Morgunblaðið - 04.01.2003, Side 43

Morgunblaðið - 04.01.2003, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK Bakþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks MT stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóp- tíma í æfingasal stofunnar. Fáir í hverjum tíma. Sértæk styrktarþjálfun til að auka stöðugleika mjó- baks. Þjálfað samkvæmt nýjustu aðferðum.  Fyrir viðkvæm ofhreyfanleg bök (instabilitet).  Eftir tognanir.  Eftir brjósklosaðgerðir.  Eftir brjóskþófaröskun.  Við slitgigt. 7 vikna þjálfun. Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Æft tvisvar sinnum í viku — möguleiki á fleiri skiptum. Skráning hefst 6. janúar. Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari. Upplýsingar og skráning á MT stofunni í símum 568 3660 og 568 3748. Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju 8. árið í röð Skráning hefst mánudaginn 6. janúar á hið feikivinsæla hjónanámskeið Hafnarfjarðarkirkju, sem yfir 5.000 manns hafa tekið þátt í frá árinu 1996. Á námskeiðinu er fjallað um samskipti hjóna, leiðir til að styrkja hjónabandið, orsakir sambúðarerfiðleika, leiðir út úr vítahring deilna og átaka, ólíkar fjölskyldugerðir, ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin fyrir utan allt hitt Aðeins 15 pör komast á hvert námskeið. Skráningarsími er 555 1295 á skrifstofutíma alla virka daga. Leiðbeinandi á námskeiðinu er séra Þórhallur Heimisson Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp Tímapantanir daglega frá kl. 9-17 Hef opnað læknastofu Vilhjálmur Kr. Andrésson Domus Medica • Egilsgötu 3 • 101 Reykjavík sími 563 1053 MT stofan býður Axel Bragason sjúkraþjálfara og Jón Vídalín Halldórsson sjúkraþjálfara velkomna til starfa á nýju ári MT stofan, sjúkraþjálfun, Síðumúla 37, Reykjavík. Opnunartími stofu og æfingasalar frá kl. 8.00 til 19.00 virka daga. Timapantanir í síma 568 3660. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 4. jan- úar, er fimmtug Nanna S. Jónsdóttir, Heiðargili 6, Keflavík. Eiginmaður henn- ar er Björn Vífill Þorleifs- son. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 4. jan- úar, er níræður Magnús Baldvinsson, múrarameist- ari, Grænuhlíð 7, Reykja- vík. Hann tekur á móti gest- um á heimili sínu í dag. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 4. jan- úar, er níræður Jón Vídalin Sigurðsson, Múlavegi 32, Seyðisfirði. Í tilefni dagsins tekur Jón á móti ættingjum og vinum í Öldutúni á Seyð- isfirði milli kl. 15 og 17. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. október sl. í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði af séra Einari Eyjólfssyni þau Anna Kristín Jóhannsdóttir og Atli Erlingsson. Heimili þeirra er á Skúlaskeiði 4 í Hafnarfirði. LJÓÐABROT KIRKJUGARÐSVÍSUR Hvert helzt sem lífsins bára ber, er bátnum hingað rennt, í sínum stafni situr hver, og sjá! þeir hafa lent. Allharðan þessi barning beið, og byrinn ljúfan hinn, en beggja liðugt skipið skreið í skúta grafar inn. Grímur Thomsen 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 Rc6 7. g5 Rd7 8. Be3 Be7 9. h4 0-0 10. Dh5 a6 11. 0-0-0 Rxd4 12. Bxd4 b5 13. Bd3 Re5 14. f4 Rxd3+ 15. Hxd3 Bb7 16. Hg1 b4 Staðan kom upp í þýsku deildakeppninni 1996 þar sem Sergei Movsesjan hafði hvítt gegn Ognjen Cvitan. 17. Rd5! exd5 18. Hdg3! Dc7 hvíta sóknin yrði einnig óstöðvandi eftir 18... g6 19. Dh6 f6 20. gxf6 Hxf6 21. Hxg6+ hxg6 22. Hxg6+ Kf7 23. Hg7+ Ke8 24. Dh5+ Kd7 25. Bxf6. 19. Dh6! Dxc2+ svart- ur yrði mát eftir 19... gxh6 20. gxh6+. 