Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gengi bréfa í Íslenskri erfðagreiningu er í dag um 1,95 dollarar fyrir hlutinn, þannig að verð bréfanna á þessum rúmlega þremur ár- um hefur hrunið um 87%, miðað við gengi nú í janúarbyrjun 2003. Við þessi tíðindi er forsvarsmönnum spari- sjóðanna og Kaupþings verulega brugðið, því þeir töldu að um mikla áhættufjárfest- ingu væri að ræða í þessum efnum. Jafn- framt mátu þeir Kaupþings- og sparisjóða- menn það svo, að það væri veruleg áhætta fólgin í því fyrir þá að eiga áfram svo stóran hlut í FBA, þar sem fullkomin óvissa ríkti þá um með hvaða hætti 51% hlutur ríkisins yrði seldur. Var sú stefnumarkandi ákvörðun því tekin á miðju sumri 1999 að Kaupþing seldi sinn hlut í FBA. Að vísu voru það þeir Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri, sem tóku þessa ákvörðun, en fyrir henni höfðu þeir enga stjórnarsamþykkt. Þeir höfðu þó ráðg- ast símleiðis við Guðmund Hauksson, stjórn- arformann Kaupþings, sem var erlendis þeg- ar þetta var. Tveir hópar vildu kaupa Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, ræddi þetta sumar við nokkra aðila um möguleikana á því að þeir keyptu 22,1% hlut Scandinavian Holding í FBA. Hann ræddi m.a. við Sigurð Gísla Pálma- son og fjölskyldu um það hvort þau vildu kaupa þennan tæplega fjórðungs hlut í bankanum, en ekki varð af samningum. Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, var líka á ferðinni að leita að fjárfestum, sem hann taldi ákjósanlegt að fá inn í FBA. Hann orðaði það m.a. við Jón Ásgeir Jó- hannesson, hvort Baugur hefði áhuga á að kaupa hlut Scandinavian Holding á móti hópi starfsmanna FBA, en þær viðræður komust aldrei á neinn skrið, þótt einn fund- ur væri haldinn um málið með þeim Bjarna Ármannssyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Svanbirni Thoroddsen. Bjarni Ármannsson var einnig í viðræðum við aðra mögulega fjárfesta, þá Sigurð Gísla Pálmason, Gunnar Björgvinsson (flugvéla- miðlara í Liechtenstein) og Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Hannes Smárason, aðstoðarforstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, og það varð úr að þessir menn náðu saman og ákváðu að gera tilboð í hlut Scandinavian Holding, dótt- urfélags sparisjóðanna og Kaupþings. Haft var samband við Sigurð Einarsson og honum greint frá þessum áhuga. Hann óskaði eftir formlegu tilboði, sem gert var í júlímánuði. Tilboðið var á genginu 2,4. Gengið hafði því hækkað um einn heilan á réttum níu mánuðum, en Kaupþing hafnaði tilboðinu á þeim forsendum að það væri ekki nógu hátt. Nokkru síðar mun Bjarni Ármannsson hafa látið einhver orð falla við Jón Ásgeir um hverju þeir hjá FBA væru að velta fyrir sér, varðandi hlut Kaupþings og að þeir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir, Gunnar Björgvinsson og Kári Stefánsson væru lík- legir kaupendur að hlutnum. Jón Ásgeir hafði þá nokkru áður áttað sig á því, að Bjarni var búinn að missa áhugann á því að fá hann og fjárfesta á hans vegum til liðs við sig við kaupin á hlut Kaupþings í FBA. Á þessum tíma, sumarið 1999, er Baugur til þess að gera nýr af nálinni í þeirri mynd sem félagið er í nú, eða rétt um árs gamall. Það var föstudaginn 17. júlí 1998 sem til- kynnt var um þá ákvörðun að nýtt sameinað félag Hagkaupa, Bónuss og Nýkaupa bæri nafnið Baugur hf. en fram til þess tíma hafði Baugur verið nafn á innkaupa- og dreifing- arfyrirtæki í eigu sömu aðila, en varð við þessa