Morgunblaðið - 27.12.2002, Page 24
MINNINGAR
24 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HARALDUR SVEINSSON,
Hlíðargötu 39,
Sandgerði,
verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu
Sandgerði í dag, föstudaginn 27. desember,
kl. 14.00.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Guðmundur G. Haraldsson, Majbritt Haraldsson,
Guðbjörg Haraldsdóttir, Skúli Guðmundsson,
Sigrún H. Haraldsdóttir, Hjálmar Georgsson,
Haraldur B. Haraldsson, Arna S. Árnadóttir,
Helgi Haraldsson, Helga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur, tengdasonur og bróðir,
JÓN GUNNAR ÞÓRMUNDSSON
múrarameistari,
Borgarholtsbraut 46,
Kópavogi,
sem lést þriðjudaginn 17. desember, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn
30. desember kl. 13.30.
Jóhanna S. Hannesdóttir,
Hannes Sigurbjörn Jónsson, Bergþóra Sigurjónsdóttir,
Halldór Gunnar Jónsson, Auður M. Guðmundsdóttir,
Heimir Snær Jónsson,
Þórmundur Hjálmtýsson, Hólmfríður Jónsdóttir,
Hannes Halldórsson, María Steinþórsdóttir
og systkini hins látna.
Okkar ástkæra,
HINRIKA HALLDÓRSDÓTTIR,
Miðvangi 143,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag,
föstudaginn 27. desember, kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
hjálparstarf Rauða Kross Íslands.
Sigurður Þórðarson,
Sigríður Sigurðardóttir, Bjarni Þór Gunnlaugsson,
Rannveig Sigurðardóttir, Björn Arnar Magnússon,
Birgir Sigurðsson, Svava Dröfn Bragadóttir,
Hinrika og Steinunn Bjarnadætur,
Sigurður Darri og Salvör Svanhvít Björnsbörn,
Sunna Dís Birgisdóttir.
Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR,
Barkarstíg 1,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 23. desember.
Elsa Lára Svavarsdóttir, Hannes Steingrímsson,
Svavar Hannesson, Sigurlaug Adólfsdóttir,
Steingrímur Hannesson, Erla Elísabet Sigurðardóttir,
Sara, Adólf
og Guðrún Margrét.
Systir okkar og mágkona,
RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
Egilsseli,
lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum miðvikudag-
inn 18. desember.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar-
daginn 28. desember kl. 14.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Sjúkrahúsið á Egilsstöðum.
Sölvi Eiríksson,
Þórey Eiríksdóttir,
Björgheiður Eiríksdóttir, Sverrir Guðmundsson,
Bryndís Eiríksdóttir,
Rósa Eiríksdóttir, Davíð Guðmundsson
og fjölskyldur.
Ástríkur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI ÁSGRÍMUR JÓHANNSSON,
Víðilundi,
sem lést mánudaginn 16. desember, verður jarðsunginn frá
Hofsósskirkju laugardaginn 28. desember kl. 14.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Kristín Bjarnadóttir, Eiríkur Frímann Arnarsson,
Jóhann Bjarnason, Laufey Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Bjarnadóttir, Halldór Hauksson,
Jón Bjarnason, Bergþóra Ragnarsdóttir
og barnabörn.
✝ Hinrika Hall-dórsdóttir fædd-
ist á Ísafirði 6. maí
1942. Hún lést á
Landspítalanum –
Háskólasjúkrahúsi
hinn 18. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Halldór Ásgeirs-
son frá Súðavík og
Rannveig Svanhvít
Benediktsdóttir frá
Ísafirði. Systkin Hin-
riku eru: Kristjana,
Anna, Steinþór, Sig-
ríður, d. 1984, hálf-
systir Jóhanna og uppeldissystk-
in eru Sigurborg og Halldór.
Hinn 7. ágúst 1965 giftist Hin-
rika eftirlifandi eiginmanni sín-
um Sigurði Þórðarsyni. Börn
þeirra eru: Sigríður, f. 1966,
maki Bjarni Þór og eiga þau
dæturnar Hinriku, f. 1991, og
Steinunni, f. 1994;
Rannveig, f. 1967,
maki Björn Arnar
og eiga þau börnin
Sigurð Darra, f.
1996, og Salvöri
Svanhvíti, f. 1998;
Birgir, f. 1973, í
sambúð með Svövu
Dröfn og eiga þau
dótturina Sunnu
Dís, f. 2001.
Hinrika lauk
landsprófi frá Laug-
arnesskóla 1958 og
prófi frá Samvinnu-
skólanum á Bifröst
1960. Starfaði hún við skrifstofu-
störf, m.a. hjá Heildsversluninni
Ágúst Ármann og Sparisjóði
Hafnarfjarðar.
