Morgunblaðið - 04.01.2003, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.2003, Page 1
Reuters GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti leggur við hlustir er hermenn í stærstu herbúðum Bandaríkjahers í Fort Hood í Texas syngja einkennissöng bandaríska landhersins („The Army Song“) fullri raustu. Bush heimsótti búðirnar í gær og sagði í ávarpi til um 4.000 einkenn- isklæddra hermanna að Bandaríkin væru reiðubúin í hernaðarátök gegn Írak, eyði þarlend stjórnvöld ekki ger- eyðingarvopnum sínum. „Við erum til í slaginn, við erum undirbúnir,“ sagði for- setinn. Til í slaginn Ungur maður hugar að slasaðri konu í óeirðunum í Caracas í gær. LÖGREGLA beitti skotvopnum og táragasi til að hafa hemil á mótmæl- endum í Caracas, höfuðborg Venes- úela, í gær er stuðningsmönnum og andstæðingum Hugos Chavez forseta laust saman og í röðum þeirra hleypti einhver af skotum. Að minnsta kosti þrír hlutu skotsár og tugir slösuðust í óeirðunum, sem urðu mestar fyrir ut- an höfuðstöðvar hersins. Óeirðirnar hófust er nokkur hundr- uð manna hópur stuðningsmanna Chavez varpaði grjóti, flöskum og flugeldum að mótmælagöngu and- stæðinga forsetans, sem þúsundir manna tóku þátt í. Kröfðust mótmæl- endurnir þess að hershöfðingi sem risið hafði upp gegn Chavez yrði lát- inn laus og að herinn fylkti sér með þeim löndum sínum sem staðið hafa í allsherjarverkfalli sl. fimm vikur. Úr röðum stuðningsmanna forset- ans var hleypt af skotum að mótmæl- endum. Lögreglan skaut á hóp fylg- ismanna Chavez og dreifði táragasi eftir að lögreglumaður hafði verið skotinn í hnéð. Einnig skutu andstæð- ingar Chavez að hinni fylkingunni. Skæðar óeirðir í Caracas Caracas. AFP, AP. Reuters „FÉÐ hentist til og það varð allt brjálað í háloftunum. Ég taldi 18 snarvitlausa hrafna sem flugu hátt yfir þegar lítill kassi datt niður,“ segir Kolbrún Sveins- dóttir, bóndi í Hvammi í Land- sveit, sem brá heldur betur í brún þegar kassi datt niður af himnum ofan um miðjan dag í gær og lenti skammt frá henni. „Hann féll nið- ur svona sex metra frá þeim stað þar sem ég stóð,“ segir hún. Bæði fé og fuglar hafi hrokkið við þeg- ar þeir sáu þennan hlut koma svífandi niður. Sjálf hafi hún ver- ið við dráttarvélina úti á túni að gefa fénu hey. „Þetta var ósonmælingar- tæki,“ segir Jens Kristinsson, há- loftatæknir á veðurstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Á hádegi í gær var mælingartækjum sleppt frá veðurstöðinni til að mæla raf- leiðni í lofti. „Þetta er sett á belg sem berst með háloftavindum þangað til hann springur.“ Hann segir að venjulega séu tækin á lofti í um tvo tíma og því hafi ekk- ert óeðlilegt gerst þótt þau féllu til jarðar nálægt Kolbrúnu í Hvammi. Kolbrún gerði Almannavörn- Hvítur kassi af himnum ofan Morgunblaðið/RAX Sverrir Guðfinnsson, lögreglumaður á Hvolsvelli, Kolbrún Sveinsdóttir, bóndi í Hvammi, og Gils Jóhanns- son varðstjóri huga að kassanum sem olli usla við bæinn Hvamm í Landsveit. um strax viðvart enda heyrði hún tifandi surg koma frá kassanum. Henni var ráðlagt að koma ekki nálægt hlutnum á meðan ekki var vitað hvað þetta var. Starfsmenn Almannavarna höfðu svo sam- band við lögregluna á Hvolsvelli. „Við höfðum strax samband við Landhelgisgæsluna sem er með sprengjudeild og lýstum þessu fyrir þeim. Þeir áttuðu sig fljótlega á því að þetta gæti verið rannsóknardufl á vegum Veð- urstofunnar. Svo fengum við það staðfest á leiðinni upp eftir og engin hætta var á ferðum,“ segir Gils Jóhannsson varðstjóri. „Við vitum aldrei hvar belg- irnir koma niður,“ segir Jens en hæst fór þessi belgur í 30 kíló- metra hæð. Hann segir að venju- lega komi lítið gat á þá og þeir byrji að falla til jarðar. Þá falla þeir hraðast efst þar sem loftið er þynnst en svo dregur úr hrað- anum þegar loftþrýstingur hækkar og nær dregur jörðu. „Mér skilst að tækin séu heil þannig að belgurinn hefur ekki komið á mikilli ferð niður.