Morgunblaðið - 04.01.2003, Síða 21
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 21
SUÐURNES
SEXTÁN ára íslenskur piltur sem
hefur fengið inngöngu í breska
herinn heldur utan í dag. Við tek-
ur tveggja mánaða grunnþjálfun
og síðan lengri starfsþjálfun.
Faðir Kristófers Kevin Turner
er breskur en fjölskyldan býr í
Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann
hefur áhuga á að öðlast herþjálfun
og jafnframt að vinna við vélar, til
dæmis sem bifvélavirki, og sér
möguleika á að sameina þetta
tvennt í hernum. Hann gekkst und-
ir hæfnispróf úti í Bretlandi í sum-
ar og fékk inngöngu í breska her-
inn. Síðan hefur Kristófer verið að
undirbúa sig fyrir þriggja mánaða
grunnþjálfun sem fram fer í her-
þjálfunarbúðum í Bassingborn í
nágrenni Lundúna. Hann segist
hafa reynt að undirbúa sig sem
best, meðal annars með því að
lyfta lóðum og hlaupa í nágrenni
Voga. Í þjálfuninni fara fram alls-
kyns próf sem ganga út á að meta
hæfni þátttakendanna og raun-
verulegan vilja þeirra til að ganga
í herinn.
Kristófer er ákveðinn í að kom-
ast í gegn um þessa þjálfun og hef-
ur sett stefnuna á að gerast lið-
þjálfi í hernum. Það gerist þó ekki
strax því eftir grunnþjálfunina tek-
ur við starfsþjálfun og í allt tekur
þjálfunin hátt í tvö ár. Að því búnu
segist hann geta átt von á að vera
sendur í herstöðvar erlendis.
Á leið í
herþjálf-
un í Eng-
landi
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Kristófer sameinar áhuga á vélum og líkamsþjálfun í breska hernum.
Vogar
ÞRÍR læknar eru nú starfandi á
heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja í Keflavík. Einn þeirra er
unglæknir sem vinnur þar aðeins í
þessari og næstu viku. Útlit er fyrir
að áfram verði þrír læknar við stöðina
því læknir sem hefur ráðið sig þangað
tekur til starfa um næstu mánaðamót.
Sigríður Snæbjörnsdóttir fram-
kvæmdastjóri segir að ástandið hafi
verið erfitt um hátíðirnar vegna
læknaskorts. Vandamálin hafi safnast
nokkuð upp en starfsfólkinu hafi þó
tekist ótrúlega vel að vinna úr þeim.
Hún kannast ekki við að sjúkling-
um sé vísað frá. Hins vegar geti fólk
þurft að bíða og sé til dæmis ráðlagt
að koma síðar um daginn. Sigríður
telur að biðtíminn sé ekki meiri en
víða þekkist. „Þetta hefur bjargast
vegna mikils dugnaðar starfsfólks-
ins,“ segir hún. Hún segir jafnframt
að ekki sé ætlunin að búa við þetta
ástand til langs tíma og verið sé að
skoða möguleika til varanlegrar
lausnar á vanda heilsugæslunnar.
Þrír læknar á
heilsugæslu-
stöðinni
Keflavík
FJÓRUM starfsmönnum Sandgerð-
ishafnar hefur verið sagt upp störfum
vegna taprekstrar. Formaður hafnar-
ráðs vonast til að hægt verði að end-
urráða sem flesta að lokinni endur-
skipulagningu á rekstri hafnarinnar.
Mikill samdráttur hefur verið í
Sandgerðishöfn á undanförnum ár-
um, meðal annars vegna samdráttar í
sjávarútvegi. Þá segir Reynir Sveins-
son, formaður hafnarráðs, að ýmsar
breytingar hafi orðið á starfseminni
frá því samningar voru gerðir við
starfsmennina um bakvaktir og
fleira. Meðal annars hafi það færst í
vöxt að afli sé vigtaður hjá fyrirtækj-
unum.