Útför Hinriku verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag og hefst útförin klukkan
13.30.
Ekki veit ég hvernig við eigum að
halda áfram án þín nema sú trú mín
rætist að þú munir alltaf vaka yfir
okkur og halda áfram að vera hluti
af hinu daglega lífi okkar.
Ekki leið sá dagur að við töluðum
ekki oft saman í síma, kíktum í kaffi
hvor til annarrar eða borðuðum
kvöldmat saman. Í raun vorum við
þeirrar meiningar og gerðum oft
grín að því, að ég hefði aldrei farið
að heiman þó ég gisti annars staðar.
Hvergi leið mér betur en hjá þér og
það sama má segja um dætur mínar
Hinriku og Steinunni sem alltaf áttu
góðan og ljúfan samastað á Mið-
vanginum hjá þér og pabba. Nafna
þín vissi nú ekkert betra en að fá frí
frá látunum heima hjá sér, gista hjá
þér, hafa það rólegt, spjalla við þig
og bardúsa sitt af hverju með þér.
Þegar ég hugsa til baka til upp-
vaxtaráranna þá finnst mér mest
um vert hvernig þú náðir alltaf að
stýra okkur án þess að við vissum af
því. Þú hlustaðir alltaf á allt sem
okkur datt í hug, studdir okkur af
heilum hug og náðir alltaf einhvern
veginn að beina okkur á réttu braut-
ina þó leynt færir þú að því. Alltaf
vorum við systkinin viss um að hug-
myndin og ákvörðunin hefði verið
okkar þó hún hefði litið allt öðruvísi
út í upphafi leiks. Við hlógum oft að
þessu og máli mínu til stuðnings
nefndi ég að þú hefðir náð að setja
mig í Mondy-kjól þegar ég fermdist,
Aigner-dragt þegar ég varð stúdent
og Lauru Ashley-kjól þegar ég gift-
ist. Sannleikurinn er nefnilega sá að
ég var hippaklædd öll þessi ár og
var þessi klæðnaður því síst í mín-
um anda en …
Ekki er hægt að rifja upp upp-
vaxtarárin án þess að minnast
þeirra reglna sem giltu á heimilinu.
Enginn fékk að fara út úr húsinu
nema að búa um rúmið og borða
morgunmat. Allir þurftu að vera
komnir heim kl. 7 og borða kvöld-
mat. Við matarborðið var síðan farið
yfir atburði liðins dags og málin
rædd. Þetta voru alltaf bestu stund-
ir dagsins. Á fimmtudagskvöldum
var þrifið og var það alltaf frátekið
enda höfðu sumir vina minna á þeim
árum á orði hvort ástæðan væri sú
að við héldum jólin um hverja helgi.
Mamma bjó okkur fallegt og nota-
legt heimili sem hún lagði mikla
rækt við. Hún hafði alltaf auga fyrir
fallegum hlutum og kenndi okkur að
njóta þeirra. Á sumrin vann hún í
garðinum, hlúði að honum og var
hún nú síðast í haust að skipuleggja
flutning trjáa, frágang á beðum og
annað sem henni þótti að betur
mætti fara.
Þegar ég fór að „heiman“ til náms
erlendis var mamma margar vikur
að undirbúa brottförina. Það voru
keypt handklæði, þvottapokar,
viskustykki og rúmföt svo eitthvað
sé nefnt og í allt var handsaumað
SS. Síðan var pakkað niður og var
ég með það mikinn farangur á end-
anum að það hefði borgað sig að
taka mömmu og pabba með mér út
til að bera töskurnar heldur en að
borga fyrir aukakílóin sem voru 180
talsins. En svona vildi mamma hafa
þetta, enginn fór tómhentur frá
henni. Á námsárunum kom mamma
oft út að heimsækja mig og áttum
við þar margar góðar stundir.
Þegar við fluttum heim tók
mamma okkur opnum örmum. Ekki
taldi hún það eftir sér að minnka við
sig vinnu til að geta gætt stelpnanna
minna á meðan ég fór að vinna. Síð-
an þá hafa þær eindregið óskað þess
og sóst eftir að fá að vera í sem
mestum samvistum við ömmu og afa
og tel ég að sú ósk þeirra segi meir
en mörg orð.
Mamma var mikill bókaormur og
leið ekki sá dagur að ekki væru
lesnar nokkrar blaðsíður í góðri
bók. Oft skiptumst við á bókum og
eyddum miklum tíma í að ræða þær
fram og til baka. Þeirra stunda
verður sárt saknað.
Þó mamma hafi stundum miklað
hluti fyrir sér, gekk hún ákveðin til
verks og aldrei var neitt skilið eftir
hálfklárað. Allt sem hún tók sér fyr-
ir hendur var snilldarlega leyst,
sama hvort það var handavinna,
eldamennska, bakstur, nám, vinna
eða eitthvað af hinum daglegum
störfum.
