Morgunblaðið - 27.12.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.12.2002, Qupperneq 29
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 29          ! "# $  #!  %&'$(        $    )** + ,- .  / 0    1 - 2/  / +   * 0 ,- -/ *3 2/  /  -/ . *4  5 1  (  6 7 8   HEIÐAR Helguson var í byrjun- arliði Watford sem gerði markalaust jafntefli við Wimbledon í ensku 1. deildinni. Heiðari var skipt útaf á 76. mínútu leiksins.  PÉTUR Marteinsson skoraði fyrra mark Stoke þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Bradford, 4:2. Pétur kom Stoke yfir á 9. mínútu leiksins en Stoke náði tvívegis forystu í leiknun. Þetta var annað mark Pét- urs á leiktíðinni en hann skoraði einnig í fyrri leiknum á móti Brad- ford, þá sigurmarkið í 2:1 sigri. Pét- ur skipti við Bjarna Guðjónsson 15. mín fyrir leikslok en Brynjar B. Gunnarsson tók út leikbann.  STOKE hefur nú leikið 16 deild- arleiki án sigurs en síðasti sigurleik- ur Íslendingaliðsins kom á móti Ips- wich 22. september.  ÍVAR Ingimarsson var ekki í leik- mannahópi Wolves sem tapaði fyrir Burnley, 2:1. Helgi Valur Daníels- son var heldur ekki í hópnum hjá Peterbrough sem gerði 1:1 jafntefli við Colchester í 2. deildinni.  HERMANN Hreiðarsson lagði upp sigurmark Ipswich í leiknum við Leicester í gær en Ipswich tryggði sér sigur með tveimur mörkum á síð- ustu 6 mínútum leiksins.  ARNAR Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Dundee Utd. sem tapaði 3:0 fyrir Livingstone.  RAMI Shaaban, 27 ára, varamark- vörður Arsenal, varð fyrir því óhappi á aðfangadag jóla að fótbrotna á æf- ingu og verður hann frá keppni út þetta keppnistímabil. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal, þar sem Stuart Taylor, 22 ára, þriðji markvörður liðsins, fingurbotnaði á dögunum. 18 ára piltur, Craig Holloway, var varamaður fyrir David Seaman, þegar Arsenal lék við WBA í gær.  WAYNE Bridge bakvörður South- ampton bætti met framherja New- castle Alan Shearer en Bridge lék sinn 109 leik í úrvalsdeildinni gegn Chelsea í gær. Shearer lék á sínum tíma 108 leiki í röð en Bridge hefur leikið hverja einustu mínútu í vörn Southampton frá því 4. mars árið 2000. Bridge tábrotnaði í febrúar á þessu ári en lét það ekki aftra sér frá því að leika með Southampton og enska landsliðinu á HM. FÓLK KNATTSPYRNA England Birmingham - Everton.............................1:1 Jovan Kirovski 45. - Tomasz Radzinski 45. - 29.505. Rautt spjald: Wayne Rooney, Ever- ton, 81. Bolton - Newcastle ...................................4:3 Augustine Okocha 5., Ricardo Gardner 9., Michael Ricketts 45., 63. - Alan Shearer 8., 79., Foluwashola Ameobi 71. - 27.314. Chelsea - Southampton........................... 0:0 - 39.428. Liverpool - Blackburn..............................1:1 John Arne Riise 17. - Andy Cole 77. - 43.075. Man. City - Aston Villa.............................3:1 Marc-Vivien Foe 15., 80., Ali Benarbia 78. - Dion Dublin 41. - 33.991. Middlesbrough - Man. Utd. .....................3:1 Alen Boksic 44., Szilard Nemeth 48., Jo- seph-Desire Job 85. - Ryan Giggs 60. - 34.673. Sunderland - Leeds ..................................1:2 Michael Proctor (34) - James Milner 51., Robbie Fowler (víti) 80. - 44.029. Tottenham - Charlton ............................. 2:2 Robbie Keane 68., Steffen Iversen 87. - Jason Euell 14., 49 - 36.043. Rautt spjald: Christian Ziege, Tottenham, 89. WBA - Arsenal ..........................................1:2 Daniele Dichio 3. - Francis Jeffers 48., Thierry Henry 85. - 27.025. West Ham - Fulham................................. 1:1 Facunda Sava 49. - Trevor Sincalir víti 65. - 35.025. Rautt spjald: Thomas Repka, West Ham, 90. Staðan: Arsenal 20 13 3 4 41:21 42 Chelsea 20 10 8 2 34:15 38 Man. Utd 20 10 5 5 31:21 35 Everton 20 10 4 6 23:22 34 Liverpool 20 9 6 5 29:20 33 Newcastle 19 10 2 7 32:28 32 Tottenham 20 9 5 6 29:28 32 Middlesbro 20 8 5 7 25:19 29 Southampton 20 7 8 5 22:19 29 Blackburn 20 7 7 6 26:23 28 Man. City 20 8 3 9 27:29 27 Charlton 20 7 5 8 23:25 26 Birmingham 20 6 7 7 19:23 25 Leeds 20 7 3 10 26:27 24 Fulham 20 6 5 9 23:26 23 Aston Villa 20 6 4 10 18:23 22 Bolton 19 4 6 9 23:35 18 Sunderland 20 4 6 10 13:28 18 WBA 20 4 4 12 16:31 16 West Ham 20 3 6 