Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alveg úti að aka?? BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokks óskuðu eftir því á fundi borg- arstjórnar á fimmtudag að gerð yrði úttekt á þróun fjármála borgarinnar í stjórnunartíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við brotthvarf hennar úr stóli borgarstjóra. Sögðu þeir að slíkt myndi auðvelda nýjum borgarstjóra að horfast í augu við ótrúlega skulda- söfnun borgarinnar undir forystu Ingibjargar, sem lofaði kjósendum árið 1994 að skuldir Reykvíkinga yrðu lækkaðar. Ingibjörg Sólrún sagði fjárhags- áætlun fyrir árið 2003 endurspegla að Reykjavík væri gríðarlega sterkt sveitarfélag, með mikla fram- kvæmdagetu og getu til að greiða skuldir sínar. Borgarsjóður gæti á sjö árum greitt niður allar skuldir sínar, þar með taldar lífeyrisskuldbinding- ar, ef því fé sem handbært er frá rekstri væri varið með þeim hætti. Segja borgina skuldsetta í góðæri Fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2003 var afgreidd á fimmtudag á fyrsta fundi borgarstjórnar á nýju ári, með átta samhljóða atkvæðum meiri- hlutans, en minnihlutinn sat hjá. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vöruðu í bókun við útgjaldaþenslu og skuldasöfnun borgarinnar, sögðu greinilegt að taka þyrfti fjármál borg- arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar nýjum tökum. Samstæðureikningur borgarinnar sýndi að frá árinu 1993 til ársins 2003 hefðu skuldir borgarbúa án lífeyris- skuldbindinga hækkað um 12,7 millj- ónir króna á degi hverjum á verðlagi í árslok 2002. Hrein skuldastaða borg- arinnar á hvern íbúa hefði um það bil tífaldast á tímabilinu. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar með lífeyris- skuldbindingum stefndu í 83,5 millj- arða króna, eða um 729 þúsund krón- ur á hvern íbúa. „Í því góðæri sem ríkt hefur í valdatíð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur sem borgarstjóra hefur henni tekist að setja Reykjavík, sem skuldaði sáralítið í árslok 1993, í hóp allra skuldsettustu sveitarfélaga. Þessi meginniðurstaða einkennir þá fjárhagsáætlun, sem nú er verið að af- greiða fyrir árið 2003,“ segir í bókun sjálfstæðismanna, sem Björn Bjarna- son, oddviti þeirra, gerði grein fyrir. Borgarstjóri segir skuldirnar með því lægsta sem gerist Ingibjörg Sólrún andmælti því að Reykjavíkurborg væri með skuldsett- ustu sveitarfélögum landsins. Skuldir á íbúa í Reykjavík væru með því lægsta sem gerðist, hvort sem litið væri til skulda borgarsjóðs með eða án lífeyrisskuldbindinga. Staða Reykjavíkurborgar væri sterk, borin saman við fyrirtæki, sem nú væri hægt að gera þegar fjárhagsáætlun væri lögð fram á sama hátt og fyr- irtæki gerðu. Handbært fé frá rekstri hjá Reykjavíkurborg, þ.e. bæði borgar- sjóði og fyrirtækjum borgarinnar, væri níu milljarðar króna. Það þýddi að níu milljarðar væru afgangs þegar búið væri að taka fyrir öllum rekstri. Fjárfestingar væru upp á 12 milljarða króna og nýjar lántökur fyrir borgina alla upp á 3 milljarða. Veltufé frá rekstri væri tæp 18% af tekjum, veltufjárhlutfall 1,35 og eig- infjárhlutfall 53%. Fá ef nokkur fyr- irtæki stæðust samjöfnuð við borgina hvað þetta varðaði. „Allt eru þetta vís- bendingar um það að Reykjavíkur- borg stendur gríðarlega vel, sterkt sveitarfélag með miklar tekjur, mikið handbært fé frá rekstri, mikla fram- kvæmdagetu og mikla getu til að greiða skuldir sínar,“ sagði Ingibjörg. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði borgina hafa sokkið í skuldafen í valdatíð R-listans. Brotthvarf borgarstjóra yrði ekki túlkað á annan hátt en Ingibjörg væri að flýja skuldastöðuna í borginni. Nú ætlaði hún að hasla sér völl á nýjum vettvangi, í landsmálunum. Sagðist hann bera þá von í brjósti að borg- arstjóri myndi ekki leika ríkissjóð jafngrátt og hún hefði leikið borgar- sjóð, með því að stórauka skatta og skuldir. „Það ættu fleiri að vona, en öruggasta aðferðin til að koma í veg fyrir það er að sjálfsögðu að veita slíku fólki, sem hefur svo beinskeytta stefnumörkun í að auka skuldir, ekki frekari völd,“ sagði Kjartan. Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokknum, vísaði til þess sem hann hafði áður sagt um fjárhagsáætlun borgarinnar og lauk máli sínu á þessu orðum: „Auk þess legg ég til að Reykjavíkurborg taki ekki þátt í Kárahnjúkavirkjun.“ Fjármálastjórn borg- arstjóra verði skoðuð Karlar og vændi Kúnnar vænd- iskvenna í brennidepli VÆNDI og við-skiptavinir vænd-iskvenna hér á landi er viðfangs- og um- ræðuefni sem tekið verð- ur fyrir á morgunverðar- fundi klukkan 8.15 á Grand hóteli næstkom- andi mánudag. Gísli Hrafn Atlason, mann- fræðinemi við Hafnarhá- skóla, er meðal þeirra sem flytja erindi á fund- inum, enda hefur hann staðið fyrir rannsókn á viðskiptavinum vændis- kvenna í Danmörku og telur að nokkur sam- hljómur sé þar meira en líklegur. Hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins um fund- inn og erindið á dögunum. – Hver heldur málþingið? „Það er Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa sem stendur að fundaröð sem nefnist „bakhlið borgarinnar“ og í þessari funda- röð er tekið á vændinu sem fyr- irfinnst í borginni og þeirri klám- væðingu sem átt hefur sér stað í samfélaginu. Á þessu fyrsta mál- þingi sem haldið verður nk. mánudag, fjöllum við sérstaklega um vændiskúnnana sjálfa enda hafa þeir, á einhvern undarlegan hátt, oft orðið útundan í um- ræðunni um vændi. Það er því ekki vanþörf á að leita skýringa á hvers vegna sjálfir kúnnarnir fara til vændiskvenna. Málþingið stendur frá 8.15 til 10.15.“ – Hverjir tala og um hvað? „Ingólfur V. Gíslason, doktor í félagsfræði, verður með erindi sem nefnist „Nautn og sársauki. Vangaveltur um mótsagna- kennda þróun og reynslu“. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé- lagsfræði, verður með erindi sem hann kallar „Vændi og valdleysi: goðsagnir eða veruleiki?“ Þá verð ég með erindi um rannsókn mína á vændiskúnnum í Dan- mörku. Að lokum verður Guð- mundur Gígja, lögreglufulltrúi hjá forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík, með innlegg. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður verður fundar- stjóri.“ – Segðu okkur eitthvað frá er- indi þínu. „Erindi mitt byggist á rann- sókn sem ég hef verið að gera í Danmörku um vændiskúnna. Ég hef tekið viðtöl við um tuttugu karlmenn sem kaupa kynlíf ásamt því að fylgjast með um- ræðum kúnna og vændiskvenna á Netinu. Með rannsókninni leita ég skýringa á því hvers vegna karlar fara til vændiskvenna. Ég hef skoðað þær persónulegu skýringar sem kúnnarnir gefa fyrir heimsóknum sínum til vændiskvenna. Þá hef ég skoðað hugmyndir þeirra um sjálfa sig, aðra karla, viðhorf til kvenna og fleira í þeim dúr sem fléttast saman við skýringar þeirra. Í er- indi mínu fjalla ég svo um nið- urstöður mínar. Ég greini frá þeim flokkum sem setja má kúnna í eftir viðhorfi þeirra og ástæðum fyrir vændiskaupun- um.