Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóna Björg Guð-mundsdóttir,
hjúkrunarkona á
Akranesi, fæddist í
Reykjavík 17. júlí
1915. Hún lést á
Akranesi á Þorláks-
messu, 23. desember
síðastliðinn. Nær alla
starfsævi sína á Ís-
landi hafði hún búið á
Akranesi eða frá 1947
er hún réðst þangað
sem bæjarhjúkrunar-
kona. Hún hafði átt
við vanheilsu að
stríða um árabil en virtist halda
andlegu atgervi til hins síðasta.
Jóna Björg var dóttir hjónanna
Guðríðar Pálínar Jónsdóttur, hús-
móður, frá Breiðholti í Reykjavík
og Guðmundar Kjartans Jónsson-
ar, bónda og verkstjóra, frá Kot-
laugum í Hreppum. Þau byggðu
sér myndarbú ofarlega í Laugar-
dal í Reykjavík neðan Suðurlands-
brautar, sem hét Múli. Var það eitt
stærsta býlið í Reykjavík á sinni
tíð. Jóna var önnur í fjögurra
systkina hópi, þeirra er upp kom-
ust, systurinnar Svanhildar, f. 4.
apríl 1912, er var elst, d. 28. apríl
1996, og bræðranna Jóns Val-
geirs, f. 19. jan. 1920, d. 8. mars á
þessu ári, og Guðmundar Kjart-
ans, f. 25. júní 1923, búandi í
Reykjavík.
Á Akranesi giftist Jóna Björg 1.
janúar 1948 Bergmundi Stígssyni,
f. 1. nóv. 1915, byggingarmeist-
ara, frá Hornvík.
Settu þau bú saman
og byggðu hús á
Vesturgötu 131. Jóna
og Bergmundur áttu
farsælt hjónaband en
hann andaðist 14.
apríl 1994. Þau eign-
uðust tvö börn: 1)
Bergþóru, f. 16. júlí
1948, kennara að
mennt, búsetta á Ísa-
firði, gifta Guðmundi
Ágústssyni, og eiga
þau tvö börn: a) Jónu
Björgu, f. 1972, og b)
Hlyn, f. 1976. 2) Þóri, f. 9. sept.
1953, lækni, búandi á Akranesi,
kvæntan Guðríði Guðmundsdótt-
ur, og eiga þau þrjú börn: a) Huldu
Björk, f. 1979, b) Elvu Hrund, f.
1983, og c) Þóru Hlín, f. 1986.
Jóna Björg fór 1935 til Dan-
merkur og nam hjúkrun, auk
framhaldsnáms í geðhjúkrun og
röntgentækni. Þá aflaði hún sér
kennsluréttinda í hjúkrunarfræð-
um.
Eftir tíu ára dvöl í Danmörku
flutti Jóna til Íslands og starfaði
um hríð á Landspítalanum og
Kleppjárnsreykjum. 1. janúar
1947 réðst hún sem hjúkrunar-
kona til Sjúkrasamlags Akraness
og starfaði þar til 1964 en eftir það
var hún skólahjúkrunarkona til
1984 að hún lét af störfum.
Útför Jónu Bjargar Guðmunds-
dóttur fór fram frá Akraneskirkju
30. desember.
Jóna Björg Guðmundsdóttir frá
Múla í Reykjavík er látin á áttugasta
og áttunda aldursári.
Það er mér bæði ljúft og skylt að
minnast móðursystur minnar að lok-
inni þessari jarðlífsgöngu.
Jóna Björg var, eins og systkini
hennar, af mörgun ættingjum sínum
af Breiðholtskyni kennd við Múla og
sama var af hálfu vina og sumra ná-
granna úr Laugardalnum, þrátt fyr-
ir að hátt á sjöunda áratug sé liðið
frá því hún hleypti heimdraganum.
Ung að árum, á fjórða áratug síð-
ustu aldar, fór Jóna Björg til Dan-
merkur til hjúkrunarnáms. Var það
fyrir áeggjan og með fullum stuðn-
ingi systur sinnar, að hún hélt út í
heim til þessa náms, í miðri heims-
kreppunni. Jóna lauk námi sínu með
prýði. Hún kom heim til Íslands en
fór til Danmerkur aftur, enda lágu
stöður ekki á lausu á sjúkrahúsum
hér á landi. Jóna Björg vann á
sjúkrahúsum í Danmörku við upp-
haf annarrar heimsstyrjaldarinnar í
september 1939 og hernám Dan-
merkur í maí 1940 gerði það að verk-
um, að hún varð innlyksa í því landi
þar til styrjöldinni lauk 1945.
