Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 11 FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta af greiðslum til stjórnar- manna stöðvarinnar og birtir Morg- unblaðið hana hér heild. „Með vísan til fréttar um greiðslur til stjórnarmanna Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) hf. í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins þann 2. janúar s.l. er eftirfarandi upplýst: Í nóvember 2000 var ákveðið að leggja niður störf bygg- ingarnefndar suðurbyggingar flug- stöðvarinnar. Með stofnun hluta- félags um rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli voru verkefni tengd byggingarnefndinni flutt yfir til stjórnar FLE hf. Vegna þeirra miklu fjárfestinga og skuldbindinga sem félagið var að ráðast í á þessum tíma taldi stjórn félagsins nauðsyn- legt að fulltrúi stjórnar starfaði með framkvæmdastjóra félagsins í verk- efnisstjórn suðurbyggingar, sem skipuð var af stjórn félagsins. Á stjórnarfundi í byrjun árs 2001 var því samþykkt að vegna sér- þekkingar á flugvallarsvæðinu og á sviði byggingarframkvæmda al- mennt yrði Sigurður Garðarsson verkfræðingur fulltrúi stjórnar í verkefnisstjórn. Einnig var sam- þykkt að Sigurður fengi greitt sér- staklega fyrir þessi ráðgjafarstörf sem voru utan hefðbundinna stjórn- arstarfa. Einnig var samþykkt að fela Sigurði ákveðin verkefni sem tengdust framtíðaruppbyggingu flugstöðvarinnar og landnýtingar- áformum til næstu 25 ára. Sigurður kom einnig að vinnu við undirbún- ing farangursleitarkerfis sem nýbú- ið er að setja upp í flugstöðinni, vinnu við fjölnota innritunarkerfi og skipulag innritunar. Sigurður Garð- arsson hefur einnig setið í forvals- nefnd um val á rekstraraðilum í flugstöðina. Ráðgjafarstörf Sigurð- ar voru reikningsfærð af Hafur ehf. sem er í eigu hans. Heildargreiðslur vegna ráðgjafarvinnu og útlagðs kostnaðar Hafurs ehf. á árinu 2002 voru 5.185.200 kr. án vsk. Sigurður Garðarsson lét af stjórnarstörfum að eigin ósk á síð- asta ári. Þá óskaði stjórn félagsins eftir því að Stefán Þórarinsson tæki að sér að vinna að ákveðnum verk- efnum með framkvæmdastjóra s.s. samningum við leigutaka og að sitja í forvalsnefnd um val á rekstrarað- ilum. Ráðgjafarstörf Stefáns Þór- arinssonar voru reikningsfærð af Nýsi hf. Heildargreiðslur vegna ráðgjafarvinnu og útlagðs kostnað- ar Nýsis hf. á árinu 2002 voru 592.194 kr. án vsk. Vegna sérþekkingar þessara stjórnarmanna og vegna eðlis verk- efna tengdra fjárfestingum og skuldbindingum félagsins taldi stjórnin nauðsynlegt að ofangreind- ir aðilar kæmu að þessari vinnu til að tryggja betur hagsmuni félagsins og spara verulega fjármuni. Það er ljóst að félag sem stendur í miklum framkvæmdum og í breyt- ingum á starfsemi sinni þarf að treysta mikið á aðkeypta ráðgjöf af ýmsu tagi. Á árinu 2002 greiddi Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. um 87 milljónir kr. án vsk. í ráðgjaf- arvinnu, s.s. hönnun, verkfræðiþjón- ustu, erlenda ráðgjöf, lögfræðiþjón- ustu, endurskoðun o.fl. Heildar- rekstrarkostnaður félagsins fyrir utan afskriftir og fjármagnsgjöld er áætlaður um 3.055 milljónir kr. á árinu 2002. Aðkeypt ráðgjafarþjón- usta alls var því um 2,8% af heild- arrekstrarkostnaði félagsins á árinu 2002. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. er vel rekið félag og í rekstri þess er í hvívetna gætt ráðdeildarsemi og leitast við að hagræða og ná niður kostnaði. Afkoma félagsins hefur af þessum ástæðum verið góð og þrátt fyrir afar erfiðar ytri aðstæður á nýliðnu ári mun félagið því geta greitt 10% arð í ríkissjóð, eða 250 milljónir króna fyrir árið 2002. Stjórn FLE fagnar því að Rík- isendurskoðun mun nú fjalla um þessi mál og telur rétt að tjá sig ekki frekar fyrr en að þeirri skoðun lokinni.“ Tilkynning frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna greiðslna til stjórnarmanna Nauðsynlegt að fá aðkeypta ráðgjöf RÍKISENDURSKOÐUN hefur ákveðið að fara yfir greiðslur til ráðgjafarfyrirtækja tveggja stjórnarmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Sigurður Þórðar- son, ríkisendurskoðandi, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var breytt í hlutafélag árið 2000 en fé- lagið er að fullu í eigu ríkisins. Sigurður segir að í framhaldi af almennri umræðu um mál svipaðs eðlis hafi verið ákveðið að skoða þessar greiðslur til stjórnarmanna í Flugstöðinni en þar sé þó aðeins um frumathugun að ræða. „Þetta eru auðvitað viðkvæmir hlutir og við erum vakandi fyrir þeim. Í þessu felst þó enginn áfellisdómur, við skoðum þetta bara eins og hvert annað mál sem til okkar kemur.“ Aðspurður segir Sigurður að á þessu stigi málsins tengist athug- un ríkisendurskoðunar ekki fjár- reiðum stöðvarinnar almennt held- ur greiðslum til fyrirtækja stjórn- armannanna. Athugun Ríkisendur- skoðunar lega athöfn í anddyri Orkuveitunnar að Bæjarhálsi. Verðlaunahafarnir eru Vesturgata 147, Akranesi, Grandaskipin í Reykjavíkurhöfn, verslunargatan við Hamraborg í Kópavogi, Leirutangi 6, Mosfellsbæ, Móaflöt 12, Garðabæ og Melabraut 23, Seltjarnarnesi. ORKUVEITA Reykjavíkur veitti í gær sex ein- staklingum og fyrirtækjum viðurkenningar fyrir skemmtilegar og frumlegar jólaljósaskreytingar. Verðlaunahafar eru af höfuðborgarsvæðinu og Akra- nesi og veittu viðurkenningunum viðtöku við hátíð- Viðurkenningar fyrir skemmtilegar ljósaskreytingar Morgunblaðið/Jim Smart UM 20% fleiri leituðu eftir fjár- hagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg í fyrra en árið áður. Björk Vilhelms- dóttir, formaður félagsmálaráðs, segir að samkvæmt bráðabirgðatöl- um hafi útgjöld borgarinnar vegna fjárhagsaðstoðar numið um 953 milljónum í fyrra. Hún segir að ef atvinnuleysi haldi áfram að aukast megi reikna með að útgjöld til þessa málaflokks aukist enn á þessu ári. Björk sagði að á árunum 2000 og 2001 hefði fjárhagsaðstoð aukist nokkuð. „Á árinu 2002 verður hins vegar sprenging í þessum mála- flokki. Við rekjum það að nokkru leyti til aukins atvinnuleysis. Síðan eru í auknum mæli öryrkjar, ellilíf- eyrisþegar og fólk í launaðri vinnu að fá aðstoð hjá okkur. Það hefur líka orðið aukning á aðstoð sem er veitt vegna sérstakra erfiðleika. Það voru 3.600 einstaklingar sem fengu fjárhagsaðstoð hjá Reykja- víkurborg á síðasta ári, en það eru 600 fleiri en árið á undan. Á bak við þessa einstaklinga eru að sjálfsögðu talsvert fleiri því margir eru með fjölskyldu.“ Farið ofan í fjármál fólks Björk sagði að farið væri mjög nákvæmlega ofan í fjármál þessara 3.600 einstaklinga. Þetta væri fólk sem byggi við sára fátækt. Fram- færslumörk Reykjavíkurborgar miðuðust við 67.000 kr. á mánuði. Aðeins þeir sem ekki næðu slíkum tekjum ættu rétt á fjárhagsaðstoð. Björk sagði að margir aðilar í samfélaginu tækju þátt í því að að- stoða fátækt fólk. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þessi hjálp væri ekki nægilega markviss og ekki nægilega mikil áhersla lögð á að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Það væri ástæða til að reyna að bæta úr því. Björk sagði að í ljós hefði komið að barnabætur færu að skerðast við 55.000 kr. mánaðarlaun. Þetta þýddi að í raun fengi enginn óskertar barnabætur. Þetta hlyti að þurfa að skoða betur. 1.410 manns fengu fjárhagsað- stoð í desembermánuði, en þeir voru 1.195 í desember árið 2001. Útgjöld Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsaðstoðar námu 950 milljónum í fyrra 20% fleiri fengu fjárhagsaðstoð LITLAR breytingar voru á fylgi stjórnmálaflokkanna í lok árs miðað við mánuðinn á undan, samkvæmt nýjustu fylgiskönnun Gallup, og sama átti við um breytingar á fylgi listanna í Reykjavík frá borgar- stjórnarkosningunum í maí. Framsóknarflokkur nýtur stuðn- ings 12,5%, fylgi við Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð er rösklega 13%. Fylgi annarra flokka stendur nánast í stað og sama er að segja um stuðning við ríkisstjórnina. Miðað við nýja kjördæmaskipan fengi Sjálfstæðisflokkurinn 26 þing- menn, Samfylkingin 21, VG 8 og Framsóknarflokkur 8 þingmenn en Frjálslyndi flokkurinn engan. Framsókn fengi einn þingmann kjörinn í Reykjavík Sé þingsætum deilt á flokkana eft- ir kjördæmum samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar kemur m.a. í ljós að Framsóknarflokkurinn fengi einn mann kjörinn í Reykjavíkurkjör- dæmi norður en engan þingmann í Reykjavík-suður og flokkurinn fengi ekki heldur þingmann kjörinn í Suð- vesturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm þingmenn í hvoru Reykjavíkurkjör- dæmanna og Samfylkingin fengi fjóra þingmenn í hvoru kjördæmi borgarinnar. VG næði tveimur þing- mönnum í Reykjavík-suður og einum í Reykjavík-norður. Samfylkingin fengi 5 þingmenn í Suðvesturkjördæmi og Sjálfstæðis- flokkurinn fengi sama þingmanna- fjölda í því kjördæmi en VG fengi einn þingmann þar. Sérfræðingar Gallup benda á að hafa beri í huga við mat á skiptingu þingsæta milli flokka í kjördæmum að þó að úrtakið sé stórt þurfi mjög litla tilfærslu á fylgi milli flokka til þess að þingsæti færist milli flokka innan kjördæma. Ákvörðun borgarstjóra breytti engu Samkvæmt könnuninni mældist ekki marktækur munur á fylgi listanna dagana fyrir og eftir að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir tilkynnti að hún tæki sæti á lista Samfylkingar- innar í alþingiskosningunum í vor. Símakönnunin fór fram 28. nóvem- ber til 30. desember. Úrtakið var 3.128 manns á aldrinum 18 til 75 ára, valið með tilviljun úr þjóðskrá og var um 70% svarhlutfall.         * &( &%    +,  +- . '    &/0' *10  !&23+,  * &3,456* * && )&   #% 578 ! &   &'&   !'& &'9  &9  :!'9  &9  :!'9 & &9  &'&9  ;                                  8    Litlar breyting- ar á fylgi flokka VILHJÁLMUR Egilsson þingmað- ur hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku en hann mun taka við starfi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington 15. janúar og gegna því út þetta ár. Vilhjálmur segir prófkjörsmál vera úr sínum höndum og að hann hafi þegar komið öllu á framfæri sem hann vilji um þau mál segja. „Það er auðvitað stuðningsmanna minna að ákveða frekar um fram- haldið.“ Adolf Berndsen, oddviti á Skaga- strönd, mun setjast á þing í stað Vilhjálms. Birgir Ármannsson, varaframkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, tekur við starfi framkvæmda- stjóra ráðsins af Vilhjálmi eða þar til annað kann að verða ákveðið. Stuðnings- manna að ákveða fram- haldið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.