“ – Telurðu að rannsóknir þínar í Danmörku megi heimfæra upp á Ísland? „Það má að hluta heimfæra rannsóknina upp á Ísland. Það verður þó að hafa í huga að vændi er miklu almennara í Dan- mörku heldur en á Íslandi og viðurkenndara af fleirum en hér á landi. Í það minnsta þykir mörgum í lagi að vændi sé aug- lýst í dagblöðum og svo má ekki gleyma að vændi er ekki ólöglegt í Danmörku eins og á Íslandi. Hins vegar á ég von á því að skýringar kúnnana séu svipaðar hér á landi. Ég á einnig von á því að karlarnir hafi ríka þörf fyrir að réttlæta vændiskaup sín eins og reyndist með kúnnana í Dan- mörku.“ – Hvað hefur mest komið á óvart við rannsóknir þínar? „Það sem hefur komið mér allra mest á óvart er hve fáar rannsóknir eru til um sjálfa kúnnana. Fræðilega eru kúnn- arnir miðlægir í umræðunni um vændi, án þeirra verða engin vændiskaup. Í allri pólitískri um- ræðu um vændi eru kúnnarnir einnig miðlægir en samt vitum við sáralítið um þá. Í öllum þeim aragrúa af rannsóknum um vændi sem til eru í heiminum höfum við alveg gleymt að spyrja sjálfa kúnnana. En það er eins og oft áður með hugmyndir okk- ar um karlmenn, við tökum þeim sem gefnum, við erum áfram normið ef svo mætti að orði kom- ast.“ – Hverjir eiga erindi á þetta málþing? „Ég er þeirrar skoð- unar að allir geti átt erindi á þetta málþing. Ég hef ekki hitt nokkurn aðila sem hefur ekki einhverja skoðun á vændi. Málþingið getur þess vegna orðið fróðlegt fyrir marga og upplagt tækifæri til að fræð- ast loks lítið eitt um kúnnana sjálfa. Við vonumst eftir því að sjá sem flesta.“ Þess má að lokum geta, að skráningargjald er 1.500 krónur og er morgunverður innifalinn. Gísli Hrafn Atlason  Gísli Hrafn Atlason er fæddur í Reykjavík 17. febrúar 1974. Lauk B.A. prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Er sem stendur í framhaldsnámi í faginu við Kaupmannahafnarhá- skóla og lýkur því í vor. Loka- verkefnið fjallar um viðskipta- vini vændiskvenna í Danmörku. Maki Gísla er Ingibjörg Stef- ánsdóttir námsmaður og eiga þau eina dóttur, Þorbjörgu Önnu, sem er fædd í desember 2001. Stjúpdóttur á Gísli Hrafn, Guðríði Sigurðardóttur, 13 ára. Sáralítið vit- að um við- skiptavinina Á NÝLIÐNU ári var skráð 3.141 nýtt einkahlutafélag á móti 1.870 einkahlutafélögum hluta- félögum árið 2001. Því voru skráð 1.270 fleiri einkahlutafélög í fyrra en árið áður sem er aukn- ing um tæp 170%. Þá voru skráð þrjátíu ný hlutafélög í fyrra á móti 32 félögum árið áður. Eins og komið hefur fram er ástæðan fyrir mikilli fjölgun einkahlutafélaga fyrst og fremst sú að með lækkun tekjuskatts á hagnað fyrirtækja samfara því að mögulegt varð að færa ein- staklingsrekstur og eignir undir merki einkahlutafélags án þess að til kæmi sérstök skattskylda vegna þess, er orðið miklum mun hagstæðara að vera með rekstur í félagaformi en í eigin nafni. Á fjórða þúsund nýrra einkahlutafélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.