Í stríðslok 1945 flutti Jóna Björg
aftur til Íslands eftir hina löngu úti-
veru.
Á Danmerkurárum Jónu voru
þær systur í góðu sambandi og sendi
sú er heima sat pakka reglulega með
nytjavarningi og geymanlegum mat-
vælum.
Á hernámsárunum var erfitt að
koma slíku á milli landa en um
stórhátíðir mátti slíkt þó heppnast
fyrir tilstuðlan Rauða krossins. Bak-
hjarlinn, eldri systirin, sat löngum
stundum fram á rauða nótt, eftir
langan vinnudag á stóru heimili, við
að vinna ull, spinna lopa og prjóna
flíkur, peysur, sokkaplögg, vettlinga
og klukkur. Gæðavörur úr íslensku
ullinni voru eftirsóttar í vetrarkulda
og illa upphituðum húsum á danskri
grund. Ef ekki tókst að koma allri
framleiðslunni til Danmerkur var
það selt og andvirðið sent meðan
slíkt var hægt. Þær systur voru út-
sjónarsamar með þessum hætti að
afla erlends skotsilfurs á harðræð-
istímum, þegar slíkt lá ekki á lausu.
Síðar sagði móðir mín, að ástæða
þess að hún hvatti yngri systur sína
svo eindregið til að fara til Dan-
merkur til náms var, að sjálf vildi
hún sjá Jónu rífa sig úr viðjum van-
ans og tregðulögmálsins á heimaslóð
og öðlast nægjanlegt sjálfstraust við
nám og góð starfsréttindi, svo að
hún gæti staðið sjálfstæð og upprétt
í hrakviðrum lítilsmetinna kvenrétt-
inda. Konur væru menn engu síður
en karlar. Sjálf hafði hún orðið rúm-
lega fermd að axla ábyrgð á stóru
heimili, þegar móðir þeirra veiktist,
og varð af öllu námi nema þriggja
mánaða farskóla í barnafræðum.
Þótti henni það miður og því vildi
hún að systirin hlyti betra hlut-
skipti.
Kært var með þeim systrum og til
marks um það má nefna, að það var
nánast heilög regla, eftir að Jóna og
Bergmundur stofnuðu til heimilis,
að móðir mín færi upp á Akranes í
dymbilvikunni ár hvert um áratuga
skeið og dveldist þar yfir bænadag-
ana. Hvíldi ró og friður yfir Vest-
urgötu 131.
Þá kom ekki annað til greina en
að börn Jónu og Bergmundar, Berg-
þóra og Þórir, dveldu á heimili móð-
ursystur sinnar í Reykjavík meðan
þau stunduðu framhaldsskóla- og
háskólanám. Voru þau sem uppeld-
isbörn enda bæði vel af Guði gerð.
Jóna Björg var höfðingi heim að
sækja og vart var nokkuð of gott til
handa gestum hennar og Berg-
mundar. Á slíkum stundum og í öðr-
um mannfagnaði var hún glettin og
skemmtin, eins og hún átti kyn til úr
Breiðholtsætt.
Hún var heimakær og sótti fjöl-
skyldusamkomur á Reykjavíkur-
svæðinu í hófi. Þegar hún sótti höf-
uðstaðinn heim í almennum ferðum
kom það fyrir, að sem rok væri í
henni og við lá að fólk hefði í flimt-
ingum, hvort hún myndi snúa til síns
heima áður en erindinu væri lokið
enda ferðirnar tímasettar við Lax-
foss eða Akraborg!
Á kveðjustundu vil ég þakka Jónu
frá Múla, móðursystur minni, sam-
fylgd, og flyt börnum hennar og öðr-
um niðjum samúðarkveðjur.
Hörður Gunnarsson frá
Múla og fjölskylda.
