Morgunblaðið - 04.01.2003, Side 4

Morgunblaðið - 04.01.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei hafi staðið til að skrifa undir orku- samning við Alcoa fyrr en borg- arstjórn Reykjavíkur hafi fjallað um málið. Niðurstaða stjórnar- funda Alcoa annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar í lok næstu viku verði háð fyrirvörum um að eigendur samþykki að gang- ast í ábyrgð fyrir Kárahnjúka- virkjun. Borgarstjórn fjalli um ábyrgðirnar um miðjan janúar, en stefnt sé að undirritun raforku- samnings í byrjun febrúar. Þannig gefist borginni nægur tími til að fjalla um málið. Á borgarstjórnarfundi á fimmtu- dagskvöld sagðist Ingirbjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri telja skynsamlegt að Landsvirkjun bíði með undirritun samnings þar til borgaryfirvöld hafi fjallað um lán sem borgin gengst í ábyrgð fyrir vegna Kárahnjúkavirkjunar í krafti 45% eignarhlutar í Lands- virkjun. Nefnd, sem fulltrúar eig- enda skipuðu til að fara yfir arð- semi Kárahnjúkavirkjunar, mun væntanlega skila skýrslu til borg- arráðs á þriðjudag og verður hún tekin fyrir í borgarstjórn 16. jan- úar. Stefnt að undirritun í febrúar Friðrik Sophusson segir að stjórnir Alcoa og Landsvirkjunar muni funda hvor um sig í lok næstu viku. „Á þeim fundum er gert ráð fyrir að stjórnirnar fjalli um málið og komist að niðurstöðu, en undirskrift samninganna verður ekki fyrr en væntanlega í byrjun febrúar. Eigendum gefst auðvitað ráðrúm til að fara yfir málið og ég á þá von á því að borgarstjórn geti afgreitt málið á fundi sínum 16. janúar. Það er undirskriftin sjálf sem bindur samningsaðila,“ segir Friðrik. Hann minnir á að fleiri þurfi að koma að málinu, íslenska ríkið og Alcoa þurfi að undirrita samning um framkvæmdirnar og til að svo geti orðið þurfi ýmislegt að liggja fyrir, t.d. þurfi Landsvirkjun að vita að eigendur séu tilbúnir að veita ábyrgð vegna lána. Þá þurfi að liggja fyrir frumvarp til laga vegna samnings ríkisins við Alcoa. Landsvirkjun þurfi einnig að hafa vitneskju um að hægt verði að gera samninga við ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo. Friðrik segir mikilvægt að stjórnir Landsvirkjunar og Alcoa afgreiði málið með sínum hætti á sama tíma. Eðlilegt sé að af hálfu beggja stjórnanna liggi fyrir já- kvætt viðhorf til málsins til þess að starfsmenn fyrirtækjanna geti haldið áfram að vinna að undir- búningi verksins og undirbúningi undirskriftarinnar. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Reykjavíkurborg veiti ábyrgð fyrir lánum ef eigenda- nefndin telur að það séu yfirgnæf- andi líkur á að ábyrgðir falli ekki á eigendur. Fari svo ólíklega, sem ég á enga von á, að einhver eig- endanna neiti að veita ábyrgð, verður í raun og veru ekki hægt að taka lán,“ segir Friðrik aðspurður um hvað gerist gangi Reykjavík- urborg ekki í ábyrgð fyrir lán- unum en skiptar skoðanir eru inn- an borgarstjórnarmeirihlutans um ágæti framkvæmdarinnar. „Það er forsenda fyrir verkefn- inu að eigendur séu tilbúnir til að veita ábyrgð. Þannig starfa sam- eignarfélög og lögin um þau eru skýr. Ég sé enga ástæðu til að halda annað en að borgarstjórn samþykki þetta,“ segir Friðrik. Eigendur fjalla um ábyrgðir fyrir undirritun samninga Niðurstaða stjórnarfunda Landsvirkj- unar og Alcoa háð samþykki eigenda BIRTAN af himnum ofan er vel þegin hjá þeim sem gera sér ferð í Raufar- hólshelli en hann er að finna á leiðinni til Þorlákshafnar um Þrengsli. Hell- irinn er nokkuð dimmur að öðru leyti og því ráðlegast að hafa með sér ljós í skoðunarferðir um hann, enda mikið stórgrýti að fara yfir fyrir þá sem hyggja á könnunarferðir. Hellirinn er bæði stór og mikill eða um og yfir 1.400 metrar að lengd. Morgunblaðið/RAX Horft upp í háan þakglugga ÓLAFUR Örn Haraldsson, alþing- ismaður og varaformaður mennta- málanefndar Alþingis, telur að end- urskoða þurfi námslánakerfið með það að markmiði að lækka endur- greiðsluhlutfall námslána og hækka framfærslulánin. Hann segir ís- lenska námslánakerfið ekki stand- ast samanburð við önnur námslána- kerfi á Norðurlöndunum. Ólafur var meðal þátttakenda í pallborðsumræðum í lok rannsókn- arstefnu Reykjavíkurakademíunnar um háskóla á Íslandi sem haldin var í gær. Sagðist hann telja að endur- greiðsluhlutfall námslána væri of hátt hér á landi auk þess sem hækka þyrfti lán til framfærslu þannig að fólk hefði tækifæri til að lifa af þeim. Þá sagði hann athug- andi að taka upp námsstyrkjakerfi líkt og tíðkast á öðrum Norðurlönd- um. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur ljóst að íslenskir háskólar væru í harðri samkeppni um fólk við háskóla á Norðurlönd- um og í Evrópu. Því væri mikilvægt að veita íslensku námsfólki sam- bærilegar aðstæður og þar tíðkast. „Ég tók harðan slag á sínum tíma um að breyta lánasjóðsreglunum. Annars vegar þannig að lánin yrðu í formi samtímagreiðslna, þannig að peningarnir komi jafnóðum til námsmannanna og náminu vindur fram en ekki eftir á eins og nú er. Hins vegar vildi ég lækka endur- greiðsluhlutfallið,“ segir hann. „Okkur tókst þá að fá endur- greiðsluhlutfallið lækkað en ég er að sjá núna að þetta hlutfall er enn of hátt því námsmenn eiga mjög margir verulega erfitt með það.“ Aðspurður segir Ólafur málið ekki hafa verið tekið upp í þingflokki framsóknarmanna en það muni verða gert. Hann segist jafnframt munu leggja til að menntamálin og þar með námslánakerfið verði sett á stefnuskrá framsóknarflokksins fyr- ir kosningarnar í vor. „Ég tel að þetta sé eitt af þeim áhersluatriðum sem við eigum að vinna í. Við getum ekki leyft okkur það að vera eft- irbátar hinna Norðurlandanna í þessum efnum,“ segir hann. Ólafur Örn Haraldsson segir tímabært að endurskoða námslánakerfið Telur endur- greiðsluhlutfall námslána of hátt PÓSTKASSAR Íslandspósts hafa undanfarna daga verið læstir með þeim hætti að ekki er hægt að opna lúguna sem er fyrir bréfarifu hvers kassa. Að sögn forstjóra Íslands- pósts hafa allt að tíu póstkassar verið eyðilagðir með flugeldum í kringum áramót og því hafi verið gripið til þessa ráðs undanfarin ár. Að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Íslandspósts, var töluvert um að flugeldum væri komið fyrir í kössunum og þeir sprengdir þar áð- ur en gripið var til þessa úrræðis. Reyndar séu enn brögð að því að póstkassar séu skemmdir í kringum áramót þrátt fyrir að þeir séu lok- aðir. „Annars erum við að verja kassana en það er ekki síst póst- urinn sjálfur sem við erum að passa upp á. Ef búið er að setja einhvern póst í kassann og síðan kveikt í hon- um er illa farið þar,“ segir hann. Kassarnir verða opnaðir á ný daginn eftir þrettándann eða 7. jan- úar en hægt er að koma venjuleg- um, þunnum bréfum í þá, þrátt fyr- ir að þeir séu lokaðir. Fólki er hins vegar bent á að snúa sér með þykk- ari póstsendingar á pósthús þar til kassarnir verða opnaðir aftur. Póstkassar opnaðir eftir þrett- ándann ÞRÁTT fyrir að taílensk stjórnvöld hafi tilkynnt að íslenskir ríkisborgar- ar þurfi ekki vegabréfsáritun vegna ferðalaga til Taílands, beinir utanrík- isráðuneytið því til Íslendinga sem hyggjast ferðast til Taílands að afla sér fyrst vegabréfsáritunar. Ástæðan er sú að í Taílandi ríkir óvissa um hvaða reglur eru í gildi og hafa a.m.k. tveir Íslendingar lent í vandræðum á flugvellinum í Bangkok af þeim sök- um. Að sögn Ólafs Egilssonar, sendi- herra Íslands í Taílandi en með aðset- ur í Reykjavík, barst í desember til- kynning frá taílenskum yfirvöldum um að frá og með áramótum þyrftu Íslendingar vegabréfsáritun vegna ferðalaga til Taílands. Engar breyt- ingar voru hins vegar gerðar á stöðu ríkisborgara á Norðurlöndunum eða í Schengen-ríkjunum. Að beiðni ís- lenska utanríkisráðuneytisins var framkvæmd þessara reglna frestað að því er varðar Íslendinga til 29. jan- úar 2003, vegna ferðalaga sem standa skemur en 30 daga. Utanríkisráðu- neytið fór einnig fram á að Íslend- ingar yrðu varanlega undanþegnir áritun. Engin skýring á breytingum Nú hefur komið í ljós að starfs- mönnum á taílenskum landamæra- stöðvum er ekki öllum kunnugt um frestunina og hafa tveir Íslendingar lent í vandræðum af þessum sökum. Ólafur segir að annar þeirra hafi verið stöðvaður á flugvellinum í Bangkok á fimmtudagskvöld og ekki verið hleypt inn í landið fyrr en í gærmorgun. Aðspurður segir Ólafur að engin skýring hafi fengist á því hvers vegna reglum um áritanir var breytt fyrir Íslendinga en ekki önnur Norðurlönd eða Schengen-ríki. Hugsanlega hafi þar verið gerð mistök. Vegna þess- arar óvissu telur utanríkisráðuneytið ráðlegt fyrir íslenska ríkisborgara sem ætla að ferðast til Taílands á næstunni að afla sér vegabréfsáritana áður en lagt er í ferðina. Áritanir eru gefnar út hjá ræðisskrifstofu Taí- lands, Hæðarbyggð 26 í Garðabæ. Óvissu- ástand vegna árit- unar til Taílands ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.