breytingu nafn móðurfélagsins. Stjórnarformaður félagsins varð Óskar Magnússon og Jón Ásgeir Jóhannesson varð forstjóri. Barbabrella Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir taldi að nauðsynlegt væri fyrir Baug að hafa aðgang að fjármagni, til þess að geta fjármagnað sinn rekstur og þau við- skipti sem félagið átti í. Hann fékk því viðskiptahugmynd, þegar hann heyrði um áform Bjarna Ármanns- sonar. Gárungarnir lýsa þessum hugdettum Jóns Ásgeirs gjarnan sem „Barbabrellu Jóns Ásgeirs“! Þegar Jón Ásgeir heyrði hver áform þeirra í FBA voru með að fá nýja fjárfesta að bankanum í stað Kaupþings, fannst honum sem sóknarfæri væru í því fólgin fyrir hann og hans fyrirtæki að ná ráðandi hlut í FBA og vinna svo síðar meir að sameiningu bankans við Kaupþing. Jón Ásgeir ákvað því að reyna að fá til liðs við sig fjárfesta til þess að kaupa hlut Kaup- þings. Hafði hann samband við Hreiðar Má Sig- urðsson, aðstoðarforstjóra Kaupþings, sem var strax með á nótunum, enda Kaupþing búið að vinna náið með Jóni Ásgeiri og þeim Baugsmönnum og hafði komið mikið við sögu við fjármögnun á kaupum þeirra Bón- usfeðga, þegar fjölskylda Pálma heitins þurfti að reiða fram hinn 20. ágúst 1999, en það var mismunandi eftir því hverjir áttu í hlut. Jón Ólafsson greiddi þegar í stað af eigin fé þær 450 milljónir sem honum bar að greiða, þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og Jón Ásgeir Jóhannesson settu ákveðnar eignir að veði og fengu þannig lán fyrir sínu hlutafjárframlagi í Orca og Eyjólfur Sveins- son fékk fjárfestana sem voru með honum í kaupunum til þess að greiða upphafshlutaféð í Orca. Umtalsverður meirihluti kaupa Orca á 28% hlut í FBA var því fjármagnaður með lánsfé. Mikill söluhagnaður hjá Kaupþingi Söluhagnaður sparisjóðanna og Kaupþings varð nettó um 1,3 milljarðar króna, sem gaf 43% ávöxtun á níu mánuðum, sem jafngildir 57% ávöxtun á ársgrundvelli og hlýtur að teljast dágóð ávöxtun! Innborgað eigið fé í Scandinavian Holding á sínum tíma var 400 milljónir króna, en í dag er eigið fé félagsins 2 milljarðar króna, þannig að hagnaður sparisjóðanna og Kaupþings af þessum við- skiptum er því samtals um 1,6 milljarðar króna. Orca hélt áfram að kaupa bréf í FBA á markaði og um miðjan ágúst var hlutur fé- lagsins orðinn 28% og hélst þannig fram eft- ir hausti. Mikill átakafundur var svo haldinn í stjórn Scandinavian Holding fimmtudaginn 12. ágúst 1999, þar sem samningur Scandinavi- an Holding og Orca var til afgreiðslu. Stjórn Scandinavian Holding var á þessum tíma skipuð þeim Guðmundi Haukssyni, Sig- Sigurður EinarssonHreiðar Már Sigurðsson Guðmundur Hauksson Sigurður Gísli Pálmason Bjarni Ármannsson Kári Stefánsson Hannes Smárason Gunnar Björgvinsson að þeir yrðu þetta stór eigandi að FBA. Það næsta sem gerist er að Kaupþing til- kynnir á Verðbréfaþingi þriðjudaginn 3. ágúst 1999 að 22,1% hlutur sparisjóðanna og Kaupþings í FBA hafi verið seldur félaginu Orca S.A. – félagi sem var skráð í Lúx- emborg og enginn vissi nein deili á og engar upplýsingar voru veittar um það hver eða hverjir stæðu að félaginu. Samningur hafði verið undirritaður á milli sparisjóðanna og Kaupþings annars vegar og Orca-hópsins hins vegar um kaup Orca á 22% hlut Kaup- þings og sparisjóðanna (Scandinavian Hold- ing) í FBA með fyrirvara um samþykki stjórna Scandinavian Holding og Kaupþings. Þegar þetta var, vissi enginn nema seljand- inn, hver eða hverjir stóðu að Orca S.A. sem skráð var í