“ Fé og fuglar hrukku við þegar þeir sáu hlutinn koma svífandi STOFNAÐ 1913 2. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 mbl.is Óvænt endalok Um framvindu og lyktir í skáld- uðum verkum Lesbók 4 Stöðupróf í Laugardal Íslenska landsliðið mætir Slóv- enum í Laugardal Íþróttir 4 AUKNAR lífslíkur Íslendinga munu auka heild- arskuldbindingar lífeyrissjóða um nálægt 2% að meðaltali við uppgjör nú um áramótin, en þá taka gildi nýjar líkindatöflur um lífslíkur Íslend- inga byggðar á reynslu áranna 1996–2000, en fyrri töflur sem miðað var við miðuðust við reynslu áranna 1991–1995. Bjarni Þórðarson, tryggingastærðfræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið að við uppgjör lífeyrissjóða miðað við árslok 2002 yrði tekið mið af lífslíkum sem byggðust á reynslu áranna 1996–2000. Gera mætti ráð fyrir að heildar- skuldbindingar lífeyrissjóðanna myndu aukast af þessum sökum um 1,5–2,5% eftir aldurssam- setningu viðkomandi sjóðs. Samsetning sjóða eftir kynjum virtist ekki hafa mikil áhrif að þessu sinni þar sem ævilengd bæði karla og kvenna væri að aukast. Meðalævi kvenna fimm árum lengri en karla Meðalævilengd karla samkvæmt reynslu ár- anna 1996–2000 var 76,92 ár, en var 76,21 ár áður miðað við reynslu áranna 1991–1995. Ævilengd karla hefur því aukist um 0,7 ár á þessu tímabili. Meðalævilengd kvenna er hins vegar 81,73 ár miðað við tímabilið 1996–2000 eða tæpum fimm árum lengri en karlanna. Meðalævilengd kvenna hefur aukist litlu minna en karlanna eða um 0,6 ár, en meðalævilengd þeirra var 81,13 ár ára- bilið 1991–1995. Þá kemur einnig fram þegar töflurnar yfir meðalævilengd 1996– 2000 eru skoðaðar að meðalævilengd karlmanns sem hefur töku líf- eyris 67 ára gamall er 15,21 ár. Gera má hins vegar ráð fyrir að 67 ára gömul kona sem hefur töku lífeyris lifi að meðaltali tveimur og hálfu ári lengur eða í 17,85 ár.                Auknar lífslíkur auka heildar- skuldbindingar lífeyrissjóða Hulunni svipt af 460 hestafla eðalvagni 16 Rolls-Royce Phantom ROH Moon-hyun, sem nýlega var kjörinn næsti forseti Suður-Kóreu og tekur við embætti 25. febrúar, hyggst leggja fram tillögur að málamiðlun í deilunni um kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu- manna. Að sögn ráðgjafa Rohs er þar gert ráð fyrir að jafnt N-Kóreumenn sem Bandaríkjamenn slaki á kröfum sínum. „Væntanlegur forseti [Roh] ætlar að leggja fram sína eigin lausn um miðjan mánuðinn,“ sagði Lim Chae-jung, sem stýrir undirbúningi að valdatöku Rohs. Yfirmaður N-Ameríkudeildar s-kóreska utanríkisráðuneytisins, Shim Yoon-joe, sagði í sjónvarpsviðtali að N-Kóreumenn ættu að samþykkja að hætta við tilraunir sínar til að smíða kjarnorkuvopn, það gæti verið fyrsta skrefið til að greiða fyrir bein- um viðræðum þeirra við Bandaríkjamenn. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap segir að ein af hugmyndunum sem verið sé að athuga sé að Bandaríkin ábyrgist ör- yggi Norður-Kóreu „með bréfi eða skjali“ ef kommúnistastjórnin í norðri lýsi opin- berlega yfir þeirri ætlun sinni að gefa kjarnorkuvopn upp á bátinn. S-Kóreu- menn boða málamiðlun  Kínverjar/16 Seoul. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.