Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vandaður 80 gr fjölnotapappír / 500 blöð í búnti 298.- Á tilboði núna Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. SKRIFSTOFUVÖRUR „VIÐ búum yfir þekkingu sem byggð er á vísindarannsóknum og er notuð við stjórn veiða en hins vegar hefur líka safnast upp mjög viðamik- il þekking hjá veiðimönnunum sjálf- um úti um allan heim,“ segir dr. Grete K. Hovelsrud-Broda, fram- kvæmdastjóri Norður-Atlantshafs- sjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Þriggja daga fundur ráðsins stendur nú yfir á Hótel Sögu um hagnýtingu veiðireynslu og vísindalegrar þekk- ingar við stjórn veiða. Á ráðstefn- unni, sem lýkur á morgun, sitja hval- og selveiðimenn, vísindamenn og embættismenn frá öllum fjórum að- ildarríkjum NAMMCO, þ.e. Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi, en auk þess frá Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ástralíu. „Við viljum ekki halda því fram að vísindalega þekkingin sé einskis- virði, enda skiptir hún miklu máli við stjórn veiða, heldur viljum við hug- leiða hvernig við getum nýtt þekk- ingu veiðimannanna samhliða. Þetta er mjög flókið og erfitt mál og mjög fjölbreyttur hópur hér á ráðstefn- unni að ræða það. Þetta er umdeilt málefni og það hafa gengið ásakanir á báða bóga milli vísindamannanna og veiðimannanna,“ segir Grete K. Hovelsrud-Broda. Sjáum mikið af hval Einn ráðstefnugesta, norski hval- veiðimaðurinn Nils Jørgen Nilsen, á að baki áratugalangan hvalveiðiferil og segir ótrúlegt hvað vísindamenn þverskallist við að taka mark á veiði- mönnunum. „Við sjáum mikið af hval og margar tegundir en á það vilja vísindamennirnir ekki hlusta,“ segir hann. „Það er talið að það séu um 120 þúsund hvalir á mínu veiðisvæði undan Noregsströndum en ég tel að að þeir séu enn fleiri. Og þeim hefur fjölgað á undanförnum árum.“ Nánar aðspurður segir hann þó sjónarmið veiðimanna vera farin að fá meiri hljómgrunn meðal vísinda- manna og þeirra sem stjórna veið- unum. Það þakkar hann þeirri sam- vinnu sem átt hefur sér stað á þessu sviði. „Ástæðan fyrir því að við höf- um náð eins langt og raun ber vitni er samvinna við vísindamennina og yfirvöld,“ segir hann, en áratugur er liðinn frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný í Noregi eftir fimm ára veiði- bann. „Það hafa orðið kynslóðaskipti í hópi vísindamanna. Áður en hval- veiðarnar voru stöðvaðar tóku vís- indamennirnir undir skoðanir okkar á því hvað væri mikið til af hval. En eftir að veiðarnar voru leyfðar á ný urðu vísindamennirnir okkur erfiðir viðfangs í byrjun.“ En hvernig metur hann framtíð- ina? „Hún er hvergi eins björt og hjá hvalveiðimönnum svo lengi sem þeir mega veiða. Það er til hellingur af hval og fari honum að fjölga bitnar það á fiskinum sem hann étur, þorsknum, síldinni og loðnunni.“ Morgunblaðið/Jim Smart Þátttakendur á ráðstefnu NAMMCO eru frá 11 löndum að Íslandi meðtöldu. Vilja samnýta þekkingu veiði- og vísindamanna GUÐRÚN Stella Gissurardóttir, sem átti sæti í kjörnefnd Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði sig í gær úr nefndinni þar sem ekki var áhugi fyrir að taka kærur Vilhjálms Egilssonar og stuðnings- manna hans þar til umfjöllunar. Fundur var haldinn í nefndinni í gær þar sem unnið er að því að ganga frá framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu fyrir alþing- iskosningarnar í vor en að sögn Jó- hanns Kjartanssonar, formanns nefndarinnar, var listinn ekki ákveð- inn í gær enda hefði það ekki staðið til. Að loknum fundinum sagði Guð- rún Stella sig hins vegar úr nefnd- inni. „Mér fannst að kjörnefndarmenn, og þá ekki síst formaður kjörnefnd- ar, væru ekki tilbúnir að taka til um- fjöllunar þær kærur sem eru komn- ar fram frá Vilhjálmi Egilssyni og stuðningsmönnum hans,“ segir hún. „Það voru ekki komnar fram form- legar kærur þegar þessi nefnd hittist síðast og ég taldi þær hafa breytt stöðunni. Það virtist hins vegar ekki vera vilji til þess að fara yfir kær- urnar og ég sá mér ekki fært að starfa lengur í nefndinni undir því.