Lúxemborg, rétt eins og seljand- inn, dótturfélag sparisjóðanna og Kaup- þings, Scandinavian Holding. Orca keypti auk þess rúm 4% af öðrum eigendum í FBA og var þannig komið með 26,5% hlut í FBA nokkrum dögum eftir und- irritun og fyrir lok ágústmánaðar var félagið komið með 28% hlut í FBA. Verðmæti hlut- arins var um fimm milljarðar króna miðað við gengið 2,8 og fjármagnaði Orca-hópurinn kaupin að stórum hluta með láni upp á 3,25 milljarða króna frá Scandinavian Holding sem var í eigu Kaupþings, Sparisjóðabank- ans, SPRON, Sparisjóðs vélstjóra, Spari- sjóðs Hafnarfjarðar og nokkurra annarra sparisjóða. Lánið var að stærstum hluta í er- lendum myntum. Auk þess fékk Orca lán frá mismunandi sparisjóðum og Kaupþingi fyrir hluta þeirrar upphæðar sem Orca-hópurinn Jónssonar í Hagkaupum var keypt út sum- arið 1998. Væntanlega hefur Kaupþing því einnig talið að með því að ganga til liðs við Jón Ás- geir Jóhannesson á þessu sviði og selja hon- um og fjárfestum, sem hann fengi til liðs við sig, væri félagið að tryggja hagsmuni sína. Því næst hafði Jón Ásgeir samband við Jón Ólafsson og bauð honum að vera með og var hann reiðubúinn að vera með í tilboði í hlut Kaupþings í lok júlí 1999 og skömmu síðar hafði Kaupþing samband við Þorstein Má Baldvinsson í Samherja og bauð honum þátttöku. Samherji hafði á þessum tíma átt í hatrammri baráttu við Eimskip um kaup á bréfum í Skagstrendingi og yfirráð í félag- inu, en Eimskip kom með kaupum sínum í Skagstrendingi í veg fyrir að Samherji næði meirihluta í félaginu. Þorsteinn Már taldi sig því eiga harma að hefna og vildi leggja sitt af mörkum til þess að ná undirtökunum í FBA, auk þess sem hann taldi fjárfestinguna vera góða. Þeir í FBA höfðu eitthvert veður af því að tilboð í bréf Kaupþings væri í uppsiglingu frá þessum aðilum og því fór Bjarni Ármannsson þess á leit við þá sem áður höfðu gert tilboð upp á 2,4 að þeir hækkuðu tilboð sitt í ríflega 2,8. Hann fór í þeirra umboði á fund Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más í Kaupþingi og bauð munnlega 2,82 í hlut Scandinavian Hold- ing. Þetta var gert í ljósi þess, að þessi hópur fjárfesta á vegum Bjarna Ármannssonar hafði þá þegar tryggt sér stuðning stærsta eiganda FBA, ríkisins, sem átti 51%, við það, Fjárfestarnir sem máttu: Fjórmenningarnir hér að ofan voru búnir að tryggja sér samþykki stjórnvalda fyr- ir því að þeir eignuðust 22,1% hlut Kaupþings í FBA, þegar Orca-hópurinn, undir forystu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, hrifsaði þau viðskipti til sín, við takmarkaða hrifningu Bjarna Ármannssonar og stjórnvalda. Kapphlaup kaupahéðna Kapphlaupið um fjárfestana: Þeir Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, og Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Kaupþings, voru í kappi um fjárfesta sumarið 1999 og hafði Hreiðar Már betur. Hann naut stuðn- ings þeirra Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings, og Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra. Orca-hópurinn: Með mjög skömmum fyrirvara tókst þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þá forstjóra Baugs, og Hreiðari Má Sigurðssyni, aðstoðarforstjóra Kaupþings, að koma saman þessum hópi fjárfesta, sem keypti hlut Kaupþings í FBA hinn 3. ágúst 1999. Hópurinn gekk eftir það undir heitinu Orca-hópurinn. Jón ÓlafssonJón Ásgeir Jóhannesson Þorsteinn Már Baldvinsson Eyjólfur Sveinsson 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.