Mamma gat alltaf gert gott og
grín að öllu, sama hvað gekk á. Dug-
legust var hún að gera grín að
sjálfri sér. Sá eiginleiki hennar kom
berlega í ljós í hennar stuttu og erf-
iðu veikindum.
Ekki veit ég hvað pabbi, við
systkinin, tengdabörn og ömmubörn
gerum án þín, en elsku mamma og
mín kærasta vinkona, ég er viss um
að einn engill hefur bæst í hópinn
hjá Guði og þú hafir orðið fyrir val-
inu fyrst svo þú gætir undirbúið
komu okkar hinna.
Þín verður óendanlega sárt sakn-
að.
Þín dóttir
Sigríður.
Það eru skrýtin örlög að sitja hér
við jólaundirbúning og skrifa minn-
ingargrein um móður mína. Hún var
mikið jólabarn og ekki var slegið
slöku við fyrr en allt var fullkomið
bæði að innan og utan.
Mér er það minnisstætt og finnst
það lýsa hvernig manneskja hún var
að ekki var hægt að halda neina
veislu eða annan fögnuð nema allt
væri þrifið hátt og lágt. Þegar kom
að því að ég fermdist fór mamma í
haminn sinn og allt var þrifið. Ekki
hafði fermingarbarnið fullan skiln-
ing á þessu og þegar allt var rifið úr
skápum til að þrífa og viðra var mér
víst spurn hvort ég ætti að fermast í
skápum. Eftir að ég komst til ára og
hef ef til vill öðlast meiri skilning á
lífinu finnst mér hægt að heimfæra
þetta upp á lífsgildi hennar. Það
sem er innra, það sem undir bjó, og
ekki síður bakhlið allra mála skipti
hana ekki síður máli en það sem
ytra var.
Mamma var mikil vinur vina
sinna og ekki síst okkar barna henn-
ar og var hún mjög næm á líðan
annarra og mátti ekkert aumt sjá.
Það var mömmu mjög mikilvægt að
allir væru sáttir og vinir. Mjög gott
var að ræða málin við hana því hún
var greind og raunsæ. Einnig gat
hún séð skoplegu hliðina. Segja má
að ekkert stórvægilegt hafi gerst í
lífi okkar nema hafa rætt það fyrst
við mömmu. Hún lék stórt hlutverk
í lífi okkar, barna hennar.
Nú er mamma komin til guðs og
engla og er ég sannfærð um að hann
muni fela henni hlutverk þar sem
kostir hennar og gæska muni njóta
sín. Það eina sem ég get gert er að
gæta engla hennar hér. Mun ég af
fremsta megni reyna að vera börn-
um mínum eins góð móðir og hún
var, – ég mun eflaust ekki leggja
eins mikla áherslu á skápana en það
veit hún líka best.
Megi guð geyma þig og hvíl þú í
friði.
Rannveig Sigurðardóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín og vin-
ur er látin. Ég á erfitt með að sjá
hvernig við getum verið án Hinnu.
Ég kynntist Hinnu fyrst þegar ég
kom inn á heimili hennar fyrir 20 ár-
um.
Kvíði og örlítil feimni við að hitta
foreldra kærustunnar hvarf eins og
dögg fyrir sólu, um leið og ég hitti
Hinnu og Sigga. Ég hafði það á til-
finninguni að við Hinna hefðum allt-
af þekkst, en slík var útgeislunin frá
henni að manni leið alltaf vel í návist
hennar. Mér var strax tekið sem
einum af fjölskyldunni. Ég hafði þá
þegar á tilfinningu að ég væri eitt af
börnunum hennar, því að ef eitthvað
var keypt eða gert fyrir krakkana
var gert hið sama fyrir mig.
Það er erfitt að lýsa Hinnu í fáum
orðum, slíkum kostum var hún
gædd. Hennar líf snerist fyrst og
fremst um fjölskylduna, heimilið
sem hún bjó þeim og ömmubörn-
unum.
Hinna var elskuð og dáð af öllum
þeim börnum sem komust í kynni
við hana, hún kom fram við þau af
mikilli þolinmæði og sem jafningja.
Dætur mínar, þær Hinrika og Stein-
unn, nutu þess að vera sem mest í
návist hennar.
Ég tel mig mikinn gæfumann að
hafa fengið að kynnast og umgang-
ast Hinnu og þakka ég henni þau ár
sem við áttum saman.
Guð styrki Sigga, Siggu, Rann-
veigu, Birgi og ömmubörnin í þeirra
miklu sorg.
Þinn vinur og tengdasonur,
Bjarni Þór Gunnlaugsson.
HINRIKA HALL-
DÓRSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Hin-
riku Halldórsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.