“ Hún segist ítrekað hafa reynt að fá nefndina til að fjalla um málið auk þess sem hún hafi setið hjá við at- kvæðagreiðsluna um kosningarnar í Borgarnesi. „Mér fannst steininn taka úr þegar formaður nefndarinn- ar sagðist ekki hafa áhuga á að lesa greinargerð Vilhjálms og er ég þó ekki neinn sérstakur stuðningsmað- ur hans. Þetta er einfaldlega prins- ippatriði.“ Sagði sig úr kjörnefndinni HUNDAR í eigu varnarliðsins þurfa ekki að fara í sóttkví í einangr- unarstöðinni í Hrísey eins og aðrir hundar sem fluttir eru til landsins. Yfirdýralæknir segir að varnarliðið hafi komið sér upp sambærilegri að- stöðu og í Hrísey til að tryggja að smit berist ekki frá hundunum. Einkaaðilum á Íslandi hefur ítrekað verið neitað um leyfi til að reka ein- angrunarstöð fyrir gæludýr utan Hríseyjar. Í sumar flutti varnarliðið inn hund sem Halldór Runólfsson, yf- irdýralæknir, segir að sé sérþjálf- aður til fíkniefnaleitar og sem varð- hundur. Varnarliðið hafi óskað eftir því að fá að hafa hann á Keflavík- urflugvelli í sóttkví og landbún- aðarráðuneytið hafi, að höfðu sam- ráði við embætti yfirdýralæknis, orðið við því. Gengið hafi verið úr skugga um að hann væri bólusettur og hann hafi verið í sóttkví í átta vikur eins og aðrir hundar sem koma frá Bandaríkjunum. Þá eigi þessir hundar ekki að umgangast gæludýr. Halldóri er aðeins kunnugt um að varnarliðið hafi flutt inn þennan eina hund á þeim fimm árum sem hann hefur gegnt starfi yf- irdýralæknis en segir að fyrir 1990, þegar innflutningur hunda og ann- ara gæludýra var bannaður, hafi varnarliðið einnig fengið að hafa hundana í sóttkví á Keflavík- urflugvelli. Nánast hættulegir varðhundar Hvar fara hundar sem lögregla og tollgæsla á Íslandi nota við fíkni- efnaleit og fleira í sóttkví? „Þeir fara í sóttkví í Hrísey.“ Gilda einhver önnur lögmál um þessa hunda? „Þeir eru ekki þjálfaðir sem varð- hundar og mér skilst að hundar varnarliðsins séu nánast hættulegir nema þeir séu í umsjón þjálfara sinna. Það er verulegur munur á þessu.“ Hvað ef einstaklingur hyggst flytja inn varðhund? „Það yrði að skoða sérstaklega hvert tilvik fyrir sig og mér er ekki kunnugt að komið hafi til þess. Hundar varnarliðsins eru klárlega taldir hluti af þeim sérsamningi sem gildir um varnarliðið. Varnarliðið er með sérsamning um að flytja inn matvæli án afskipta landbún- aðarráðuneytisins, gegn því að það eyði öllum úrgangi, matarleifum og öðru slíku í sorpeyðingarstöð. Þá hefur varnarliðið sérákvæði um flutning á mannskap á varnarsvæðið án þess að útlendingaeftirlitið komi þar nærri.“ Er aðbúnaður í sóttkvínni á Kefla- víkurflugvelli allur sá hinn sami og í Hrísey? „Ég þekki það ekki nákvæmlega. Þessi aðstaða var tekin út af mínum aðstoðaryfirdýralækni og var metin nægjanleg.