Reynir segir að rekstrartekjur
Sandgerðishafnar hafi verið 55 millj-
ónir á síðasta ári og hafi orðið 12
milljóna króna tap á rekstrinum. Þá
séu skuldir orðnar miklar og erfitt að
láta enda ná saman. Því hafi verið
óhjákvæmilegt að bregðast við vand-
anum.
Flestir endurráðnir
Fimm starfsmenn eru hjá Sand-
gerðishöfn, hafnarstjóri og fjórir aðr-
ir starfsmenn. Hafnarstjórinn er ráð-
inn beint af bæjarstjórn en hafnarráð
sagði hinum mönnunum upp störfum
á gamlársdag. Þeir munu hafa
þriggja mánaða uppsagnarfrest.
Reynir segir að reynt verði að vinna
hratt að úttekt á rekstrinum og end-
urskipulagningu og vonast til að hægt
verði að endurráða sem flesta af
starfsmönnunum ekki síðar en í febr-
úarmánuði. Segir hann ljóst að breyta
verði starfskjörum þeirra.
Önnur starfsemi við höfnina hefur
ekki farið varhluta af samdrætti í
sjávarútvegi, ekki síst fiskmarkaður
og ísframleiðsla. Segir Reynir meðal
annars til athugunar hvort hægt sé að
nýta starfskrafta og aðstöðu hafnar-
innar og þessara fyrirtækja eða jafn-
vel áhaldahúss bæjarins.
Endurskipulagning á rekstri Sandgerðishafnar
Fjórum mönnum
sagt upp starfi sínu
Sandgerði
Félagar á Suðurnesjum í Ætt-
fræðifélaginu hittast á Bókasafni
Reykjanesbæjar mánudagskvöldið
13. janúar klukkan 20. Fundurinn
verður haldinn einni viku seinna en
venja er vegna þrettándans. Allir
áhugamenn um ættfræðigrúsk eru
velkomnir. Nánari upplýsingar veit-
ir Einar Ingimundarson.
Í DAG
HALDIN verður þrettánda-
gleði í Reykjanesbæ næstkom-
andi mánudag með hefðbundnu
sniði, brennu á Iðavöllum og
flugeldasýningu, nema hvað nú
verður dagskrá fyrir yngstu
aldursflokkana í Reykjanes-
höllinni áður en gengið verður
til brennu.
Boðið er upp á andlitsmáln-
ingu í Reykjaneshöllinni frá kl.
17.30 og dagskrá verður í höll-
inni frá 18 til 19.30. Þar leikur
Léttsveit Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar og Leikfélag
Keflavíkur sér um skemmti-
dagskrá fyrir yngstu kynslóð-
ina, boðið verður upp á tónlist,
söng, grín og glens. Hoppkast-
alar verða á staðnum og heitt
kakó í boði.
Gengið verður fylktu liði frá
Reykjaneshöllinni klukkan
19.40 að álfabrennu á Iðavöll-
um. Þar verða jólin kvödd með
dagskrá sem hefst klukkan 20.
Fram koma Lúðrasveit Tón-
listarskólans, Karlakór Kefla-
víkur, Kvennakór Suðurnesja,
Leikfélag Keflavíkur og félagar
úr skátafélögunum að
ógleymdum álfakóngi og
-drottningu, púkum, Grýlu og
Leppalúða og jólasveinum.
Samkomunni lýkur með flug-
eldasýningu á vegum Björgun-
arsveitar Suðurnesja.
Þrettánda-
gleði í Reykja-
neshöll og á
Iðavöllum
Reykjanesbær
SKARFUR sat dágóða stund á belg
í Sandgerðishöfn á nýársdags-
morgun. Hann speglaði sig í haf-
fletinum og baðaði út vængjunum
öðru hvoru og lét umhverfið ekki
hafa nein áhrif á sig. Ekki er vitað
hvað fuglinum gekk til, annað en að
fagna nýju ári.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Speglar
sig í haf-
fletinum
Á FJÓRÐA tímanum á
gamlársdag komu tveir
menn í bækistöð björg-
unarsveitarinnar Bjargar
á Eyrarbakka og báðu um
aðstoð. Þeir höfðu verið
að fljúga flugmódelum
ásamt öðrum félögum í
flugmódelklúbbnum Smá-
stund í Árborg þegar ein
vél þeirra brotlenti í sjón-
um, rúmlega 200 metra
frá landi.