11 19:36 15 1. deild: Bradford - Stoke........................................4:2 Burnley - Wolves.......................................2:1 Coventry - Reading...................................2:0 Derby - Grimsby .......................................1:3 Millwall - Gillingham.................................2:2 Norwich - Brighton ...................................0:1 Portsmouth - Crystal Palace....................1:1 Preston - Rotherham ................................0:2 Sheff. Wed. - Nott. Forest........................2:0 Walsall - Sheff. Utd...................................0:1 Wimbledon - Watford ...............................0:0 Leicester - Ipswich....................................1:2 Staðan: Portsmouth 25 16 7 2 50:23 55 Leicester 25 16 6 3 39:22 51 Sheff. Utd 24 13 6 5 37:24 45 Nottingh. 25 12 6 7 40:24 42 Norwich 25 12 6 7 36:22 42 Coventry 25 11 6 8 34:30 39 Reading 24 12 3 9 24:20 39 Watford 25 11 5 9 30:36 38 Wolves 24 10 7 7 41:26 37 Rotherham 25 10 7 8 43:31 37 Cr. Palace 25 9 10 6 38:28 37 Gillingham 25 9 8 8 32:33 35 Burnley 25 10 5 10 37:46 35 Wimbledon 25 9 6 10 39:39 33 Derby 25 10 3 12 29:34 33 Ipswich 24 8 7 9 33:30 31 Preston 25 7 10 8 40:41 31 Millwall 25 8 7 10 27:38 31 Walsall 25 8 4 13 37:41 28 Bradford 25 6 7 12 27:44 25 Grimsby 25 6 5 14 29:48 23 Stoke City 25 3 8 14 26:46 17 Brighton 25 4 5 16 23:43 17 Sheff. Wed. 25 3 8 14 19:40 17 2. deild: Bristol C. - Plymouth ................................0:0 Cheltenham - Crewe .................................0:4 Colchester - Peterborough.......................1:1 Huddersfield - Tranmere .........................1:2 Luton - Cardiff ..........................................2:0 Mansfield - Stockport ...............................4:2 Northampton - Chesterfield ....................0:1 Notts C. - Barnsley ...................................3:2 Port Vale - Wigan......................................0:1 QPR - Wycombe........................................2:1 Swindon - Brentford .................................2:1 Staðan: Wigan 23 16 5 2 38:13 53 Bristol City 23 14 4 5 46:26 46 Cardiff 23 14 4 5 37:20 46 Crewe 23 13 5 5 39:18 44 Oldham 23 12 7 4 36:17 43 Luton 23 9 7 7 34:30 34 QPR 23 9 7 7 31:27 34 Tranmere 23 10 4 9 30:36 34 Brentford 23 9 6 8 29:27 33 Chesterfield 23 10 3 10 19:24 33 Blackpool 23 9 5 9 29:33 32 Plymouth 23 7 9 7 30:30 30 Wycombe 23 7 6 10 30:32 27 Stockport 23 8 3 12 32:35 27 Swindon 23 7 6 10 28:35 27 Notts County 23 5 11 7 35:35 26 Colchester 23 6 8 9 23:30 26 Port Vale 23 7 5 11 27:36 26 Northampton 23 7 4 12 21:34 25 Barnsley 23 6 6 11 26:37 24 Mansfield 23 7 3 13 41:55 24 Peterborough 23 5 7 11 26:34 22 Cheltenham 23 5 7 11 20:33 22 Huddersfield 23 5 6 12 18:28 21 Skotland Celtic - Hearts ...........................................4:2 Dundee - Aberdeen ...................................1:2 Dunfermline - Kilmarnock .......................0:2 Hibs - Patrick Thistle ...............................1:1 Livengstone - Dundee Utd.......................3:0 Motherwell - Glasgow Rangers ...............1:0 Rangers 22 18 3 1 64 :17 57 Celtic 22 18 2 2 61 :15 56 Hearts 22 9 6 7 34 :36 33 Dunfermline 21 10 3 8 37 :40 33 Kilmarnock 22 9 5 8 24 :33 32 Hibernian 22 9 3 10 30 :32 30 Dundee 22 6 7 9 26 :34 25 Aberdeen 22 5 8 9 20 :35 23 Partick 22 5 7 10 23 :35 22 Livingston 22 5 5 12 30 :34 20 Motherwell 21 4 5 12 26 :38 17 Dundee Utd 22 3 6 13 18 :44 15 ÚRSLIT Lárus Orri Sigðurðsson var í vörnWBA en liðið komst yfir strax á 4. mínútu er Daniele Dichio skoraði fyrir heimamenn. Varnarmenn WBA gerðu sig seka um tvenn mis- tök í síðari hálfleik sem Arsenal nýtti sér til hins ítrasta. Fyrst Francis Jeffers á 48. mínútu og Henry á þeirri 85. „Við áttum ekkert annað skilið en að vera marki undir að loknum fyrri hálfleik. Við vorum sammála um að sýna meiri hörku í þeim síðari, það er sú hlið sem við þurfum að sýna oftar enda uppskárum við eftir því,“ sagði Henry eftir leikinn. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður í liði Chelsea á 80. mínútu. Claudio Ranieri knatt- spyrnustjóri Chelsea gerði sex breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik og má þar nefna að Ed De Goey stóð í markinu í fyrsta sinn frá því í september fyrir ári. „Ég er ánægð- ur með frammistöðu liðsins þar sem þetta var erfiður leikur. Völlurinn er í slæmu ásigkomulagi og gerði öllum erfitt fyrir,“ sagði Ranieri eftir leik- inn. Fréttamaður BBC var hinsveg- ar á öndverðum meiði og sagði lið Chelsea hafa leikið afar illa á löngum köflum í leiknum. „Jafntefli eru viðunandi úrslit fyrir bæði liðin,“ sagði Gordon Strachan, knattspyrnustjóri South- amptons. Þetta er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Chelsea skorar ekki í leik á heimavelli sínum og í fyrsta sinn í sl. 12 leikjum sem Southampton tekst ekki að skora. Annað tap United í röð Manchester United tapaði öðrum leiknum í röð eftir átta leikja sig- urhrinu en lærisveinar Alex Fergu- sons urðu að láta í minni pokann fyr- ir Middlesbrough á River Side, 3:1. Þetta var um leið fyrsti heimasigur „Boro“ á United í úrvalsdeildinni frá upphafi. „Rauðu djöflarnir“ komust lítt áleiðis gegn vel skipulögðu liði Middlesbrough og endurkoma Roy Keane í lið United hefur ekki virkað sem skyldi. „Mína menn skorti alla einbeitingu. Þeir komu sér oft í góða stöðu en vantaði alltaf herslumun- inn til að klára verkið,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. West Ham gerði 1:1 jafntefli gegn Fulham og eru lærisveinar Glenn Roeder sem fyrr á botni deildarinn- ar. Aldrei í sögu ensku úrvalsdeild- arinnar hefur liðið sem er í neðsta sætinu um jólahátíðina tekist að bjarga sæti sínu í deildinni. Því eru allar líkur á því að West Ham leiki í 1. deildinni að ári. Átta leikir án sigurs hjá Liverpool Liverpool lék sinn áttunda leik í röð í úrvalsdeildinni án sigurs en lið- ið varð að sætta sig við 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Blackburn. Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en 10 mínútum fyrir leikslok jafnaði Andy Cole með glæsilegu viðstöðu- lausu skoti. Þrjú stig af 24 mögu- legum er versti kafli Liverpool síðan á leiktíðinni 1953-54. „Ég var farinn að halda að við ætluðum að merja 1:0 sigur en þá kom þetta glæsilega mark hjá Cole. Líklega voru úrslitin sanngjörn en auðvitað er mig farið að lengja eftir sigri. Við erum að skapa okkur fullt af færum en nýtingin er slök og á því verðum við að finna lausn,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpools. Guðni Bergsson lék allan tímann fyrir Bolton sem krækti í þrjú dýr- mæt stig með 4:3 sigri á Newcastle. Michael Ricketts vann netmöskvana að nýju, en framherjinn sterki sem skoraði grimmt á síðustu leiktíð skoraði tvö marka Boltons og það sama gerði Alan Shearer fyrir New- castle. Yngsti markaskorarinn Tveir táningar komu talsvert við sögu með liðum sínum í gær. James Milner skoraði fyrra mark Leeds í 2:1 sigri á Sunderland, þar sem Robbie Fowler skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu og var þar með yngsti markaskorarinn í sögu ensku úr- valsdeildarinnar. Milner er 16 ára og 357 daga gamall en Wayne Roon- ey, leikmaður Everton, sem átti metið, var 16 ára og 360 daga gamall þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Arsenal hinn 19. október síð- astliðin. Rooney var eins og Milner í sviðsljósinu í gær – ekki fyrir markaskorun að þessu sinni heldur fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir gróft brot 16 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður í jafn- teflisleik Evertons og Birming- hams. AP Íslenski landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, í baráttu við bakvörð Southampton, Wayne Bridge, sem setti met er hann lék 109. leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Henry jók forskot Arsenal ENN og aftur tryggði franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry Ars- enal þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni, að þessu sinni skoraði franski landsliðsmaðurinn sigurmark liðsins á útivelli gegn WBA. Arsenal er því í efsta sæti deildarinnar með 42 stig, fjórum stigum meira en Chelsea sem náði ekki toppsætinu er liðið gerði markalaust jafn- tefli gegn Southampton á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Man- chester United er svo í þriðja sætinu með 35 stig eftir annan ósigur sinn í röð – nú á móti Middlesbrough, 3:1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.