Heiðurskona er orðið sem að
kemur fyrst upp í hugann þegar
minningar um Jónu hjúkrunarkonu
eru festar á blað. Frumkvöðull var
hún á Akranesi. Ein af fyrstu
menntuðu hjúkrunarkonunum sem
hér hófu störf. Jóna lærði í Dan-
mörku og vann þar um árabil við
ýmis hjúkrunarstörf áður en hún
kom hingað. Hún aflaði sér víðtækr-
ar menntunar, stundaði m.a. fram-
haldsnám í geðhjúkrun og röntgen-
fræðum. Hún kenndi hjúkrun við
Háskólann í Árósum og víðar. Við
vorum lánsamir Akurnesingar þeg-
ar hún réð sig árið 1947 hjá Sjúkra-
samlagi Akraness. Starf hennar
spannaði vítt svið enda sjúkrahús
ekki á staðnum á þeim tíma. Hún
hjúkraði í heimahúsum, bæði á nóttu
sem degi og lagði hún sig fram við
að leysa þann vanda sem í hennar
valdi stóð. Fyrir störf sín fékk hún
hvorki orlof, næturvinnutaxta né
bílastyrk, slíkt var konum ekki boðið
í þá daga. Hún kvartaði aldrei og hló
seinna góðlátlega að því mikla skiln-
ingsleysi er hér ríkti á því að konur
ættu yfir höfuð að vera á launum.
Hún þægi nú örugglega góðgerðir í
öllum þessum mörgu vitjunum. En
það sem Jóna uppskar var orðstír
sem öllu er dýrmætara. Hún hafði
þó þá reglu að þiggja aldrei nein
heiðursverðlaun eða medalíur fyrir
sín störf þótt þær stæðu henni til
boða og hún ætti það svo sannarlega
skilið.
Það eru fáir Akurnesingar sem
komnir eru á miðjan aldur sem Jóna
hjúkrunarkona hefur ekki einhvern
tímann huggað, hjúkrað, snýtt eða
plástrað. Hennar aðalvettvangur var
Barnaskóli Akraness en þar vann
hún í 37 ár. Þar var hún ókrýnd
drottning í sínu ríki í allri sinni hóg-
værð. Hún skildi hvað klukkan sló,
þegar lítill angi þurfti á aðstoð henn-
ar að halda. Hún vissi að þó að sárin
væru ekki alltaf sjáanleg, þá gæti
verið mein hið innra sem þyrfti að
græða. Hún þekkti aðstæður flestra
Skagamanna og hennar stóra hjarta
sló alltaf með þeim sem á aðstoð
þurftu að halda. Hún kunni oftar en
ekki ráð sem til bóta gátu talist.
Jóna hjúkrunarkona var hrein og
bein, sagði fátt, hugsaði margt og
framkvæmdi fumlaust. Ég sem
þessar línur rita, kynntist henni
strax þegar ég kom á Akranes sem
ungur hjúkrunarfræðingur. Ég
lagðist að henni, fann styrk í návist
hennar og virti reynslu hennar. Ég
naut félagsskapar hennar því hún
hafði af svo mörgu að miðla, víðlesin,
ljóngáfuð en fyrst og fremst vönd að
virðingu sinni og hafði ótrúlegt um-
burðarlyndi gagnvart stelpu sem
fátt vissi og lítið kunni. Hún reyndi
sitt til þess að bæta þar um.
Jóna var barn sumarsins og rækt-
aði garðinn sinn í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu. Það blómstraði
allt í kringum hana. Hún og hennar
góði maður, Bergmundur heitinn
Stígsson, áttu fallegt heimili við
Vesturgötuna á Akranesi og þar
hófst ræktun ýmissa jurta, sem eng-
um Akurnesingi hafði áður dottið í
hug að vaxið gætu svo nálægt sjó.
Þau buðu því birginn og höfðu rétt
fyrir sér í því sem og svo mörgu
öðru því þau vissu að ef vel var hlúð
að, þá næðist árangur.
Bragð er að þá barnið finnur, seg-
ir gamalt og gott orðtæki. Sjaldan
hefur þetta máltæki átt betur við en
þegar elsti sonur minn kom heim
eftir sinn fyrsta skóladag í Brekku-
bæjarskóla. „Mamma, veistu hvað
ég sá í dag? Ég sá alvöru hjúkr-
unarkonu.“ Þetta þótti mér sem
móður hans nokkur tíðindi þar sem
ég taldi mig alvöru og alla mína koll-
ega sem barnið hafði umgengist frá
fyrstu tíð. En barnið var greinilega
uppljómað af nýrri reynslu. Hann
hafði hitt alvöru hjúkrunarkonu,
hann hafði hitt Jónu skólahjúkrun-
arkonu. Já, Jóna var svo sannarlega
alvöru. Hún var gegnumheil mann-
eskja, sjálfri sér samkvæm í lífi og
starfi, með öruggri og kærleiksríkri
framkomu vann hún sér traust og
virðingu samborgara sinna. Við Ak-
urnesingar eigum henni mikið að
þakka. Ég kveð hana með virðingu
og þakklæti og er þess fullviss að
hún muni fá greitt að verðleikum
fyrir sín óeigingjörnu störf. Ég
sendi börnum hennar og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ingibjörg Pálmadóttir,
Akranesi.
