott til þess að hugsa að Frændi minn er af þeirri gerð sem krakki gæti haft gaman af, en verður varla fullmetin að verðleikum fyrr en viðtakandinn er kominn yfir fertugt, minnst. Eftir þessa alfrönsku myndþar sem Tati gerir þettadýrlega grín að löndumsínum og nútímalífi, svo glæsilega að það hefði enginn nema Frakki getað gert, þá var ekki ann- að að gera en að borða franskt. Þar hefði verið af nógu að taka, en kúrs- inn tekinn á La Ferme Saint- Germain á Rue du Dragon númer 5. Sem sagt niður Saint Michel, vinstri snú á Boulevard Saint Germain, framhjá Odéon og Mabillon stöðv- unum, og þar til vinstri er umrædd hliðargata. Staðurinn er snotur í sveitastíl og þjónustan notaleg. Hér er hægt að fá fullkomna máltíð fyrir 19,50 evrur (um 1.650 krónur) og úr þó nokkru að velja fyrir þann prís. Ég fékk mér gæsalifrarkæfu í for- rétt (kostaði 6 evrur aukalega) og hún var ósvikin. En ekki hefði ég talið þáklassakæfu innan holl-ustumarkanna sem eigaað vera á matarogbíó- samsetningunni minni, fyrr en ég sá á prenti að Frakkar telja hana til fæðu sem stuðlar að viðhaldi æsku- blómans. Það sögðu sömu Frakkar að rauðvín væri eina vínið sem væri gott í sama tilgangi. Ég hélt mig því við það þetta bíókvöld þótt það passi ekki með kæfunni. Á eftir fékk ég meiri gæs með hvítlaukskartöflum, bíófélaginn fékk grillaðan lax. Ann- að okkar slúttaði með háfrönskum eftirrétti, créme brulée, og hitt með frönsku skyri (fromage blanc) og sólberjalíkjör (cassis) út á. Góður og heiðarlegur gamaldags franskur matur á góðu verði. Jólatíminn er indæll og afslapp- aður í París, líka vegna þess að lítið ber á ferðamönnum. Parísarbúar sitja því tiltölulega ótruflaðir að borginni sinni. Nokkrir þeirra gáfu sér tíma um leið og við, eftir matinn, til að fá sér kaffi á Saint Sulpice- torgi, á uppáhaldskaffihúsi í hlýju rökkri, og horfa á samnefnda kirkju og skugga í hátíðarskapi sem fara hjá. B íókvö ld í Par í s Frændinn með barnshjartað Eftir Steinunni Sigurðardóttur Jacques Tati árið 1968.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.