Morgunblaðið - 04.01.2003, Page 13

Morgunblaðið - 04.01.2003, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 13 RÁÐSTEFNA Norður-Atl- antshafssjávarspendýraráðs- ins (NAMMCO) um hagnýt- ingu veiðireynslu og vísindalegrar þekkingar við stjórn veiða, hefst í Reykjavík á morgun, sunnudag. Ráðstefnuna sitja hval- og selveiðimenn, vísindamenn og embættismenn frá öllum fjór- um aðildarríkjum NAMMCO, þ.e. Íslandi, Noregi, Færeyj- um og Grænlandi, en auk þess frá Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ástr- alíu. Á ráðstefnunni verða rædd málefni tengd hvalveið- um, selveiðum og fiskveiðum og ólík viðhorf veiðimanna og vísindamanna til veiðanna. Í tilkynningu frá NAMMCO segir að stjórn veiða sé aðallega byggð á vís- indalegri ráðgjöf en taki venjulega lítið tillit til þekk- ingar veiðimanna. Þessi sjón- armið hafi ekki verið rædd svo ítarlega á alþjóðlegum vettvangi áður og frummæl- endur og þátttakendur í pall- borðsumræðum séu allir þekktir sérfræðingar á sínu sviði. Ráðstefnan verður sett kl. 9 á sunnudag á Hótel Sögu en henni lýkur á þriðjudag. Ráð- stefna um hval- og sel- veiðar SINDRA-STÁL hf. og Borstlap í Hollandi, sem er alþjóðlegt fyr- irtæki á sviði festinga, hafa náð samkomulagi um að Sindra-Stál kaupi öll hlutabréf í Ísboltum hf., sem til þessa hefur verið rekið sem dótturfyrirtæki Borstlap á Íslandi. Í tilkynningu frá Sindra-Stáli segir að Borstlap-samsteypan sé alþjóðlegt framleiðslu- og dreifing- arfyrirtæki, með 90 rekstrarein- ingar í 14 löndum og rúmlega 1.600 starfsmenn. „Bortslap er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu festinga og verkfæra í Evrópu og er með yfir 50.000 vörunúmer af festingum á lager. Borstlap markaðsfærir vörur sínar undir vörumerkinu FABORY sem er vel þekkt fyrir gæði eins og kröfuharðir íslenskir iðnaðarmenn geta borið vitni um. FABORY- vörurnar verða nú enn aðgengilegi en áður, því FABORY-vörurnar verða nú á boðstólum í verslunum Sindra-Stáls í Reykjavík, Akureyri og í Hafnarfirði. Í verslununum verður boðið upp á enn meira úrval af FABORY-vörunum en áður hef- ur þekkst,“ segir í tilkynningunni. Frá vinstri: Bergþór Konráðsson, framkvæmdastjóri Sindra, Ted van der Horst, fjármálastjóri Borstlap, Steve Evers, framkvæmdastjóri hjá Borstlap, Jón Emil Halldórsson, forstöðumaður byggingadeildar Sindra, Jón Rúnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísbolta, og Örn Gylfason, fjármálastjóri Sindra. Sindra-Stál hf. kaupir ísbolta fyrirtaeki.is www.oo.is BARNAVÖRUVERSLUN ÚTSALAN HEFST Í DAG 30—50% AFSL. Á BARNAFÖTUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.