Hún Jóna mín er farin án þess að
mér gæfist tækifæri á að kveðja
hana almennilega. Við mamma
heimsóttum hana síðast í október og
þá var hún orðin mjög þreytt og gat
lítið talað við okkur.
Jóna var hjúkrunarfræðingur á
Akranesi og vann þar ómetanlegt
starf í mörg ár. Jóna hjúkrunar-
kona, eins og hún var ævinlega köll-
uð af okkur krökkunum, var mér
ákaflega kær. Hún og maðurinn
hennar, Bergmundur Stígsson sem
lést fyrir þó nokkru, voru nágrannar
okkar og góðir vinir foreldra minna.
Við fórum alltaf til þeirra á jóladag
og þau komu til okkar á annan í jól-
um í gegn um árin. Það var alltaf
gott að koma til þeirra. Bergmundur
tók brosandi á móti manni og Jóna
gaf mér malt eða heitt súkkulaði
með rjóma og þegar ég var lítil
stúlka var hún trúnaðarvinkona mín.
Húsið þeirra á Vesturgötunni
fannst mér svo stílhreint og fallegt.
Bergmundur var smiður af Guðs
náð, sagði faðir minn, og hann smíð-
aði auðvitað húsið af sinni einstöku
vandvirkni. Allt innbú var einnig af-
ar smekklegt, handverk og sauma-
skapur Jónu mikil listaverk og
danskar notalegar mublur í stofunni
sem mér fannst mikið til koma. Jóna
hafði keypt þær á námsárum sínum í
Danmörku. Eldhúsið og baðher-
bergið svo skínandi hreint og fínt að
það var hæt að spegla sig í flísunum.
Þannig var Jóna sjálf, með allt á
hreinu. Hún var einnig mikið nátt-
úrubarn og undi sér öllum stundum
á sumrin í garðinum sínum sem var
einstaklega fallegur. Blómin hennar
döfnuðu vel og henni leið vel í návist
þeirra sagði hún mér. Ég veit að
kærleikur Guðs tekur henni opnum
örmum og hlúir að henni og styrkir
á leið til nýrra heimkynna.
Elsku Bergþóra, Þórir og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Þórgunna Þórarinsdóttir.
JÓNA BJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítala Hringbraut
fimmtudaginn 2. janúar.
Súsanna Kr. Stefánsdóttir, Páll Ólason,
Þuríður Pálsdóttir, Knútur Kristinsson,
Súsanna Kr. Knútsdóttir,
Hólmfríður Knútsdóttir,
Páll Óli Knútsson.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HELGU THEODÓRSDÓTTUR,
til heimilis að Felli,
Skipholti 21,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Sigurbjörg Albertsdóttir, Björn Reynisson,
Reynir Björnsson,
Gunnar Karl Björnsson,
Tómas Björnsson,
Vala Albertsdóttir, Guðjón Þór Steinsson,
Helga Guðjónsdóttir, Jón Hjaltalín Gunnlaugsson,
Hjörtur Guðjónsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Albert Steinn Guðjónsson, Jórunn Atladóttir,
Heimir Þór Guðjónsson,
Bjargmundur Albertsson, Alda Guðmannsdóttir,
Guðmann Bjargmundsson,
Jóhann Gunnar Bjargmundsson
og barnabarnabörn.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar og
afi,
HREINN S. HJARTARSON,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 3. janúar.
Sólbjört Kristjánsdóttir,
Arna Hreinsdóttir,
Snævar Hreinsson,
Vilhjálmur Thomas
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SÓLVEIG AXELSDÓTTIR,
Kjarrhólma 34,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 2. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Eyjólfur Guðbrandsson,
Sigurður Gunnarsson,
Guðrún Friðbjörg Eyjólfsdóttir, Kristján Snær Karlsson
og ömmudrengir.