Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 1
VITAÐ er með vissu að yfir 20 manns dóu og um 100 særðust þegar tveir sjálfsmorðingjar með 10–15 kíló af sprengiefni innanklæða gerðu árás í tveim þröngum götum er liggja að gamalli strætisvagnamiðstöð í Tel Aviv í Ísrael í gær á mesta umferðartíma við lok vinnu- dags. Mennirnir tveir sprengdu sig með nokkurra mínútna millibili. Fjöldi fátækra, erlendra verkamanna, margir án at- vinnuleyfis, býr í hverfinu er nefnist Neve Shaanan og er talið að mörg fórnarlömbin hafi verið úr röðum þeirra. Helstu ráðherrar í stjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, voru þegar kallaðir saman á bráðafund til að ræða við- brögð við tilræðinu. Skýrt var frá því í gærkvöldi að ísraelskar herþyrlur hefðu gert flugskeytaárás á palestínsk skotmörk í Gazaborg og sögðu sjónarvottar að rafmagn hefði farið af í borginni. Heimildarmenn úr röðum palestínskra lögreglu- manna sögðu að skotmörkin hefðu verið tvö verkstæði en Ísr- aelar segja að þau séu oft notuð til að framleiða sprengjur. Ekki varð mannfall en átta manns munu hafa særst lítillega. Er síðast fréttist var talið að auk árásarmannanna tveggja hefðu 23 menn látið lífið í Tel Aviv. „Sumir voru útlendingar, sum- ir Ísraelar,“ sagði Yossi Landau sem sinnti neyðarhjálp á staðn- um. „Um aðra var ekki hægt að fullyrða neitt af því að andlitið var svo afmyndað. Nokkrir voru enn við meðvitund, aðrir æptu. Einn hljóp um eins og hann væri orðinn óður áður en hann féll til jarðar og dó.“ Landau sagði að líkin hefðu verið sundurtætt og líkamshlutar hefðu þeyst langar leiðir. Arafat fordæmir voðaverkið Erfitt var fyrir björgunar- menn að aðstoða særða vegna þess hve göturnar eru þröngar. Vegfarendur rifu hurðir af hjör- um og notuðu þær fyrir sjúkra- börur. Lögreglan hvatti í gær ólög- lega, erlenda verkamenn í Tel Aviv til að aðstoða við rannsókn málsins og leita hiklaust til sjúkrahúsa ef nauðsyn krefði enda þótt pappírarnir væru ekki í lagi. Var tekið fram að lögregla innflytjendaeftirlits væri ekki að störfum á svæðinu. Stjórn Yassers Arafats Palest- ínuleiðtoga fordæmdi þegar hryðjuverkið og sagði í yfirlýs- ingu frá henni að hún myndi leggja sig fram um að leita uppi þá sem hefðu skipulagt voða- verkið. Jafnframt voru Ísraelar hvattir til þess að leita ekki hefnda, slík stefna myndi aðeins halda við vítahringnum. En Sharon sagði að Arafat hefði stutt hermdarverk gegn Ísr- aelum og bæri hann því ábyrgð á atburðum dagsins. Tveir hópar íslamskra hryðju- verkasamtaka, Herdeildir Ez- zedine al-Qassam, er tengjast Hamas-samtökunum og samtök- in Heilagt stríð, lýstu í símtölum við fjölmiðla verkinu á hendur sér. Reuters Ísraelskir lögreglumenn og liðsmenn björgunarsveita leita að vísbendingum á vettvangi eftir sjálfsmorðsárásina í Tel Aviv. Yfir 20 látnir og um 100 slasaðir Hlúð að fórnarlambi í Tel Aviv. Tveir sjálfsmorðingjar gerðu árás í Tel Aviv – Ísraelar réðust með þyrlum á Gazaborg í gærkvöldi Tel Aviv, Jerúsalem. AFP, AP. STOFNAÐ 1913 4. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 mbl.is Áheims- mælikvarða Argentínsk tangótónlist í Salnum í Kópavogi Listir 30 Stríðsminjar áStokksnesi Aukinn áhugi á verndun mannvirkj- anna á Höfn í Hornafirði 12 Spennumyndir í öndvegi Vinsælustu myndböndin frá því á síðasta ári Fólk 47 ÚTGÁFA Morgunblaðsins á mánudögum hefst í dag samkvæmt þeirri ákvörðun sem stjórn Árvak- urs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, tók á fundi sínum 28. nóvember sl. Morgunblaðið er þó ekki að koma út í fyrsta skipti á mánudegi í dag ef litið er yfir tæplega 90 ára útgáfusögu blaðsins. Fyrstu sex útgáfuár Morgunblaðsins, sem hóf göngu sína 2. nóvember árið 1913, var blaðið gefið út reglulega á mánudögum. Í blaðinu í dag er rakin saga útgáfu Morgun- blaðsins á mánudögum allt frá stofnun blaðsins. Þegar fyrsta tölublað Morgunblaðsins leit dagsins ljós sunnudaginn 2. nóvember árið 1913 var því lýst yfir á forsíðu að blaðið kæmi út á hverjum morgni. Annað tölublað Morgunblaðsins varð því fyrsta mánudagsútgáfa blaðsins. Árið 1919 varð lands- málablaðið Ísafold vikuútgáfa Morgunblaðsins og kom út á mánudögum fram á síðari hluta árs 1921. Útgáfudögum Morgunblaðsins var ekki fjölgað aftur en hins vegar litu mánudagsútgáfur dagsins ljós, þegar mjög sérstaklega stóð á. Kom Morg- unblaðið m.a. út mánudaginn 27. júní 1921 í tilefni af konungskomu Kristjáns tíunda til Íslands. 1939 komu út tvö aukablöð Morgunblaðsins; mánudag- inn 1. maí og mánudaginn 4. september þegar blað- ið flutti fregnina; „Það er stríð“. Mánudaginn 19. júní 1944 kom Morgunblaðið út með forsíðufyr- irsögninni; „Ísland lýðveldi“. Morgunblaðið var gefið út mánudaginn 13. október 1986 vegna leið- togafundar Reagans og Gorbachev í Reykjavík og mánudaginn 3. janúar árið 2000 var gefið út sér- stakt aldamótablað Morgunblaðsins. Morgunblaðið kemur aftur út á mánudögum Sjö daga útgáfa á ný eftir um 84 ára hlé  Moggi kemur/22 og 24  Leiðari/26 BARÁTTAN sem háð var um yfirráðin yfir Fjár- festingarbanka atvinnulífsins og Íslandsbanka er átakamesta viðskiptastríð sem háð hefur verið í ís- lensku viðskiptalífi í áratugi. Í greinaflokkinum Baráttan um Íslandsbanka, sem hefur göngu sína í Morgunblaðinu í dag, rekur Agnes Bragadóttir blaðamaður þriggja ára sögu þessara átaka, sem að mestu leyti fóru fram á bak við tjöldin. Nokkrir athafnamenn gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að ná meirihluta í Íslandsbanka, með kaup- um í bankanum sjálfum og Tryggingamiðstöðinni og Fjárfestingarfélaginu Straumi. Rakið er í greinunum hvernig því var afstýrt, jafnan á elleftu stundu, að yfirtökuáformin yrðu að veruleika. Áhrifamenn í banka- og viðskiptalífi tóku höndum saman, með vitund og samþykki valdamikilla stjórnmálamanna, til þess að koma í veg fyrir að völd þau og áhrif, sem fylgja því að ráða yfir mörgum tugum milljarða króna í eigu sjóða, banka og almenningshlutafélaga, lentu í höndum nokkurra fjárfesta. Átakamikið viðskiptastríð  Baráttan um Íslandsbanka/14–18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.