“ Það hafi verið metið svo að aðstæðurnar séu sambærilegar. Landbúnaðarráðuneytið hefur neitað að veita öðrum aðilum en ein- angrunarstöðinni í Hrísey leyfi til að reka einangrunarstöð fyrir gælu- dýr. Þeim rökum hefur m.a. verið beitt að staðsetning einangr- unarstöðvarinnar sé heppileg þar sem hún sé á eyju. Þar séu engin meindýr, hvorki mýs né rottur sem geti borið með sér smit. Í ljósi þessa, er ekki svolítið kyndugt að landbún- aðarráðuneytið skuli veita leyfi fyrir einangrunarstöð á Keflavík- urflugvelli? „Það gefur auga leið að þetta er undir heraga og fer eftir sérstökum reglum. Þannig að það gildir nú ekki alveg það sama. Eins og ég sagði áð- ur, þá gilda sérreglur um varn- arliðið og þetta er hluti af þeim.“ Halldór bendir einnig á að um- sóknum varnarliðsmanna um að fá að hafa gæludýr sín í sóttkví á Kefla- víkurflugvelli hafi verið hafnað. Gæludýrin fari með eigendum sínum vítt og breitt um landið en það geri vinnuhundar í eigu varnarliðsins ekki. Þeir fari e.t.v. af varnarsvæð- inu ef þörf er á en þá séu þeir í taumi hjá sínum þjálfurum en ekki sleppt lausum. Undir heraga í sóttkvínni Hundar í eigu varnarliðsins fara ekki í einangrun í Hrísey GENGIÐ var frá framboðslista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi á fundi kjördæmisráðs í Mývatnssveit í gær. Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður og formaður flokksins, er í efsta sætið og Þuríður Backman alþingismaður í öðru sæti. Í þriðja sæti er Hlynur Hallsson, myndlistar- maður á Akureyri, Bjarkey Gunnars- dóttir, skrifstofumaður og leiðbein- andi í Ólafsfirði, skipar fjórða sætið og í því fimmta er Trausti Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri á Húsavík. Valgerður Jónsdóttir, formaður kjördæmisráðs VG, segir að listinn hefði verið samþykktur eins og upp- stillinganefnd lagði til. Fram hefði komið tillaga um að Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur skipaði þriðja sætið og var kosið á milli hans og Hlyns Hallssonar og hafði Hlynur betur. Ragnar lýsti þá yfir að hann óskaði ekki eftir sæti neðar á listanum þar sem hann íhugaði að bjóða sig fram á lista VG í Suðurkjördæmi. Listi VG í Norðausturkjördæmi Þingmenn í efstu sætum FYRSTA sunnudag í janúar ár hvert fara fuglaáhugamenn í vetr- arfuglatalningu á vegum Nátt- úrufræðistofnunar Íslands og munda sjónauka sína í þágu vís- indanna. Í gær var komið að 51. taln- ingunni og tóku á annað hundrað fuglaáhugamenn þátt í henni. Svæð- um var skipt á milli manna og voru taldir fuglar meðan dagsbirtu naut. Edward Rickson, einn talninga- manna, fylgdist með fuglum við Skildinganes og nágrenni. Skráði hann hjá sér 23 fuglategundir sem telst í færra lagi. Mest var um æð- arfugl, um 400 talsins, auk hrafna, stokkanda og stara. Einn mjög sjald- gæfan fugl sá Edward, dvergmáv, flækingsfugl, sem mun hafa sést einu sinni hérlendis áður. „Við erum þó ekki að leita að flækingum, held- ur er þessi talning gerð til að gefa hugmynd um hvaða fuglar eru hér á veturna,“ segir Edward. Fuglataln- ingin er mjög mikilvæg m.a. til að fylgjast með stofnsveiflum fugla sem hafa vetursetu hérlendis. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur átti frumkvæði að talningunni á sínum tíma. Talningin getur verið erfið ef veður er óhagstætt eins og í gær. „Það var hvasst og úfinn sjór og því erfitt að sjá langt út á sjó. Það er fremur óskemmtilegt að vera með vindinn í andlitið en þó var auðvelt að vinna sunnan megin í Kópavogi,“ segir Edward. Náttúrufræðistofnun safnar saman upplýsingum frá fuglatalningamönnum til úrvinnslu. Morgunblaðið/Jim Smart Það var fremur óhagstætt veður til fuglatalningar í gær en Edward Rickson lét það ekki stöðva sig. Mest um æðarfugl 51. vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.