Morgunblaðið - 27.12.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.12.2002, Qupperneq 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 27 SAMKVÆMISHÁRGREIÐSLUR voru meðal þess sem gaf að líta á sýn- ingu og ráðstefnu um hár og förðun, sem bandaríska hár- og snyrti- vörufyrirtækið Aveda efndi til í Minneapolis á liðnu hausti. Olga Más- dóttir hársnyrtimeistari hjá Hár- hönnun mætti til leiks ásamt íslenska innflytjandanum, einum kollega sín- um frá Akureyri og á sjötta þúsund öðrum víðsvegar að úr heiminum. Henni fannst mest áberandi hve sam- kvæmisgreiðslurnar voru yfirleitt grófgerðar, allt að því ruglingslegar; með túperingum, fléttum og vöfflum í bland við slétt hár þvers og kruss um allt höfuðið. „Ekkert var heldur verið að fela hárspennurnar, þær þóttu fremur til prýði. Íburðarmiklar, fágaðar og nosturslegar hárgreiðslur eru víkj- andi og fjölþjóðlegt yfirbragð ræður ríkjum. Aðaleinkennið er kannski að yfirleitt er hárið haft hátt á hvirfli og fremur flatt í hnakkann,“ segir Olga og útskýrir að áhrifin séu jafnt frá hippum sem indíánum og Asíu og Afr- íku – og stundum gæti margra áhrifa á einum kolli. „Sama máli gegnir um fatatískuna, en hún helst alltaf í hend- ur við hártískuna.“ Olga og stöllur hennar á stofunni, þær Fjóla Hermannsdóttir og Erla Guðrún Emilsdóttir, gáfu sér tíma í miðjum jólaönnum til að greiða þrem- ur konum samkvæmt línunum að vestan. „Þetta eru bara þrjár af ótal útfærslum samkvæmisgreiðslna, sem eru vel við hæfi um áramótin,“ segja þær og bæta við að náttúrulegir og mjúkir litir séu nú meira ráðandi en áður og einnig fínlegar strípur til að fá hreyfingu í hárið. „Svo þarf varla að taka fram að hitavörn, blástursgel og hárlakk eru nauðsynleg hjálpartæki til að verja hárið og halda hárgreiðsl- unni í réttum skorðum,“ segir Olga. Slétt og brugðið í allar áttir. Vöfflur, túpering og fléttur. Hátt á hvirfli og flatt í hnakka Morgunblaðið/Golli Indíánaáhrif og förðun í stíl. Óperuballið Á NÝÁRSKVÖLD flykkist fólk á Óp- eruballið á Broadway og dansar vín- arvalsa við undirleik hljómsveitar Ís- lensku óperunnar undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Kvöldið hefst með hátíðarmálsverði og fljótlega stíga einsöngvarar og kór Íslensku óperunnar á stokk og flytja atriði úr óperum og óperettum undir stjórn Garðars Cortes sem einnig er veislu- stjóri. Dansinn hefst upp úr kl. 22 og leikur hljómsveitin fyrir dansi í tvær til þrjár klukkustundir. Eftir mið- nættið tekur Lúdó-sextett og Stefán við og spilar fram eftir nóttu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.