20. Kxc2 Hfc8+ 21. Kd2 gxh6 22. gxh6+ Bg5 23. Hxg5+ Kf8 24. exd5 Ke7 25. Hf5! Hc4 26. Kd3 Hac8 27. Hg7 og svartur gafst upp. Íslandsmót barna fer fram 4. og 5. janúar í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12. Það hefst kl. 13 í dag, 4. janúar, og er opið öllum börnum fæddum 1992 og síðar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð hagsýn, skipulögð og úrræðagóð. Á þessu ári munu ykkur bjóðast margir spennandi valkostir. Þið eruð að halda út á nýjar brautir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú finnur til samúðar með einhverjum og löngunar til að koma honum til hjálpar. Þú hefur skilning á þjáningum annarra og vilt því leggja þig fram um að draga úr þeim. Naut (20. apríl - 20. maí)  Yfirmaður þinn hrífst af skiln- ingi þínum á þörfum heildar- innar og hæfileikum þínum til að sjá hlutina fyrir. Þú hefur góða yfirsýn yfir aðstæður. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagdraumar eiga hug þinn allan í dag. Ástæðan er sú að þig langar ekki til að vera þar sem þú ert. Þig langar til að flýja raunveruleikann. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þig langar til að hjálpa öðrum og gefa fé til góðgerðarmála. Þetta er virðingarverk. Góð- vildin er það sem skiptir mestu máli í heiminum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gætið þess að setja ekki aðra upp á stall því það er næsta víst að þeir muni falla niður af honum og það mun valda ykk- ur vonbrigðum jafnvel þótt þið hafið sjálf skapað goð- sögnina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlýja þín í garð samstarfs- manna þinna laðar að þér fólk og fær það til að leita ráða hjá þér. Gættu þess að svara af heiðarleika og hreinskilni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla hæfileika til sköpunar í dag. Þú ert smekk- vís og hugmyndaflug þitt á sér engin takmörk. Notaðu tækifærið til listrænnar sköp- unar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við for- eldra þína í dag. Gakktu úr skugga um að þú sért að tala um sömu hlutina og viðmæl- endur þínir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið eruð mjög næm á um- hverfi ykkar í dag og því er líklegt að aðrir leiti til ykkar með vandamál sín. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar til að eyða pening- um í munaðarvöru í dag. Þú ættir að bíða fram á mánudag og athuga hvort löngunin verður enn til staðar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn verður á margan hátt ruglingslegur. Það er hætt við að þú verðir misskil- inn eða að einhver misskilji þig eða jafnvel svíki þig. Sýndu varkárni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið eruð næm á tilfinningar annarra í dag og ættuð því að reyna að umgangast jákvætt fólk. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STYRKUR blinds er á röng- um stað og við sagnhafa blas- ir það dapurlega hlutskipti að fara niður áður en hann svo mikið sem kemst að. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 754 ♥ ÁKD62 ♦ 7 ♣8643 Suður ♠ ÁKG1063 ♥ 4 ♦ K5 ♣9752 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull 1 spaði 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur spilar út laufkóng og þegar blindur kemur upp þakkar suður makker sínum dauflega fyrir sitt framlag og býr sig undir að taka örlög- um sínum af karlmennsku. En það virðist ætla að verða einhver bið á því að vörnin taki slagina sína. Austur yf- irtekur laufkónginn með ás, leggur frá sér spilin og byrj- ar að naga neglurnar. Það er góðs viti. Loks spilar austur tíguláttu. Suður lætur kóng- inn og hann heldur! Norður ♠ 754 ♥ ÁKD62 ♦ 7 ♣8643 Vestur Austur ♠ 8 ♠ D92 ♥ G75 ♥ 10983 ♦ G6432 ♦ ÁD1098 ♣KDG10 ♣Á Suður ♠ ÁKG1063 ♥ 4 ♦ K5 ♣9752 Þetta gerðist á nokkrum borðum í jólamóti BR á sunnudaginn. Laufið er illa stíflað og austur freistaðist til að spila undan tígulásnum í þeirri von að makker ætti þar kónginn. Svo var ekki. Sagnhafi getur nú tryggt sér 10 slagi með því að taka ÁK í spaða, trompa tígul og henda tveimur laufum niður í háhjarta. En þeir sem höfðu meiri metnað tóku spaðaás- inn, stungu tígul, hentu niður laufum og svínuðu fyrir spaðadrottningu. Það skilaði 11 slögum og 43 stigum af 58 mögulegum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson             MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.