Nálægt háflóði var og skerin flest
komin á kaf. Vildu þeir fá aðstoð
við að ná vélinni og brugðu björg-
unarsveitarmenn við skjótt. Þeir
tóku með sér flotbúning og óku á
vettvang. Þar varð að ráði að eig-
andi vélarinnar klæddist flotbún-
ingnum og reyndi að ná til vél-
arinnar. Það tókst honum en virtist
eiga í erfiðleikum með að rata aftur
sömu leið til baka enda hafði nú
fallið meira að.
Björgunarsveitarmenn hugðust
grípa til báta sinna en þeir höfðu
verið fjarlægðir úr björgunarstöð-
inni í öryggisskyni vegna flugelda-
sölunnar og komið fyrir í öðru húsi.
Þar höfðu þeir hins vegar lokast af,
því bíl hafði verið lagt þannig að
ekki var auðvelt að ná þeim út.
Ákváðu björgunarmenn því að ná
í fleiri flotgalla og sækja manninn á
útskerjunum. Tveir piltar úr ung-
lingadeild sveitarinnar snöruðu sér
í flotbúninga, óðu og syntu út til
mannsins og aðstoðuðu hann.
Þurftu þeir að synda nokkurn hluta
leiðarinnar, enda þá komið háflóð.
Maðurinn var orðinn allkaldur,
hann var berhentur og sjór hafði
komist upp um ermar gallans og
einnig var önnur skálmin lek og
hann því blautur. Allt gekk þetta
slysalaust og engum varð meint af.
Afdrif flugvélarinnar voru þau
að annar vængurinn brotnaði af og
týndist en skrokkurinn og vélin
björguðust. Rafdótið er sjálfsagt
ónýtt.
Sléttur völlur nauðsyn
Smástund er nafnið á flugmód-
elklúbbnum sem fengið hefur að-
stöðu fyrir flugvöll sinn á flötunum
austan við Eyrarbakka. Alls eru 20
virkir félagar í klúbbnum og hafa
þeir fyrir sið að fljúga vélum sínum
síðasta dag ársins, ef veður leyfir.
Að þessu sinni voru 15 manns á vell-
inum.
Þar sem þeir hafa nú fengið var-
anlega aðstöðu hyggjast þeir girða
af völlinn enda hefur verið bæði rið-
ið og ekið yfir svæði þeirra. Eins og
gefur að skilja þarf sléttan völl fyr-
ir þessar smáflugvélar ef ekki á illa
að fara.
Ljósmynd/Óskar Magnússon
Félagarnir Friðjón Hauksson og Guðmundur Gísli Hagalín, nemendur í
10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og félagar í unglingadeild
björgunarsveitarinnar, brugðust skjótt við til aðstoðar í fjörunni.
Síðasta útkall 2002
Eyrarbakki
Ungir félagar í björgunarsveit óðu og
syntu til bjargar eiganda flugmódels
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
KIWANISKLÚBBURINN Helga-
fell í Vestmannaeyjum hefur ákveðið
að gefa nætursjónauka á þrjár hafnir
á Suðurlandi, Höfn í Hornafirði,
Vestmannaeyjar og Þorlákshöfn.
Hallgrímur Sigurðsson, forseti Kiw-
anisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn,
tók að sér að afhenda sjónaukann í
Þorlákshöfn. Sigurður Jónsson, for-
maður slysavarnadeildarinnar
Mannbjargar, tók við sjónaukanum
fyrir hönd deildarinnar.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Slysavarnadeildin Mann-
björg fær nætursjónauka
Þorlákshöfn